Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt

Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að það hafi verið rétt ákvörðun að mynda for­dæma­lausa rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokki árið 2017. Honum hafi líka fund­ist það rétt að láta reyna á end­ur­nýjað stjórn­ar­sam­starf eftir síð­ustu kosn­ing­ar. „Það var ekk­ert sjálf­sagt. Það var á köflum mjög erfitt að gera stjórn­ar­sátt­mál­ann. Og á einum tíma­punkti hélt ég að við myndum standa upp frá þessu og bara hætta þessu.“

Af því varð þó ekki og Bjarni segir að það hafi byggt á því að leið­togar flokk­anna geti talað saman og fundið leiðir til að leysa úr mál­um. „Við munum halda áfram að gera það.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legu við­tali við Bjarna í Dag­málum á mbl.is.

Þar seg­ist Bjarni vera meira hrif­inn af tveggja flokka stjórnum en fjöl­flokka­stjórn­um. Eðli­legra væri að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn starf­aði með flokkum sem stæðu honum nær mál­efna­lega. Sú staða sem upp sé komin í íslenskum stjórn­mál­um, þar sem tveggja flokka stjórnir eru ómögu­leg­ar, átta flokkar eru á þingi og einn til við­bótar hafi ekki verið langt frá því að ná inn, geri slíkt þó ómögu­leg­t. 

Auglýsing
Að mati Bjarna er þetta að stóru leyti sjálf­sköpuð staða hjá stjórn­mála­flokk­unum sem hafi orðið til vegna þess að fram­lög úr rík­is­sjóði til þeirra hafi verið stór­aukin og reglur þannig gerðar að flokkar sem ná yfir ákveð­inn þrösk­uld, en ekki inn á þing, fái samt sem áður á annað hund­rað millj­ónir króna á kjör­tíma­bili til að halda sér lif­andi. „Við erum að standa rosa­lega vel með stjórn­mála­hreyf­ingum í land­inu og kannski er það ein ástæða þess að þeim hefur fjölg­að. Ég held að sam­fé­lags­miðla­um­ræðan hafi líka haft áhrif á það hvernig sam­talið er milli stjórn­mála og almenn­ings í land­in­u.“

Í við­tal­inu segir Bjarni að það sé hægt að ímynda sér að erf­iðar aðstæður komi upp í stjórn­ar­sam­starf­inu ef yfir­vof­andi kjara­samn­inga­við­ræður í haust gangi illa og áherslur stjórn­ar­flokk­anna um við­brögð við þeim fari ekki sam­an. „„En í augna­blik­inu er það ekki að ger­ast og ég ætla að leyfa mér að vera bjart­sýn­is­mað­ur. Ég hef trú á stjórn­inni og getu hennar til að leysa flókin vanda­mál.“

Sér ekki hvað ráðu­neytið hafi getað gert öðru­vísi

Andrés Magn­ús­son, þátta­stjórn­andi Dag­mála og full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blað­inu, spurði Bjarna um stjórn­sýslu­út­tekt sem Rík­is­end­ur­skoðun vinnur um sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka og hvort haustið yrði „ekki bara und­ir­lagt af þeirri vit­leysu“. 

Bjarni sagð­ist bíða rólegur eftir skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. „Það skiptir mig í sjálfu sér engu máli hvort hún komi um miðjan mán­uð­inn, í lok mán­aðar eða í byrjun sept­em­ber. Umræðan fer bara fram þegar það ger­ist.“

Hann hafi hugsað mikið um fram­kvæmd­ina á banka­söl­unni frá því að þingið lauk störfum og ekki séð margt í henni sem ráðu­neyti hans bar ábyrgð á sem þau hefðu viljað gera öðru­vísi. „„Við höfum bent á nokkra fram­kvæmd­ar­lega þætti sem eflaust koma fram í skýrsl­unni. En við verðum að sjá hver megin nið­ur­staðan verður þar.“

Rík­is­stjórnin brást við gagn­rýni á söl­una með því að boða að Banka­sýsla rík­is­ins, sú stofnun sem heldur á hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, yrði lögð nið­ur. 

Bjarni sagð­ist vera búinn að vera með það mál til skoð­unar og að hann sé að und­ir­búa að fara með það inn í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál, þar sem hann situr ásamt Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Lilju Alfreðs­dótt­ur, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra. Það gæti gerst eftir ein­hverjar vik­ur. „Þar er maður að hugsa um það að á sínum tíma var hluta­bréfum í fjár­mála­fyr­ir­tækjum sér­stak­lega komið fyrir í Banka­sýsl­unni. En ríkið á auð­vitað fjöld­ann allan af öðrum hluta­bréf­um. Það er ekk­ert sér­stakt sem kallar á það til lengra tíma litið að ákveðin teg­und hluta­bréfa rík­is­ins sé geymd í þess­ari teg­und stofn­unar á meðan að önnur eru til dæmis inni í ráðu­neyt­inu. Mér finnst kom­inn tími til að fara fag­lega yfir það hvernig ríkið heldur á þessum hluta­bréfum og hagar sér sem eig­andi. Meðal ann­ars varð­andi skip­anir í stjórn­ir.“

Ríkið sem eig­andi hluta­bréf­anna mætti gá betur eftir þessum eign­ar­hlutum og setja meiri við­mið og kröf­ur. Þar eigi hann við að stjórn­mála­flokkar og þingið geti ekki skipað hvern sem er í stjórn­ir, heldur að það verði að mæta ákveðnum hæfn­is­kröf­um.

Vill áfram selja hluti í rík­is­bönkum

Í sömu yfir­lýs­ingu og boð­aði nið­ur­lagn­ingu Banka­sýslu rík­is­ins, sem send var út 19. apríl af for­mönnum stjórn­ar­flokk­anna, þeim Bjarna, Katrínu Jak­obs­dóttur og Sig­urði Inga Jóhanns­syni, kom einnig fram að ekki yrði ráð­ist í frek­ari sölu á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka „að sinn­i“. Þar sagði enn­frem­ur: „Þegar ný lög­gjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögu­lega sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka verða tekin fyrir á Alþingi. Rík­is­stjórnin leggur hér eftir sem hingað til áherslu á óbreytt eign­ar­hald rík­is­ins á hlut sínum í Lands­bank­an­um.“

Rík­is­sjóður á sem stendur 42,5 pró­sent hlut í Íslands­banka. 

Bjarni sagði í við­tal­inu við Dag­mál að hann yrði áfram sem áður tals­maður þess að ríkið dragi úr eign­ar­að­ild sinni í Íslands­banka, þegar mark­aðs­að­stæður væru góðar og umræðum og upp­gjöri við skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar væri lok­ið. „En mínar vænt­ingar standa til þess að við getum síðan í fram­hald­inu haldið áfram að selja ríkið úr Íslands­banka þar sem við erum orðin minni­hluta­eig­andi. Og mér finnst nokkuð ljóst að við munum fara leið mark­að­ar­ins. Það var kannski helst það sem var gagn­rýnt síð­ast. Að það hefði ekki verið opið fyrir alla að taka þátt.“

Helst myndi hann ekki ekki bara vilja losa ríkið úr eign­ar­hluta í Íslands­banka heldur líka selja hlut í Lands­bank­anum þegar fram í sækir, þótt hann væri þeirrar skoð­unar að ríkið geti vel farið þar með ráð­andi hlut. „Þó ekki væri nema að tryggja höf­uð­stöðvar kerf­is­lega mik­il­vægs banka á Ísland­i.“

Ríkið á sem stendur 98,2 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent