Ríkisendurskoðun afhendir ekki upplýsingar um afmörkun úttektar á bankasölunni

Búist er við því að úttekt Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verði gerð opinber seint í næsta mánuði, eftir fyrirhuguð þinglok. Kjarninn óskaði eftir upplýsingum um hvernig úttektin væri afmörkuð en fékk ekki.

22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur 22. mars síðastliðinn.
22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur 22. mars síðastliðinn.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun afhendir ekki end­ur­skoð­un­ar­á­ætlun sína vegna yfir­stand­andi úttektar á útboði og sölu á hlut í Íslands­banka. Kjarn­inn fal­að­ist eftir því að fá áætl­un­ina í kjöl­far þess að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd var gerð grein fyrir því við hvað úttektin mun afmarkast. 

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir starf­andi rík­is­end­ur­skoð­andi, Guð­mundur Björg­vin Helga­son, að um vinnu­skjal sé að ræða og sam­kvæmt ákvæði laga um rík­is­end­ur­skoð­anda geti slík gögn – skýrslur grein­ar­gerðir og önnur gögn –  fyrst orðið aðgengi­leg þegar Alþingi hefur fengið þau afhent. Í ákvæð­inu stendur líka: „ Rík­is­end­ur­skoð­andi getur enn fremur ákveðið að gögn sem hafa verið send stjórn­völdum við und­ir­bún­ing ein­stakra athug­ana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengi­leg.“

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið óskaði eftir því skrif­lega þann 7. apríl að Rík­is­end­ur­skoðun myndi gera úttekt á því hvort hvort útboð og sala rík­is­ins á 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka sem fram fór þann 22. mars síð­ast­lið­inn hafi sam­rýmst lögum og góðum stjórn­sýslu­hátt­um.

Í bréfi ráðu­neyt­is­ins kom fram að umræða hafi skap­ast um hvort fram­kvæmd söl­unnar hafi verið í sam­ræmi við áskilnað laga og upp­legg stjórn­valda sem borið var undir fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis til umsagn­ar.

Rík­is­end­ur­skoðun ákvað dag­inn eft­ir, þann 8. apr­íl, að verða við beiðn­inni. Í bréfi sem hún sendi til Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna þess sagði að „áætlun um afmörkun og fram­kvæmd úttekt­ar­innar hefur ekki farið fram en hún mun verða end­ur­skoðuð eftir því sem úttekt­inni vindur fram. Í því sam­bandi er ítrekað að skv. 3. mgr. 1. gr. fram­an­greindra laga er rík­is­end­ur­skoð­andi sjálf­stæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlut­verki sínu sam­kvæmt lög­un­um. Stefnt er að því að nið­ur­staða úttekt­ar­innar verði birt í opin­berri skýrslu til Alþingis í júní­mán­uði 2022.“

Gert ráð fyrir nið­ur­stöðu í lok júní

Vísir greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að gert sé ráð fyrir að nið­ur­stöður úttekt­ar­innar verði kynntar í lok júní­mán­að­ar. Starfs­lok Alþingis eru áætlun 10. júní sam­kvæmt starfs­á­ætlun þings­ins. Þó má búast við að þing verði kallað saman til að ræða nið­ur­stöðu úttekt­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Bankasýslan, sem er undir í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, lét LOGOS vinna fyrir sig minn­is­blað sem gert var opin­bert 18. maí síð­ast­lið­inn. Í minn­is­blað­inu var kom­ist að þeirri nið­­­ur­­­stöðu að ákvörðun um tak­­­marka þátt­­­töku í útboð­inu á 22,5 pró­­­senta hlut íslenskra rík­­­is­ins í Íslands­banka við svo­­­kall­aða hæfa fjár­­­­­festa án þess að gerð yrði krafa um lág­­­marks­til­­­boð hafi ekki falið í sér brot gegn jafn­­­ræð­is­­­reglu. Í útboð­inu var hlut­­­ur­inn seldur til alls 207 fjár­­­­­festa undir þáver­andi mark­aðsvirði.

Þá taldi lög­­­­­manns­­­stofan að full­nægj­andi ráð­staf­­­anir hafi verið gerðar af hálfu Banka­­­sýsl­unnar til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjár­­­­­festa að útboð­inu í laga­­­legu til­­­liti og að ákvörðun hennar um að selja ekki hlut til Lands­­­bank­ans og Kviku banka, sem gerðu til­­­­­boð fyrir hönd velt­u­­­bóka sinna, hafi stuðst við mál­efna­­­leg sjón­­­­­ar­mið og hafi einnig verið í sam­ræmi við jafn­­­ræð­is­­­reglu.

LOGOS var ráðið sem inn­­­­­lendur lög­­­fræð­i­­­legur ráð­gjafi Banka­­­sýsl­unnar í tengslum við sölu­­­með­­­­­ferð­ina á hlutnum í Íslands­­­­­banka 18. febr­­­úar síð­­­ast­lið­inn, en hlut­­­ur­inn í bank­­­anum var seldur með til­­­­­boðs­­­fyr­ir­komu­lagi þann 22. mars. Minn­is­­­blað hennar fjallar því um lög­­­­­mæti sölu­­­með­­­­­ferðar sem stofan vann sjálf að. 

Þorri almenn­ings vildi rann­sókn­ar­nefnd

Hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar taldi ekki nægi­lega langt gengið að láta Rík­is­end­ur­skoðun fram­kvæma úttekt á banka­söl­unni og vildu að rann­sókn­ar­nefnd þings­ins yrði skipuð til að rann­saka mál­ið. 

Í könnun sem Gallup lét gera, og var birt í lok apr­íl, kom fram að 87,2 pró­sent lands­manna teldu að illa hefði verið staðið að útboði og sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Alls 73,6 pró­sent sögðu að það ætti að skipa rann­sókn­ar­nefnd en 26,4 pró­sent töldu nægj­an­legt að Rík­is­end­ur­skoðun geri úttekt á söl­unni. Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks skáru sig úr hvað þetta varð­ar, en 74 pró­sent þeirra voru á því að úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar nægði. Aðspurð hvort óeðli­­legir við­­skipta­hættir hafi verið við­hafðir við söl­una sögðu 88,4 pró­­sent svar­enda svo vera og 68,3 pró­sent töldu að sölu­ferlið hafi falið í sér lög­brot. 

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands er einnig með sölu­ferlið til skoð­un­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent