Engar reglur komu í veg fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar keypti hluti í Íslandsbanka

Fjármálaráðuneytið segir að ekkert í lögum og reglum hindri að ráðherrar eða nánir fjölskyldumeðlimir þeirra kaupi hlut í ríkisbönkum. Umgjörð söluferlisins hafi verið „hönnuð til þess að koma í veg fyrir að ráðherra gæti hyglað einstökum bjóðendum“.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Engar sér­stakar reglur gilda um við­skipti ráð­herra eða fjöl­skyldu­með­lima hans í tengslum við sölu rík­is­sjóðs á eign­ar­hlutum í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þetta segir í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til fjár­laga­nefndar Alþingis vegna fyr­ir­spurna nefnd­ar­manna til ráðu­neyt­is­ins um sölu á 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka 22. mars síð­ast­lið­inn fyrir 52,65 millj­arða króna. Minn­is­blaðið var gert opin­bert í dag.

Á meðal kaup­enda var félagið Haf­silf­ur, í eigu Bene­dikts Sveins­son­ar. Bene­dikt er faðir Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem kom fram fyrir hönd rík­is­ins í tengslum við söl­una á hlutnum í Íslands­banka. 

Fjár­laga­nefnd spurði hvaða reglur giltu um við­skipti ráð­herra sjálfs eða náinna fjöl­skyldu­með­lima þegar ráð­herra kæmi fram fyrir hönd rík­is­ins í tengslum við sölu á eign­ar­hlut þess í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og hvort form­legar reglur hefðu verið settar um slík við­skipt­i? 

Auglýsing
Í svari ráðu­neyt­is­ins seg­ir, til við­bótar við það að engar sér­stakar reglur séu til stað­ar, komi reglur sem teng­ist með­ferð trún­að­ar­upp­lýs­inga af hálfu stjórn­valda, siða­reglur ráð­herra, ákvæði laga um aðgerðir gegn mark­aðs­svik­um, reglur ráðu­neytis um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipti starfs­manna með fjár­mála­gern­inga, ekki í veg fyrir þátt­töku til­tek­inna aðila í opnu sölu­ferli. Skipti þar engu hvort um sé að ræða sölu með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi eða með full mark­aðs­settu útboði. „Að því er varðar hæf­is­reglur stjórn­sýslu­réttar voru engar aðstæður fyrir hendi sem voru til þess fallnar að valda van­hæfi ráð­herra, með vísan til þess hver aðkoma ráð­herra og ráðu­neyt­is­ins var að fyr­ir­komu­lag­inu og þess að Banka­sýsla rík­is­ins var fram­kvæmd­ar­að­ili söl­unnar fyrir hönd rík­is­ins.“ 

Hannað til að koma í veg fyrir að ráð­herra gæti hyglað ein­stökum bjóð­endum

Skipt­ing á ábyrgð og verk­efnum milli ráð­herra og Banka­sýslu rík­is­ins komi skýrt fram í lögum um sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. „Þess­ari skipt­ingu er ætlað að tryggja að hlut­lægni og jafn­ræði séu ráð­andi við sölu á eign­ar­hlut­um. Af hálfu ráð­herra var tekin ákvörðun um magn hluta­bréfa sem skyldi selt, verð sem skyldi tekið og við­mið um skipt­ingu milli lyk­il­flokka bjóð­enda, þ.e. að horft yrði til þess að skerða lang­tíma­fjár­festa minna en skamm­tíma­fjár­festa ef umfram eft­ir­spurn yrði í útboð­inu. Ekki var tekin afstaða til til­tek­inna kaup­enda.“ 

Athugun á bjóð­endum hafi farið fram í fjar­lægð frá ráðu­neyt­inu og engin mál­efna­leg ástæða hafi verið fyrir ráðu­neytið til að kanna hver væri á bak við hvert til­boð. „Um­gjörð sölu­ferl­is­ins var hönnuð til þess að koma í veg fyrir að ráð­herra gæti hyglað ein­stökum bjóð­endum á kostnað ann­arra og að ómál­efna­leg sjón­ar­mið gætu ráðið för. Það mark­mið náð­ist.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent