Yfir 60 prósent treysta ekki stjórninni til að selja Íslandsbanka og vilja rannsóknarnefnd

Næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum Vinstri grænna vilja að skipuð verði rannsóknarnefnd um bankasöluna og 57 prósent þeirra treysta ekki ríkisstjórn sem leidd er af formanni flokksins til að selja meira í Íslandsbanka.

Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Auglýsing

Alls segj­ast 63 pró­sent lands­manna að þeir treysti núver­andi rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur illa til að selja eft­ir­stand­andi 42,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Ein­ungis 16 pró­sent segj­ast treysta henni vel til þess og 21 pró­sent segj­ast treysta henni í með­al­lagi. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Mask­ína hefur látið gera. Könn­unin var gerð dag­anna 18. til 22. nóv­em­ber og var því gerð eftir að skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar um sölu­ferli á 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka kom út í byrjun síð­ustu viku. 

Í sömu könnun var einnig spurt hversu fylgj­andi eða and­vígt fólk væri gagn­vart því að Alþingi setti á fót rann­sókn­ar­nefnd til að skoða söl­una á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka í mars síð­ast­liðn­um. Þar kom í ljós að 61 pró­sent svar­enda er fylgj­andi því að setja upp rann­sókn­ar­nefnd en ein­ungis tólf pró­sent eru á móti því. Alls 27 pró­sent sögð­ust ekki hafa skoðun á mál­inu.

Sjálf­stæð­is­menn skera sig einir úr

Þegar afstaða fólks til þess hversu vel það treysta rík­is­stjórn­inni til að selja banka er flokkuð niður á stjórn­mála­skoð­anir kemur í ljós að það eru ein­ungis kjós­endur eins flokks sem treysta henni að meiri­hluta vel fyrir að selja rest­ina af Íslands­banka. Það eru kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, flokks Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Alls segj­ast 58,9 pró­sent þeirra treysta rík­is­stjórn­inni vel til að selja eft­ir­stand­andi hlut í bank­an­um.

Auglýsing
Athygli vekur að kjós­endur hinna stjórn­ar­flokk­anna treysta að uppi­stöðu rík­is­stjórn­inni alls ekki til slíkra verka. Ein­ungis 14,3 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna gera það og 16,1 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins. Auk þess segj­ast 56,7 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna treysta rík­is­stjórn sem leidd er af for­manni þeirra illa til að selja rest­ina af bank­anum og 56,2 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins eru á sömu skoð­un. 

Ekki þarf að koma á óvart að kjós­endur stjórn­ar­and­stöðu­flokka eru upp til hópa á því að rík­is­stjórn­inni sé ekki treystandi fyrir frek­ari banka­sölu. 

Svipuð staða er uppi þegar kemur að áhuga um að setja á fót rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is. Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks skera sig úr hópnum en 36,8 pró­sent þeirra eru and­vígir því að setja á fót slíka nefnd en 26,4 pró­sent fylgj­andi. Kjós­endur allra ann­arra flokka eru frekar fylgj­andi því en and­vígir að setja á lagg­irnar rann­sókn­ar­nefnd til að rann­saka banka­söl­una. 

Þar á meðal eru kjós­endur Vinstri grænna en alls 73,4 pró­sent þeirra vilja að rann­sókn­ar­nefnd verði sett á lagg­irnar og ein­ungis 7,8 pró­sent þeirra eru á móti því. Á meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins er staðan þannig að 61,5 pró­sent eru fylgj­andi rann­sókn­ar­nefnd en 8,8 pró­sent á mót­i. 

Fjár­laga­frum­varpið gerir ráð fyrir sölu

Í fjár­­­­laga­frum­varp­inu sem kynnt var í byrjun sept­­­­em­ber var gert ráð fyrir að eft­ir­stand­andi 42,5 pró­­­­­sent hlutur rík­­­­­is­ins í Íslands­­­­­­­­­banka yrði seldur fyrir 75,8 millj­­­­­arða króna á næsta ári. Það var gert þrátt fyrir yfir­­­­lýs­ingu for­­­­­­­manna stjórn­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­flokk­anna þriggja frá 19. apríl, þar sem segir að ekki verði ráð­ist í sölu á frek­­­­­­­ari hlutum í Íslands­­­­­­­­­­­­­banka að sinni og að sú ákvörðun verði ekki end­­­ur­­­skoðuð á meðan að Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoðun og FME rann­­­­­sök­uðu það sem átti sér stað í mars.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í októ­ber að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfram­hald­andi sölu eign­­­­­­­ar­hluta rík­­­­­­­is­ins í Íslands­­­­­­­­­­­­­banka og að yfir­­­lýs­ingin stæði þar af leið­andi áfram. Katrín stað­­­festir að ekk­ert hafi breyst í þeim efnum í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun nóv­­em­ber.

Þar sagði hún einnig að engin áform væru uppi um að selja hlut í Lands­­­bank­­­anum en heim­ild er til þess að selja allt að 30 pró­­­sent hlut í honum í fjár­­­laga­frum­varp­inu. Bjarni sagði í við­tali við Dag­­­mál á mbl.is í ágúst að hann vildi ekki bara vilja losa ríkið úr eign­­­­ar­hluta í Íslands­­­­­­­banka heldur líka selja hlut í Lands­­­­bank­­­­anum þegar fram í sækir, þótt hann væri þeirrar skoð­unar að ríkið geti vel farið þar með ráð­andi hlut.

Þriðji ráð­herr­ann sem situr í ráð­herra­­­nefnd um efna­hags­­­mál og end­­­ur­­­skipu­lagn­ingu fjár­­­­­mála­­­kerf­is­ins er Lilja D. Alfreðs­dótt­­­ir. Í svari hennar við fyr­ir­­­spurn á Alþingi í síð­­­asta mán­uði sagði að stefna Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokks­ins væri að Lands­­­­bank­inn verði áfram í eigu rík­­­­is­ins og að flokk­­­­ur­inn sé til í að skoða hug­­­­myndir þess efnis að bank­inn verði sam­­­­fé­lags­­­­banki.

Áfelli Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar

Síðan þá hefur skýrsla Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um sölu­­ferlið í mars verið birt. Að mati stofn­un­­ar­innar voru ann­­markar sölu­­ferl­is­ins fjöl­margir sem lúta bæði að und­ir­­­­bún­­­­ingi og fram­­­­kvæmd söl­unn­­­­ar. Þar segir meðal ann­­­ars að ljóst megi vera að „orð­­­­sporðs­á­hætta við sölu opin­berra eigna var van­­­­metin fyrir sölu­­­­ferlið 22. mars af Banka­­­­sýslu rík­­­­is­ins, fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neyti og þing­­­­nefndum sem um málið fjöll­uðu í aðdrag­anda söl­unn­­­­ar.“ Hægt hefði, að mati Rík­­is­end­­ur­­skoð­un­­ar, verið hægt að fá hærra verð fyrir eign­­ar­hlut rík­­is­ins en ákveðið var að selja á lægra verði til að ná fram öðrum mark­miðum en lög­­bundn­­um. Þá hafi hug­lægt mat ráðið því hvernig fjár­­­festar voru flokk­að­ir, en útboðið var lokað með til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi og ein­ungis 207 fengu að kaupa hlut í því, sam­tals fyrir 52,65 millj­­arða króna. 

Banka­­sýslan hefur hafnað nán­­ast allri gagn­rýni sem sett hefur verið fram á hana og sagt að skýrslan afhjúpi tak­­mark­aða þekk­ingu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar á við­fangs­efn­inu.

Talið er að Fjár­­­mála­eft­ir­litið muni opin­bera nið­­ur­­stöður rann­­sóknar sinnar á sölu­­ferl­inu í jan­ú­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent