Er í lagi að „væna og dæna“ stofnun sem selur eignir ríkisins?

Auglýsing

Til að fagna frumút­boði á hlutum í Íslands­banka, sem lauk 15. júní 2021, var hald­inn kvöld­verður 24. sept­em­ber sama ár, þremur mán­uðum og níu dögum síð­ar. Þann kvöld­verð sóttu Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, og starfs­menn henn­ar. Aðrir við­staddir voru starfs­menn fyr­ir­tækja­ráð­gjafar og verð­bréfa­miðl­unar Íslands­banka. Íslands­banki greiddi reikn­ing­inn, sem var um 34 þús­und krónur á hvern kvöld­verð­ar­gest. 

Þann 30. nóv­em­ber 2021 fóru for­stjóri og starfs­menn Banka­sýsl­unnar aftur út að borða. Um var að ræða kvöld­verð með full­trúum þriggja umsjón­ar­að­ila, tveggja fjár­mála­ráð­gjafa og þriggja lög­fræði­legra ráð­gjafa sem höfðu, sam­kvæmt minn­is­blað­inu, unnið að frumút­boði á hlutum í Íslands­banka. Fimm og hálfur mán­uður var lið­inn frá frumút­boð­inu þegar kvöld­verð­ur­inn var hald­inn. 

Kostn­aður á hvern kvöld­verð­ar­gest var að með­al­tali verið um 48 þús­und krón­ur. Fyrir liggur vegna umfangs að hann hefur ekki ein­ungis fallið til vegna mat­ar, heldur líka vegna kaupa á áfengum drykkj­um. Ekki er til­greint hversu margir ein­stak­lingar sóttu fund­inn en ljóst að heild­ar­kostn­aður við kvöld­verð­inn hefur hlaupið á mörg hund­ruð þús­und krón­um. Kostn­að­ur­inn vegna þessa kvöld­verðar var greiddur af Íslands­banka, Citi­bank og JP Morg­an.

Þetta kemur fram í minn­is­blaði frá Banka­sýsl­unni, sem skilað var til fjár­laga­nefndar fyrir helgi, þar sem fjallað er um „máls­verði, tæki­fær­is­gjafir og sér­stök til­efn­i“. Það tók stofn­un­ina sex mán­uði að taka minn­is­blaðið sam­an. Það er tvær blað­síð­ur.

Sama kvöld og síð­ari kvöld­verð­ur­inn fór fram var fjár­laga­frum­varp vegna árs­ins 2022 lagt fram á Alþingi sam­hliða fjár­mála­stefnu fyrir árin 2022-2026. Í því kom meðal ann­ars fram að rík­is­stjórnin ætl­aði sér að selja þá eft­ir­stand­andi 65 pró­sent eign­ar­hlut sinn í Íslands­banka að fullu á árunum 2022 og 2023. 

En það var senni­lega bara til­vilj­un.

Mörg hund­ruð millj­ónir undir

Í mars 2022 var 22,5 pró­sent hlutur í Íslands­banka seldur í lok­uðu útboði, með afslætti af þáver­andi mark­aðs­verði, til 207 fjár­festa. Þeir fjár­festar höfðu verið hand­valdir af sölu­ráð­gjöfum sem höfðu verið hand­valdir af Banka­sýslu rík­is­ins. Þ.e. ekk­ert útboð fór fram þar sem ráð­gjafar gátu keppt um að fá að koma að söl­unni og fengið þóknun fyr­ir, líkt og hafði verið gert fyrir frumút­boðið sum­arið 2021. 

Um feitan bita er að ræða. Fyrir þátt­töku sína áttu ráð­gjaf­arnir að skipta á milli sín mörg hund­ruð millj­óna króna þókn­un. Hún átti að drag­ast frá því sölu­and­virði sem myndi renna til rík­is­sjóðs fyrir sölu á eign hans. 

Auglýsing
Umsjónaraðilar með við­skipt­unum voru valdir Íslands­banki, Citigroup (eig­andi Citi­bank) og JP Morg­an. Sem­sagt sömu aðilar og borg­uðu reikn­ing­inn vegna kvöld­verð­ar­ins í lok nóv­em­ber árið áður. Íslands­banki borg­aði auk þess reikn­ing­inn þegar frumút­boð­inu var fagnað í sept­em­ber 2021. 

HSBC Continental Europe og Fossar mark­aðir höfðu aðkomu að við­skipt­unum sem sölu­ráð­gjafar og Acro Verð­bréf, Íslensk verð­bréf og Lands­bank­inn störf­uðu sem sölu­að­il­ar. ­Banka­sýslan átti hádeg­is­verð­ar­fundi með veit­ingum með öllum þessum aðilum nema HSBC á tíma­bil­inu 23. apríl 2021 til 13. apríl 2022. Ekki er til­greint í minn­is­blaði hennar hver hafi greitt fyrir þær veit­ingar og ekki er til­greint hver kostn­að­ur­inn var. Hann er þó sagður hafa verið „óveru­leg­ur“, en fund­irnir voru alls 20.

Í lagi vegna þess að þeir fengu aldrei jóla­gjafir

Allir inn­lendu sölu­ráð­gjaf­arn­ir, nema Foss­ar, gáfu starfs­mönnum Banka­sýsl­unnar líka „tæki­fær­is­gjafir“ um jól og ára­mót 2021 til að þakka gott sam­starf. ACRO verð­bréf gaf þeim vín­flösku. Íslensk verð­bréf gáfu þeim tvær slík­ar. Lands­bank­inn gaf þeim konfekt­kassa. Verð­bréfa­miðlun og fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Íslands­banka gaf þeim létt­víns­flösku og smá­rétti, sem kost­uðu sam­tals um 14 þús­und krónur hver gjöf. 

Í minn­is­blað­inu sem sent var fjár­laga­nefnd fyrir helgi er sér­stak­lega tekið fram, í þessu sam­hengi, að Banka­sýslan hafi aldrei gefið neinar jóla­gjafir til starfs­manna, að minnsta kosti frá árinu 2012, og aldrei boðið þeim á jóla- eða ára­móta­hlað­borð. Þegar salan átti sér stað í mars störf­uðu þrír hjá Banka­sýsl­unn­i. 

Umdeildur flug­eld­ur, sem færður var for­stjóra Banka­sýsl­unnar að gjöf, er í minn­is­blað­inu sagður vera stað­fest vina­gjöf. Ekki kemur fram hver vin­ur­inn sem gaf for­stjór­anum flug­eld­inn er. Né hvað hann vinnur við. 

Að falla í freistni

Þegar útboðið var kynnt kom fram að ein­ungis „hæfir fjár­fest­ar“ ættu að fá að taka þátt, einnig kall­aðir fag­fjár­fest­ar. Þing­menn sem sam­þykktu sölu­ferlið töldu margir hverjir að hið lok­aða fyr­ir­komu­lag væri til þess að laða að nokkra stóra og sterka lang­tíma­fjár­festa og til að spara rík­inu pen­ing í kostn­að. 

Þegar á hólm­inn var komið kom þó í ljós að margir þeirra 207 útvöldu voru pinku­litlir í stóra sam­heng­inu. Þeir sem keyptu fyrir minna en 30 millj­­ónir króna voru 59 tals­ins. Þeir sem keyptu fyrir minna en 50 millj­­ónir voru 79. Á meðal kaup­enda voru faðir fjár­­­­­mála­- og efna­hags­ráð­herra, starfs­­­menn sölu­ráð­gjafa útboðs­ins, fjöl­margir aðilar sem voru fyr­ir­­­ferða­­­miklir í banka­­­rekstri fyrir banka­hrun, fólk í virkri lög­­­­­reglu­rann­­­sókn, útgerð­­­ar­eig­endur með enga aug­ljósa sér­þekk­ingu á fjár­mála­starf­semi, skamm­tíma­fjár­festar sem höfðu keypt og selt aftur hratt eftir frumút­boðið og ein­stak­l­ingar sem fáum hafði fyr­ir­fram dottið í hug að teld­ust vera fag­fjár­­­­­fest­­­ar. Sá sem keypti fyrir lægstu upp­­hæð­ina keypti fyrir um 1,1 millj­­ón króna.

Auglýsing
Það var í höndum sölu­ráð­gjaf­ana sem valdir höfðu verið til verks­ins að skil­greina hverjir teld­ust hæfir og hverjir ekki. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans voru sumir þeirra sem tóku á end­anum þátt í lok­aða útboð­inu ekki skil­greindir sem fag­fjár­festar hjá öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækjum en því sem hleypti þeim inn í banka­kaup­in. Aug­ljóst ætti að vera öllum að fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fær það hlut­verk að selja vöru sem aðgengi er tak­markað að, hefur hags­muni að því að veita vild­ar­við­skipta­vinum sínum aðgengi að henni umfram aðra. Þar er að minnsta kosti til staðar freistni­vandi. Margt bendir til þess að sumir hafi fallið í þá freistni.

Búið að greiða þrátt fyrir yfir­stand­andi rann­sókn

Sam­tals áttu ráð­gjaf­­arnir sem Banka­­sýslan valdi til að sjá um lok­aða útboðið í mars að fá 703 millj­­ónir króna fyrir starf sitt við útboð­ið. Þar af áttu inn­­­lendir sölu­ráð­gjafar að fá 322,5 millj­­ónir króna. Sú upp­­hæð skipt­ist þannig að 193,5 millj­­ónir króna áttu að greið­­ast í svo­­kall­aða grunn­þóknun en 129 millj­­ónir króna í svo­­kall­aða val­­kvæða þókn­un. 

Í lok apríl 2022 hafði Banka­­sýslan þegar greitt 79 millj­­ónir króna í grunn­þóknun en for­svars­menn stofn­un­ar­innar sögðu á fundi fjár­laga­nefndar á þeim tíma að lög­menn væru að skoða hvort mögu­leiki væri að halda eftir þeim 114,5 millj­­ónum króna sem eftir stóðu af henni. Ekk­ert hefur frekar spurst út um þá skoð­un. 

Staðan var öðru­­vísi hvað varðar erlendu sölu­ráð­gjaf­anna í útboð­inu. Þeir voru þegar búnir að fá 158 af 201,4 milljón króna af grunn­þóknun sinni greidda í lok apríl og ógreidd val­­kvæð þóknun til þeirra á þeim tíma var 134,4 millj­­ónir króna. 

Í minn­is­­blaði Banka­­sýslu rík­­is­ins, sem birt var 26. apríl 2022, sagði að engin ákvörðun yrði tekin um greiðslu á val­­kvæðri þóknun „fyrr en að nið­­ur­­staða athug­unar Fjár­­­mála­eft­ir­lits Seðla­­banka („F­ME“) liggur fyrir og hefur stofn­unin sagt opin­ber­­lega að ef ein­hverjir sölu­ráð­gjafar hafi brugð­ist stofn­un­inni þá muni val­­kvæð þóknun vera skert eða ekki greidd út.“ 

Fjár­­­mála­eft­ir­lit Seðla­­banka Íslands er að skoða hátt­­semi ein­hverra þeirra fimm inn­­­lendu sölu­að­ila sem Banka­­sýslan valdi til að vinna að útboð­inu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar sé verið að skoða mög­u­­lega hags­muna­á­­rekstra, meðal ann­­ars vegna þess að starfs­­menn sumra sölu­ráð­gjafa hafi sjálfir tekið þátt í útboð­in­u, og við­skipti sem áttu sér stað með hluta­bréf í aðdrag­anda útboðs­ins. Nið­ur­stöður þeirrar rann­sóknar hafa enn ekki verið opin­ber­að­ar.

„Vænað og dæn­að“ til að þéna pen­ing­inn

Í fjár­mála­geir­anum snýst allt um að græða pen­ing­inn. Það er í eðli hans. Und­ir­liggj­andi starf­semi byggir ann­ars vegar á því að fá lán­aða pen­inga og lána þá aftur út á hærri vöxt­um, sem skapar vaxta­mun og þar af leið­andi hagn­að. Hins vegar byggir hún á því að rukka þókn­ana­tekj­ur. Í heimi verð­bréfa­við­skipta rukk­ast þær þókn­anir fyrir að vera milli­göngu­að­ili í kaupum á verð­bréfum og þókn­anir fyrir að sjá um verð­bréf­in. Þessar þókn­anir eru svo not­aðar til að greiða laun sem eru langt umfram það sem tíðkast í flestum öðrum geirum sam­fé­lags­ins.

Það liggur fyrir að mikið er „vænað og dæn­að“ í fjár­mála­geir­an­um. Starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja bjóða iðu­lega við­skipta­vin­um, eða þeim sem þeir vilja ná í við­skipti, í mat, drykk og ýmis konar ferðir til að liðka fyrir frek­ari við­skipt­um, og þókn­un­um. Það liggur líka fyrir að skyn­bragð á hvað sé óhóf er öðru­vísi innan þess geira en á meðal flestra sem búa í raun­veru­leik­an­um. Á meðan að þessi lífs­stíll er á kostnað hlut­hafa í einka­fyr­ir­tækjum er ekki hægt að gera athuga­semdir við hann, þótt á honum megi hafa skoð­an­ir. 

Banka­sýsla rík­is­ins er hins vegar ekki fjár­fest­ir, né fjár­mála­fyr­ir­tæki. Hún er opin­ber stofnun sem heyrir undir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og er rekin fyrir fé úr rík­is­sjóði. Hún hefur meðal ann­ars það hlut­verk að selja hluti í rík­is­bönk­um. Henni er, sam­kvæmt lögum um starf­semi henn­ar, ætlað að sýna af sér góða stjórn­sýslu- og við­skipta­hætt­i. 

Eiga opin­berir starfs­menn að þiggja gjafir?

Í gildi eru almennar siða­reglur starfs­manna rík­is­ins sem segja að rík­is­starfs­mönnum beri að „gæta að orð­spori vinnu­staðar í sam­skiptum utan vinn­u“, að þeir eigi að „forð­ast hags­muna­á­rekstra“ og gæta þess að „per­sónu­leg tengsl hafi ekki áhrif á störf þeirra“ og standa vörð um óhlut­drægni. Þessar siða­reglur gilda um starfs­menn Banka­sýslu rík­is­ins.

Til leið­bein­ingar um hvað sé í lagi og hvað ekki, þegar opin­berum starfs­mönnum er falið jafn mik­il­vægt hlut­verk og það að selja rík­is­banka, er ekki óeðli­legt að horfa líka til siða­reglna sem settar voru fyrir starfs­fólk Stjórn­ar­ráðs Íslands, sem sam­þykktar voru af þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra árið 2012. Banka­sýslan er enda sér­tæk stofnun sem heyrir beint undir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og hefur það eina hlut­verk að fara með eign­ar­hluti rík­is­ins í bönk­um. Þar segir nefni­lega að starfs­fólk megi ekki þiggja ekki per­sónu­lega verð­mætar gjafir vegna starfs síns.

Þá má á benda, til sam­an­burð­ar, siða­reglur Rík­is­kaupa, mið­lægrar inn­kaupa­stofn­unar fyrir rík­ið, sem sér um mikið magn opin­berra inn­kaupa. Þar sem segir að starfs­fólk stofn­un­ar­innar hvorki semji um né taki á móti gjöf­um, greiðum „eða annarri fyr­ir­greiðslu fyrir okkur sjálf, fjöl­skyldu, vini eða aðra sem tengj­ast okk­ur.“

Tafa­leik­ur­inn

Þegar banka­sölu­málið gaus upp í vor var ljóst að það hrikti í stoðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Valda­mesti mað­ur­inn innan henn­ar, og sá sem ber póli­tíska ábyrgð á söl­unni, var van­treyst af 70,7 pró­sent lands­manna í kjöl­far henn­ar. Margir stjórn­ar­þing­menn voru veru­lega óánægð­ir. Ráð­herrar gagn­rýndu söl­una opin­ber­lega. Þorri almenn­ings var brjál­að­ur. Meira að segja margir innan fjár­mála­geirans voru ósátt­ir, en aðal­lega vegna þess að þeim var ekki boðið í veisl­una. 

Auglýsing
Það tókst með póli­tískum klækjum að forð­ast skipan rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is. Fyrst þyrfti að láta Rík­is­end­ur­skoðun ráð­ast í stjórn­sýslu­út­tekt á því sem átti að taka nokkrar vikur og ætti að skila í júní. Nú er kom­inn miður októ­ber og skýrsla um nið­ur­stöðu úttekt­ar­innar er enn ekki orðin opin­ber. Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Banka­sýslan fengu skýrsl­una afhenda til umsagnar í gær og búist er við því að henni verði skilað til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í kjöl­far­ið.

Þessi leikja­fræði hefur svín­virk­að, að minnsta kosti til skamms tíma. Það hefur sjatnað í óánægj­unni. Eða hún, að minnsta kosti tíma­bund­ið, færst yfir á önnur svið. Vika er enda langur tími í póli­tík. Og hvað þá rúmt hálft ár. 

Rík­is­stjórn sem er sam­mála um lítið annað en að lafa sam­an, eyða opin­beru fé í hugð­ar­efni og tryggja aðgengi að völdum náði að sparka vanda­mál­inu langt fram í tím­ann. Í milli­tíð­inni er meðal ann­ars búið að ýja að því að áfram verði haldið að selja hluti í Íslands­banka strax á næsta ári, og sér­hags­muna­gæslu­öflin blásið sam­hliða í hræðslulúðrana um að veru­leik­inn eins og við þekkjum hann muni senni­lega hrynja ef það verði ekki af þeirri sölu. 

Þegar skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur loks út mun koma í ljós hvort þetta upp­legg hafi skilað lang­tíma­ár­angri. 

Banka­sýsla er ekki fjár­mála­fyr­ir­tæki á einka­mark­aði

Á meðan er þó að minnsta kosti hægt að vera sam­mála um það að það sé ekki í lagi að for­stjóri og starfs­menn rík­is­stofn­unar sem er að selja banka séu að þiggja mat, vín og ýmsar aðrar gjafir frá þeim sem hafa marg­hátt­aða, beina og óbeina, hags­muni af því hvernig sú sala fer fram. Það er eig­in­lega ótrú­legt að það þurfi að segja það upp­hátt. 

Það er ekki í lagi að það hafi tekið sex mán­uði að fá rýr og ekki tæm­andi svör við því hvað þessi hópur fékk gef­ins frá fyr­ir­tækjum sem hann tryggði gríð­ar­lega háar þóknana­greiðslur fyrir að koma að banka­sölu sem níu af hverjum tíu Íslend­ingum telur að hafi verið staðið illa að, næstum sjö af hverjum tíu telja að lög hefðu verið brotin við fram­kvæmd á og næstum níu af hverjum tíu telja að óeðli­­legir við­­skipta­hættir hefðu verið við­hafð­­ir. 

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, er eini stjórn­ar­þing­mað­ur­inn sem hefur sagt eitt­hvað opin­ber­lega. „Mér finnst þetta vekja spurn­ingar um fag­mennsku [...] Mér finnst þetta ekki vera eitt­hvað sem ætti að eiga sér stað hjá stofnun sem þess­ari.“ Hún bætti við að vel kæmi til greina að starfs­menn Banka­sýsl­unnar myndu end­ur­greiða þær gjafir sem þeir þáðu. „En fyrst og síð­ast, þá er gjörn­ing­ur­inn búinn að eiga sér stað. Og það er ámæl­is­vert.“

Það er ekki í lagi að ekk­ert hafi heyrst frá helstu ráða­mönnum þjóð­ar­innar vegna þessa. Eng­inn ráð­herra hefur tjáð sig um það hvort þeim þyki í lagi að starfs­menn Banka­sýslu rík­is­ins séu „væn­aðir og dæn­að­ir“ af fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Eða finnst þeim þetta kannski bara i lagi? Ef svo er, þá stöndum við frammi fyrir enn stærra vanda­máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari