Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti breytingum á útlendingalögum

Formenn sex flokka á þingi lögðu fram frumvarp sem koma á í veg fyrir að börnum hælisleitenda verði vísað úr landi. Þingmenn þeirra flokka samþykktu frumvarpið og varð það að lögum í nótt. Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu einir atkvæði gegn því.

Haniye Maleki ásamt föður sínum. Til stóð að vísa þeim úr landi fyrr í þessum mánuði en því var síðar frestað. Mál hennar og annarrar stúlku í hópi innflytjenda er meginástæða þess að frumvarpið var lagt fram.
Haniye Maleki ásamt föður sínum. Til stóð að vísa þeim úr landi fyrr í þessum mánuði en því var síðar frestað. Mál hennar og annarrar stúlku í hópi innflytjenda er meginástæða þess að frumvarpið var lagt fram.
Auglýsing

Allir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem voru við­staddir atkvæða­greiðslu í nótt kusu gegn frum­varpi um breyt­ingar á lögum um útlend­inga þegar það var afgreitt. Frum­varpið var hins vegar sam­þykkt með 38 atkvæðum þing­manna úr öllum hinum sex flokkum þings­ins. Átta þing­menn voru fjar­ver­andi eða með skráða fjar­vist. Flutn­ings­menn þess voru for­menn Vinstri grænna, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Fram­sókn­ar­flokks og þing­flokks­for­maður Pírata. Sam­þykkt frum­varps­ins kemur meðal ann­ars í veg fyrir að börnum hæl­is­leit­enda sem hér eru nú þeg­ar, og hefur verið synjað um efn­is­lega með­ferð, verði vísað úr landi. Þar á meðal eru tvær stúlkur sem mikið hefur verið fjallað um í fjöl­miðl­um, Haniye Maleki og Mary. Alls hafa breyt­ing­arnar áhrif á stöðu um 80 barna í hópi hæl­is­leit­enda.

Bráða­birgða­á­kvæðum bætt við

Frum­varpið var eitt þeirra sem sam­þykkt var að myndi fá afgreiðslu svo hægt yrði að slíta þingi. Sam­kvæmt því myndu tvö bráða­birgða­at­kvæði bæt­ast við lög um útlend­inga. Annað þeirra sner­ist um að ef meira en níu mán­uðir hafi liði frá því að umsókn barns um alþjóð­lega verndi hér­lendis barst íslenskum stjórn­völdum fyrst þá skuli taka hana almennt til efn­is­legrar með­ferð­ar. Jafn­framt væri þá almennt eðli­legt að taka til efn­is­legrar með­ferðar umsókn for­eldra sem fara með for­sjá barns­ins, og eftir atvikum systk­ina þeirra.

Hins vegar var lagt til að heim­ilt yrði að veita barni sem sótt hefur um alþjóð­lega vernd og ekki fengið nið­ur­stöðu í máli sínu á stjórn­sýslu­stigi innan fimmtán mán­aða frá því að það sótti fyrst um alþjóð­lega vernd hér á landi dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða. Sama myndi gilda um for­eldra og eftir atvikum systk­ini þeirra.

Auglýsing

Þá var þeim börnum sem þegar hafa ekki yfir­gefið landið en kæru­nefnd útlend­inga­mála hafði þegar synjað um efn­is­með­ferð, en falla undir laga­breyt­ing­arn­ar, veittur tveggja vikna frestur frá gild­is­töku lag­anna til að fara fram á end­ur­upp­töku.

Hefur áhrif á stöðu um 80 barna

Frum­varpið var lagt fram til þess að tvær stúlk­ur, Haniye og Mary, sem til stóð að vísa úr landi ásamt fjöl­skyldum þeirra, myndu ekki verða sendar í burt. Það nær auk þess til mun fleiri barna í hópi hæl­is­leit­enda. Áður en ákveðið var að boða til kosn­inga hafði verið lagt fram sér­tækt frum­varp til að koma í veg fyrr brott­vísun stúlkn­ana, en það hlaut aldrei efn­is­lega með­ferð vegna stjórn­ar­slita og eft­ir­mála þeirra.

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta alls­herj­ar­nefndar kom fram að breyt­ingin á lög­unum geti haft áhrif á stöðu um 80 barna. 

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sagði: „Lagt er til að breyt­ing­arnar taki að sinni aðeins til umsókna sem borist hafa fyrir gild­is­töku lag­anna. Segja má að með því móti gef­ist níu mán­aða svig­rúm frá gild­is­töku lag­anna til að ákveða æski­legt fram­hald enda væri það fyrst níu mán­uðum eftir gild­is­töku sem breyt­ingar af þessu tagi gætu haft bein áhrif á umsóknir sem ber­ast eftir gild­is­töku. Að mati flutn­ings­manna er eðli­legt að veita slíkt svig­rúm svo að unnt verði að meta betur áhrif breyt­ing­anna og nýtt þing geti tekið afstöðu til þess hvernig æski­legt sé að mál­inu verði fram hald­ið.“

Telja að breyt­ing­arnar geti aukið hættu á man­sali

Í nefnd­ar­á­liti minni­hluta alls­herj­ar­nefndar, sem sam­an­stóð af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks í nefnd­inni, sagði m.a.: „Við með­ferð máls­ins komu jafn­framt fram alvar­legar athuga­semdir sem snúa að þeim skila­boðum sem fel­ast í frum­varp­inu og snúa að því að börn eða fjöl­skyldur með börn geti fengið ein­fald­ari máls­með­ferð vegna umsókna um alþjóð­lega vernd. Komið hafa upp mál tengd man­sali á börnum hér­lendis og hætt er við að breyt­ing­arnar geti aukið hættu á man­sali eða smygli á börn­um. Þá kom fram að Europol hefur varað við því að nú eru um 10.000 börn flótta­fólks í Evr­ópu sem ekki er vitað hvar eru nið­ur­kom­in. Bent var á að þrátt fyrir að um skýrt afmark­aða aft­ur­virka breyt­ingu sé að ræða sé erfitt að sporna við því að flökku­sögur fari á kreik um að auð­veld­ara sé að fá hæli hér á landi en áður og að skipu­lögð glæp­a­starf­semi sem gerir út á smygl á fólki víli ekki fyrir sér að kynda undir þá túlk­un.“

Frum­varpið var, líkt og áður sagði, sam­þykkt með öllum greiddum atkvæðum þing­manna sex flokka. Alls sögðu 38 þing­menn já. Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem voru við­staddir atkvæða­greiðsl­una, alls 17 tals­ins, greiddu atkvæði gegn því og Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, var eini for­maður stjórn­mála­flokks með sæti á þingi sem var ekki á meðal flutn­ings­manna frum­varps­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent