„Vinnubrögðin kalla á afsögn ráðherrans“

Þingmaður Samfylkingarinnar segist hafa verið á móti því að selja hlut í Íslandsbanka og að fjármálaráðherra þurfi að „axla ábyrgð á þessu klúðri öllu“.

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Ég er sam­mála vara­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins um að fjár­mála­ráð­herra þurfi að axla ábyrgð á þessu klúðri öllu. Hvernig datt honum í hug að það væri góð hug­mynd að gefa þessum valda hópi afslátt af eigum okk­ar? Er hann búinn að gleyma aðdrag­anda og eft­ir­málum hruns­ins? Eða var þetta kannski bara „svo­kallað hrun“ sem óþarfi er að draga ein­hvern lær­dóm af?“

Þetta skrifar Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á Face­book-­síðu sína í morg­un.

Fram kom í Morg­un­blað­inu í morgun að Lilja Alfreðs­dótt­ir menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra segð­ist ekki hafa verið hlynnt þeirri aðferða­fræði sem var beitt við sölu á 22,5 pró­­sent hlut í Íslands­­­banka 22. mars síð­­ast­lið­inn. Hún telur brýnt að í ljósi þeirrar gagn­rýni sem sett hefur verið fram á banka­­söl­una þurfi Rík­­is­end­­ur­­skoðun að fara yfir fram­­kvæmd og aðferð­­ir. Einni kunni að vera rétt að fela fjár­­­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­banka Íslands að fara yfir mál­ið.

Auglýsing

Lilja segir að hún hafi viljað almennt útboð en ekki að bréf­in yrðu seld til val­ins hóps fjár­­­­­festa. Lilja, sem er einn þriggja ráð­herra rík­­is­­stjórnar sem situr í ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins, seg­ist hafa komið þeim sjón­­­ar­miðum sínum skýrt á fram­­færi í aðdrag­anda útboðs­ins. „Ég hef alltaf talið skyn­­­sam­­­legt að taka lít­il og hæg­fara skref. Hafa vaðið fyr­ir neðan sig. Ekki ein­blína á verð, held­ur gæði fram­­tíð­­ar­­eig­enda. Önnur leið var hins veg­ar val­in og því miður er fátt sem kem­ur á óvart í þessu máli og hver út­kom­an varð.“

Hún segir að ábyrgðin hljóti að vera stjórn­­­mála­­manna sem tóku ákvörðun í mál­inu.

Vega þarf og meta kosti sam­fé­lags­banka

Oddný segir jafn­framt í stöðu­upp­færslu sinni á Face­book að vinnu­brögðin kalli á afsögn Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

„Hann selur pabba sínum á afslætti, stórum leik­endum í banka­hrun­inu, fjár­fest­inga­sjóði sem keypti og seldi strax aftur í fyrra útboði og menn sem voru að vinna við útboðið fengu að kaupa svo dæmi séu tekin úr þess­ari frá­leitu nið­ur­stöðu.

Sjálf­stæð­is­menn greiddu atkvæði gegn lögum um ferlið sem fara á eftir þegar hlutur í bönkum er seld­ur. Þar er ábyrgð fjár­mála­ráð­herr­ans algjör­lega skýr. Og jafn­vel þó að Sjálf­stæð­is­menn hafi ekki sam­þykkt sjálfir lögin verða þeir að fara eftir þeim!“ skrifar hún.

Þá greinir hún frá því að hún hafi verið á móti því að selja hlut­ina. „Í stefnu okkar í Sam­fylk­ing­unni segir að áður en ráð­ist sé í sölu á hlut rík­is­ins í bönk­unum þarf að svara þeirri spurn­ingu hvernig banka­kerfi tryggi góða og trausta þjón­ustu við fólk og fyr­ir­tæki. Þar þurfa leiða­stefin að vera fjöl­breytni, sam­keppni, öfl­ugt eft­ir­lit, neyt­enda­vernd og örugg ódýr inn­lend greiðslu­miðl­un.

Sam­hliða örri tækni­þróun og nauð­syn grænna fjár­fest­inga eru aug­ljósar áskor­anir til staðar í fjár­málaum­hverf­inu. Vega þarf og meta kosti sam­fé­lags­banka og mik­il­vægt er að breytt kerfi verði til þess að áhætta í fjár­fest­inga­banka­starf­semi verði áhyggju­efni eig­enda fjár­fest­ing­ar­banka en ekki rík­is­ins. Þar liggur mik­il­vægur lær­dómur banka­hruns­ins sem stjórn­ar­flokk­arnir hirða ekki um,“ skrifar hún.

Aðeins eru rúm 12 ár frá því að einka­reknir bankar hrundu á Íslandi með afar nei­kvæðum efna­hags­legum afleið­ing­um. Rann­sókn á þeirri einka­væð­ingu hefur ekki farið fram, þrátt fyrir sam­þykki Alþingis á slíkri rann­sókn.

Ég er sam­mála vara­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins um að fjár­mála­ráð­herra þurfi að axla ábyrgð á þessu klúðri öllu. Hvern­ig...

Posted by Oddný Harð­ar­dóttir on Monday, April 11, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent