Mynd: RÚV/Skjáskot Jón Gunnar Jónsson
Mynd: RÚV/Skjáskot

Ekki í fyrsta sinn sem ríkisbanki, Ríkisendurskoðun og Bankasýslan fara í hár saman

Fyrir rúmum sex árum gagnrýndi Bankasýsla ríkisins Landsbankann harkalega fyrir að hafa haldið illa á söluferli á óbeinni ríkiseign, meðal annars fyrir að viðhafa lokað söluferli og val á kaupendum. Ríkisendurskoðun tók undir þá gagnrýni. Nú er Bankasýslan í þeirri stöðu sem Landsbankinn var í þá og Ríkisendurskoðun sá sem er að gagnrýna hana harkalega fyrir það hvernig stofnunin seldi hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um söl­una á 22,5 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka, sem birt var síð­ast­lið­inn mánu­dag, er Banka­sýsla rík­is­ins gagn­rýnt harð­lega fyrir það hvernig hún hélt á sölu­ferl­inu. Að mati hennar voru ann­markar þess fjöl­margir  sem lúta bæði að und­ir­­­bún­­­ingi og fram­­­kvæmd söl­unn­­­ar. Þar segir meðal ann­­ars að ljóst megi vera að „orð­­­sporðs­á­hætta við sölu opin­berra eigna var van­­­metin fyrir sölu­­­ferlið 22. mars af Banka­­­sýslu rík­­­is­ins, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyti og þing­­­nefndum sem um málið fjöll­uðu í aðdrag­anda söl­unn­­­ar.“ Hægt hefði, að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, verið hægt að fá hærra verð fyrir eign­ar­hlut rík­is­ins en ákveðið var að selja á lægra verði til að ná fram öðrum mark­miðum en lög­bundn­um. Þá hafi hug­lægt mat ráðið því hvernig fjár­festar voru flokk­að­ir, en útboðið var lokað með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi og ein­ungis 207 fengu að kaupa hlut í því, sam­tals fyrir 52,65 millj­arða króna. 

Banka­sýslan hefur hafnað nán­ast öllum aðfinnslum Rík­is­end­ur­skoð­unar og telur sig ekki hafa gert neitt rangt. Þvert á móti telur stofn­unin að salan hafi gengið gríð­ar­lega vel og nið­ur­staðan verið góð. Í til­kynn­ingu sem Banka­sýslan sendi frá sér á mánu­dag sagði í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar væru ábend­ingar um atriði í und­ir­­bún­­ingi og fram­­kvæmd söl­unnar sem að mati stofn­un­­ar­innar hefðu betur mátt fara. „Banka­­sýsla rík­­is­ins er ósam­­mála Rík­­is­end­­ur­­skoðun um flest þessi atriði sem sum hver afhjúpa tak­­mark­aða þekk­ingu stofn­un­­ar­innar á við­fangs­efn­in­u.“ Á mið­viku­dag birti Banka­sýslan svo ítar­legar athuga­semdir sínar við skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar á 46 blað­síðum, en skýrslan sjálf er 72 blað­síð­ur. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rík­is­end­ur­skoð­un, rík­is­banki og Banka­sýsla rík­is­ins fara í hár sam­an. Það gerðu þessir aðilar líka á árinu 2016 í tengslum við sölu Lands­bank­ans, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, á hlut sínum í greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Borg­un. Þá rann­sak­aði Rík­is­end­ur­skoðun sölu­ferlið og skil­aði svartri nið­ur­stöðu um það. Áður hafði Banka­sýslan, sem fer með eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, fellt áfelli yfir sölu­ferl­inu í bréfi til banka­ráðs bank­ans. 

Þar hafn­aði hún nær öllum rök­semd­ar­færslum sem Lands­bank­inn hafði teflt fram sér til varnar í Borg­un­ar­mál­inu og sagði að svör Lands­­bank­ans við þeirri gagn­rýni sem ­sett hefur verið fram á fram­­göngu hans hafi „ekki verið sann­­fær­and­i“.

Banka­­sýslan gagn­rýndi til að mynda rök­­stuðn­­ing bank­ans fyr­ir­ því að selja hlut­inn í lok­uðu sölu­­ferli, verk­lag við samn­ings­­gerð, mál­­flutn­ing hans um mein­tan sölu­­þrýst­ing frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, verð­­mat á eign­­ar­hlutn­um í Borgun og að Lands­­bank­inn hafi komið sér í þá stöðu að eini við­­semj­andi hans hafi verið hópur fjár­­­festa sem inn­i­hélt meðal ann­­ars stjórn­­endur Borg­un­­ar.

Gagn­rýnin kost­aði banka­stjóra Lands­bank­ans starfið í lok árs 2016.

Selt bak við luktar dyr

Lands­­bank­inn seld­i 31,2 pró­­sent hlut sinn í greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Borg­un, sem í dag heitir Salt Pay, til félags í eigu stjórn­­enda fyr­ir­tæk­is­ins og ­með­­fjár­­­festa þeirra þann 25. nóv­­em­ber 2014 fyrir 2,2 millj­­arða króna. Félagið hét Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un. 

Fjár­­­festa­hóp­­ur­inn ­gerði fyrst til­­­boð í hlut­inn í mars 2014. Hlutur Lands­­bank­ans, sem er að mest­u í rík­­i­s­eigu, var ekki seldur í opnu sölu­­ferli. Öðrum mög­u­­lega áhuga­­söm­um ­kaup­endum bauðst því ekki að bjóða í hlut­inn. Kjarn­inn upp­­lýsti um það þann 27. nóv­­em­ber 2014 hverjir hefðu verið í fjár­­­festa­hópnum og hvernig salan hefð­i ­gengið fyrir sig. Á meðal þeirra var, auk gömlu stjórn­enda Borg­unn­ar, félag í eigu Ein­ars Sveins­­son­ar, föð­­ur­bróðir Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, gamla útgerð­ar­fyr­ir­tækið Stál­skip og félagið Þrír stærstu aðil­­­­arnir sem stóðu að Eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lag­inu Borgun voru gamla útgerð­­­­ar­­­­fyr­ir­tækið Stál­­­­skip og félagið Pétur Stef­áns­­­­son ehf. (Í eigu Pét­­­­urs Stef­áns­­­­son­­­­ar).  

Miðað við hefð­bundna mæli­kvarða sem fjár­­­festar styðj­­ast við í fjár­­­fest­ingum þótti verð­ið lágt, hvort sem miðað er við fyr­ir­tæki erlendis eða skráð fyr­ir­tæki á Íslandi.

Falin verð­mæti

Fljót­­lega vökn­uðu grun­­semdir um að Borgun væri mun verð­­mæt­­ara fyr­ir­tæki en árs­­reikn­ingar þess gáfu til kynna, sér­­stak­­lega vegna þess að á meðal eigna Borg­unar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu eftir að kaupin gengu í gegn. Þessi eign­­­­ar­hlutur var marga millj­­­­arða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söl­una á eign­­­­ar­hlut Lands­­­­bank­ans. Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­­­­­samn­ingnum um við­­­­­bót­­­­­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mög­u­­­­­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc., en slíkur fyr­ir­vari var til að mynda verið gerður þegar Arion banki keypti hlut Lands­­bank­ans í öðru greiðslu­mið­l­un­­ar­­fyr­ir­tæki sem átti hlut í Visa Europe, Valitor. Árið 2020 var Borgun svo selt til Salt Pay. Hlutur Eign­ar­halds­fé­lags­ins Borg­unar er tal­inn hafa verið um 1,3 millj­arða króna. Forgangs­hluta­bréf í Visa Inc fylgdu ekki með í söl­unni heldur voru færð yfir í annað félag. Virði þeirra um mitt ár í fyrra var 3,1 millj­arður króna. 

Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun tvö­­fald­aði  því fjár­­­fest­ingu sína í Borgun á tæpum sex árum með arð­greiðsl­um, söl­unni til Salt Pay og með því að fá bréfi í félagi sem heldur á bréfum í Visa Inc. 

Banka­stjór­inn missti starfið

Í nóv­­­em­ber 2016 birti Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­un skýrslu um fjöl­margar eigna­­­­sölur Lands­­­bank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær harð­­­­lega. Á meðal þeirra var salan á hlut í Borg­un. Tíu dögum síðar var Stein­þóri Páls­­­syni, banka­­­stjóra Lands­­­bank­ans, sagt upp störf­­­um. Hann starfar nú sem milli­göngu­að­ili fyrir hönd fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til að reyna að finna lausn milli eig­enda krafna á ÍL-­sjóð og rík­is­sjóðs um hvernig sé hægt að slíta þeim sjóð­i. 

Sú ákvörðun að segja Stein­þóri upp störfum var rakin beint til Borg­un­­ar­­máls­ins og sér­stak­lega skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Nokkrum vikum síð­­­ar, í jan­úar 2017, höfð­aði Lands­­bank­inn mál gegn Borgun hf., þáver­andi for­­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, BPS ehf. og Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­inu Borgun slf. Bank­inn taldi sig blekktan og hlunn­far­inn við söl­una á hlut sínum í Borgun og vill fá 1,9 millj­­arða króna greiddar frá stefndu auk vaxta.

Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.
Mynd: Aðsend

Nú, næstum sex árum síð­ar, hefur aðal­með­ferð enn ekki farið fram, og hefur frest­ast mörgum sinn­um. Í nýjasta árs­reikn­ingi Lands­bank­ans kemur fram að hún verði í jan­úar 2023.

Banka­sýslan sagði að fag­leg ásýnd hefði beðið hnekki

Áður en Rík­is­end­ur­skoðun birti svarta nið­ur­stöðu sína um Borg­un­ar­söl­una hafði Banka­sýsla rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, beitt sér hart í mál­inu. Hún sendi banka­ráði Lands­bank­ans bréf í jan­úar 2016 og óskaði eftir upp­lýs­ingum um söl­una. Banka­ráðið svar­aði í febr­úar með 126 blað­síðna bréfi þar sem það bar af sér allar sakir og benti á að bank­inn hefði farið þess á leit við Rík­is­end­ur­skoðun að stofn­unin skoð­aði sölu bank­ans á eign­ar­hlutum í Borg­un. 

Banka­sýslan svar­aði í ítar­­legu svar­bréfi í mars 2016. Þar hafn­aði hún nær öllum rök­semd­ar­færslum sem Lands­bank­inn hafði teflt fram sér til varnar í Borg­un­ar­mál­inu og sagði að svör Lands­­bank­ans við þeirri gagn­rýni sem ­sett hefur verið fram á fram­­göngu hans hafi „ekki verið sann­­fær­and­i“.

Banka­­sýslan gagn­rýndi rök­­stuðn­­ing bank­ans fyr­ir­ því að selja hlut­inn í lok­uðu sölu­­ferli, verk­lag við samn­ings­­gerð, mál­­flutn­ing hans um mein­tan sölu­­þrýst­ing frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, verð­­mat á eign­­ar­hlutn­um í Borgun og að Lands­­bank­inn hafi komið sér í þá stöðu að eini við­­semj­andi hans hafi verið hópur fjár­­­festa sem inn­i­hélt meðal ann­­ars stjórn­­endur Borg­un­­ar.

Nið­­ur­­staða Banka­­sýsl­unnar var sú að sölu­­með­­­ferðin hefði varpað veru­­legum skugga á árang­ur Lands­­bank­ans og að fag­­leg ásýnd bank­ans og stjórn­­enda hans hafi beðið hnekki. Af þeim sökum taldi Banka­­sýsla rík­­is­ins að banka­ráð Lands­­bank­ans yrði að grípa til „við­eig­andi ráð­staf­ana til að end­­ur­heimta það ­traust sem bank­inn tap­aði vegna sölu­­með­­­ferð­­ar­inn­­ar. Fer stofn­unin fram á að hlut­höfum í Lands­­bank­­anum hf. verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti banka­ráðið telur rétt að bregð­­ast við og ekki siðar en tveimur vik­um ­fyrir aðal­­fund sem fram fer þann 14. apríl nk."

Í des­em­ber 2016 var, líkt og áður sagði, banka­stjóra Lands­bank­ans sagt upp störf­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar