Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti breytingum á útlendingalögum

Formenn sex flokka á þingi lögðu fram frumvarp sem koma á í veg fyrir að börnum hælisleitenda verði vísað úr landi. Þingmenn þeirra flokka samþykktu frumvarpið og varð það að lögum í nótt. Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu einir atkvæði gegn því.

Haniye Maleki ásamt föður sínum. Til stóð að vísa þeim úr landi fyrr í þessum mánuði en því var síðar frestað. Mál hennar og annarrar stúlku í hópi innflytjenda er meginástæða þess að frumvarpið var lagt fram.
Haniye Maleki ásamt föður sínum. Til stóð að vísa þeim úr landi fyrr í þessum mánuði en því var síðar frestað. Mál hennar og annarrar stúlku í hópi innflytjenda er meginástæða þess að frumvarpið var lagt fram.
Auglýsing

Allir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem voru við­staddir atkvæða­greiðslu í nótt kusu gegn frum­varpi um breyt­ingar á lögum um útlend­inga þegar það var afgreitt. Frum­varpið var hins vegar sam­þykkt með 38 atkvæðum þing­manna úr öllum hinum sex flokkum þings­ins. Átta þing­menn voru fjar­ver­andi eða með skráða fjar­vist. Flutn­ings­menn þess voru for­menn Vinstri grænna, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Fram­sókn­ar­flokks og þing­flokks­for­maður Pírata. Sam­þykkt frum­varps­ins kemur meðal ann­ars í veg fyrir að börnum hæl­is­leit­enda sem hér eru nú þeg­ar, og hefur verið synjað um efn­is­lega með­ferð, verði vísað úr landi. Þar á meðal eru tvær stúlkur sem mikið hefur verið fjallað um í fjöl­miðl­um, Haniye Maleki og Mary. Alls hafa breyt­ing­arnar áhrif á stöðu um 80 barna í hópi hæl­is­leit­enda.

Bráða­birgða­á­kvæðum bætt við

Frum­varpið var eitt þeirra sem sam­þykkt var að myndi fá afgreiðslu svo hægt yrði að slíta þingi. Sam­kvæmt því myndu tvö bráða­birgða­at­kvæði bæt­ast við lög um útlend­inga. Annað þeirra sner­ist um að ef meira en níu mán­uðir hafi liði frá því að umsókn barns um alþjóð­lega verndi hér­lendis barst íslenskum stjórn­völdum fyrst þá skuli taka hana almennt til efn­is­legrar með­ferð­ar. Jafn­framt væri þá almennt eðli­legt að taka til efn­is­legrar með­ferðar umsókn for­eldra sem fara með for­sjá barns­ins, og eftir atvikum systk­ina þeirra.

Hins vegar var lagt til að heim­ilt yrði að veita barni sem sótt hefur um alþjóð­lega vernd og ekki fengið nið­ur­stöðu í máli sínu á stjórn­sýslu­stigi innan fimmtán mán­aða frá því að það sótti fyrst um alþjóð­lega vernd hér á landi dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða. Sama myndi gilda um for­eldra og eftir atvikum systk­ini þeirra.

Auglýsing

Þá var þeim börnum sem þegar hafa ekki yfir­gefið landið en kæru­nefnd útlend­inga­mála hafði þegar synjað um efn­is­með­ferð, en falla undir laga­breyt­ing­arn­ar, veittur tveggja vikna frestur frá gild­is­töku lag­anna til að fara fram á end­ur­upp­töku.

Hefur áhrif á stöðu um 80 barna

Frum­varpið var lagt fram til þess að tvær stúlk­ur, Haniye og Mary, sem til stóð að vísa úr landi ásamt fjöl­skyldum þeirra, myndu ekki verða sendar í burt. Það nær auk þess til mun fleiri barna í hópi hæl­is­leit­enda. Áður en ákveðið var að boða til kosn­inga hafði verið lagt fram sér­tækt frum­varp til að koma í veg fyrr brott­vísun stúlkn­ana, en það hlaut aldrei efn­is­lega með­ferð vegna stjórn­ar­slita og eft­ir­mála þeirra.

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta alls­herj­ar­nefndar kom fram að breyt­ingin á lög­unum geti haft áhrif á stöðu um 80 barna. 

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sagði: „Lagt er til að breyt­ing­arnar taki að sinni aðeins til umsókna sem borist hafa fyrir gild­is­töku lag­anna. Segja má að með því móti gef­ist níu mán­aða svig­rúm frá gild­is­töku lag­anna til að ákveða æski­legt fram­hald enda væri það fyrst níu mán­uðum eftir gild­is­töku sem breyt­ingar af þessu tagi gætu haft bein áhrif á umsóknir sem ber­ast eftir gild­is­töku. Að mati flutn­ings­manna er eðli­legt að veita slíkt svig­rúm svo að unnt verði að meta betur áhrif breyt­ing­anna og nýtt þing geti tekið afstöðu til þess hvernig æski­legt sé að mál­inu verði fram hald­ið.“

Telja að breyt­ing­arnar geti aukið hættu á man­sali

Í nefnd­ar­á­liti minni­hluta alls­herj­ar­nefndar, sem sam­an­stóð af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks í nefnd­inni, sagði m.a.: „Við með­ferð máls­ins komu jafn­framt fram alvar­legar athuga­semdir sem snúa að þeim skila­boðum sem fel­ast í frum­varp­inu og snúa að því að börn eða fjöl­skyldur með börn geti fengið ein­fald­ari máls­með­ferð vegna umsókna um alþjóð­lega vernd. Komið hafa upp mál tengd man­sali á börnum hér­lendis og hætt er við að breyt­ing­arnar geti aukið hættu á man­sali eða smygli á börn­um. Þá kom fram að Europol hefur varað við því að nú eru um 10.000 börn flótta­fólks í Evr­ópu sem ekki er vitað hvar eru nið­ur­kom­in. Bent var á að þrátt fyrir að um skýrt afmark­aða aft­ur­virka breyt­ingu sé að ræða sé erfitt að sporna við því að flökku­sögur fari á kreik um að auð­veld­ara sé að fá hæli hér á landi en áður og að skipu­lögð glæp­a­starf­semi sem gerir út á smygl á fólki víli ekki fyrir sér að kynda undir þá túlk­un.“

Frum­varpið var, líkt og áður sagði, sam­þykkt með öllum greiddum atkvæðum þing­manna sex flokka. Alls sögðu 38 þing­menn já. Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem voru við­staddir atkvæða­greiðsl­una, alls 17 tals­ins, greiddu atkvæði gegn því og Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, var eini for­maður stjórn­mála­flokks með sæti á þingi sem var ekki á meðal flutn­ings­manna frum­varps­ins.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent