Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“

UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.

Ásbrú
Auglýsing

Útlend­inga­stofnun (ÚTL) hafa borist kvart­anir varð­andi aðbúnað fyrir fólk á flótta og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd á Ásbrú í Reykja­nesbæ frá ein­stak­lingum sem láta sig mál þeirra sem þar búa varða en ekki frá íbú­unum sjálfum nema í einu til­viki. Margt af því sem bent hefur verið á byggir á mis­skiln­ingi, að því er fram kemur í svari ÚTL við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

UN Women á Íslandi greindi frá því í yfir­lýs­ingu í síð­ustu viku að þeim hefði borist til eyrna þungar áhyggjur fólks af aðbún­aði og aðstæðum ein­stak­linga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetu­úr­ræði ÚTL á Ásbrú.

Heyrðu að ungar stúlkur flýðu á milli her­bergja og jafn­vel út úr hús­inu

„Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem UN Women á Íslandi hafa undir höndum eru aðstæður á Ásbrú með öllu óvið­un­andi. Eld­húsin eru tóm, það vantar leir­tau, potta og pönnur og engin rúm­föt á staðn­um. Ungar stúlkur eru að flýja á milli her­bergja og jafn­vel út úr hús­inu vegna áforma stjórn­valda um að bæta ókunn­ugum her­berg­is­fé­lögum í her­bergi þeirra. Umsjón­ar­menn hafa verið að birt­ast fyr­ir­vara­laust inn í her­bergin til að kanna aðstæður fyrir nýja og ókunn­uga her­berg­is­fé­laga.

Öllum er blandað saman og ekki virð­ist vera kynja­skipt­ing á milli húsa eða hæða. Konur og börn eru þannig í næsta her­bergi við ókunn­uga karl­menn. Strangar reglur eru á svæð­inu um heim­sóknir – til að vernda öryggi íbúa, en á sama tíma hamlar það eft­ir­liti óháðra aðila til að kanna hvort aðbún­aður sé við­eig­andi og verk­lag í lag­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Stofn­unin upp­fyllir allar lág­marks­kröfur sem gerðar eru til rekst­urs hót­ela

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á ÚTL þar sem spurt var hvort þessi lýs­ing hjá UN Women væri rétt. Í svar­inu segir að alla jafna dvelji ein­stæðir karl­menn ekki í sama hús­næði og ein­stæðar konur en örfáar und­an­tekn­ingar hafi verið á því síð­ustu vikur þar sem úrræðin fyrir karl­menn hafi verið full­nýtt.

„Í þessum til­fellum sem þeir hafa dvalið í úrræði með konum er bæði örygg­is­vörður í hús­næð­inu allan sóla­hring­inn og starfs­menn stofn­un­ar­innar á dag­inn. Þá deila ein­stak­lingar af gagn­stæðu kyni ekki her­bergi ef ekki eru fjöl­skyldu­tengsl þeirra á milli.

Öll búsetu­úr­ræði sem Útlend­inga­stofnun rekur eru með her­bergjum líkt og á hót­elum eða gisti­heim­ilum og upp­fyllir stofn­unin allar lág­marks­kröfur sem gerðar eru til rekst­urs hót­ela og ann­arra gisti­rýma, þá eru þau tekin út af þar til bærum eft­ir­lits­að­ilum með reglu­legu milli­bil­i,“ segir í svar­inu.

Eng­inn kemur inn sem ekki á erindi

Varð­andi búnað þá fá allir umsækj­endur sem koma í þjón­ustu stofn­un­ar­innar afhentan start­pakka sem í er: diskur, glas, skál, hnífa­pör, pott­ur, panna, sæng, koddi og lak. Sængin og kodd­inn eru sam­bæri­leg því sem er notað á sjúkra­hús­um, það er ekki eru notuð rúm­föt heldur skulu sængin og kodd­inn þvegin reglu­lega. Það sem start­pakk­inn inni­heldur til­heyrir þeim sem við honum tekur og geyma umsækj­endur þessa hluti alla jafna ekki í sam­eig­in­legum eld­hús­um­/­rýmum heldur inni á sínum her­bergj­um. Önnur eld­un­ar­á­höld eru aðgengi­leg öllum í sam­eig­in­legum eld­hús­um, segir í svar­inu.

Sam­kvæmt ÚTL eru úrræði stofn­un­ar­innar öll aðgangs­stýrð, það er eng­inn kemur þar inn sem ekki á erindi þangað nema í sam­ráði við stofn­un­ina. Íbúar fái alla þá hjálp eða aðstoð sem þau eiga rétt á hjá starfs­fólki stofn­un­ar­innar í úrræði. Eins sinnir Rauði kross Íslands fata­út­hlut­unum til þeirra og er með opna við­tals­tíma og býður upp á félags­starf.

Eins og fram hefur komið hafa kvart­anir borist til ÚTL varð­andi aðbún­að­inn á Ásbrú frá ein­stak­lingum sem láta sig mál þeirra sem þar búa varða en ekki frá íbú­unum sjálfum nema í einu til­viki. Margt af því sem bent hefur verið á byggir á mis­skiln­ingi, sam­kvæmt ÚTL, og vísar stofn­unin til fyrri svara um lýs­ingu hennar á aðstæðum á Ásbrú.

ÚTL hefur brugð­ist við þeim kvört­unum með því að vinna að því að færa til og búa til pláss inni í öðrum úrræðum til að flytja karl­menn­ina þang­að.

Aðstaðan í stöðugri end­ur­skoðun

Kjarn­inn spurði ÚTL einnig hvort stofn­unin ætl­aði að end­ur­skoða þá aðstöðu sem hún hefur til að taka á móti flótta­fólki eða umsækj­endum um alþjóð­lega vernd. „Að­staðan er og hefur verið í stöðugri end­ur­skoðun und­an­farna rúma tvo mán­uði. Fjöldi umsækj­enda um vernd í þjón­ustu Útlend­inga­stofn­unar meira en tvö­fald­að­ist á örfáum vikum í mars þegar umsækj­endum fjölg­aði á for­dæma­lausum hraða. Félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytið tók þá fljót­lega við því hlut­verki að afla nýrra búsetu­úr­ræða, eins og sagt var frá í apríl, en Útlend­inga­stofnun mun hætta að sinna þjón­ustu við umsækj­endur um vernd frá og með 1. júlí næst­kom­andi.

Þau nýju úrræði sem hafa verið tekin í notkun hafa hentað mis­vel undir starf­sem­ina og þau hefur oftar en ekki þurft að opna með litlum sem engum fyr­ir­vara. Gengið hefur verið í það hratt og örugg­lega að tryggja að allur nauð­syn­legur bún­aður sé til staðar sem fyrst,“ segir að lokum í svar­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent