Bankasýsla ríkisins hafnar allri gagnrýni sem sett hefur verið fram á söluferli Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins er ánægð með afsláttinn sem var gefinn á hlut í Íslandsbanka, telur kostnaðinn við útboðið ásættanlegan, segir að útboðinu hafi verið beint að öllum „hæfum fjárfestum“ og að aldrei hafi staðið til að selja bara stærri aðilum.

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins segir að 2,25 millj­arða króna afsláttur sem hafi verið gefin á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka í lok­uðu útboði til fag­fjár­festa 22. mars síð­ast­lið­inn hafi verið umtals­vert minni en almennt ger­ist í slíkum útboð­um. Í athuga­semdum sem Banka­sýslan birti á heima­síðu sinni í dag vegna full­yrð­inga sem settar hafa verið fram um útboðið segir að með útboðs­leið­inni sem farin var varð raunin sú að mis­mun­ur­inn nam aðeins 4,1 pró­sent. Það var góður árang­ur.“

Salan fór fram 22. mars síð­­ast­lið­inn. Þá var áður­nefndur hlutur í Íslands­­­banka seldur til 207 fjár­­­festa (tveimur til­­­boðum var hafn­að) með afslætti. Salan fór fram eftir svo­­kall­aðri til­­­boðs­­leið og ein­ungis þeim sem upp­­­fylla skil­yrði laga um að telj­­ast fag­fjár­­­festar fengu að taka þátt. Auk stórra stofn­ana­fjár­­­festa á borð við líf­eyr­is­­sjóði, trygg­inga­­fé­lög og verð­bréfa­­sjóði er það hópur fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­laga og ein­stak­l­inga. Hlut­irnir voru seldir á nokkrum klukku­­tímum og ráð­gjafar Banka­­sýsl­unnar fengu um 700 millj­­ónir króna greitt fyrir að koma þeim í verð. 

Gagn­rýnin á ferlið hefur verið marg­þætt. Í fyrsta lagi töldu margir, meðal ann­­ars þing­­menn sem sitja í þeim nefndum sem gáfu álit um söl­una áður en hún fór fram, að selja ætti ein­vörð­ungu til stórra fjár­­­festa sem hefðu fyr­ir­ætl­­­anir um að vera lang­­tíma­eig­endur að Íslands­­­banka. Komið hefur í ljós að svo var ekki, enda keyptu alls 59 fjár­­­festar fyrir minna en 30 millj­­ónir króna og sá sem keypti fyrir lægstu upp­­hæð­ina keypti fyrir ein­ungis 1,1 milljón króna. Bent hefur verið á að ekk­ert hafi kallað á að selja hafi þurfti minni fjár­­­festum hlut í bank­­anum með afslætti. Þeir gætu ein­fald­­lega keypt á eft­ir­­mark­að­i. 

Auglýsing
Í öðru lagi hafa þókn­ana­greiðslur til ráð­gjafa verið gagn­rýndar en einn meg­in­til­­gangur þess að ráð­­ast í lokað útboð var að spara kostn­að. Banka­­sýslan hefur sagt að kostn­að­­ur­inn, um 700 millj­­ónir króna, sé ásætt­an­­legur en því eru ekki allir sam­­mála. 

Í þriðja lagi hefur verið gagn­rýnt hverjir fengu að kaupa, en listi yfir kaup­endur var loks birtur á mið­viku­dag eftir mik­inn þrýst­ing þar um. Á honum er að finna, meðal ann­­arra, föður fjár­­­mála­ráð­herra, starfs­­menn sölu­ráð­gjafa útboðs­ins, fjöl­marga aðila sem voru fyr­ir­­ferða­­miklir í banka­­rekstri fyrir banka­hrun, fólk í virkri lög­­­reglu­rann­­sókn, útgerð­­ar­eig­endur og ein­stak­l­inga sem fáum hafði fyr­ir­fram dottið í hug að teld­ust vera fag­fjár­­­fest­­ar.

Kostn­að­ur­inn ekki hærri en almennt megi gera ráð fyrir

Í athuga­semd­unum sem birtar voru í dag hafnar Banka­sýslan allri gagn­rýni sem sett hefur verið fram á fram­kvæmd útboðs­ins. Þar segir að kostn­að­ur­inn við útboð­ið, rúm­lega 700 millj­ónir króna, hafi ekki verið hærri en almennt megi gera ráð fyrir í slíkum útboð­um. Hún segir það ekki nákvæmt þegar sagt er að mark­mið útboðs­ins hafi verið að lág­marka kostnað heldur hafi eitt af mark­miðum þess verið að halda kostn­aði í lág­marki. Það hafi tek­ist. 

Þá segir Banka­sýslan að það hafi verið gagn­rýnt að „sumir fengu að kaupa, en aðrir ekki“.Að hennar mati sé rétt­ara að segja að sumir hæfir fjár­festar hafi keypt en aðrir ekki. „Út­boð­inu var beint að öllum hæfum fjár­fest­um. Til hæfra fjár­festa telj­ast við­ur­kenndir gagn­að­il­ar, svo sem líf­eyr­is­sjóð­ir, fjár­mála­fyr­ir­tæki og vátrygg­inga­fé­lög, og aðrir fag­fjár­fest­ar, sem fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa metið sem slíka, á grund­velli laga­skil­yrða um eigna­stöðu, við­skiptaum­svif, og reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­mark­aði. Engin veru­leg hindrun var í vegi hæfra fjár­festa að óska þátt­töku í útboð­inu. Banka­sýsla rík­is­ins leggur ekki mat á hvort fjár­festar upp­fylli skil­yrði þess að telj­ast fag­fjár­fest­ar. Slíkt mat liggur lögum sam­kvæmt hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Gagn­rýnt hefur verið harð­lega að engin þörf hafi verið á því að selja mörgum litlum fjár­festum sem keyptu í útboð­inu á afslátt­ar­kjörum í lok­uðu útboði. Þannig keyptu 59 þeirra 207 sem tóku þátt í útboð­inu fyrir minna en 30 millj­ónir króna. Sá sem keypti fyrir lægstu upp­hæð­ina keypti fyrir um 1,1 millj­ónir króna. Þing­menn sem sátu í þeim nefndum sem skil­uðu áliti um sölu­ferlið í aðdrag­anda þess hafa flestir sagt að það hafi verið þeirra skiln­ingur að til stæði að selja hlut­inn til stærri aðila. 

Í athuga­semdum Banka­sýsl­unnar segir að það hafi aldrei komið fram í til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins, grein­ar­gerð Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynn­ingum stofn­un­ar­innar fyrir þing­nefndum eða áliti þing­nefnd­anna sjálfra að til stæði að selja ein­ungis til stærri aðila. „Þá hefði slíkt útboð að mati Banka­sýsl­unnar síður sam­rýmst meg­in­reglum laga um dreift og fjöl­breytt eign­ar­hald, jafn­ræði bjóð­enda og að leita skyldi mark­aðs­verðs.“

Vildi að Banka­sýslan segði af sér

Um helg­ina sagði Bjarni Jóns­­son, þing­­maður Vinstri grænna, að hann teldi að for­­stjóri og stjórn Banka­­sýslu rík­­is­ins, sem hafði umsjón með sölu á hlut rík­­is­ins í umboði fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, ættu að víkja til að auð­velda end­­ur­heimt á traust­i. Jón Gunnar Jóns­­son, for­­stjóri Banka­­sýsl­unn­­ar, sagði við mbl.is í gær að hann ætli ekki að víkja.

Eng­inn stjórn­­­ar­­þing­­maður hefur hins vegar farið fram á að Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, verði lát­inn sæta ábyrgð á söl­unni en hann tók ákvörðun um að hefja umrætt sölu­­ferli og tók end­an­­lega ákvörðun um að selja hlut­ina í Íslands­­­banka með þeim hætti sem gert var. Þorri stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar hefur kraf­ist þess að skipuð verði rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um söl­una en stjórn­­­ar­­þing­­menn lagst gegn því. Þess í stað lagði Bjarni fram beiðni til Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um að fram­­kvæma stjórn­­­sýslu­út­­­tekt á því hvort sala á hlutum rík­­is­ins í Íslands­­­banka í síð­­asta mán­uði hafi sam­­rýmst lögum og góðum stjórn­­­sýslu­hátt­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent