Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda

Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.

Hús
Auglýsing

Taka þarf opin­beran hús­næð­is­stuðn­ing til heild­stæðrar end­ur­skoð­unar og tryggja að hann nýt­ist fyrst og fremst þeim sem á þurfa að halda. Hús­næð­is­stuðn­ing­ur­inn og stuðn­ings­kerfin þurfa að vera dýnamísk og þró­ast í takt við aðstæður á hús­næð­is­mark­aði.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem starfs­hópur um aðgerðir og umbætur á hús­næð­is­mark­aði kynnti á opnum kynn­ing­ar­fundi í dag í höf­uð­stöðvum Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar í Borg­ar­túni.

Starfs­hóp­ur­inn var skip­aður af Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í febr­úar síð­ast­liðnum en hlut­verk hans var að fjalla um leiðir til að bæta stöðu á hús­næð­is­mark­aði. Hóp­ur­inn leggur fram 28 til­lögum í sjö flokk­um.

Auglýsing

Í skýrsl­unni er vísað til álits Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins frá 11. maí síð­ast­liðnum þar sem meðal ann­ars var bent á nauð­syn þess að end­ur­hanna opin­beran hús­næð­is­stuðn­ing og beina honum með mark­viss­ari hætti að leigj­endum og í fjár­fest­ingu í félags­legu hús­næði. Með því verði stuðlað að hag­kvæmara leigu­verði og lægri byrði hús­næð­is­kostn­að­ar. Áhætta væri fólgin í því að hús­næð­is­verð hafi hækkað umfram ákvarð­andi þætti og skörp leið­rétt­ing hús­næð­is­verðs gæti veikt efna­hag heim­ila og þar með fjár­mála­geirans.

Hækkun hús­næð­is­verðs hefði jafn­framt haft nei­kvæð áhrif á getu fólks til að kaupa eigið hús­næði, sér­stak­lega ungt fólk og tekju­lága. Því væri mik­il­vægt að taka á áhættu­þáttum tengdum hús­næð­is­mark­aði með skil­virkum þjóð­hags­var­úð­ar­tækjum og auknu fram­boð hús­næðis á við­ráð­an­legu verði.

Nauð­syn­legt að bregð­ast við hækk­andi hús­næð­is­verði

Fram kemur í skýrsl­unni að hjá starfs­hópnum hafi verið mikil sam­staða um mik­il­vægi þess að tryggja aukið fram­boð íbúða til að stuðla að stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­aði.

„Nán­ast for­dæma­laus hækkun hús­næð­is­verðs und­an­farið ár umfram tengda þætti er að mati hóps­ins til þess fallin að skapa áhættu og óstöð­ug­leika í hús­næð­is­málum og nauð­syn­legt er að bregð­ast við til að verja efna­hag heim­il­anna og hús­næð­is­ör­yggi lands­manna, einkum þeirra tekju­lægri.

Það tekur hins vegar tölu­verðan tíma að auka fram­boð íbúða og getur langur tími liðið frá því ákvörðun er tekin um bygg­ingu þar til íbúð er tekin í notk­un, jafn­vel mörg ár. Að mati hóps­ins verður því að leggja mikla áherslu á lang­tíma­á­ætl­ana­gerð í hús­næð­is­málum þar sem árlega er greind þörf fyrir upp­bygg­ingu og gerð áætlun sem miðar að því að byggja í takt við þörf,“ segir í skýrsl­unni.

Fylgja þurfi því eftir með reglu­legum hætti hvernig áætl­unin stenst með því að fylgj­ast með íbúðum í bygg­ingu. Allt sé þetta hægt með þeim stjórn­tækjum sem þróuð hafa verið á und­an­förnum árum, staf­rænum hús­næð­is­á­ætl­unum sveit­ar­fé­laga, íbúða­þarfa­grein­ingu, mann­virkja­skrá og taln­ingu SI og HMS á íbúðum í bygg­ingu. Enn þurfi þó að skerpa á sam­eig­in­legri sýn og stefnu sveit­ar­fé­laga og ríkis og er til­laga gerð um það af hálfu starfs­hóps­ins að þessir aðilar kom­ist að sam­komu­lagi um upp­bygg­ingu íbúða til sam­ræmis við þörf til næstu fimm til tíu ára.

Hugsa þarf ferla í skipu­lags­gerð og bygg­ing­ar­málum sem einn heil­stæðan feril

Að sama skapi þurfi reglu­verk og fram­kvæmd í skipu­lags- og bygg­ing­ar­málum að styðja við upp­bygg­ingu íbúða og tryggja öryggi og gæði mann­virkja­gerðar á sem skil­virkastan hátt. Hugsa þurfi ferla í skipu­lags­gerð og bygg­ing­ar­málum sem einn heil­stæðan feril og sam­þætta eins og kostur er.

End­ur­skoða þurfi lög­gjöf í skipu­lags­málum og hverfa frá for­skrift­ar­á­kvæðum í bygg­ing­ar­reglu­gerð og inn­leiða þess í stað mark­miðs­á­kvæði. Reglu­verkið þurfi að styðja við nýsköpun í bygg­ing­ar­iðn­aði, staf­ræna ferla og vist­væna mann­virkja­gerð þannig að Ísland geti náð mark­miðum sínum í loft­lags­mál­um. Rann­sóknir og þróun sé mik­il­vægur þáttur sem þarf að stór­efla með til­komu Asks mann­virkja­rann­sókn­ar­sjóðs.

Þörf á aðgerðum sem miða að því að auka hús­næð­is­ör­yggi leigj­enda

Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum er hús­næð­is­ör­yggi og jafnt aðgengi allra að hús­næði á við­ráð­an­legu verði auk þess for­gangs­mál.

„Ljóst er að staða leigj­enda út frá hús­næð­is­ör­yggi og byrði hús­næð­is­kostn­aðar er lak­ari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða að því að auka hús­næð­is­ör­yggi leigj­enda og lækka byrði hús­næð­is­kostn­aðar hjá efna­minni leigj­end­um,“ segir í skýrsl­unni.

Að mati starfs­hóps­ins er almenna íbúða­kerfið þar lyk­il­þáttur og leggur hóp­ur­inn til að áhersla verði lögð á áfram­hald­andi upp­bygg­ingu kerf­is­ins og aukna hlut­deild þess á leigu­mark­aði á kom­andi árum. Þar að auki verði reglu­verk á leigu­mark­aði tekið til end­ur­skoð­unar með það í huga að jafna stöðu samn­ings­að­ila og gera leigu­hús­næði að raun­veru­legum og öruggum val­kosti um búsetu. Einnig leggur starfs­hóp­ur­inn áherslu á mik­il­vægi leigu­mark­aðar til þess því að tryggja hreyf­an­leika vinnu­afls og virkni vinnu­mark­aðar á ein­stökum svæð­um.

Hús­næð­is­stuðn­ingi skal fyrst og fremst beina að tekju- og eigna­lágum ein­stak­lingum og fjöl­skyldum

Nauð­syn og virkni hús­næð­is­stuðn­ings var eitt af meg­in­á­herslu­at­riðum starfs­hóps­ins sem var sam­mála um að hús­næð­is­stuðn­ingi skuli fyrst og fremst beina að tekju- og eigna­lágum ein­stak­lingum og fjöl­skyld­um.

„Lykil­upp­lýs­ingar um hús­næð­is­ör­yggi og hús­næð­is­stuðn­ing þurfa að liggja fyrir sem næst raun­tíma þannig að hægt sé að bregð­ast við tím­an­lega þegar þess er þörf. Stuðn­ings­kerfin þurfa hvort í senn að vera stöðug en jafn­framt dýnamísk og fylgja þróun á hús­næð­is­mark­aði á hverjum tíma. Núver­andi stuðn­ings­kerfi bera að vissu leyti merki um stöðnun og þarfn­ast end­ur­skoð­unar í heild sinn­i.“

Að lokum fjall­aði starfs­hóp­ur­inn um nauð­syn þess að sam­hliða upp­bygg­ingu íbúða komi til upp­bygg­ing sam­göngu­inn­viða og að greiðar og öruggar sam­göngur væru for­senda hag­kvæmrar búsetu. Í því sam­hengi telur hóp­ur­inn til­efni til að skoða enn betur áhrif sam­göngu­kostn­aðar á búsetu.

Hægt er að lesa skýrsl­una í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent