Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri

UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.

Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Auglýsing

Kon­urnar sem dvelja á Ásbrú á vegur Útlend­inga­stofn­unar (ÚTL) eiga erfitt með að fá skýr og skil­merki­leg svör frá starfs­mönnum stofn­un­ar­innar við spurn­ingum sem þær kunna að hafa. Margar treysta sér ekki til að eiga í sam­skiptum við starfs­menn­ina og leita frekar til sjálf­boða­liða við öflun upp­lýs­inga um rétt­indi, atvinnu­tæki­færi og hús­næð­is­leit, sam­kvæmt UN Women á Íslandi.

Þetta er ein af athuga­semdum UN Women við svörum Útlend­inga­stofn­unar (ÚTL) sem Kjarn­inn fjall­aði um í gær varð­andi aðstöðu fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd og fólk á flótta á Ásbrú í Reykja­nesbæ þar sem meðal ann­ars kom fram að kvart­­anir hefðu borist til ÚTL varð­andi aðbún­­að­inn á Ásbrú frá ein­stak­l­ingum sem láta sig mál þeirra sem þar búa varða en ekki frá íbú­unum sjálfum nema í einu til­­viki.

Margt af því sem bent hefði verið á „byggir á mis­­skiln­ingi“ að mati ÚTL en UN Women á Íslandi hafði í síð­ustu viku lýst yfir þungum áhyggjum af aðstæðum þeirra kvenna sem dvelja á Ásbrú. Í svari ÚTL kom jafn­framt fram að stofn­unin hefði brugð­ist við þeim kvört­unum með því að vinna að því að færa til og búa til pláss inni í öðrum úrræðum til að flytja karl­­menn­ina þang­að.

UN Women á Íslandi fagna því ef brugð­ist hefur verið við ábend­ingum um mik­il­vægi kynja­skiptra rýma og mun áfram fylgj­ast með stöðu mála.

Auglýsing

ÚTL ekki í „al­mennum hót­el­rekstri“

Í svari ÚTL kom jafn­framt fram að öll búset­u­úr­ræði sem stofn­unin rekur væru með „her­bergjum líkt og á hót­­elum eða gist­i­heim­il­um“ og upp­­­fylli stofn­unin allar lág­­marks­­kröfur sem gerðar séu til rekst­­urs hót­­ela og ann­­arra gist­i­­rýma. Þá væru þau tekin út af þar til bærum eft­ir­lits­að­ilum með reglu­­legu milli­­bil­i.

UN Women gagn­rýna þessi orð og benda á að stofn­unin sé ekki í almennum hót­el­rekstri og því ætti þjón­ustan sem hún veitir ekki að „upp­fylla lág­marks­kröfur sem gerðar eru til rekst­urs gisti­heim­ila“, heldur þess í stað upp­fylla lág­marks­kröfur UN Women og ann­arra stofn­ana Sam­ein­uðu þjóð­anna um þjón­ustu til ber­skjald­aðra kvenna og barna á flótta.

„Ein­stak­lingar sem flúið hafa vopnuð átök þurfa öryggi, sál­ræna aðstoð, góða heil­brigð­is­þjón­ustu og mjög skýrar og grein­ar­góðar upp­lýs­ingar á móð­ur­máli um þá þjón­ustu sem í boði er, rétt­indum þeirra í mót­töku­ríki og upp­lýs­ingum um sam­fé­lag­ið,“ segir í ábend­ingum sam­tak­anna.

Flug her­þota yfir svæðið vakti ofsa­hræðslu meðal barna

Fram kemur hjá UN Women á Íslandi að kon­urnar á Ásbrú hafi þurft að leita til sjálf­boða­liða eftir upp­lýs­ingum um her­æf­ingar á Kefla­vík­ur­flug­velli en flug her­þota yfir svæðið vakti ofsa­hræðslu meðal barn­anna sem þar dvelja.

„Jarð­skjálfta­hrinur ollu einnig mik­illi hræðslu og engar upp­lýs­ingar voru veittar til fólks­ins, sem margt glímir við áfallastreiturösk­un. Ásbrú er því ekki ákjós­an­leg­asti dval­ar­stað­ur­inn fyrir fólk sem flúið hefur stríðs­á­tök.“

Hvað öryggi varð­ar, eru upp­lýs­ing­arnar sem UN Women á Íslandi hefur fengið þær að hvorki hafi verið tryggt að starfs­fólk ÚTL á Ásbrú sé af öllum kynj­um, né örygg­is­verð­ir.

Örygg­is­gæsla af mjög skornum skammti

Upp­lýs­ingar UN Women á Íslandi stang­ist á við stað­hæf­ingar ÚTL sem birt­ust í Kjarn­anum í gær og nefna sam­tökin sex atriði í því sam­bandi.

Í fyrsta lagi séu úrræði ÚTL á Ásbrú ekki aðgangs­stýrð. Í öðru lagi sé örygg­is­gæsla af mjög skornum skammti en sam­kvæmt upp­lýs­ingum UN Women á Íslandi sinnir einn örygg­is­vörður tveimur íbúða­blokk­um. Örygg­is­verðir hafi að auki ekki hlotið sér­staka þjálfun í mót­töku fólks á flótta eða í að greina hættu­merki um kyn­bundið ofbeldi eða man­sal. Kon­urnar sem UN Women á Íslandi ræddu við sögð­ust fæstar upp­lifa sig öruggar á Ásbrú.

Í þriðja lagi benda sam­tökin á að tak­mörkuð örygg­is­gæsla þýði að fatn­aður hafi horfið úr þvotta­vélum og aðrar eigur fólks einnig. Í fjórða lagi séu afmörkuð fjöl­skyldu­rými ekki á svæð­inu sem tryggja öryggi og aðbúnað barna.

Ekki boðið upp á þjón­ustu túlks

Í fimmta lagi er, sam­kvæmt upp­lýs­ingum UN Women, starfs­fólk ÚTL á staðnum á milli klukkan 9:00 og 11:00 á dag­inn. Eng­inn túlkur sé með í för og tali ekki allar kon­urnar ensku. Það hafi reynst kon­unum erfitt að fá upp­lýs­ingar um rétt­indi sín, þjón­ustu sem í boði er sem og upp­lýs­ingar um atvinnu- og fram­tíðar hús­næði.

Í sjötta og síð­asta lagi gera UN Women athuga­semd við þá stað­hæf­ingu ÚTL að hafa ekki fengið til­kynn­ingar frá íbúum Ásbrúar um slæman aðbúnað heldur hafi þær borist frá sjálf­boða­liðum sem aðstoða íbúa. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sam­tök­unum hafa kon­urnar leitað sér­stak­lega til eins sjálf­boða­liða sem er af úkra­ínskum upp­runa og talar úkra­ínsku við að koma á fram­færi óskum sín­um, enda hafi ÚTL ekki boðið upp á þjón­ustu túlks fram að þessu og því erfitt fyrir þær konur sem ekki tala ensku að koma óskum sínum á fram­færi með öðrum hætti. Þær konur sem tala ensku hafi jafn­framt sagt að þeim þyki erfitt að með­taka upp­lýs­ingar á ensku um íslensk atvinnu- og skatta­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent