Spyr Bjarna hvort Fjármálaeftirlitið hafi lagaheimildir til að rannsaka Bjarna

Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra þar sem hún spyr meðal annars hvort hann telji að Fjármálaeftirlitið hafi heimildir til að rannsaka ákvarðanir og ábyrgð ráðherrans við bankasöluna.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, hefur lagt fram fyr­ir­spurn til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um laga­heim­ildir Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands (FME).

Í fyr­ir­spurn­inni, sem er í þremur liðum spyr hún Bjarna í fyrsta lagi hvort hann telji að FME hafi laga­heim­ildir til að rann­saka emb­ætt­is­færslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, en hann fer með mál­efni eft­ir­lits­ins. Í öðru lagi vill hún fá að vita hvort eft­ir­litið hafi ein­hverjar heim­ildir til að rann­saka ákvarð­anir og ábyrgð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í tengslum við sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Í þriðja lagi spyr Þor­björg hvort FME hafi að lögum ein­hverjar heim­ildir til að rann­saka starf­semi Banka­sýslu rík­is­ins.

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar var birt fyrir viku síð­an. Að mati stofn­un­­ar­innar voru ann­­markar sölu­­ferl­is­ins fjöl­margir sem lúta bæði að und­ir­­­­bún­­­­ingi og fram­­­­kvæmd söl­unn­­­­ar. Þar segir meðal ann­­­ars að ljóst megi vera að „orð­­­­sporðs­á­hætta við sölu opin­berra eigna var van­­­­metin fyrir sölu­­­­ferlið 22. mars af Banka­­­­sýslu rík­­­­is­ins, fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neyti og þing­­­­nefndum sem um málið fjöll­uðu í aðdrag­anda söl­unn­­­­ar.“ Hægt hefði, að mati Rík­­is­end­­ur­­skoð­un­­ar, verið hægt að fá hærra verð fyrir eign­­ar­hlut rík­­is­ins en ákveðið var að selja á lægra verði til að ná fram öðrum mark­miðum en lög­­bundn­­um. Þá hafi hug­lægt mat ráðið því hvernig fjár­­­festar voru flokk­að­ir, en útboðið var lokað með til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi og ein­ungis 207 fengu að kaupa hlut í því, sam­tals fyrir 52,65 millj­­arða króna. ­Sölu­verðið var 4,1 pró­sent undir dagsloka­gengi bréfa í Íslands­banka.

Auglýsing
Banka­sýslan hefur hafnað nán­­ast allri gagn­rýni sem sett hefur verið fram á hana og sagt að skýrslan afhjúpi tak­­mark­aða þekk­ingu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar á við­fangs­efn­inu.

Ekki tæm­andi rann­sókn á söl­unni

Í skýrsl­unni kemur fram að stjórn­­­sýslu­út­­­tektin sé ekki tæm­andi rann­­sókn á söl­unni á Íslands­­­banka. Þar er ekki tekin afstaða til þess hvort rétt­­mætt hafi verið að selja hlut rík­­is­ins í bank­­anum á þeim tíma sem það var gert eða til þeirra 207 aðila sem fengu að kaupa.

Þá er ekki tekin afstaða til þess hvort beita hafi átt annarri sölu­að­­ferð né lagt mat á hvort vinn­u­brögð umsjón­­ar­að­ila sölu­­ferl­is­ins, sölu­ráð­gjafa og sölu­að­ila, hafi verið í sam­ræmi við lög og gild­andi regl­­ur. Þar með talið er hvort söl­unni hafi verið beint að öðrum en hæfum fjár­­­fest­um, en fyrir liggur að alls 59 aðilar fengu að kaupa fyrir minna 30 millj­­­ónir króna í útboð­inu. „Það síð­­ast­­nefnda sætir eft­ir­liti Fjár­­­mála­eft­ir­lits Seðla­­banka Íslands,“ segir í skýrsl­unni en það hefur verið með ákveðna anga söl­unnar til rann­­sókn­­ar. 

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er meðal ann­­ars verið að skoða hluta­bréfa­við­­skipti í aðdrag­anda útboðs­ins á tíma þar sem fjár­­­festar áttu ekki að vita að sala á hlut í Íslands­­­banka væri yfir­­vof­and­i. 

Stjórn­ar­liðar vilja ekki rann­sókn­ar­nefnd

Fjöl­margir stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­þing­­menn köll­uðu í vor eftir því að skipuð yrði rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis til að fara yfir sölu­­ferlið, en slík nefnd hefur víð­tæk­­ari heim­ild­­ir. Því var hafnað af stjórn­­­ar­­flokk­unum en margir þing­­menn þeirra sögðu að þeir myndu styðja skipun rann­­sókn­­ar­­nefndar ef spurn­ingum væri ósvarað eftir að Rík­­is­end­­ur­­skoðun lyki sinni vinnu.

­Kröfur um skipun rann­sókn­ar­nefndar hafa verið end­ur­teknar eftir birt­ingu skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, og þá sér­stak­lega bent á þá fleti sem stofn­unin telur sig ekki hafa laga­heim­ild til að svara. Meðal þess sem rann­­sókn­­ar­­nefnd getur gert er að gefa álit sitt á stjórn­­­sýslu ráð­herra án þess að meta ábyrgð hans á grund­velli laga um ráð­herra­á­­byrgð.

Engin stjórn­ar­þing­maður hefur stutt skipun rann­sókn­ar­nefndar eftir að skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar var birt og Katrín Jak­obs­dóttir forr­­sæt­is­ráð­herra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu til að meta hvort skipa eigi rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd Alþingis til að fara yfir sölu­­­ferlið fyrr en stjórn­­­­­skip­un­­­ar- og eft­ir­lits­­­nefnd hefur fjallað um skýrsl­una. 

Talið er að Fjár­­­mála­eft­ir­litið muni opin­bera nið­­ur­­stöður rann­­sóknar sinnar á sölu­­ferl­inu í jan­ú­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent