Fjórir flokkar leggja fram frumvarp til að koma í veg fyrir fjöldabrottvísun

Frumvarpi sem mun gera Þeim tæplega 300 flóttamönnum sem til stendur að brottvísa frá landinu kleift að dvelja hér áfram verður dreift á Alþingi á mánudag. Ekki er samstaða er um brottvísunina innan ríkisstjórnarinnar.

Píratar og Samfylking standa að frumvarpinu, ásamt Flokki fólksins og Viðreisn.
Píratar og Samfylking standa að frumvarpinu, ásamt Flokki fólksins og Viðreisn.
Auglýsing

Þing­flokkar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Flokks fólks­ins, Pírata og Við­reisnar ætla að leggja sam­eig­in­lega fram frum­varp til að bregð­ast við stöðu þeirra tæp­lega 300 ein­stak­linga sem nú stendur til að senda úr landi með fjölda­brott­vís­un. 

Í til­kynn­ingu frá þeim segir að flokk­arnir leggi til að nýtt ákvæði verði sett til bráða­birgða sem felur í sér að dráttur á máls­með­ferð umsækj­enda um alþjóð­lega vernd, sem varð vegna heims­far­ald­urs COVID-19, verði ekki tal­inn á ábyrgð umsækj­end­anna sjálfra og því skuli taka umsóknir þeirra til efn­is­legrar með­ferðar hafi þeir verið hér í 12 mán­uði eða leng­ur. „Þing­flokk­arnir leggja einnig til að umsækj­endur sem sóttu um vernd á meðan heims­far­aldur COVID-19 stóð sem hæst og hafa verið hér á landi í 18 mán­uði eða leng­ur, fái dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða.“

Frum­varpið er í yfir­lestri verður dreift á Alþingi á mánu­dag­inn.

Ekki sam­staða innan rík­is­stjórnar

Í síð­ustu viku var greint frá því á for­­síðu Frétta­­blaðs­ins að flóð­­bylgja brott­vís­ana þeirra sem sótt hafa hér um vernd sé framund­an. Alls telur hóp­­ur­inn tæp­­lega 300 manns. Stærstur hluti þeirra á að fara til Grikk­lands. Í hópnum eru meðal ann­­ars börn.

Jón Gunn­­ar­s­­son dóms­­mála­ráð­herra sagði í Kast­­ljósi á þriðju­dag að sam­­staða ríkti innan rík­­is­­stjórn­­­ar­innar um að fram­­kvæma brott­vísun fólks­ins, reglur væru skýrar og engar breyt­ingar væru fyr­ir­­sjá­an­­legar á þeirri ákvörð­un. Hann sagði það rétt að sér­­stakar aðstæður væru uppi varð­andi þennan hóp. Skil­yrði hefðu verði um að það í mót­­töku­­ríkjum að flótta­­menn sem ætti að senda þangað hefðu und­ir­­geng­ist COVID-­­próf eða bólu­­setn­ingu. Margir flótta­­menn hefðu neitað að gera það og því hefði brott­vísun þeirra taf­ist á meðan að slíkar reglur voru í gildi. „Nú eru þessar reglur að hverfa í þessum ríkjum og þá kemur þetta til fram­­kvæmda.“

Auglýsing
Guðmundur Ingi Guð­brands­son, félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, bar það til baka í tíu­fréttum RÚV sama kvöld og sagði það rangt að sam­staða væri um mál­ið. Hann sagð­ist hafa gert „al­var­­legar athuga­­semd­ir“ við þá veg­­ferð sem Jón væri á og að hann væri ekki ánægður með það hvernig Jón hafi haldið á mál­inu.

Hann sagði enn fremur að horfa þyrfti til þess tíma sem hóp­­ur­inn hefði dvalið hér­­­lendis og hverjar aðstæður væru í mót­­töku­land­inu, en þar hefur sér­­stak­­lega verið gagn­rýnt að til standi að senda stóran hluta hóps­ins til Grikk­lands, en mann­úð­­ar­­sam­tök hafa ítrekað sagt að aðstæður flótta­­fólks þar séu með öllu óboð­­leg­­ar. 

Guð­­mundur Ingi sagði að fleiri ráð­herrar hafi gert athuga­­semdir við veg­­ferð Jóns á rík­­is­­stjórn­­­ar­fund­inum en vildi ekki segja hverjir það voru. Þeir þyrftu sjálfir að greina frá því. 

Vilja búa til almenna lausn fyrir hóp­inn

Í til­kynn­ingu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fjög­urra segir að fjölda­brott­vís­unin sem hefur verið í und­ir­bún­ingi af hálfu íslenskra stjórn­valda sé ekki laga­leg nauð­syn, heldur yrði slík fram­kvæmd póli­tísk ákvörðun stjórn­valda. „Með fram­lagn­ingu þessa frum­varps leggja flutn­ings­menn til almenna lausn fyrir þennan til­tekna hóp fólks á flótta, ein­staka aðgerð líkt og nauð­syn­legt hefur verið að gera í fjöl­mörgum öðrum málum vegna heims­far­ald­urs­ins. Flutn­ings­menn telja óásætt­an­legt að tafir sem tengj­ast heims­far­aldr­inum verði taldar á ábyrgð umsækj­enda sjálfra, enda var það ekki mark­mið núgild­andi laga, heldur fram­kvæmd sem stjórn­völd hafa tekið upp.“

­Flutn­ings­menn frum­varps­ins telja að með því sé verið að bregð­ast við fyr­ir­ætl­unum stjórn­valda um að brott­vísa ein­stak­lingum og fjöl­skyldum sem hafa verið hér í lengri tíma vegna þeirra sér­stöku aðstæðna sem uppi hafa verið í heim­inum vegna heims­far­ald­urs­ins. „Í þeim aðstæð­um, líkt og mörgum öðrum þarf sér­tækar aðgerðir og því eru lögð til bráða­birgða­á­kvæði sem ein­göngu ná til þess hóps sem hér hefur dvalið um langt skeið vegna heims­far­ald­urs­ins. Óvenju­margir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd hafa vegna far­ald­urs­ins dvalið hér á landi um lengri tíma, þar á meðal börn og ein­stak­lingar í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu, sem hafa vegna tím­ans byggt upp tengsl við land­ið. Það er nauð­syn­legt að bregð­ast strax við þessum aðstæðum og tryggja það að við sendum ekki fólk, sem þarf á vernd að halda, af landi brott og í aðstæður þar sem öryggi þess og heilsu er ógn­að.“

For­dæmi fyrir svona frum­varpi

For­dæmi eru fyrir því að stjórn­mála­flokkar leggi fram frum­varp til að koma í veg fyrir brott­vís­an­ir. Í sept­em­ber 2017, skömmu eftir að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar féll en áður en kosið var að nýju, átti tveimur stúlkum úr landi, þeim Haniye Maleki, þá ell­efu ára og rík­is­fangs­laus, og Mary Iserien, þá átta ára frá Níger­­íu.

For­­menn sex flokka á þingi: Vinstri grænna, Við­reisn­­­­­ar, Sam­­­fylk­ing­­­ar, Bjartrar fram­­­tíð­­­ar, Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks og þing­­­flokks­­­for­­­maður Pírata lögðu fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um útlend­inga sem heim­il­uðu þeim og öðrum börnum að vera á Íslandi. Fyrsti flutn­ings­­maður frum­varps­ins var Katrín Jak­obs­dótt­ir, nú for­sæt­is­ráð­herra. Í

Allir þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sem voru við­staddir atkvæða­greiðsl­una kusu gegn frum­varp­in­u. Alls 38 þing­­menn úr hinum sex flokk­unum sem voru á þingi á þeim tíma sam­­þykktu það hins veg­­ar. Haniye og Mary fengu að vera og breyt­ing­­arnar höfðu áhrif á stöðu tugi barna í hópi umsækj­enda um alþjóð­lega vernd. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent