„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“

Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
Auglýsing

„Ör­uggt og gott hús­næði eru sjálf­sögð mann­rétt­indi og grund­vall­ar­at­riði í vel­ferð­ar­sam­fé­lagi. Íslenskur hús­næð­is­mark­aður hefur und­an­farin ár ein­kennst af óstöð­ug­leika; hús­næð­is­verð hefur hækkað upp úr öllu valdi og fjöldi fólks býr við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að. Hækk­andi verð­bólga bætir nú gráu ofan á svart, enda fer hús­næð­is­kostn­aður bæði leigj­enda og eig­enda nú ört hækk­and­i.“

Þetta skrifar Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir for­maður BSRB í stöðu­upp­færslu á Face­book í kjöl­far útgáfu skýrslu sem starfs­hópur um aðgerðir og umbætur á hús­næð­is­mark­aði kynnti á opnum kynn­ing­ar­fundi fyrr í dag. Kjarn­inn fjall­aði um skýrsl­una en í henni segir meðal ann­ars að taka þurfi opin­beran hús­næð­is­stuðn­ing til heild­stæðrar end­ur­skoð­unar og tryggja að hann nýt­ist fyrst og fremst þeim sem á þurfa að halda.

Sonja Ýr telur að hlut­verk hins opin­bera sé að tryggja öllum hús­næð­is­ör­yggi með fram­boði af hús­næði á við­ráð­an­legu verði, hús­næð­is­stuðn­ingi og efna­hags­að­gerðum sem draga úr óeðli­legri hækkun hús­næð­is­verðs.

Auglýsing

Æski­legt við­mið að hús­næð­is­kostn­aður sé ekki umfram 25% af ráð­stöf­un­ar­tekjum

Sonja Ýr segir í stöðu­upp­færslu sinni að margt sé til bóta í til­lög­unum og gefi ástæðu til hóf­legrar bjart­sýni um betri tíma.

Í fyrsta lagi sé það afar jákvætt að ríki og sveit­ar­fé­lög ætli að taka ábyrgð á upp­bygg­ingu, með því að leggja fram eina sam­eig­in­lega hús­næð­is­á­ætlun fyrir allt land­ið.

Í öðru lagi fagnar hún því að sjá áherslu lagða á áfram­hald­andi upp­bygg­ingu almenna íbúða­kerf­is­ins. „Áform um ramma­samn­ing um bygg­ingu 4.000 íbúða árlega á lands­vísu á næstu fimm árum og 3.500 íbúðir árlega næstu fimm ár þar á eftir er stórt skref. Sér­stak­lega ef horft er til þess að félags­leg hús­næðisúr­ræði nemi að jafn­aði 5 pró­sent nýrra íbúða og hús­næði á við­ráð­an­legu verði um þriðj­ungur íbúða. Til að þetta mark­mið náist er nauð­syn­legt að end­ur­skoða fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar sem gerir ráð fyrir fækkun stofn­fram­laga úr 600 íbúðum árlega í 300.“

Í þriðja lagi sé mik­il­vægt að sett sé fram æski­legt við­mið um að hús­næð­is­kostn­aður sé ekki umfram 25 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum fólks, og aldrei hærri en 40 pró­sent. Á þetta hafi þau í BSRB lagt sér­staka áherslu.

Í fjórða lagi að farið verði strax í þá vinnu að bæta rétt­ar­stöðu og hús­næð­is­ör­yggi leigj­enda og end­ur­skoðun á hús­næð­is­stuðn­ing hins opin­bera og svo fram­veg­is. Þeirri vinnu eigi að vera lokið næsta haust.

„Allt eru þetta og hafa verið áherslur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar til langs tíma,“ skrifar hún að lok­um.

Öruggt og gott hús­næði eru sjálf­sögð mann­rétt­indi og grund­vall­ar­at­riði í vel­ferð­ar­sam­fé­lagi. Íslenskur hús­næð­is­mark­að­ur­...

Posted by Sonja Þor­bergs­dóttir on Thurs­day, May 19, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent