Hvorki fjármálaráðuneytið né Bankasýslan telja sig hafa gert neitt rangt við bankasölu

Ríkisendurskoðun telur fjölþætta annmarka hafa verið á söluferlinu á Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bankasýsla ríkisins fengu að bregðast við ábendingum. Hvorugur aðili telur sig hafa gert neitt rangt.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðuneyti hans fer með eignarhluti ríkisins í bönkum og ber ábyrgð á sölu þeirra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðuneyti hans fer með eignarhluti ríkisins í bönkum og ber ábyrgð á sölu þeirra.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið seg­ir, í við­brögðum sínum við fjöl­þættum athuga­semdum Rík­is­end­ur­skoð­unar við sölu­ferlið á 22,5 pró­sent hlut Íslands­banka í mars að ekki verði annað séð en af umfjöllun skýrsl­unnar en að „sá þáttur sölu­með­ferð­ar­innar sem var á ábyrgð ráð­herra hafi sam­ræmst lögum og meg­in­reglum stjórn­sýslu­rétt­ar.“ 

Að mati ráðu­neyt­is­ins varði þeir mis­brestir á und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd sem Rík­is­end­ur­skoðun bendir á „einkum afmörkuð atriði við fram­kvæmd söl­unnar sem meðal ann­ars voru í verka­hring eft­ir­lits­skyldra aðila.“

Þá ítrekar ráðu­neytið þau sjón­ar­mið sem áður hafi komið fram að betur hefði þurft að standa að kynn­ingu á sölu­með­ferð­inni gagn­vart almenn­ingi. „Líkt og fram hefur komið hafa for­svars­menn rík­is­stjórn­ar­innar ákveðið að leggja til við Alþingi að Banka­sýsla rík­is­ins verði lögð niður og inn­leitt verði nýtt fyr­ir­komu­lag til að halda utan um eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Horft verður til nið­ur­staða skýrsl­unnar og ábend­inga sem í henni koma fram við þá vinn­u.“

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í kvöld að sam­kvæmt nið­ur­stöðu Rík­is­end­ur­skoð­unar vor ann­­markar sölu­­ferl­is­ins fjöl­þættir og lúta bæði að und­ir­­bún­­ingi og fram­­kvæmd söl­unn­­ar. Þar segir meðal ann­ars að ljóst megi vera að „orð­­sporðs­á­hætta við sölu opin­berra eigna var van­­metin fyrir sölu­­ferlið 22. mars af Banka­­sýslu rík­­is­ins, fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyti og þing­­nefndum sem um málið fjöll­uðu í aðdrag­anda söl­unn­­ar.“

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu um helstu nið­ur­stöður Rík­is­end­ur­skoð­unar hér. Skýrslan, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, verður gerð opin­ber á morgun eftir að Rík­is­end­ur­skoðun hefur kynnt hana fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. 

Skoða megi hvort frek­ari aðkoma ráðu­neyt­is­ins að sölu sé til bóta

Rík­is­end­ur­skoðun setur fram alls fimm ábend­ingar í skýrslu sinni. Sú fyrsta snýr að því að öfl­ugan rík­is­að­ila þurfi til að fylgja eftir eig­enda­stefnu rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið ítrekað að búið sé að boða að Banka­sýsla rík­is­ins, sem hefur það hlut­verk í dag, verði lögð niður og að ráðu­neytið sé með í smíðum frum­varp sem feli í sér sam­ein­ingu á umsýslu eign­ar­halds allra rík­is­fyr­ir­tækja á eina hendi í sam­ræmi við leið­bein­ingar OECD. „Ljóst er að jafn­vel þó að öll umsýsla eign­ar­halds rík­is­fyr­ir­tækja færi fram í sér­stakri stofnun þá myndi sú ein­ing verða til­tölu­lega fámenn. Varð­andi fram­kvæmd við frek­ari sölu eign­ar­hluta má skoða, ásamt öðrum kost­um, hvort aukin aðkoma fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis og/eða Rík­is­kaupa geti orðið til þess að styrkja þann þátt.“

Auglýsing
Ráðuneytið gengst við því að bæði Banka­sýslan og það sjálft hafi getað staðið betur að því að tryggja virka upp­lýs­inga­miðlum til almenn­ings varð­andi söl­una, en um það snýst önnur ábend­ing stofn­un­ar­inn­ar. „Ráðu­neytið getur á hinn bóg­inn ekki tekið undir það að upp­lýs­ingar til nefnda Alþingis í grein­ar­gerð ráð­herra og í kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins og Banka­sýsl­unnar fyrir nefnd­unum hafi verið ófull­nægj­andi um eðli sölu­að­ferð­ar­innar og meg­in­reglur og mark­mið. Sem dæmi má nefna að í þessum gögnum og á kynn­ing­ar­fundum kom fram að ein­stak­lingar gætu verið meðal kaup­enda ef þeir teld­ust hæfir fjár­fest­ar, að vænta mætti að veittur yrði til­tek­inn afsláttur frá síð­asta skráða gengi og að við söl­una yrði horft sér­stak­lega til mark­miða um fjöl­breytt, heil­brigt og dreift eign­ar­hald.“

Telja mikið gert úr hug­lægum for­sendum

Þriðja ábend­ing Rík­is­end­ur­skoð­unar snýst um þörf á því að setja skýr við­mið um mats­kennda þætti í söl­unni. Ráðu­neytið telur á köflum nokkuð mikið gert úr meintum hug­lægum for­sendum í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. „Að því marki sem hlut­lægum við­miðum var ekki fyrir að fara virð­ist í úrlausn sölu­ferla hafa verið byggt á þekk­ingu reynslu­mik­illa og sér­fróðra erlendra sem inn­lendra aðila sem komu að vinn­unni. Enn fremur telur ráðu­neytið að öll við­mið sem stuðst var við í ferl­inu hafi átt sér við­hlít­andi stoð í lögum nr. 155/2012. Af hálfu ráð­herra voru við­mið sett í þeim mark­miðum sem fram koma í grein­ar­gerð og ákvörðun hans.“

Fjórða ábend­ingin sner­ist um ábend­ingar um að ákvarð­anir yrðu skjal­festar og að gagn­sæi yrði tryggt við söl­una. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið tekur undir þessi sjón­ar­mið um að æski­legt sé að við­mið sem fram­kvæmda­að­ili sölu­með­ferðar hyggst beita við mat á til­boðum séu fyr­ir­fram skil­greind og skráð „eftir því sem raun­hæfur kostur er þannig að hægt verði að meta nið­ur­stöð­una með hlið­sjón af þeim.“

Skoðað að setja skorður við að fyr­ir­tæki sem er til sölu sé sölu­ráð­gjafi

Í fimmta lagi benti Rík­is­end­ur­skoðun á að fyr­ir­byggja yrði hags­muna­á­rekstra og orð­spors­á­hættu við sölu á banka. Líkt og með aðrar ábend­ingar tekur ráðu­neytið undir þetta sjón­ar­mið og segir raunar að slíkum hafi verið velt upp bæði fyrir frumút­boðið á hlutum í Íslands­banka sum­arið 2021 og í lok­aða útboð­inu sem fram fór í mars. „Al­mennt hefur verið lögð á það rík áhersla af hálfu ráðu­neyt­is­ins við und­ir­bún­ing á laga­breyt­ingum sem varða með­ferð, ráð­stöfun og sölu eigna rík­is­ins að vand­lega sé gætt að meg­in­reglum um hlut­lægni, gagn­sæi, jafn­ræði og hag­kvæmni. Við und­ir­bún­ing laga­breyt­inga verður sá mögu­leiki skoð­aður að settar verði skorður við því að það fyr­ir­tæki sem til sölu er gegni hlut­verki sölu­ráð­gjafa. Verka­skipt­ing laga nr. 155/2012 kveður á um að það sé hlut­verk Banka­sýslu rík­is­ins að gera samn­inga við utan­að­kom­andi ráð­gjafa.“

Starfs­menn með hald­góða menntun

Í skýrsl­unni er einnig að finna við­brögð Banka­sýslu rík­is­ins við ábend­ingum Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Sú fyrsta felur í sér að stofn­unin telji Banka­sýslu rík­is­ins ekki vera öfl­ugan rík­is­að­ili sem geti fylgt eftir eig­enda­stefnu rík­is­ins fyrir fjár­mála­fyr­ir­tæki. Því er Banka­sýslan ósam­mála. Í við­brögðum hennar segir að hún hafi sinnt þessu hlut­verki frá árinu 2009. „Starfs­menn stofn­un­ar­innar hafa í senn hald­góða háskóla­menntun á sínum sér­fræðisviðum sem og mikla reynslu af umsýslu og sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og af störfum á fjár­mála­mark­aði, hér­lendis og erlend­is. Benda má á að stofn­unin hefur þrisvar sinnum selt eign­ar­hluti í fjár­mála­fyr­ir­tækjum með þremur mis­mun­andi aðferðum og aflað þannig rík­is­sjóði rúm­lega 130 ma.kr. Þá hefur stofn­unin leitt sam­ein­ingar fjög­urra spari­sjóða inn í Lands­bank­ann hf.“

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, komu fyrir fjárlaganefnd í gær. Mynd: Skjáskot/Alþingi

Í skýrslu­drög­unum komi ekki fram hvaða atriði eða ákvarð­anir í ferl­inu hafi ekki verið í sam­ræmi við eig­enda­stefnu rík­is­ins fyrir fjár­mála­fyr­ir­tæki, að mati Banka­sýsl­unn­ar. „Skortir því á tengsl á milli efn­is­legrar umfjöll­unar um hlut­verk og ákvarð­anir stjórn­valda og hvað hafi farið úrskeiðis í ferl­inu að þessu leyt­i.“

Varð­andi aðra ábend­ingu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, að tryggja þurfi full­nægj­andi upp­lýs­inga­gjöf og gagn­sæi, þá seg­ist Banka­sýslan sig hafa upp­lýst þing­nefndir með full­nægj­andi hætti. „Stofn­unin áréttar að fram­kvæmd söl­unnar 21.–23. mars sl. var með nákvæm­lega sama hætti og henni var lýst í minn­is­blaði stofn­un­ar­innar þann 20. jan­úar sl. og í kynn­ingum fyrir þing­nefndir þann 21. og 24. febr­ú­ar.“

„Lengra verður vart gengið í kröfum um ex post facto prófun“

Þriðja ábend­ing Rík­is­end­ur­skoð­unar snýr að því að setja þurfi skýr við­mið um mats­kennda þætti í banka­söl­unni. Áfram sem áður telur Banka­sýslan sig hafa gert þetta og að ákvarð­anir hennar hafi verið vel rök­studdar með vísun í lög. „Aftur á móti verður jafn­framt að hafa í huga, eins og ítar­lega hefur verið rakið í athuga­semdum stofn­un­ar­inn­ar, að þegar ráð­ist er í sölu á hlutum í skráðu félagi, og þá sér­stak­lega þegar óvissa ríkir á fjár­mála­mörk­uð­um, er eðli þeirra verk­efna sem um ræðir þannig að óger­legt er að vita það fyrir fram hvaða þættir verði veiga­meiri en aðrir í end­an­legri ákvörðun um útboðs­verð, útboðs­magn og úthlutun til fjár­festa. Að því leyti er verk­efnið frá­brugðið mörgum öðrum verk­efnum hins opin­bera, m.a. þar sem um er að ræða hefð­bundna sölu á eignum rík­is­ins.“

Auglýsing
Ríkisendurskoðun benti á, í fjórða lagi, að tryggja verði að ákvarð­anir séu skjal­festar og gagn­sæi tryggt. Banka­sýslan telur sig hafa gert það og að salan hafi verið að fullu í sam­ræmi við lög og reglur sem um hana gilda „sem og lýs­ingu þar að lút­andi í minn­is­blaði Banka­sýslu rík­is­ins til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra frá 20. jan­úar sl., grein­ar­gerð ráð­herra frá því í febr­úar sl. og í kynn­ingum Banka­sýslu rík­is­ins fyrir fjár­laga­nefnd 21. febr­úar og efna­hags- og við­skipta­nefnd 24. febr­úar á þessu ári sem og ákvörðun ráð­herra frá 18. mar­s.“

Þá hafi end­an­legt sölu­verð og stærð eign­ar­hlut­ar­ins ákveðin af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að und­an­gengnu rök­studdu mati Banka­sýslu rík­is­ins.

„Stað­reynd máls­ins er sú að Banka­sýsla rík­is­ins hefur með mál­efna­legum rökum og vísan til gagna rök­stutt sér­hverja ákvörðun sem tekin var í sölu­ferl­inu. Lengra verður vart gengið í kröfum um ex post facto prófun og gagn­sæ­i.“

Seg­ist hafa lagt „sér­staka áherslu á orð­spor íslenska rík­is­ins“

Í fimmta og síð­asta lagi benti Rík­is­end­ur­skoðun á að fyr­ir­byggja yrði hags­muna­á­rekstra og orð­spors­á­hættu þegar verið er að selja hluti rík­is­ins í bönk­um. 

Banka­sýslan segir í við­brögðum sínum að hún hafi í allri sinni fram­kvæmd lagt sér­staka áherslu á orð­spor íslenska rík­is­ins sem eig­anda og selj­anda í þeim útboðum sem stofn­unin hefur séð um fyrir hönd ráð­herra. „Banka­sýsla rík­is­ins tekur einnig undir að fyr­ir­byggja þurfi hags­muna­á­rekstra og má til við­bótar við þær rök­semdir sem hér hafa verið raktar benda á að hún fékk til starfa sjálf­stæðan fjár­mála­ráð­gjafa við úrlausn verk­efn­is­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar