Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu

Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.

Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Auglýsing

Allt of litlu fjár­magni er varið til rann­sókna í ferða­þjón­ustu og fjár­magn­inu er ekki nægi­lega mark­visst varið að mati Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SF). Í umsögn sam­tak­anna við fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2023–2027 er lagt til að fjár­veit­ing til rann­sókna í ferða­þjón­ustu verði hækkuð um 250 millj­ónir króna árlega á gild­is­tíma fjár­mála­á­ætl­unar „til að auka og bæta rann­sóknir í ferða­þjón­ustu, sbr. mark­mið stjórn­ar­sátt­mála um efl­ingu rann­sókna, nýsköp­unar og mennt­unar í ferða­þjón­ust­u.“

SF vill þar af leið­andi marg­falda fé til rann­sókna á tíma­bil­inu en sam­tökin áætla að það fé sem varið sé til rann­sókna muni nema 225 millj­ónum í ár og á næsta ári en lækka í 175 millj­ónir árið 2024 sam­kvæmt fjár­mála­á­ætl­un. Sam­tökin gagn­rýna fram­setn­ingu á fram­lögum til mála­flokks­ins sem þau segja vera „engan veg­inn gagnsæ þegar reynt er að rýna í hver áform stjórn­valda eru á sviði rann­sókna, stuðn­ings­um­hverfis eða upp­bygg­ingu inn­viða í ferða­þjón­ust­u.“

Ástæðan fyrir þess­ari gagn­rýni er sú að fjár­magn til rann­sókna fellur undir sama útgjalda­lið og útgjöld til mark­aðs- og kynn­ing­ar­mála í ferða­þjón­ustu í fjár­mála­á­ætl­un. Fram­lög til þessa útgjalda­liðs munu nema rétt rúmum millj­arði í ár og á næsta ári en lækka niður í 810 millj­ónir árið 2024.

Auglýsing

Gagn­rýna fyr­ir­ferð Jafn­væg­is­áss ferða­mála

Í umsögn­inni segir að meg­in­mark­mið með rann­sóknum atvinnu­vega eigi að miða að sem mestri hag­sæld. Hins vegar telja sam­tökin að of mikil áhersla sé lögð á að rann­sóknir í ferða­málum skuli taka mið af gagna­öflun fyrir þol­marka­mæli­kvarða Jafn­væg­is­áss ferða­mála, „jafn­vel að því marki að það hafi hamlandi áhrif á aðrar mik­il­vægar rann­sóknir í grein­inn­i.“ Jafn­væg­isás ferða­mála er mæli­tæki sem er notað til að meta áhrif ferða­þjón­ustu á umhverfi, inn­viði, sam­fé­lag og efna­hag lands­ins.

Finna má sam­an­burð á útgjöldum til rann­sókna í ferða­þjón­ustu og útgjöldum til rann­sókna, þró­unar og nýsköp­unar í bæði sjáv­ar­út­vegi og land­bún­að­ar­málum og þær tölur settar í sam­hengi við vinnslu­virði grein­anna. „Lengi vel var vægi ferða­þjón­ustu í vinnslu­virði á grunn­virði um 3-4% en frá árinu 2010 hefur vægi hennar hækkað úr 3,3% af VLF í 7,5%“

Ábend­ingum atvinnu­lífs­ins ekki verið sinnt

Til sam­an­burðar er vinnslu­virði í land­bún­aði um og undir eitt pró­sent af VLF en vinnslu­virði sjáv­ar­út­vegs­ins á bil­inu 5,9 til 7,1 pró­sent. Á árunum tveimur fyrir kór­ónu­veiru­far­aldur var vinnslu­virði ferða­þjón­ust­unnar meira en sjáv­ar­út­vegs­ins sem hlut­fall af VLF en í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs breytt­ist það að hlut­deild ferða­þjón­ust­unnar hrundi á árinu 2020.

„Því miður hefur ábend­ingum atvinnu­lífs­ins um stór­aukna rann­sókna­þörf í ferða­þjón­ustu lítið sem ekk­ert verið sinnt árum sam­an. Þar að auki eru Ferða­þjón­ustu­reikn­ingar (TSA) nú fram­kvæmdir fyrir tíma­bundið samn­ingsfé í gegnum ráðu­neyti ferða­mála en eru ekki fjár­magn­aðir sem eðli­legur og fastur hluti verk­efna Hag­stofu Íslands,“ segir í nið­ur­lagi umsagnar SF sem leggur til að til­laga til þings­á­lykt­unar um fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2023–2027 verði end­ur­skoð­uð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent