Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu

Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.

Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Auglýsing

Það væri óráð­legt að hanna Blöndulínu 3 þannig að rekstur hennar stæði og félli með því að jafn­straumsteng­ing yfir Sprengisand væri í rekstri, segir í svari Lands­nets við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um við­brögð við þeim hug­myndum Sam­taka um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi (SUNN) að leggja jarð­streng með­fram Sprengisands­leið, tengja með honum virkj­anir á Norð­ur- og og Suð­ur­landi og auka um leið mögu­leika á því að leggja áform­aða Blöndulínu 3 í jörð.

Aðal­val­kostur Lands­nets, sem fram var settur í umhverf­is­mats­skýrslu nýver­ið, er að Blöndulína 3 verði í lofti alla leið­ina frá Blöndu­stöð til Akur­eyr­ar. Þetta hafa m.a. sveit­ar­fé­lög á svæð­inu gagn­rýnt enda öll sagt að þau vilji að minnsta kosti hluta lín­unnar í jörð. En því verður ekki að heilsa því sam­kvæmt rann­sóknum Lands­nets verður aðeins ger­legt að leggja um 4-7 kíló­metra af hinni rúm­lega 100 kíló­metra löngu Blöndulínu í jörð.

Auglýsing

SUNN sagði í umsögn sinni við umhverf­is­mats­skýrsl­una að með því að leggja streng með­fram Sprengisands­leið yrði slegið á þennan hnút og þar með það ósætti sem ríkt hefur árum saman um fram­kvæmd­ina. Bentu þau einnig á, máli sinu til stuðn­ings, að Lands­net hafi talað fyrir hálend­is­leið í sínum kerf­is­á­ætl­unum í mörg ár. Í þeim hafi m.a. komið fram að strengur á Sprengisands­leið hefði „já­kvæð áhrif á mögu­lega lengd jarð­strengja á Norð­ur­land­i“.

Nið­ur­staða athug­unar SUNN er sú að það sé raun­hæfur kostur að leggja jarð­streng yfir hálend­ið, bæði út frá tækni­legum for­sendum Lands­nets, raf­orku­lögum og lögum um umhverf­is­mat og að við Blöndulínu 3 beri að taka áhrif þessa val­kosts inn í mynd­ina. „Frá­leitt“ sé að umhverf­is­mati geti lokið án þess að jarð­strengur yfir Sprengisand sé athug­að­ur. Að halda hálend­is­leið­inni utan umhverf­is­mats Blöndulínu 3 sé „mjög gagn­rýn­is­vert“ og ekk­ert í umhverf­is­mats­skýrsl­unni rök­styðji rétt­mæti þess, segir SUNN í umsögn sinni.

­Sam­tökin segja „fjöl­breyttar tölur um hámarks­lengd jarð­strengs í Blöndulínu 3 hafa í gegnum tíð­ina komið frá Lands­net. SUNN segir að ganga eigi út frá þeirri for­sendu að í Blöndulínu 3 sé hámarks­lengd jarð­strengja og til þess að ná því mark­miði, verði að líta til bæði tækni­kosta og for­gangs­röð­unar fram­kvæmda.

Það er enda tækni­legum tak­mörk­unum háð hversu langir kaflar flutn­ings­kerfis raf­orku geta verið í jörðu og jarð­strengs­lögn á einni línu getur haft áhrif á mögu­leika til slíks í annarri. Auð­vitað hefur orðið fram­þróun í þessu líkt og öðru á síð­ari árum en engu að síður þarf að velja þá kafla vel sem teknir eru úr lofti og grafnir í jörð. Ágrein­ing­ur­inn í dag, sem m.a. birt­ist ágæt­lega í umsögn SUNN ann­ars vegar og hjá Lands­neti hins veg­ar, snýst fyrst og fremst um hversu langir þessir kaflar geta verið miðað við nútíma­tækni og útfærslu alls kerf­is­ins.

Í svari Lands­nets er farið yfir nokkur tækni­leg atriði sem fyr­ir­tækið telur skipta máli í þessu sam­hengi. Þegar rætt sé um jarð­streng yfir Sprengisand sé átt við svo­kall­aðan jafn­straums­streng (HVDC). Þar sem hálend­is­leiðin er löng, um 200 kíó­metrar sé hefð­bund­inn rið­straums­strengur úti­lok­að­ur. Jafn­straumsteng­ing sam­anstendur af svoköll­uðum umbreyti­stöðvum á sitt­hvorum enda teng­ing­ar­inn­ar, segir Lands­net, sem hafi það hlut­verk að breyta rið­straum í jafn­straum á öðrum end­anum og öfugt á hinum end­an­um. Þessi enda­bún­aður hafi ýmsa eig­in­leika sem bætt geti rekstur kerf­is­ins, m.a. með til­liti til spennu­stýr­ing­ar. „Það, eitt og sér, gefur færi á að leggja eitt­hvað lengri jarð­strengskafla í nær­liggj­andi rið­straumslín­um,“ stendur í svari Lands­nets.

Kort af mögulegri legu jarðstrengs meðfram Sprengisandsleið. Mynd: SUNN

Hins vegar yrðu þær rið­straumslínur háðar því að enda­bún­að­ur­inn væri í rekstri, þ.e. ekki óvirkur vegna bil­ana eða við­halds. En við­halds­þörfin á bún­aði í umbreyti­stöðv­unum krefj­ist þess að þær séu teknar úr rekstri árlega, jafn­vel í nokkrar vikur senn. „Það ylli þá því að mögu­lega þyrfti að taka fyrr­nefndar rið­straumslínur einnig úr rekstri ef jarð­strengs­lengdir í þeim væru skil­greindar út frá jafn­straumsteng­ingu yfir hálend­ið. Það væri því óráð­legt að hanna t.d. Blöndulínu 3 þannig að rekstur hennar stæði og félli með því að jafn­straumsteng­ingin yfir Sprengisand væri í rekstri.“

Það sé mik­il­vægt að Blöndulína 3 sem og aðrar línur í meg­in­flutn­ings­kerf­inu séu „þannig úr garði gerðar að rekstur þeirra standi á eigin fót­um, þ.e. sé ekki háður ein­hverjum öðrum bún­að­i“.

Lands­net bendir enn­fremur á að enda­bún­að­ur­inn, þ.e. umbreyti­stöðv­arn­ar, sé „afar flók­inn og dýr“ sem geri jafn­straumsteng­ingu yfir Sprengisand hlut­falls­lega kostn­að­ar­sama miðað við hefð­bundnar rið­straumsteng­ing­ar. „Það væri miklu til kostað að ráð­ast í svo umfangs­mikla og dýra fram­kvæmd til þess að auka streng­mögu­leika í Blöndulínu 3 um fáa kíló­metra“ sem að auki væru svo ekki endi­lega í hendi.

„Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að leggja flutn­ings­línu yfir Sprengisand og allt eins lík­legt að ný kyn­slóð byggða­línu verði kláruð með því að spennu­hækka núver­andi byggða­línu sunnan Vatna­jök­uls í 220 kV við end­ur­nýjun hennar sem vænt­an­lega verður fram­kvæmd á næsta ára­tug, en sá hluti byggða­lín­unnar verður 50 ára árið 2034,“ segir í svari Lands­nets.

Umhverf­is­mats­skýrsla Lands­nets á Blöndulínu 3 má lesa hér.

Umsögn SUNN í heild sinni má lesa hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent