Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ

Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.

Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í Mos­fellsbæ er í lyk­il­stöðu í meiri­hluta­við­ræðum í bænum eftir að meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna féll í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum um helg­ina.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur rætt við alla flokka, óform­lega þó. Halla Karen Krist­jáns­dótt­ir, odd­viti Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins í Mos­­fells­bæ, segir í sam­tali við RÚV að hún skynji að bæj­ar­búum hafi fund­ist vera kom­inn tími á breyt­ing­ar.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans metur flokk­ur­inn það svo að nið­ur­stöður kosn­ing­anna sýni skýrt ákall frá kjós­endum að binda enda á stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í bænum og því sé horft til að mynda meiri­hluta með öðrum en flokkn­um.

­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 27,3 pró­sent atkvæða og fjóra full­trúa kjörna en tap­aði um tólf pró­sent fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. Sam­starfs­flokkur þeirra í meiri­hluta, Vinstri græn, náðu ekki manni inn. Fram­sókn bætti við sig gríð­­ar­­legu fylgi, fékk 32,3 pró­sent atkvæða og fjóra menn kjörna í bæj­­­ar­­stjórn. Flokk­­ur­inn hefur ekki átt mann í bæj­­­ar­­stjórn Mos­­fells­bæjar frá árinu 2010. Á kjör­­tíma­bil­inu á und­an, árin 2006-2010, hafði hann einn full­­trúa. Í síð­­­ustu kosn­­ingum fékk flokk­­ur­inn aðeins 2,9 pró­­sent atkvæða.

Vinir Mos­fells­bæjar fengu 13 pró­sent atkvæða og einn mann kjör­inn, sem og Sam­fylk­ing og Við­reisn, sem voru þó með örlítið minna fylgi eða níu pró­sent og 7,8 pró­sent.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans búast margir við til­kynn­ingu frá Fram­sókn­ar­flokknum í Mos­fellsbæ síðar í dag eða á morgun um hvaða flokkar taki þátt í form­legum meiri­hluta­við­ræð­um. Lík­leg­ast er talið að Fram­sókn myndi meiri­hluta með Sam­fylk­ingu og Við­reisn en einnig kemur til greina að bjóða Vinum Mos­fells­bæjar að taka þátt í meiri­hluta­mynd­un.

Halla Karen segir í athuga­semd sem send var til Kjarn­ans síð­degis í dag að Fram­sókn hafi ekki úti­lokað neinn flokk varð­andi mögu­legt meiri­hluta­sam­starf. „Allur orðrómur og frétta­flutn­ingur sem heldur öðru fram er því bein­línis rang­ur.“

Sterkt stjórn­mál­afl í ára­tugi

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur um langan tíma verið mjög sterkt stjórn­mála­afl í Mos­fells­bæ, áður í Mos­fells­sveit. Sem dæmi hlaut hann tæp 64 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum árið 1990. Hann bauð fyrst fram árið 1970. Þá varð Jón M. Guð­munds­son, bóndi á Reykj­um, odd­viti hrepps­ins líkt og hann hafði verið frá árinu 1962 og átti eftir að vera til árs­ins 1981. Hann var svo hrepp­stjóri til 1990. Í þessi 52 ár hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hlotið flest atkvæði allra fram­boða í sveit­ar­fé­lag­inu og nokkrum sinnum hreinan meiri­hluta. Það gerð­ist t.d. árin 1982, 1986, 1990 og árin 2002. Síðan þá hefur hann reyndar tvisvar sinnum verið mjög nálægt hreinum meiri­hluta atkvæða, árin 2010 (49,8%) og 2014 (48,7%) en bæði þess ár hlaut hann engu að síður meiri­hluta bæj­ar­full­trúa

Í kosn­ing­unum árið 2006 mynd­aði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stjórn með Vinstri grænum og hefur það sam­starf haldið síð­an. Í síð­ustu kosn­ingum hlutu sjálf­stæð­is­menn 39,2 pró­sent atkvæða og mynd­aði meiri­hluta með Vinstri grænum sem fékk 9,6 pró­sent fylgi. Har­aldur Sverr­is­son, sem verið hefur bæj­ar­stjóri frá árinu 2007 bauð sig ekki fram í kosn­ing­unum nú og því ljóst að nýr bæj­ar­stjóri mun taka við bráð­lega við.

Verði Fram­sókn, Við­reisn og Sam­fylk­ing í nýjum meiri­hluta mun hann sam­an­standa af sex bæj­ar­full­trúum sem er naumur meiri­hluti þar sem bæj­ar­full­trúum var fjölgað úr níu í ell­efu fyrir kosn­ing­arn­ar. Verði Vinir Mos­fells­bæjar með í meiri­hluta verður hann skip­aður sjö bæj­ar­full­trúum og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður einn eftir í minni­hluta.

Fréttin hefur verið upp­færð eftir að athuga­semd barst frá odd­vita Fram­sókn­ar­flokks­ins í Mos­fell­bæ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent