Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti breytingum á útlendingalögum

Formenn sex flokka á þingi lögðu fram frumvarp sem koma á í veg fyrir að börnum hælisleitenda verði vísað úr landi. Þingmenn þeirra flokka samþykktu frumvarpið og varð það að lögum í nótt. Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu einir atkvæði gegn því.

Haniye Maleki ásamt föður sínum. Til stóð að vísa þeim úr landi fyrr í þessum mánuði en því var síðar frestað. Mál hennar og annarrar stúlku í hópi innflytjenda er meginástæða þess að frumvarpið var lagt fram.
Haniye Maleki ásamt föður sínum. Til stóð að vísa þeim úr landi fyrr í þessum mánuði en því var síðar frestað. Mál hennar og annarrar stúlku í hópi innflytjenda er meginástæða þess að frumvarpið var lagt fram.
Auglýsing

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem voru viðstaddir atkvæðagreiðslu í nótt kusu gegn frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga þegar það var afgreitt. Frumvarpið var hins vegar samþykkt með 38 atkvæðum þingmanna úr öllum hinum sex flokkum þingsins. Átta þingmenn voru fjarverandi eða með skráða fjarvist. Flutningsmenn þess voru formenn Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks og þingflokksformaður Pírata. Samþykkt frumvarpsins kemur meðal annars í veg fyrir að börnum hælisleitenda sem hér eru nú þegar, og hefur verið synjað um efnislega meðferð, verði vísað úr landi. Þar á meðal eru tvær stúlkur sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum, Haniye Maleki og Mary. Alls hafa breytingarnar áhrif á stöðu um 80 barna í hópi hælisleitenda.

Bráðabirgðaákvæðum bætt við

Frumvarpið var eitt þeirra sem samþykkt var að myndi fá afgreiðslu svo hægt yrði að slíta þingi. Samkvæmt því myndu tvö bráðabirgðaatkvæði bætast við lög um útlendinga. Annað þeirra snerist um að ef meira en níu mánuðir hafi liði frá því að umsókn barns um alþjóðlega verndi hérlendis barst íslenskum stjórnvöldum fyrst þá skuli taka hana almennt til efnislegrar meðferðar. Jafnframt væri þá almennt eðlilegt að taka til efnislegrar meðferðar umsókn foreldra sem fara með forsjá barnsins, og eftir atvikum systkina þeirra.

Hins vegar var lagt til að heimilt yrði að veita barni sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða frá því að það sótti fyrst um alþjóðlega vernd hér á landi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Sama myndi gilda um foreldra og eftir atvikum systkini þeirra.

Auglýsing

Þá var þeim börnum sem þegar hafa ekki yfirgefið landið en kærunefnd útlendingamála hafði þegar synjað um efnismeðferð, en falla undir lagabreytingarnar, veittur tveggja vikna frestur frá gildistöku laganna til að fara fram á endurupptöku.

Hefur áhrif á stöðu um 80 barna

Frumvarpið var lagt fram til þess að tvær stúlkur, Haniye og Mary, sem til stóð að vísa úr landi ásamt fjölskyldum þeirra, myndu ekki verða sendar í burt. Það nær auk þess til mun fleiri barna í hópi hælisleitenda. Áður en ákveðið var að boða til kosninga hafði verið lagt fram sértækt frumvarp til að koma í veg fyrr brottvísun stúlknana, en það hlaut aldrei efnislega meðferð vegna stjórnarslita og eftirmála þeirra.

Í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar kom fram að breytingin á lögunum geti haft áhrif á stöðu um 80 barna. 

Í greinargerð með frumvarpinu sagði: „Lagt er til að breytingarnar taki að sinni aðeins til umsókna sem borist hafa fyrir gildistöku laganna. Segja má að með því móti gefist níu mánaða svigrúm frá gildistöku laganna til að ákveða æskilegt framhald enda væri það fyrst níu mánuðum eftir gildistöku sem breytingar af þessu tagi gætu haft bein áhrif á umsóknir sem berast eftir gildistöku. Að mati flutningsmanna er eðlilegt að veita slíkt svigrúm svo að unnt verði að meta betur áhrif breytinganna og nýtt þing geti tekið afstöðu til þess hvernig æskilegt sé að málinu verði fram haldið.“

Telja að breytingarnar geti aukið hættu á mansali

Í nefndaráliti minnihluta allsherjarnefndar, sem samanstóð af þingmönnum Sjálfstæðisflokks í nefndinni, sagði m.a.: „Við meðferð málsins komu jafnframt fram alvarlegar athugasemdir sem snúa að þeim skilaboðum sem felast í frumvarpinu og snúa að því að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið einfaldari málsmeðferð vegna umsókna um alþjóðlega vernd. Komið hafa upp mál tengd mansali á börnum hérlendis og hætt er við að breytingarnar geti aukið hættu á mansali eða smygli á börnum. Þá kom fram að Europol hefur varað við því að nú eru um 10.000 börn flóttafólks í Evrópu sem ekki er vitað hvar eru niðurkomin. Bent var á að þrátt fyrir að um skýrt afmarkaða afturvirka breytingu sé að ræða sé erfitt að sporna við því að flökkusögur fari á kreik um að auðveldara sé að fá hæli hér á landi en áður og að skipulögð glæpastarfsemi sem gerir út á smygl á fólki víli ekki fyrir sér að kynda undir þá túlkun.“

Frumvarpið var, líkt og áður sagði, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þingmanna sex flokka. Alls sögðu 38 þingmenn já. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, alls 17 talsins, greiddu atkvæði gegn því og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, var eini formaður stjórnmálaflokks með sæti á þingi sem var ekki á meðal flutningsmanna frumvarpsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent