Enn stefnt að því að skila úttektinni til þingsins í þessum mánuði

Ríkisendurskoðandi segir að ennþá sé stefnt að því að skila úttekt á sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka til forseta Alþingis núna í ágústmánuði. Þá má vænta þess að þingmenn verði kallaðir úr sumarfríi til að fara yfir málin.

Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun reiknar enn með því að skila for­seta Alþingis skýrslu um sölu á 22,5 pró­senta hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka í þessum mán­uði, en þetta kemur fram í skrif­legu svari Guð­mundar Björg­vins Helga­sonar rík­is­end­ur­skoð­anda við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Um er að ræða stjórn­sýslu­út­tekt á söl­unni, sem fór fram fór með lok­uðu útboði til alls 207 fjár­festa, sem greiddu rík­inu 52,65 millj­arða króna fyrir hlut­inn í bank­an­um.

Guð­mundur Björg­vin segir í svari til Kjarn­ans að það ráð­ist af með­förum Alþingis hvenær skýrslan verði birt en til stendur að þing verði kallað saman til þess að fara yfir málið þegar skýrslan lendir og þing­menn þá kall­aðir úr sum­ar­fr­íum sín­um, sem að öðrum kosti myndu vara til 13. sept­em­ber.

Fyrst átti verkið að klár­ast í lok júní

Eins og aðrar skýrslur frá Rík­is­end­ur­skoðun verður úttektin tekin til umfjöll­unar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is. Upp­­haf­­lega átti skýrslu­­gerðin að klár­­ast í júní, en síðar var boðað að skýrslan yrði ekki til­búin fyrr en seint í júlí­mán­uði.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra bað for­m­­­lega um að Rík­is­end­ur­skoðun myndi ráð­ast í verkið þann 7. apríl síð­­­ast­lið­inn. Í bréfi ráðu­­­­neyt­is­ins þar sem bónin um skýrslu­gerð­ina var sett fram kom fram að umræða hefði skap­­­­ast um hvort fram­­­­kvæmd söl­unnar hafi verið í sam­ræmi við áskilnað laga og upp­­­­­­­legg stjórn­­­­­­­valda sem borið var undir fjár­­­­laga­­­­nefnd og efna­hags- og við­­­­skipta­­­­nefnd Alþingis til umsagn­­­­ar. Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun ákvað dag­inn eft­ir að verða við beiðn­­­­inni.

Auglýsing

Í bréfi sem stofn­unin sendi til Bjarna vegna þess sagði að „áætlun um afmörkun og fram­­­­kvæmd úttekt­­­­ar­innar hefur ekki farið fram en hún mun verða end­­­­ur­­­­skoðuð eftir því sem úttekt­inni vindur fram. Í því sam­­­­bandi er ítrekað að skv. 3. mgr. 1. gr. fram­an­­­­greindra laga er rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­andi sjálf­­­­stæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlut­verki sínu sam­­­­kvæmt lög­­­­un­­­­um. Stefnt er að því að nið­­­­ur­­­­staða úttekt­­­­ar­innar verði birt í opin­berri skýrslu til Alþingis í jún­­­í­mán­uði 2022.“

Á þessum tíma­punkti átti Alþingi enn eftir að kjósa nýjan rík­is­end­ur­skoð­anda, en Guð­mundur Björg­vin var starf­andi rík­is­end­ur­skoð­andi á þessum tíma og var að end­ingu kos­inn nýr rík­is­end­ur­skoð­andi þann 9. júní.

73 pró­sent lands­manna töldu að skipa þyrfti rann­sókn­ar­nefnd Alþingis

Sú ákvörðun Bjarna Bene­dikts­­­sonar að fela Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun að gera úttekt á banka­­­söl­unni var harð­­­lega gagn­rýnd af sumum stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­u­­­þing­­­mönn­um, sem vildu láta skipa rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd Alþingis með víð­tæk­­­ari heim­ildir til að fara ofan í saumana á söl­unn­i.

Í grein sem Jóhann Páll Jóhanns­­­son, þing­­­maður Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar, birti á Kjarn­­­anum í apríl sagði meðal ann­­­ars: „Það má vel vera að Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun sé ágæt­­­­lega til þess fallin að yfir­­­­fara ákveðna þætti er varða söl­una á Íslands­­­­­­­banka. En ef ætl­­­­unin er að rann­saka atburð­ina frá mörgum hlið­um, laga­­­­leg­um, sið­­­­ferð­i­­­­leg­um, póli­­­­tískum og stjórn­­­­­­­sýslu­­­­leg­um, og „velta við öllum stein­um“ eins og jafn­­­­vel stjórn­­­­­­­ar­liðar kalla eftir er hins vegar ljóst að rann­­­­sókn­­­­ar­heim­ildir Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­unar duga skammt og verk­efnið fellur bein­línis illa að starfs­sviði stofn­un­­­­ar­inn­­­­ar. Þá er óheppi­­­­legt að úttektin fari fram sam­­­­kvæmt sér­­­­stakri beiðni frá fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sama manni og hefur for­­­­göngu um banka­­­­söl­una sem er til athug­un­­­­ar.“

Í könnun sem Gallup birti seint í apríl kom fram að 73,6 pró­­­­sent lands­­­­manna teldu að það ætti að skipa rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd en 26,4 pró­­­­sent taldi nægj­an­­­­legt að Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun gerði úttekt á söl­unni.

Kjós­­­­endur Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins skáru sig úr þegar kom að þessu, en 74 pró­­­­sent þeirra voru á því að úttekt Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­unar nægði til. Tæp­­­­lega þriðj­ungur kjós­­­­enda hinna stjórn­­­­­­­ar­­­­flokk­anna var á þeirri skoðun en um tveir þriðju á því að skipa þyrfti rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd. Ekki þarf að koma á óvart að kjós­­­­endur stjórn­­­­­­­ar­and­­­­stöð­u­­­­flokka voru nær allir á því að rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd væri nauð­­­­syn­­­­leg.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent