Mynd: Skjáskot/Alþingi Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, komu fyrir fjárlaganefnd í gær. Mynd: Skjáskot/Alþingi
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Mynd: Skjáskot/Alþingi

Bankasýslan þáði hádegis- og kvöldverði, vínflöskur, konfekt, kokteilasett og einn flugeld

Minnisblað um þær gjafir sem forstjóri og starfsmenn Bankasýslu ríkisins hafa þegið af fjármálafyrirtækjum hefur verið skilað til nefndar Alþingis, næstum sex mánuðum eftir að það var boðað. Í því er útlistað það sem hópurinn þáði að gjöf frá fjármálafyrirtækjum sem mörg hver fengu svo arðbær hlutverk í ferlinu við að selja Íslandsbanka.

„Við fengum þarna ein­hverjar vín­­flöskur og flug­­elda og konfekt­­kassa. Svo nátt­úru­­leg eigum við ein­hverja hádeg­is­verði og kvöld­verði með ráð­­gjöfum og svo fram­­veg­­is. En ekk­ert ann­að.“ Þetta sagði Jón Gunnar Jóns­­son, for­­stjóri Banka­­sýsl­unn­­ar, þegar Bjarkey Olsen Gunn­­ar­s­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefnd­­ar, spurði hann á opnum fundi fjár­­laga­­nefndar þann 27. apríl hvort hann hefði þegið boð, gjafir, risnu eða annað slíkt í kjöl­far eða í aðdrag­anda beggja útboða sem fram hafa farið með hluti rík­­is­ins í Íslands­­­banka. 

Nefnd­­ar­­menn fóru í kjöl­farið fram á frek­­ari svör um málið og Jón Gunnar sagð­ist ætla að taka saman minn­is­­blað um þessar gjafir og greiddu hádeg­is­verð­i. Lárus Blön­dal, stjórn­ar­for­maður stofn­un­ar­inn­ar, sagði við sama til­efni að hann hefði ekki þegið neinar gjaf­ir.

Það minn­is­blað liggur nú fyrir næstum hálfu ári eftir að fjár­laga­nefnd­ar­fund­ur­inn fór fram. Minn­is­blað­ið, sem er dag­sett 7. októ­ber og er tvær blað­síð­ur, var sent á alla sem sitja í fjár­laga­nefnd. Kjarn­inn hefur það undir hönd­um. 

Fund­­ur­inn í nefnd­inni kom til vegna mik­illar gagn­rýni á sölu á 22,5 pró­­sent hlut íslenska rík­­is­ins í Íslands­­­banka 22. mars síð­­ast­lið­inn á 52,65 millj­­arða króna. Alls 207 fjár­­­festar fengu þá að kaupa hluti á verði sem var sam­an­lagt 2,25 millj­­örðum króna undir mark­aðsvirði bank­ans í lok­uðu útboði sem fór fram sam­­kvæmt til­­­boðs­­leið.

20 hádeg­is­verðir en ekki til­greint hvað þeir kost­uðu

Í minn­is­blað­inu kemur fram að frá 23. apríl 2021 og til 13. apríl 2022 átti Banka­sýsla rík­is­ins 20 vinnufundi þar sem veit­ingar voru í boði með ýmsum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þessa fundi átti stofn­unin með eft­ir­töldum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um: ABN AMRO, Arct­ica Fin­ance, Barclays, Fossar mark­að­ir, Íslands­banki, Íslensk verð­bréf, Íslenskir fjár­festar (nú ACRO verð­bréf), Kvika banki og Lands­bank­inn. Í minn­is­blað­inu segir að þessir vinnufundir hafi yfir­leitt átt sér stað í hádeg­inu. Þeir hafi aldrei verið kvöld­verð­ar­fundir og „var um að ræða hóf­legar veit­ingar í sam­ræmi við það“. 

Salan á Íslandsbanka var valin viðskipti ársins hjá Innherja, viðskiptavefs á vegum Sýnar. Jón Gunnar Jónsson, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Bjarni Benediktsson tóku saman við verðlaunum vegna þessa.
Mynd: Skjáskot

Í minn­is­blað­inu er ekki til­greint hver kostn­að­ur­inn við þessa fundi var en sagt að hann hafi verið „óveru­leg­ur“. Þar segir að efni fund­anna hafi meðal ann­ars verið „kynn­ing á starf­semi við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is, fram­kvæmd frumút­boðs, fyr­ir­ætl­anir rík­is­sjóðs sem hlut­hafa um frek­ari sölu (eftir að þær höfðu verið kunn­gjörðar með fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps), áhugi og bol­magn fjár­festa, þróun á hluta­bréfa­verði og afkomu Íslands­banka, staða og horfur á íslenskum fjár­mála­mark­aði og í íslensku efna­hags­líf­i.“

Tveir kvöld­verðir á sem kost­uðu sam­tals 82 þús­und á mann

Jón Gunn­ar, for­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, og starfs­menn hennar þáðu boð í tvo kvöld­verði í tengslum við frumút­boð á hlutum í Íslands­banka sum­arið 2021, þegar íslenska ríkið seldu 35 pró­sent hlut og skráði bank­ann í kjöl­farið á mark­að.

Sá fyrri var hald­inn 24. sept­em­ber 2021 til að fagna frumút­boð­inu. Hann var með fyr­ir­tækja­ráð­gjöf og verð­bréfa­miðlun Íslands­banka. Kostn­aður á hvern þátt­tak­anda var 34 þús­und krónur og reikn­ing­ur­inn var greiddur af Íslands­banka. 

Rúmum tveimur mán­uðum síð­ar, nánar til­tekið 30. nóv­em­ber 2021, fóru for­stjóri og starfs­menn Banka­sýslu rík­is­ins aftur út að borða, nú í boði umsjón­ar­að­ila frumút­boðs­ins, tveggja fjár­mála­ráð­gjafa og þriggja lög­fræði­legra ráð­gjafa. Kostn­aður á hvern þátt­tak­anda í kvöld­verð­inum var 48 þús­und krón­ur. Reikn­ing­ur­inn var greiddur af  þremur umsjón­ar­að­ilum útboðs­ins. Þar er um að ræða Íslands­banka, Citi­bank og JP Morg­an. 

Þennan sama dag, 30. nóv­em­ber, hafði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kynnt fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2022, þar sem meðal ann­ars voru boðuð áform um að selja eft­ir­stand­andi 65 pró­senta hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka á árunum 2022 og 2023.

Rauð­vín, kok­teila­sett og flug­eldur

Starfs­menn Banka­sýslu rík­is­ins fengu einnig nokkrar tæki­fær­is­gjafir um jól og ára­mót 2021 til að þakka fyrir gott sam­starf í tengslum við frumút­boðið fyrr á árin­u. 

ACRO verð­bréf gaf starfs­mönnum stofn­un­ar­innar eina vín­flösku sem met­inn er á fjögur þús­und krónur og Íslensk verð­bréf, sem var valið til að vera einn sölu­ráð­gjafa Banka­sýsl­unnar við lok­aða útboðið á hlutum í Íslands­banka í mars 2022, gaf þeim tvær rauð­víns­flöskur sem metnar voru sam­tals á átta þús­und krón­ur. 

Lands­bank­inn gaf þeim konfekt­kassa sem kost­aði 4.067 krónur og lög­manns­stofan BBA/Fjeldco gaf starfs­mönn­unum kok­teila­sett í jóla­gjöf en kostn­aður við hverja gjöf var um 20 þús­und krón­ur. 

Þá gaf verð­bréf­miðlun og fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Íslands­banka það sem Banka­sýslan kallar staðl­aða jóla­gjöf bank­ans til stærri við­skipta­vina þess­ara deilda, en um er að ræða eina létt­víns­flösku og smá­rétti þar sem kost­aði um 14 þús­und krónur hver. 

Flug­eld­ur­inn sem fengin var að gjöf kost­aði svo 2.500 krón­ur. Hann var, sam­kvæmt minn­is­blað­inu, gjöf frá vini Jóns Gunn­ars sem starfar hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki. Ekki er til­greint í minn­is­blað­inu hjá hvaða fjár­mála­fyr­ir­tæki mað­ur­inn starfar né hver hann er en sagt að þessi gjöf hafi „verið stað­fest sem vina­gjöf af við­kom­andi ein­stak­ling­i.“

Í vinnslu í marga mán­uði

Kjarn­inn hefur lengi leitað eftir upp­lýs­ingum um það hvort stjórn­ar- eða starfs­menn Banka­sýslu rík­is­ins hafi þegið gjafir eða boðs­ferð­ir. Fyrsta fyr­ir­spurn þess efnis var send 10. apríl síð­ast­lið­inn eða fyrir hálfu ári síð­an. Í henni var spurt: „Hafa stjórn­­­ar­­menn eða starfs­­menn þegið ein­hverjar gjafir eða boðs­­ferðir frá ein­hverjum þeirra ráð­gjafa sem ráðnir voru til að sinna sölu­­með­­­ferð á hlut í Íslands­­­banka í síð­­asta mán­uð­i?“

Flugeldurinn sem forstjóri Bankasýslunnar fékk að gjöf kostaði um 2.500 krónur.
Mynd: Pexels

Þegar ekk­ert svar hafði borist níu dögum síðar var fyr­ir­­spurnin ítrek­uð. Þegar ekk­ert svar hafði enn borist í lok apr­íl­mán­aðar og í ljósi þess að stofn­unin svar­aði ekki fyr­ir­­spurn frá fjöl­miðli með neinum hætti var ákveðið að vísa henni til fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins, sem Banka­­sýsla rík­­is­ins heyrir und­ir, þann 22. apríl síð­­ast­lið­inn. Ekk­ert svar hefur heldur borist það­­an.

Í byrjun júlí var fyr­ir­spurnin aftur ítrekuð og þá fékkst eft­ir­far­andi svar frá Jóni Gunn­ari: „Þetta er í vinnslu.“ Nú, þremur mán­uðum síð­ar, hefur Banka­sýslan skilað af sér umræddu minn­is­blað­i. 

Hags­mun­ar­á­rekstrar til skoð­unar hjá Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu

Fjár­­­mála­eft­ir­lit Seðla­­banka Íslands er að skoða hátt­­semi ein­hverra þeirra fimm inn­­­lendu sölu­að­ila sem Banka­­sýslan valdi til að vinna að útboð­inu. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar sé verið að skoða mög­u­­lega hags­muna­á­­rekstra, meðal ann­­ars vegna þess að starfs­­menn sumra sölu­ráð­gjafa hafi sjálfir tekið þátt í útboð­in­u og við­skipti sem áttu sér stað með hluta­bréf í aðdrag­anda útboðs­ins. 

Þegar listi yfir kaup­endur á 22,5 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka var birtur kom  í ljós að alls átta starfs­­menn Íslands­­­banka tóku þátt í útboð­inu og stærsti eig­andi Íslenskra Verð­bréfa, sem er einnig eig­in­­kona for­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, keypti auk þess hlut. 

Aðrir inn­­­lendir sölu­ráð­gjafar voru Fossar mark­að­ir, sem var aðal inn­­­lendi sölu­ráð­gjafi Banka­­sýsl­unn­­ar, ACRO verð­bréf og Lands­­bank­inn.

Í minn­is­­blaði Banka­­sýsl­unnar til fjár­­laga­­nefnd­­ar, sem birt var seint í apríl 2022, kom fram að það væri stofn­un­inni „mikil von­brigði að strax í kjöl­far útboðs­ins hefðu vaknað spurn­ingar um mög­u­­lega bresti í fram­­kvæmd þess, m.a. hugs­an­­lega hags­muna­á­­rekstra hjá aðilum sem stóðu að fram­­kvæmd söl­unnar og mög­u­­lega ófull­nægj­andi athugun á hæfi fjár­­­festa sem tóku þátt í útboð­in­u.“

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Í upp­runa­legri útgáfu stóð að kvöld­verð­irnir sem starfs­menn Banka­sýsl­unnar þáðu hefðu verið með sex daga milli­bili. Það er ekki rétt og hefur verið upp­fært. Þeir áttu sér stað 24. sept­em­ber 2021 og 30. nóv­em­ber 2021.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar