Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3

Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.

Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Auglýsing

„Sé það nið­ur­staða Lands­nets að [...] jarð­streng­ur­inn sé ekki í boði í dag er ljóst af hálfu sveit­ar­fé­lags­ins að for­sendur fyrir umræddri línu­leið eru vart til stað­ar.“

Sveit­ar­stjórn Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarð­ar.

„Það er ein­dreg­inn vilji bæj­ar­stjórnar Akur­eyr­ar­bæjar og stefna að Blöndulína 3 verði lögð í jarð­streng frá tengi­virki við Rang­ár­velli og út að sveit­ar­fé­laga­mörkum við Hörg­ársveit, eða eins langt og mögu­legt er.“

Bæj­ar­stjórn Akur­eyr­ar­bæj­ar.

„Hörg­ár­sveit bendir á að í aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins er gert ráð fyrir að flutn­ings­línur raf­orku verði í jörðu. Aðal­val­kostur sem kynntur er í mat­skýrslu Blöndulínu 3 gerir ráð fyrir að línan verði alfarið útfærð sem loft­lína innan marka sveit­ar­fé­lags­ins.“

Sveit­ar­stjórn Hörg­ársveit­ar.

Þrjú af þeim fimm sveit­ar­fé­lögum á Norð­ur­landi sem Lands­net áformar að Blöndulína 3 fari um vilja að hún verði lögð í jörðu en ekki í lofti um land innan sinna marka. Það er hins vegar ekki langur jarð­strengur til skipt­anna sam­kvæmt þeirri nið­ur­stöðu sem Lands­net setur fram í nýrri umhverf­is­mats­skýrslu sinni á fram­kvæmd­inni. Fyr­ir­tækið telur aðeins ger­legt að leggja 4-7 kíló­metra af hinni 100 kíló­metra löngu línu í jörð. Og reyndar er aðal­val­kostur þess loft­lína alla leið­ina frá Blöndu­stöð og til Rang­ár­valla á Akur­eyri.

Auglýsing

Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður hefur sett fram kröfu um að jarð­strengskafl­inn hjá sér verði 3,7 kíló­metrar og Hörg­ár­sveit bendir á að í aðal­skipu­lagi sé gert ráð fyrir að flutn­ings­línur raf­orku verði í jörðu. Blöndulína 3 myndi sam­kvæmt hug­myndum Lands­nets liggja um 44 kíló­metra leið um sveit­ar­fé­lagið en í umsögn sveit­ar­stjórn­ar­innar við umhverf­is­mats­skýrsl­una er sér­stak­lega til­tek­inn um 5,7 kíló­metra langur jarð­strengskafli við Hraun og Hóla­hóla sem tek­inn var til mats hjá Lands­neti en er ekki aðal­val­kost­ur.

Akur­eyr­ar­bær vill að sem mestur hluti leið­ar­innar frá mörkum bæj­ar­ins að Hörg­ár­sveit og að tengi­virk­inu á Rang­ár­völlum verði lagður í jörð. Þetta er að minnsta kosti 2,3 kíló­metra leið.

Sveit­ar­fé­lögin þrjú eru því áfram um að í það minnsta 11,7 kíló­metra kafli Blöndulínu 3 fari í jörð. Ef tekið er til­lit til ítr­ustu krafna Hörg­ársveitar er kafl­inn orð­inn 50 kíló­metrar eða helm­ingur allrar lín­unn­ar.

Í um tvo ára­tugi hefur verið stefnt að því að tengja Blöndu­stöð, fyrstu virkj­un­ina sem alfarið var hönnuð af Íslend­ing­um, með öfl­ugri háspennu­línu til Akur­eyrar og tengja þannig flutn­ings­kerfi raf­orku frá Suð­vest­ur­landi og Norð­ur- og Aust­ur­landi bet­ur. Blöndu­stöð var reist árið 1991 og í dag fer orkan sem þar er unnin með Rang­ár­valla­línu 1, línu sem rekin er á 132 kV spennu og er hluti af svo­kall­aðri byggða­línu, til Rang­ár­valla á Akur­eyri.

Blöndulína 3 mun ef áætl­anir Lands­nets ganga eftir leysa Rang­ár­valla­línu 1 af hólmi, auka flutn­ings­getu kerf­is­ins, bæta orku­nýt­ingu innan þess með teng­ingu milli virkj­ana og auka afhend­ingar­ör­yggi víðs vegar um land­ið.

Í nýrri umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets kemur fram að aðal­val­kostur fyr­ir­tæk­is­ins sé að leggja Blöndulínu í lofti alla leið­ina, um heið­ar, fjöll og dali, mela, móa og rækt­ar­lönd í fimm sveit­ar­fé­lög­um; Húna­vatns­hreppi, Sveit­ar­fé­lag­inu Skaga­firði, Akra­hreppi, Hörg­ár­sveit og Akur­eyri.

Átján „raun­hæfir val­kost­ir“ voru metn­ir, segir Lands­net.

4-7 kíló­metrar til skipt­anna?

En eftir allt sam­ráðs­ferlið sem Lands­net segir hafa átt sér stað er enn mikil óánægja og kergja í hags­muna­að­il­um, ekki síst meðal land­eig­enda og sveit­ar­stjórna og snýst hún fyrst og fremst um hversu stór hluti hennar – eða lít­ill rétt­ara sagt – verður lagður í jörð.

Það er tak­mörk­unum háð hversu stór hluti kerf­is­ins á ólíkum stöðum á land­inu getur verið í jörðu og sam­kvæmt grein­ingu Lands­nets getur lengd jarð­strengja í Blöndulínu mest verið á bil­inu 4-7 kíló­metr­ar. Við val á því hvort aðal­val­kostur væri loft­lína alla leið eða loft­lína með jarð­strengskafla horfði Lands­net svo til tveggja þátta: Heildar upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins til fram­tíðar og umhverf­is­á­hrifa.

Það er hins vegar einmitt meðal ann­ars þetta tvennt sem sveit­ar­fé­lögin og fleiri hafa aðra skoðun en Lands­net á.

„Til þess að stuðla að auk­inni sátt og trausti á fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir og for­sendur þeirra telur skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd [Skaga­fjarð­ar] mjög mik­il­vægt að ráð­ist verði í óháða úttekt á lengd jarð­strengja í Blöndulínu 3 þar sem tekið verði til­lit til nýrra upp­lýs­inga,“ segir í umsögn Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarð­ar. Bent er á að Lands­net hafi átt frum­kvæði að og margoft komið að vinnu við nýlegar aðal­skipu­lags­breyt­ingar vegna áfor­manna í sveit­ar­fé­lag­inu. „Öll sam­skipti sveit­ar­fé­lags­ins við full­trúa Lands­nets byggðu á því að það væru í boði nokkrir kíló­metrar af jarð­streng á línu­leið­inn­i.“

Umhverfisáhrif loftlína eru augljós. Mynd: Umhverfismatsskýrsla Landsnets

Því hafi verið ákveðið að setja fram kröfu um 3,8 kíló­metra jarð­streng sem þótti tækni­lega raun­hæft. Í umsögnum Lands­nets við end­ur­skoðun aðal­skipu­lags, síð­ast í sept­em­ber í fyrra, „kom aldrei fram að því hugn­að­ist ákveð­inn kostur umfram ann­an,“ segir í umsögn sveit­ar­fé­lags­ins. Skipu­lags­breyt­ingin var stað­fest fyrir skömmu og áfram gert ráð fyrir svo­nefndri Hér­aðs­vatna­leið með a.m.k. 3,8 km jarð­streng. „Sú breyt­ing var unnin með fullri vit­und Lands­nets á öllum stigum máls­ins enda opn­uðu þeir á þann mögu­leika að jarð­strengur væri hugs­an­lega í boði á línu­leið­inn­i.“

Þessi vinnu­brögð eru gagn­rýnd í umsögn Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar og bent á að ráð­ist hafi verið í kostn­að­ar­samar og umdeildar aðal­skipu­lags­breyt­ingar að beiðni Lands­nets en „nokkrum mán­uðum síðar leggur Lands­net fram umhverf­is­mats­skýrslu þar sem kemur fram að sveit­ar­fé­lag­inu ber að breyta aðal­skipu­lagi sínu í sam­ræmi við aðal­val­kost Lands­nets“.

Jarð­strengur sé ein af meg­in­for­sendum fyrir legu Blöndulínu 3, að sögn sveit­ar­fé­lags­ins. „Sé það nið­ur­staða Lands­nets að umræddur jarð­strengur sé ekki í boði í dag er ljóst af hálfu sveit­ar­fé­lags­ins að for­sendur fyrir umræddri línu­leið eru vart til stað­ar.“

Nið­ur­staðan í ber­högg við aug­ljósar stað­reyndir

Hörg­ár­sveit bendir í sinni umsögn í fyrsta lagi á að í aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins er gert ráð fyrir að flutn­ings­línur raf­orku verði í jörðu. Því sam­ræm­ist aðal­val­kostur Lands­nets ekki gild­andi skipu­lagi.

Línu­leið aðal­val­kostar Lands­nets um sveit­ar­fé­lagið er m.a. um Öxna­dal og voru áhrif um 5,7 kíló­metra langs jarð­strengskafla við Hraun og Hóla­hóla metin í skýrsl­unni. Aðal­val­kost­ur­inn nýtir hins vegar ekki þann kost heldur gerir ráð fyrir loft­línu á umræddu svæði.

Í mat­skýrsl­unni kemur fram að Lands­net telji að þegar „á heild­ar­leiðir val­kosta [sé] litið [séu] jarð­strengskaflar við Stað­ar­bakka og við Hraun ekki að draga úr ein­kennum heild­ar­á­hrifa“ línu­mann­virk­is­ins. Af mats­skýrsl­unni má ráða, segir í umsögn Hörg­ársveit­ar, að Lands­net telji það ekki hafa hag­felld sjón­ræn áhrif að leggja lín­una í jörð á þessum kafla. „Hörg­ár­sveit hafnar þess­ari nið­ur­stöðu og átelur að nið­ur­staðan sem þarna er sett fram sé ber­sýni­lega ekki í sam­ræmi við grein­ing­ar­gögn sem fram koma í skýrsl­unn­i.“

Hraun í Öxnada.l Mynd: Akureyri.is

Sveit­ar­stjórnin bendir á að Hraun og umhverfi þess sé ein­stakt á lands­vísu sökum nátt­úru­feg­urðar og sögu stað­ar­ins. „Áhrif loft­línu á nærum­hverfi sitt á þessu svæði eru án nokk­urs vafa veru­lega nei­kvæð“ og „út­færsla lín­unnar sem jarð­strengs á þessum kafla myndi aug­ljós­lega draga úr nei­kvæðum áhrifum mann­virk­is­ins á þessu verð­mæta og við­kvæma svæð­i.“

Nið­ur­staða mats Lands­nets gengur því að mati Hörg­ársveitar „í ber­högg við aug­ljósar stað­reyndir og gögn“ og er því „efn­is­lega röng“. Hörg­ár­sveit telur „óvið­un­andi að val aðal­val­kostar bygg­ist á vill­andi og órök­studdri mats­nið­ur­stöðu að þessu leyt­i“.

Hörg­ár­sveit gerir líka athuga­semd við valda línu­leið þar sem hún liggur næst bæjum í Öxna­dal, á Þela­mörk og í Kræk­linga­hlíð. Gert er ráð fyrir að línan sé jafn­vel í aðeins 230 metra fjar­lægð frá bæj­ar­húsum sem skerði umhverf­is­gæði fólks.

Auglýsing

Akur­eyr­ar­bær er langstærsta þétt­býli lands­ins utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en jafn­framt land­lítið sveit­ar­fé­lag. Til að tryggja áfram­hald­andi upp­bygg­ingu bæj­ar­ins til fram­tíðar er mik­il­vægt að ekki sé farið í fram­kvæmdir sem geta tak­markað nýt­ingu á bygg­ing­ar­hæfu landi til lengri tíma, segir í umsögn bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar. „Með nýrri 220 kV háspennu­línu alveg að tengi­virki á Rang­ár­völlum í háspennu­möstrum er verið að tak­marka nýt­ingu á landi norðan megin við Rang­ár­velli, vestan megin við Gilja­hverfi, til næstu ára­tuga og jafn­vel leng­ur.“

Í umsögn­inni segir enn­fremur að þegar sá kostur að setja loft­línu fram yfir jarð­streng var met­inn hafi Lands­net fyrst og fremst litið til fram­kvæmda­kostn­aðar en ekki að línu­stæðið er eina loft­línu­stæðið í þétt­býli. „Ak­ur­eyr­ar­bær telur að í mats­skýrslu sé ekki hugað nægi­lega vel að öðrum kost­um, m.t.t. þess að í fram­tíð­inni gæti verið skipu­lagt íbúð­ar­hverfi við línu­stæðið vegna lít­illa land­kosta sveit­ar­fé­lags­ins og að línu­stæðið er innan þétt­býl­is­marka.“

„Sam­an­tekið að þá er það „ein­dreg­inn vilji bæj­ar­stjórnar Akur­eyr­ar­bæjar og stefna að Blöndulína 3 verði lögð í jarð­streng frá tengi­virki við Rang­ár­velli og út að sveit­ar­fé­laga­mörkum við Hörg­ársveit“.

Jarð­strengur um Sprengisand lausn­in?

Hrepps­nefnd Akra­hrepps gerir ekki athuga­semd við umhverf­is­mats­skýrsl­una og styður fram­lagðan aðal­val­kost, Kiða­skarðs­leið, gegnum Skaga­fjörð. Akra­hreppur mun form­lega sam­ein­ast Sveit­ar­fé­lag­inu Skaga­firði eftir um tvær vik­ur. Sam­kvæmt aðal­val­kosti Lands­nets mun Blöndulína 3 þá sam­an­lagt liggja um 37 kíló­metra leið um hið nýja sam­ein­aða sveit­ar­fé­lag.

Kort af Sprengisandskapli. Mynd: SUNN

Fimmta sveit­ar­fé­lagið sem Blöndulína mun liggja um, alls 18 kíló­metra, er Húna­vatns­hreppur sem ákveðið hefur verið að sam­eina Blöndu­ós­bæ. Hið nýja sveit­ar­fé­lag verður form­lega að veru­leika 29. maí.

Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi (SUNN) setja fram þá hug­mynd í sinni umsögn að Lands­net setji í for­gang lagn­ingu jarð­strengs um Sprengisand og tengi þannig virkj­anir sunn­an­lands og norðan stystu leið. Þar með myndi það mark­mið að styrkja flutn­ings­kerfið nást og á sama tíma mætti þyrma frið­lýstum og verð­mætum úti­vist­ar­svæðum á áform­aðri leið Blöndulínu 3 því með þessu myndu mögu­leikar til lagn­ingar hennar í jörð aukast.

Í ítar­legri umsögn SUNN er bent á að Lands­net hafi talað fyrir hálend­is­leið í sínum kerf­is­á­ætl­unum í mörg ár og þar komið fram að strengur á Sprengisands­leið hefði „já­kvæð áhrif á mögu­lega lengd jarð­strengja á Norð­ur­land­i“.

Frestur til að gera athuga­semd eða senda umsögn við umhverf­is­mats­skýrslu Lands­nets um Blöndulínu 3 rann út í gær, 16. maí.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent