Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.

Hersir Sigurgeirsson
Hersir Sigurgeirsson
Auglýsing

Hersir Sig­ur­geirs­son dós­ent í fjár­málum við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands hefur ákveðið að ljúka aðkomu sinni að úttekt á útboði og söl­u á 22,5 pró­sent hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka eftir að hafa fengið sím­tal frá rík­is­end­ur­skoð­anda sem sagði honum að borist hefði bréf frá Banka­sýslu rík­is­ins með ábend­ingu um að hann hefði sett „li­ke“ á til­tekna færslu á Face­book sem varð­aði útboð­ið.

Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Hersir rekur atburða­rás­ina í færsl­unni og segir að rík­is­end­ur­skoð­andi hafi haft sam­band við hann þann 11. apríl síð­ast­lið­inn og óskað eftir því að hann yrði Rík­is­end­ur­skoðun til ráð­gjafar við úttekt­ina.

Auglýsing

Hann seg­ist hafa ákveðið að verða við beiðn­inni, enda með við­eig­andi þekk­ingu og reynslu vegna starfa á fjár­mála­mark­aði og við Háskóla Íslands – og hafi hann unnið að verk­efn­inu und­an­farnar vik­ur. Hann segir að Banka­sýslan, fjár­mála­ráðu­neytið og fleiri sem úttektin tekur til hafi verið upp­lýst um aðkomu hans að henni.

„Í fyrra­dag fékk ég svo sím­tal frá rík­is­end­ur­skoð­anda sem sagði mér að honum hefði borist bréf frá Banka­sýsl­unni með ábend­ingu um að ég hafi sett „li­ke“ á til­tekna færslu á fb sem varð­aði útboð­ið. Bréfið var alls þrjár síð­ur, sent af starfs­manni Banka­sýsl­unnar og und­ir­ritað raf­rænt af for­stjóra henn­ar,“ skrifar hann.

„Ég kann ekki við slíkt eft­ir­lit“

Hersir segir að hann hafi tekið að sér þetta verk­efni til að leggja sitt af mörkum til að gera úttekt­ina betri. „Þegar for­stjóri og starfs­menn Banka­sýsl­unnar eru farnir að verja tíma sínum í að rekja ferðir mínar á sam­fé­lags­miðlum og til­kynna skrif­lega, raf­rænt und­ir­rit­að, um „li­ke“ finnst mér þó ástæða til að staldra við.

Ég kann ekki við slíkt eft­ir­lit. Það er alvar­legt þegar starfs­menn rík­is­stofn­unar telja eðli­legt að leggj­ast í rann­sókn á skoð­unum ráð­gjafa óháðra úttekt­ar­að­ila og gera það á jafn hæpnum og hug­lægum for­sendum og hér birtast,“ skrifar hann jafn­framt.

Hann telur að ekki sé „hægt að setja „li­ke“ við þessi vinnu­brögð og ljóst að nauð­syn­legt er að opin­bera þau“.

„Ég sé ekki aðra skýr­ingu á bréfa­skrifum Banka­sýsl­unnar en að hún telji sig geta notað þau til að kasta rýrð á úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar ef ein­hverjar nið­ur­stöður hennar verða stofn­un­inni ekki að skapi. Það hugn­ast mér ekki og því ákvað ég í gær að ljúka aðkomu minni að úttekt­inn­i,“ skrifar hann að lok­um.

Kæru vin­ir, mig langar að segja ykkur örstutt frá starfs­háttum Banka­sýsl­unnar sem ég hef fengið að kynn­ast á und­an­förn­um...

Posted by Hersir Sig­ur­geirs­son on Fri­day, May 20, 2022

Stað­festir frá­sögn­ina en tjáir sig ekki meira um málið

Guðmundur Björgvin Helgason Mynd: Ríkisendurskoðun

Starf­andi rík­is­end­ur­skoð­andi, Guð­mundur Björg­vin Helga­son, segir í sam­tali við Kjarn­ann að Hersir hafi verið ráð­inn sem sér­fræð­ingur við gerð úttekt­ar­innar og að hann hafi látið gott af sér leiða á meðan hann starf­aði með Rík­is­end­ur­skoð­un.

Hann stað­festir frá­sögn Hersis en seg­ist ekki geta tjáð sig frekar um mál­ið. „Þetta er hans upp­lifun af því sem kom upp og í sjálfu sér engu við það að bæta.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent