Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda

Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.

Hús
Auglýsing

Taka þarf opin­beran hús­næð­is­stuðn­ing til heild­stæðrar end­ur­skoð­unar og tryggja að hann nýt­ist fyrst og fremst þeim sem á þurfa að halda. Hús­næð­is­stuðn­ing­ur­inn og stuðn­ings­kerfin þurfa að vera dýnamísk og þró­ast í takt við aðstæður á hús­næð­is­mark­aði.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem starfs­hópur um aðgerðir og umbætur á hús­næð­is­mark­aði kynnti á opnum kynn­ing­ar­fundi í dag í höf­uð­stöðvum Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar í Borg­ar­túni.

Starfs­hóp­ur­inn var skip­aður af Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í febr­úar síð­ast­liðnum en hlut­verk hans var að fjalla um leiðir til að bæta stöðu á hús­næð­is­mark­aði. Hóp­ur­inn leggur fram 28 til­lögum í sjö flokk­um.

Auglýsing

Í skýrsl­unni er vísað til álits Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins frá 11. maí síð­ast­liðnum þar sem meðal ann­ars var bent á nauð­syn þess að end­ur­hanna opin­beran hús­næð­is­stuðn­ing og beina honum með mark­viss­ari hætti að leigj­endum og í fjár­fest­ingu í félags­legu hús­næði. Með því verði stuðlað að hag­kvæmara leigu­verði og lægri byrði hús­næð­is­kostn­að­ar. Áhætta væri fólgin í því að hús­næð­is­verð hafi hækkað umfram ákvarð­andi þætti og skörp leið­rétt­ing hús­næð­is­verðs gæti veikt efna­hag heim­ila og þar með fjár­mála­geirans.

Hækkun hús­næð­is­verðs hefði jafn­framt haft nei­kvæð áhrif á getu fólks til að kaupa eigið hús­næði, sér­stak­lega ungt fólk og tekju­lága. Því væri mik­il­vægt að taka á áhættu­þáttum tengdum hús­næð­is­mark­aði með skil­virkum þjóð­hags­var­úð­ar­tækjum og auknu fram­boð hús­næðis á við­ráð­an­legu verði.

Nauð­syn­legt að bregð­ast við hækk­andi hús­næð­is­verði

Fram kemur í skýrsl­unni að hjá starfs­hópnum hafi verið mikil sam­staða um mik­il­vægi þess að tryggja aukið fram­boð íbúða til að stuðla að stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­aði.

„Nán­ast for­dæma­laus hækkun hús­næð­is­verðs und­an­farið ár umfram tengda þætti er að mati hóps­ins til þess fallin að skapa áhættu og óstöð­ug­leika í hús­næð­is­málum og nauð­syn­legt er að bregð­ast við til að verja efna­hag heim­il­anna og hús­næð­is­ör­yggi lands­manna, einkum þeirra tekju­lægri.

Það tekur hins vegar tölu­verðan tíma að auka fram­boð íbúða og getur langur tími liðið frá því ákvörðun er tekin um bygg­ingu þar til íbúð er tekin í notk­un, jafn­vel mörg ár. Að mati hóps­ins verður því að leggja mikla áherslu á lang­tíma­á­ætl­ana­gerð í hús­næð­is­málum þar sem árlega er greind þörf fyrir upp­bygg­ingu og gerð áætlun sem miðar að því að byggja í takt við þörf,“ segir í skýrsl­unni.

Fylgja þurfi því eftir með reglu­legum hætti hvernig áætl­unin stenst með því að fylgj­ast með íbúðum í bygg­ingu. Allt sé þetta hægt með þeim stjórn­tækjum sem þróuð hafa verið á und­an­förnum árum, staf­rænum hús­næð­is­á­ætl­unum sveit­ar­fé­laga, íbúða­þarfa­grein­ingu, mann­virkja­skrá og taln­ingu SI og HMS á íbúðum í bygg­ingu. Enn þurfi þó að skerpa á sam­eig­in­legri sýn og stefnu sveit­ar­fé­laga og ríkis og er til­laga gerð um það af hálfu starfs­hóps­ins að þessir aðilar kom­ist að sam­komu­lagi um upp­bygg­ingu íbúða til sam­ræmis við þörf til næstu fimm til tíu ára.

Hugsa þarf ferla í skipu­lags­gerð og bygg­ing­ar­málum sem einn heil­stæðan feril

Að sama skapi þurfi reglu­verk og fram­kvæmd í skipu­lags- og bygg­ing­ar­málum að styðja við upp­bygg­ingu íbúða og tryggja öryggi og gæði mann­virkja­gerðar á sem skil­virkastan hátt. Hugsa þurfi ferla í skipu­lags­gerð og bygg­ing­ar­málum sem einn heil­stæðan feril og sam­þætta eins og kostur er.

End­ur­skoða þurfi lög­gjöf í skipu­lags­málum og hverfa frá for­skrift­ar­á­kvæðum í bygg­ing­ar­reglu­gerð og inn­leiða þess í stað mark­miðs­á­kvæði. Reglu­verkið þurfi að styðja við nýsköpun í bygg­ing­ar­iðn­aði, staf­ræna ferla og vist­væna mann­virkja­gerð þannig að Ísland geti náð mark­miðum sínum í loft­lags­mál­um. Rann­sóknir og þróun sé mik­il­vægur þáttur sem þarf að stór­efla með til­komu Asks mann­virkja­rann­sókn­ar­sjóðs.

Þörf á aðgerðum sem miða að því að auka hús­næð­is­ör­yggi leigj­enda

Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum er hús­næð­is­ör­yggi og jafnt aðgengi allra að hús­næði á við­ráð­an­legu verði auk þess for­gangs­mál.

„Ljóst er að staða leigj­enda út frá hús­næð­is­ör­yggi og byrði hús­næð­is­kostn­aðar er lak­ari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða að því að auka hús­næð­is­ör­yggi leigj­enda og lækka byrði hús­næð­is­kostn­aðar hjá efna­minni leigj­end­um,“ segir í skýrsl­unni.

Að mati starfs­hóps­ins er almenna íbúða­kerfið þar lyk­il­þáttur og leggur hóp­ur­inn til að áhersla verði lögð á áfram­hald­andi upp­bygg­ingu kerf­is­ins og aukna hlut­deild þess á leigu­mark­aði á kom­andi árum. Þar að auki verði reglu­verk á leigu­mark­aði tekið til end­ur­skoð­unar með það í huga að jafna stöðu samn­ings­að­ila og gera leigu­hús­næði að raun­veru­legum og öruggum val­kosti um búsetu. Einnig leggur starfs­hóp­ur­inn áherslu á mik­il­vægi leigu­mark­aðar til þess því að tryggja hreyf­an­leika vinnu­afls og virkni vinnu­mark­aðar á ein­stökum svæð­um.

Hús­næð­is­stuðn­ingi skal fyrst og fremst beina að tekju- og eigna­lágum ein­stak­lingum og fjöl­skyldum

Nauð­syn og virkni hús­næð­is­stuðn­ings var eitt af meg­in­á­herslu­at­riðum starfs­hóps­ins sem var sam­mála um að hús­næð­is­stuðn­ingi skuli fyrst og fremst beina að tekju- og eigna­lágum ein­stak­lingum og fjöl­skyld­um.

„Lykil­upp­lýs­ingar um hús­næð­is­ör­yggi og hús­næð­is­stuðn­ing þurfa að liggja fyrir sem næst raun­tíma þannig að hægt sé að bregð­ast við tím­an­lega þegar þess er þörf. Stuðn­ings­kerfin þurfa hvort í senn að vera stöðug en jafn­framt dýnamísk og fylgja þróun á hús­næð­is­mark­aði á hverjum tíma. Núver­andi stuðn­ings­kerfi bera að vissu leyti merki um stöðnun og þarfn­ast end­ur­skoð­unar í heild sinn­i.“

Að lokum fjall­aði starfs­hóp­ur­inn um nauð­syn þess að sam­hliða upp­bygg­ingu íbúða komi til upp­bygg­ing sam­göngu­inn­viða og að greiðar og öruggar sam­göngur væru for­senda hag­kvæmrar búsetu. Í því sam­hengi telur hóp­ur­inn til­efni til að skoða enn betur áhrif sam­göngu­kostn­aðar á búsetu.

Hægt er að lesa skýrsl­una í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent