Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Auglýsing

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, eini borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar, úti­lokar ekki mögu­legt meiri­hluta­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki í sam­tali við mbl.is.  Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar, sagði á Rás 2 í morgun að flokkur sinn, Píratar og Við­reisn hafa ákveðið að fylgj­ast að í við­ræðum um myndun nýs meiri­hluta í Reykja­vík næstu daga. 

Flokk­arnir þrír mynd­uðu meiri­hluta ásamt Vinstri grænum á síð­asta kjör­tíma­bili en sá meiri­hluti féll í kosn­ing­unum á laug­ar­dag. 

Í frétt mbl.is er haft eftir Þór­dísi Lóu að hún hafi „lært í póli­­tík að úti­­loka aldrei neitt og ég held að það sé bara mjög mik­il lexí­a.“ Við­reisn geti unnið með öllum sem vilji vinna með þeim. Mestu átaka­lín­urnar séu við Sós­í­alista­flokk­inn. „En aðrir flokk­­ar, eins og Fram­­sókn, höf­um við al­­veg mæt­ur á og get­um unnið með, eða Sjálf­­stæð­is­­flokkn­­um.“

Hún stað­festir að hafa hitt odd­vita Pírata, Dóru Björt Guð­jóns­dótt­ur, og Dag í gær og þau hafi rætt það að verða sam­ferða í kom­andi meiri­hluta­við­ræð­um. „En aðrir flokk­­ar, eins og Fram­­sókn, höf­um við al­­veg mæt­ur á og get­um unnið með, eða Sjálf­­stæð­is­­flokkn­­um.“

Sjálf­stæð­is­flokkur á ein­ungis eina leið í meiri­hluta

Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn mynd­uðu meiri­hluta ásamt Vinstri grænum á síð­asta kjör­tíma­bili en sá meiri­hluti féll í kosn­ing­unum á laug­ar­dag. 

Auglýsing
Vinstri græn fengu ein­ungis fjögur pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum og Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti flokks­ins, til­kynnti í gær að þau myndu ekki sækj­ast eftir því að vera í meiri­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili í ljósi þeirrar nið­ur­stöðu.

Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn hafa sam­tals níu borg­ar­full­trúa og geta því myndað góðan 13 manna meiri­hluta með Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem vann mik­inn kosn­inga­sigur og fékk fjóra borg­ar­full­trúa, eða tólf manna meiri­hluta með Sós­í­alista­flokki Íslands og Flokki fólks­ins. Ekki kemur til greina að mynda meiri­hluta með Sjálf­stæð­is­flokki, stærsta flokknum í borg­inni, þar sem Sam­fylk­ing, Píratar og Sós­í­alista­flokk­ur­inn hafa úti­lokað slíkt sam­starf.

Ofan­greint gerir það að verkum að eini raun­hæfi mögu­leiki Sjálf­stæð­is­flokks­ins til að mynda meiri­hluta með Fram­sókn, Við­reisn og Flokki fólks­ins. Sá mögu­leiki er ekki til staðar haldi sam­flot Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisn­ar. 

Litlar breyt­ingar ef Fram­sókn verður „vara­hjól“

Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætlar að hitta Dag á fundi í dag til að fara yfir mögu­legan meiri­hluta. Hildur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir í sam­tali við Vísi að lítið verði um breyt­ingar í Reykja­vík ef Fram­sókn ákveði að vera „vara­hjól“ undir föllnum meiri­hluta. Hún sagð­ist enn vera von­góð um að geta kom­ist í meiri­hluta. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var ótví­ræður sig­ur­veg­ari borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í Reykja­vík á Laug­ar­dag. Undir for­ystu Ein­ars Þor­steins­son­ar, fyrr­ver­andi frétta­manns og nýliða í póli­tík, náði flokk­ur­inn í 18,7 pró­sent atkvæða sem skil­aði honum fjórum borg­ar­full­trúum í stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins þar sem Fram­sókn hafði engan áður. Auk Fram­sóknar bættu Píratar og Sós­í­alista­flokkur Íslands við sig manni og fylgi en aðrir flokkar stóðu annað hvort í stað í fjölda borg­ar­full­trúa eða töp­uðu slík­um.

Mest tap­aði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, 6,3 pró­sentu­stigum og tveimur mönn­um, og Sam­fylk­ingin kom þar skammt á eftir með litlu minna tap og missti sama fjölda borg­ar­full­trúa. Við­reisn tap­aði öðrum borg­ar­full­trúa sínum og Mið­flokk­ur­inn sínum eina.

Sam­an­lagt fylgi frá­far­andi meiri­hluta dróst saman og varð ein­ungis 41,1 pró­sent. Það skil­aði þeim ell­efu borg­ar­full­trú­um, eða einum minna en þarf til að mynda meiri­hluta. Þetta er orðið nokkuð þekkt þróun í Reykja­vík en allir meiri­hlutar sem setið hafa frá árinu 2006 hafa fallið í næstu kosn­ingum á eft­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent