Skýrsla Ríkisendurskoðunar um bankasöluna frestast – Ætla að reyna að klára fyrir lok júlí

Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur mánuðum ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Nú er stefnt að því að skila henni fyrir verslunarmannahelgi.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er gerð að hans beiðni.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er gerð að hans beiðni.
Auglýsing

Skýrsla um nið­ur­stöðu stjórn­sýslu­út­tektar Rík­is­end­ur­skoð­unar á sölu á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka til 207 fjár­festa í lok­uðu úboði fyrir 52,65 millj­arða króna í mars síð­ast­liðnum verður ekki til­búin fyrir lok júní­mán­aðar líkt og boðað hafði. Þess í stað er búist við að hún verði til­búin seint í júlí, fyrir versl­un­ar­manna­helgi, eins og staðan er í dag. Þetta er haft eftir Guð­mundi Björg­vini Helga­syni rík­is­end­ur­skoð­anda á vef Frétta­blaðs­ins.

Skýrslan er gerð að beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, en hann bað form­lega um gerð hennar 7, apríl síð­ast­lið­inn og Rík­is­end­ur­skoðun sam­þykkti að taka að sér verkið í kjöl­far­ið. Í bréfi ráðu­­neyt­is­ins kom fram að umræða hafi skap­­ast um hvort fram­­kvæmd söl­unnar hafi verið í sam­ræmi við áskilnað laga og upp­­­legg stjórn­­­valda sem borið var undir fjár­­laga­­nefnd og efna­hags- og við­­skipta­­nefnd Alþingis til umsagn­­ar.

Rík­­is­end­­ur­­skoðun ákvað dag­inn eft­ir, þann 8. apr­íl, að verða við beiðn­­inni.

Auglýsing
Í bréfi sem hún sendi til Bjarna vegna þess sagði að „áætlun um afmörkun og fram­­kvæmd úttekt­­ar­innar hefur ekki farið fram en hún mun verða end­­ur­­skoðuð eftir því sem úttekt­inni vindur fram. Í því sam­­bandi er ítrekað að skv. 3. mgr. 1. gr. fram­an­­greindra laga er rík­­is­end­­ur­­skoð­andi sjálf­­stæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlut­verki sínu sam­­kvæmt lög­­un­­um. Stefnt er að því að nið­­ur­­staða úttekt­­ar­innar verði birt í opin­berri skýrslu til Alþingis í jún­í­mán­uði 2022.“

Nýr rík­is­end­ur­skoð­andi kos­inn í miðju úttekt­ar­ferli

Það flækti málin að Alþingi átti eftir að kjósa nýjan rík­is­end­ur­skoð­anda í stað Skúla Egg­erts Þórð­ar­son­ar, sem ákvað að hætta sem slíkur og verða ráðu­neyt­is­stjóri í nýju við­skipta- og menn­ing­ar­ráðu­neyti. Til stóð að kjósa nýjan rík­is­end­ur­skoð­anda á þingi fyrir maí­lok. 

Því var sú staða uppi að Rík­is­end­ur­skoðun var falið að ráð­ast í úttekt á einu umdeildasta þjóð­fé­lags­máli síð­ari ára, þar sem 88,4 pró­sent þjóð­ar­innar telja sam­kvæmt könnun Gallup að óeðli­legir við­skipta­hættir hafi átt sér stað og 83 pró­sent þjóð­ar­innar er óánægt með fram­kvæmd­ina, án þess að búið væri að skipa nýjan rík­is­end­ur­skoð­anda. 

Guð­mundur Björg­vin var starf­andi rík­is­end­ur­skoð­andi á þessum tíma og einn þeirra tólf sem sótt­ist eftir emb­ætt­in­u. 

Guðmundur Björgvin Helgason Mynd: Ríkisendurskoðun

Það frestað­ist að ganga frá kosn­ingu rík­is­end­ur­skoð­anda og þann 8. júní hafði Kjarn­inn eftir Guð­mundi Björg­vini að til stæði að skila skýrsl­unni um Íslands­banka­söl­una til Alþingis í síð­ustu viku júní­mán­að­ar. Dag­inn eft­ir, þann 9. júní, var Guð­mundur Björg­vin kos­inn nýr rík­is­end­ur­skoð­and­i. 

Nú, tólf dögum síð­ar, er ljóst að birt­ing skýrsl­unnar frest­ast um að minnsta kosti mánuð og gæti litið dags­ins ljós í lok næsta mán­að­ar. Guð­mundur Björg­vin segir við Frétta­blaðiðað það hafi alltaf verið við­búið að það gæti teygst á vinn­unni við gert úttekt­ar­inn­ar. „Þetta er í sjálfu sér ekk­ert ein­falt mál. Það þarf alltaf að huga að þeim upp­­­lýs­ingum sem þú hef­ur, svo þarf að afla upp­­­lýs­inga og hvert leiða gögnin þín og þar fram eftir göt­un­um. Þannig að það var alltaf við­­búið að það gæti teygst eitt­hvað á þessu. Við erum enn að vinna á fullu í þessu og ætlum þá að reyna klára þetta í júlí. Það er út­­séð með að við náum að klára þetta núna í jún­í­­mán­uð­i.“

Til stendur að kalla Alþingi saman í kjöl­far birt­ingar á skýrsl­unni til að ræða hana, en það fór í sum­ar­frí í síð­ustu viku. Júlí­mán­uður er langstærsti sum­ar­leyf­is­mán­uð­ur­inn á Íslandi og þjóð­fé­lagið allt oftar en ekki í hæga­gangi á meðan að á honum stend­ur.

Nær allir lands­menn vildu rann­sókn­ar­nefnd

Sú ákvörðun Bjarna Bene­dikts­sonar að fela Rík­is­end­ur­skoðun að gera úttekt á banka­söl­unni var harð­lega gagn­rýnd af sumum stjórn­ar­and­stöðu­þing­mönn­um, sem vildu láta skipa rann­sókn­ar­nefnd Alþingis með mun víð­tæk­ari heim­ildir til að fara ofan í saumana á söl­unn­i. 

Í grein sem Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, birti á Kjarn­anum í apríl sagði meðal ann­ars: „Það má vel vera að Rík­­is­end­­ur­­skoðun sé ágæt­­lega til þess fallin að yfir­­fara ákveðna þætti er varða söl­una á Íslands­­­banka. En ef ætl­­unin er að rann­saka atburð­ina frá mörgum hlið­um, laga­­leg­um, sið­­ferð­i­­leg­um, póli­­tískum og stjórn­­­sýslu­­leg­um, og „velta við öllum stein­um“ eins og jafn­­vel stjórn­­­ar­liðar kalla eftir er hins vegar ljóst að rann­­sókn­­ar­heim­ildir Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar duga skammt og verk­efnið fellur bein­línis illa að starfs­sviði stofn­un­­ar­inn­­ar. Þá er óheppi­­legt að úttektin fari fram sam­­kvæmt sér­­stakri beiðni frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sama manni og hefur for­­göngu um banka­­söl­una sem er til athug­un­­ar.“

Í könnun sem Gallupbirti seint í apríl kom fram að 73,6 pró­­sent lands­­manna taldi að það ætti að skipa rann­­sókn­­ar­­nefnd en 26,4 pró­­sent taldi nægj­an­­legt að Rík­­is­end­­ur­­skoðun gerði úttekt á söl­unni. Kjós­­endur Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins skáru sig úr þegar kom að þessu, en 74 pró­­sent þeirra voru á því að úttekt Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar nægði til. Tæp­­lega þriðj­ungur kjós­­enda hinna stjórn­­­ar­­flokk­anna var á þeirri skoðun en um tveir þriðju á því að skipa þyrfti rann­­sókn­­ar­­nefnd. Ekki þarf að koma á óvart að kjós­­endur stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokka voru  nær allir á því að rann­­sókn­­ar­­nefnd sé nauð­­syn­­leg.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent