„Stríð gegn ofbeldi er ekki svarið“

Ef til er fjármagn til að fara í stríð gegn fólki hlýtur að vera til fjármagn til að hjálpa fólki að mati þingmanns Pírata. Stríð gegn ofbeldi er ekki svarið heldur er svarið að finna í heilbrigðiskerfinu.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Hnífa­árás sem á þriðja tug manna stóð fyrir á skemmti­staðnum Banka­stræti Club á fimmtu­dags­kvöld er skýr birt­ing­ar­mynd um neyð­ar­á­stand í geð­heil­brigð­is­málum að mati Hall­dóru Mog­en­sen, þing­manns Pírata.

Henni blöskrar við­bragðs- og aðgerð­ar­leysi Will­ums Þórs Þórs­sonar heil­brigð­is­ráð­herra í geð­heil­brigð­is­málum og beindi hún fyr­ir­spurn sinni á Alþingi í dag til ráð­herra.

„Heil­brigð­is­kerfið okkar hefur hangið á sama lúna blá­þræð­inum árum saman og hefur aldrei nein alvöru upp­bygg­ing átt sér stað eftir þann mikla nið­ur­skurð sem varð í mála­flokknum eftir hrun.“

Auglýsing

„Skað­inn sem hlýst af því að hunsa mik­il­vægi þeirrar grunn­þjón­ustu sem hlúir að and­legu og lík­am­legu heil­brigði okkar getur verið óaft­ur­kræf­ur. Þessi þjón­usta á að grípa okkur þegar við eigum í erf­ið­leik­um,“ sagði Hall­dóra, sem telur heil­brigð­is­kerfið bæði vera að bregð­ast þeim sem þurfa á þjón­ust­unni að halda og þeim sem vinna innan þess.

Enn eitt stríðið gegn fólki sem fær ekki við­un­andi aðstoð

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra boðar stríð gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi með átaki sem lög­reglan mun ráð­ast í fljót­lega. Jón greindi frá stríðs­yf­ir­lýs­ing­unni í við­tali í Bít­inu á Bylgj­unni í morg­un. Til­efnið er hnífstungu­árás á skemmti­staðnum Banka­stræti Club á fimmtu­dag þar sem hópur grímu­klæddra manna réðst inn á stað­inn og stakk tvo menn ítrek­að.

Helgi Gunn­laugs­son, pró­fessor í afbrota­fræði við Háskóla Íslands, segir í sam­tali við mbl.is að átök­in, sem eru á milli tveggja hópa, minni „bara á Sturl­unga­öld­ina þegar íbúar hér­aða herj­uðu hverjir gegn öðrum“. Þá segir Mar­geir Sveins­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn í sam­tali við Vísi að lög­reglan muni ekki eftir eins umfangs­miklum átökum í und­ir­heim­um.

„Það á að fara í enn eitt stríðið gegn fólki sem er að öllum lík­indum í rót­ina að kljást við afleið­ingar langvar­andi áfallastreitu. Stríð gegn fólki sem aldrei hefur fengið við­un­andi aðstoð. Ofbeldi verður nefni­lega ekki til í tóma­rúmi. Áföll ganga í erfðir og valda hringrás sem endar ekki nema gripið sé inn í með aðstoð heil­brigð­is­kerf­is­ins. Ofbeldi getur nefni­lega af sér ofbeldi og stríð gegn ofbeldi er ekki svar­ið, svarið er í heil­brigð­is­kerf­inu hjá heil­brigð­is­ráð­herra,“ sagði Hall­dóra.

Þögn heil­brigð­is­ráð­herra ærandi

Willum sagði vissu­lega mikið álag búið að vera á heil­brigð­is­kerf­inu í langan tíma. Hann sagð­ist horfa til stefnu í geð­heil­brigð­is­málum til árs­ins 2030 sem sam­þykkt var á Alþingi í júní og kveður meðal ann­ars á um stofnun sér­staks geð­ráðs.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

„Ef hægt er að tala um að eitt­hvað hafi verið gert betur hér og í sam­fé­lag­inu okkar varð­andi þessi mál þá er það einmitt opin og for­dóma­laus umræða. Það er algjör lyk­ill að því að geð­sjúk­dómar og aðrir tengdir sjúk­dóm­ar, eins og fíkni­sjúk­dóm­ar, valdi ekki jað­ar­setn­ingu ein­stak­linga og að við náum betur utan um þessa hópa. Það er mjög jákvætt,“ sagði Will­um.

Hall­dóra sagð­ist ekki vera vön að missa skapið við heil­brigð­is­ráð­herra. „En þögn hans núna hefur bara verið ærandi og það eru gríð­ar­leg von­brigði að verða vitni að því and­leysi sem ein­kennir störf hæstv. heil­brigð­is­ráð­herra því það er neyð­ar­á­stand í gangi. Það er neyð­ar­á­stand í geð­heil­brigð­is­málum og við erum að sjá birt­ing­ar­mynd þess alls staðar í sam­fé­lag­inu okk­ar.“

Hún sagði því næst að svo virð­ist vera sem nóg fjár­magn sé til hjá dóms­mála­ráð­herra til að fara í stríð gegn fólki. „Þá hlýtur að vera til pen­ingur til að hjálpa fólki,“ sagði Hall­dóra, sem spurði Willum hvort hann væri sáttur við þessa for­gangs­röð­un?

„Ætlar ráð­herra að tryggja raun­veru­legt for­varna­starf þannig að við getum komið í veg fyrir harm­leiki fram­tíð­ar­inn­ar?“

Willum sagði þver­fag­lega geð­heil­brigð­is­þjón­ustu í heilsu­gæslu hafa verið styrktaum allt land. „Það er mjög mik­il­vægt skref og við höldum áfram á þeirri braut. Auð­vitað horfi ég til þeirrar aðgerða­á­ætl­unar sem er í vinnslu. Það er okkar hlut­verk að móta stefn­una, fara með hana í umræðu í gegnum þing­ið, fylgja henni eftir eins og þingið mælir fyrir um í formi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu og láta aðgerð­irnar ganga upp. Það er okkar vinna. Það er okkar verk­efn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent