Landsnet

Landsnet vill Blöndulínu 3 í lofti „alla leiðina“

102,6 kílómetrar af háspennulínum. 342 stálmöstur, hvert og eitt 17-32 metrar á hæð. 85,5 kílómetrar af nýjum vegslóðum með tilheyrandi jarðraski. Ný Blöndulína milli Blöndustöðvar og Akureyrar mun stórbæta flutningskerfi raforku en er umdeild meðal landeigenda í þeim fimm sveitarfélögum sem hún færi um.

Í um tvo ára­tugi hefur verið stefnt að því að tengja Blöndu­stöð, fyrstu virkj­un­ina sem alfarið var hönnuð af Íslend­ing­um, með öfl­ugri háspennu­línu til Akur­eyrar og tengja þannig flutn­ings­kerfi raf­orku frá Suð­vest­ur­landi og Norð­ur- og Aust­ur­landi bet­ur. Blöndu­stöð var reist árið 1991 og í dag fer orkan sem þar er unnin með Rang­ár­valla­línu 1, línu sem rekin er á 132 kV spennu og er hluti af svo­kall­aðri byggða­línu, til Rang­ár­valla á Akur­eyri. Þessi lína er elsti hluti byggða­lín­unn­ar, var tekin í gagnið árið 1972 – fyrir hálfri öld síð­an. Hún er veik­byggð og komin nálægt enda líf­tíma síns.

Veikasti hlekk­ur­inn

Byggða­línan er sá hluti meg­in­flutn­ings­kerfis Lands­nets sem liggur frá Hval­firði, vestur fyr­ir, um Norð­ur- og Aust­ur­land, suður fyrir Vatna­jökul og í Sig­öldu. Og Rang­ár­valla­lína 1 er veikasti hlekk­ur­inn á þeirri leið. Blöndulína 3, um 100 kíló­metra löng 220 kV raf­lína, mun ef áætl­anir Lands­nets ganga eftir leysa Rang­ár­valla­línu 1 af hólmi, auka flutn­ings­getu kerf­is­ins, bæta orku­nýt­ingu innan þess með teng­ingu milli virkj­ana og auka afhend­ingar­ör­yggi víðs­vegar um land­ið.

Í dag áætla orku­vinnslu­fyr­ir­tæki á Norð­ur- og Aust­ur­landi að umframorku­geta, sem tap­ast árlega vegna flutn­ings­tak­mark­ana í kerf­inu, sé á milli 300 og 400 GWst.

Það munar um minna.

En þrátt fyrir þessi mik­il­vægu mark­mið sem stefnt er að með Blöndulínu 3 er hún umdeild. Og hefur verið lengi. Nú er komið að enda­punkti umhverf­is­mats henn­ar, og það í annað sinn. Því í fyrra skiptið voru margir þættir gagn­rýnd­ir, m.a. af Skipu­lags­stofn­un, sem gaf út álit sitt árið 2013, sem og fleiri aðil­um. Af hverju átti ekki að leggja stærri hluta Blöndulínu 3 í jörð? Og af hverju voru ekki fleiri val­kostir á línu­leið­inni metnir með til­liti til umhverf­is­á­hrifa?

Eig­endur jarða sem línan átti að fara um voru enda margir hverjir ekki par­hrifnir af áætl­un­unum af ýmsum ástæðum og sögðu lítið sem ekk­ert sam­ráð við þá haft. Sumir hafa kallað lín­una „stór­iðju­lín­u“, segja hana fyrst og fremst koma stór­iðju­fyr­ir­tækj­unum til góða og að tækni­lega séð væri vel hægt að leggja stóran hluta hennar í jörð, öfugt við það sem Lands­net hélt og heldur enn fram.

Lands­net hóf að lokum allt umhverf­is­mats­ferlið á nýjan leik. Með að eigin sögn meira sam­ráði við land­eig­end­ur, fjölda kynn­inga fyrir íbúa og aðra hags­muna­að­ila, fleiri val­kostum á línu­leið­inni og síð­ast en ekki síst með grein­ingu á mögu­leikum á jarð­strengjum í stað loft­línu á þessum rúm­lega hund­rað kíló­metrum sem eru frá Blöndu­stöð til Akur­eyr­ar.

Aðalvalkostur Landsnets fyrir Blöndulínu 3. Ný Blöndulína 3 yrði lögð sem loftlína um fimm sveitarfélög.. Rangárvallalína 1 á milli Varmahlíðar og Akureyrar verður fjarlægð.
Landsnet

Nú, tæpum ára­tug eftir að fyrra umhverf­is­mati lauk, er komið að síð­asta skrefi í því nýja. Lands­net telur að eins og nú var staðið að vinn­unni hafi verið bætt úr þeim ann­mörkum sem voru á fyrra umhverf­is­mati.

Í nýrri umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets, sem er aug­lýst til umsagna til 16. maí, kemur fram að aðal­val­kostur fyr­ir­tæk­is­ins sé að leggja Blöndulínu í loft­línu alla leið­ina, um heið­ar, fjöll og dali, mela, móa og rækt­ar­lönd í fimm sveit­ar­fé­lög­um; Húna­vatns­hreppi, Sveit­ar­fé­lag­inu Skaga­firði, Akra­hreppi, Hörg­ár­sveit og Akur­eyri.

Átján „raun­hæfir val­kost­ir“ voru metn­ir, segir Lands­net, kostir sem ýmist komu til vegna ábend­inga í sam­ráðs­ferli, við tækni­legar grein­ingar eða við aðrar rann­sókn­ir.

Á kortinu eru sýndir þeir valkostir sem Landsnet tók til skoðunar í umhverfismati.
Landsnet

Mikil umræða hefur verið um jarð­strengi und­an­farin ár og hafa komið fram óskir um að nota þá í meira mæli við end­ur­nýjun byggða­lín­unn­ar. Sú krafa hefur ekki hvað síst verið uppi á því svæði sem Blöndulína 3 mun liggja um, einkum í þeim köflum lín­unnar sem liggja um Skaga­fjörð og Hörg­ár­sveit enda spillir loft­lína ásýnd staða og í til­viki Blöndulínu mun hún jafn­vel blasa við fólki af bæj­ar­hlað­inu og hafa nei­kvæð áhrif á upp­lifun íbúa og ferða­manna.

En það er tak­mörk­unum háð hversu stór hluti kerf­is­ins á ólíkum stöðum á land­inu getur verið í jörðu og sam­kvæmt grein­ingu Lands­nets getur lengd jarð­strengja í Blöndulínu mest verið á bil­inu 4-7 kíló­metrar sem er mun styttri kafli en talið er mögu­legt við lagn­ingu Suð­ur­nesja­línu 2, svo dæmi sé tek­ið. Við val á því hvort aðal­val­kostur væri loft­lína alla leið eða loft­lína með jarð­strengskafla horfði Lands­net svo til tveggja þátta: Heildar upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins til fram­tíðar og umhverf­is­á­hrifa.

„Jafn­vel úti­lok­að“

Tekið var mið af raf­tækni­legum þáttum við lagn­ingu jarð­strengja og metin þau áhrif sem geta orðið á milli lág­spennt­ari (132kV og lægri) og háspennt­ari (220 kV) kerfa á svæð­inu. Blöndulína 3 yrði hluti af háspennt­ara kerfi en sam­spil þess við lág­spennt­ari kerfi hefur áhrif á svig­rúm til jarð­strengslagna þar, segir í umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets. „Það gerir að verkum að nokk­urra kíló­metra stuttir 220 kV jarð­strengir í Blöndulínu 3 myndu tak­marka veru­lega, jafn­vel úti­loka, að síðar væri hægt að leggja lengri (tugi kíló­metra) lág­spennt­ari jarð­strengi í nær­liggj­andi svæð­is­bundin kerf­i.“

Jákvæð sjón­ræn áhrif fylgja jarð­strengs­lögnum umfram loft­línu, segir í skýrsl­unni en jarð­rask er hins vegar tölu­vert meira en vegna loft­línu. „Sam­an­burður leiðir í ljós að val­kostir Blöndulínu 3 með jarð­strengjum hafa ívið meiri nei­kvæð umhverf­is­á­hrif en hrein loft­lína.“

Það var svo einmitt nið­ur­stað­an: Aðal­val­kostur Blöndulínu 3 er alfarið loft­lína.

Fram­kvæmdin mun snerta íbúa í sveit­ar­fé­lög­unum fimm á mis­mun­andi hátt. Eins og gefur að skilja verða þeir sem búa næst lín­unni fyrir nei­kvæðum áhrifum vegna rasks á fram­kvæmda­tíma og breyttrar ásýndar í nærum­hverfi. Jákvæð áhrif fram­kvæmd­ar, segir í skýrslu Lands­nets, fel­ast hins vegar í auk­inni afhend­ing­ar­getu og áreið­an­leika flutn­ings­kerf­is­ins. Þá geti aukið raf­orku­fram­boð stutt við byggð­ar­þróun á svæð­inu og skapað aukin atvinnu- og rekstr­ar­tæki­færi.

Fram­kvæmdin mun einnig hafa áhrif á jarð­mynd­an­ir, fugla, flóru og vist­gerðir enda mun lín­an, ef aðal­val­kostur Lands­nets verður fyrir val­inu, t.d. liggja um vot­lendi, við­kvæm heið­ar­lönd og lítt raskað land, svæði sem njóta verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum og ekki skal raska nema að brýna nauð­syn beri til. Þá færi línan um svæði sem nýtt eru til ýmis konar úti­vistar og myndi sjást frá ýmsum þekktum göngu­leið­um. Einnig myndi fram­kvæmdin skerða skóg­rækt­ar­lönd á ein­hverjum jörðum en skerð­ing beiti­landa er hins vegar talin lítil að fram­kvæmdum lokn­um.

Samanburðarmynd sem birt er í skýrslu Landsnets á sýnileika Rangárvallalínu 1 og Blöndulínu 3.
Landsnet

Blöndulína 3 mun liggja um tugi jarða í einka­eigu. Land­eig­endur er stór og fjöl­breyttur hópur hags­muna­að­ila en eig­endur stærri og smærri jarða voru 316 tals­ins vorið 2020.

Í umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets kemur fram að til að lág­marka áhrif á land­nýt­ingu jarð­anna muni fyr­ir­tækið ræða við land­eig­endur um nákvæm­ari legu mastra innan þeirra, stað­setn­ingu veg­slóða til samnýt­ingar og mögu­legri nýt­ingu efn­is­töku­svæða. Þá mun Lands­net að loknu umhverf­is­mati hefja við­ræður um greiðslu bóta fyrir fram­kvæmda­hluta við land­eig­endur þeirra jarða sem aðal­val­kostur fer um. Bóta­fjár­hæðir eru meðal þess sem land­eig­endur hafa gagn­rýnt.

Til að kanna hug land­eig­enda í mati á umhverf­is­á­hrifum Blöndulínu 3 fékk Lands­net Rann­sókna­mið­stöð Háskól­ans á Akur­eyri (RHA) til að vinna úttekt á áhrifum á sam­fé­lag. Hluti af þeirri úttekt fólst í við­tölum við tólf land­eig­end­ur.

Móðg­andi smá­summur

Flestir þeirra sem rætt var við voru and­vígir að línan verði lögð yfir þeirra land­ar­eign­ir. Algengt var að breytt ásýnd og útsýni væri nei­kvæð­ast við línu­lögn­ina og nátengdur ótta við verð­fall eigna í kjöl­far­ið. Við­mæl­endum varð tíð­rætt um að þær bætur sem Lands­net býður fyrir að fá að leggja lín­una um þeirra land væru allt of lág­ar. Það eigi, líkt og einn land­eig­andi komst að orði, að „bæta almenni­lega fyrir skað­ann, ekki að móðga með smá­summ­um!“

Þessu tengt kom það sjón­ar­mið fram að í raun væri rétt að Lands­net greiddi bætur fyrir allt land sem færi undir línu, þ.e. helg­un­ar­svæði lín­unn­ar, en ekki bara fyrir þá staði þar sem línu­möstrin koma til með að standa. Á sumum mátti skilja sem svo að lágar bætur væru stór hluti af and­stöðu ein­hverra land­eig­enda við Blöndulínu 3.

Eignarhald á landi þar sem valkostir Blöndulínu 3 liggja. Guli liturinn táknar land í einkaeigu og sá bleiki land í eigu ríkisins.
Landsnet

Slóða­gerð var yfir­leitt talin nei­kvæð en þó var bent á dæmi um hið gagn­stæða. Bent var t.d. á að með sam­ráði við land­eig­endur um legu slóða gætu þeir nýst báðum aðilum til fram­tíð­ar. Þá var rætt um hátt raf­orku­verð í dreif­býli og að það væri ósann­gjarnt að þeir sem leggja mikið land undir línur þurfi að greiða mun hærra verð fyrir dreif­ing­una.

And­inn í sam­fé­lag­inu

Meðal mögu­legra sam­fé­lags­á­hrifa stórra fram­kvæmda eru deilur meðal íbúa sem geta haft skað­leg áhrif á sam­stöðu og sam­skipti, hrein­lega klofið sveitir í herðar nið­ur. Und­ir­bún­ingur Blöndulínu 3 hefur staðið lengi og land­eig­endur sögð­ust í við­tölum við RHA vera orðnir þreyttir á umræð­unni og and­anum sem þetta hefði skapað í sam­fé­lag­inu. Mátti skilja á sumum að þeir vildu „fá þetta út úr heim­in­um“.

Á vissan hátt má segja, segir í skýrslu RHA á sam­fé­lags­á­hrifum, að mót­mæla­skilti gegn Blöndulínu 3 sem blasa við veg­far­endum sem eiga leið um hring­veg­inn, ann­ars vegar við áning­ar­stað Vega­gerð­ar­innar á Arn­ar­stapa og hins vegar við útskot gegnt Hrauni í Öxna­dal, séu birt­ing­ar­mynd átak­anna um lín­una. Segja má að almennt megi greina meiri and­stöðu meðal við­mæl­enda sem búa eða eiga eignir nálægt mögu­legum línu­stæðum eða hafa aðra hags­muni af því að breyta ekki umhverf­inu s.s. vegna ferða­þjón­ustu.

Mótmælaskilti við Arnarstapa.
RHA

Nokkrir nefndu að þrátt fyrir að þeir væru ekki endi­lega sáttir við að fá lín­una í „bak­garð­inn hjá sér“ þá gerðu þeir sér grein fyrir mik­il­vægi raf­orku­ör­yggis og að nægt raf­magn þyrfti að vera til stað­ar. Á hinum end­anum eru þeir sem eru ekki land­eig­endur og leggja áherslu á að fá byggða­lín­una end­ur­nýj­aða þar sem þeir þurfa að reiða sig á örugga afhend­ingu og næga raf­orku.

Full­trúar fyr­ir­tækja sem RHA ræddi við í úttekt sinni nefndu að afhend­ingar­ör­yggi þyrfti að vera betra og í flestum til­vikum var það nefnt sem hindrun fyrir þróun fyr­ir­tækj­anna að ekki sé hægt að fá meiri raf­orku. Þá væri tölvu- og tækni­bún­aður orð­inn það flók­inn og við­kvæmur að hann þolir illa trufl­anir á spennu og tíðni en að slíkt sé fylgi­fiskur þeirrar veiku byggða­línu sem enn er not­ast við.

„Þarna er breytt bil á milli sjón­ar­miða og hags­muna sem reynst hefur erfitt að brú­a,“ segir í skýrslu RHA.

Sam­kvæmt kerf­is­á­ætlun Lands­nets 2020-2029 er ráð­gert að fram­kvæmdir við Blöndulínu 3 hefj­ist á fyrri hluta árs 2023 og að þeim ljúki í lok árs 2024.

Umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets fyrir Blöndulínu 3 er hægt að nálg­ast á vef Skipu­lags­stofn­unar. Allir geta veitt umsögn um fram­kvæmd­ina og umhverf­is­mat hennar og skulu þær ber­ast eigi síðar en 16. maí.

Að teknu til­liti til umsagna og athuga­semda mun Lands­net skila loka skýrslu sinni og Skipu­lags­stofnun gefa álit sitt á henni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar