Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017

Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.

Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Auglýsing

Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur lagt fram skrif­lega fyr­ir­spurn til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, þar sem hann spyr um greiðslur til LOGOS lög­manns­þjón­ustu vegna vinnu fyrir Banka­sýslu rík­is­ins. 

Jóhann Páll vill meðal ann­ars fá að vita hvað Banka­sýslan, sem heyrir undir ráðu­neyti Bjarna, greiddi fyrir vinnu við lög­fræði­á­lit um jafn­ræði við sölu­með­ferð eign­ar­hluta í Íslands­banka sem dag­sett er 11. maí 2022 og hvort LOGOS hafi verið látið meta hvort sölu­með­ferð á 22,5 pró­sent eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka stæð­ist reglur um jafn­ræði áður en salan fór fram. Þá vill þing­mað­ur­inn fá að vita hvers vegna LOGOS, sem var inn­lendur lög­fræði­legur ráð­gjafi Banka­sýsl­unnar í sölu­ferl­inu, hafi verið falið að leggja mat á lög­mæti sölu­með­ferð­ar­innar sem stofan ráð­lagði Banka­sýsl­unni um og hvers vegna ekki hafi verið gætt jafn­ræðis gagn­vart fjöl­miðlum þegar lög­fræði­á­litið var birt 18. maí síð­ast­lið­inn. Álitið var sent á fjöl­miðla klukkan sex að morgni en hafði þá þegar birst á for­síðu Morg­un­blaðs­ins auk þess sem ítar­leg frétt birt­ist á Inn­herja á Vísi klukkan 06:43. 

Að lokum vill Jóhann Páll fá yfir­lit yfir allar greiðslur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins ann­ars vegar og Banka­sýslu rík­is­ins hins vegar til LOGOS frá árinu 2017 og fram til dags­ins í dag. 

Ráð­gjaf­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að jafn­ræði hefði ríkt

Í minn­is­­blað­inu sem LOGOS vann fyrir Banka­­sýslu rík­­is­ins var kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að ákvörðun um tak­­marka þátt­­töku í útboði á 22,5 pró­­senta hlut íslenskra rík­­is­ins við svo­­kall­aða hæfa fjár­­­festa án þess að gerð yrði krafa um lág­­marks­til­­boð hafi ekki falið í sér brot gegn jafn­­ræð­is­­reglu. Í útboð­inu var hlut­­ur­inn seldur til alls 207 fjár­­­festa undir mark­aðsvirði.

Þá telur lög­­­manns­­stofan að full­nægj­andi ráð­staf­­anir hafi verið gerðar af hálfu Banka­­sýsl­unnar til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjár­­­festa að útboð­inu í laga­­legu til­­liti og að ákvörðun hennar um að selja ekki hlut til Lands­­bank­ans og Kviku banka, sem gerðu til­­­boð fyrir hönd velt­u­­bóka sinna, hafi stuðst við mál­efna­­leg sjón­­­ar­mið og hafi einnig verið í sam­ræmi við jafn­­ræð­is­­reglu.

Auglýsing
LOGOS var ráðið sem inn­­­lendur lög­­fræð­i­­legur ráð­gjafi Banka­­sýsl­unnar í tengslum við sölu­­með­­­ferð­ina á hlutnum í Íslands­­­banka 18. febr­­úar síð­­ast­lið­inn, en hlut­­ur­inn í bank­­anum var seldur með til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi þann 22. mars. Minn­is­­blað hennar fjallar því um lög­­­mæti sölu­­með­­­ferðar sem stofan vann sjálf að. Óttar Páls­­son, einn með­­eig­enda LOGOS, er sá sem sendir minn­is­­blaðið á Banka­­sýsl­una.

LOGOS vann einnig minn­is­­blað fyrir Banka­­sýslu rík­­is­ins snemma í apríl um hvort að birta ætti lista yfir kaup­endur að hlutn­­um. Þá var það nið­­ur­­staða LOGOS að slíkt væri óvar­­legt. Fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra lagði hins vegar sjálf­­stætt mat á birt­ingu list­ans og komst að annarri nið­­ur­­stöðu. Í til­­kynn­ingu sem birt­ist á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins þegar list­inn yfir þá sem fengu að kaupa í Íslands­­­­­banka var birtur sagði að ráðu­­neytið hefði metið málið þannig að upp­­­lýs­ing­­­ar  um við­­­skipti á milli rík­­­is­­­sjóðs og fjár­­­­­festa falli „ekki undir banka­­­leynd og með hlið­­­sjón af mik­il­vægi þess að gagn­­­sæi ríki um ráð­­­stöfun opin­berra hags­muna hefur ráð­herra ákveðið að birta yfir­­­lit­ið.“

Gagn­rýnendur segja söl­una ekki stand­­ast lög

Mikil gagn­rýni hefur verið á söl­una á hlutum rík­­is­ins í Íslands­­­banka, meðal ann­­ars út frá þeim for­­sendum að sölu­­fyr­ir­komu­lagið hafi ekki stað­ist þá kröfu um jafn­­ræði sem gerð er í lögum um sölu­­­með­­­­­ferð eign­­­ar­hluta rík­­­is­ins í fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækj­­um. 

Ein þeirra sem hefur sett fram slíka gagn­rýni er Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­­­kvæmda­­­­stjóri fjár­­­­­­­mála­­­­stöð­ug­­­­leika­sviðs Seðla­­­­banka Íslands, sem sagði við Kjarn­ann í mars að þegar tak­­mark­aður hópur fjár­­­festa sé val­inn til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við mark­aðsvirði Íslands­­­­­banka ef þeir hefur keypt á eft­ir­­­mark­aði þá brjóti það í bága við 3. grein og mög­u­­­lega einnig 2. grein umræddra laga. „Á grund­velli þess þarf ein­hver að axla ábyrgð fyrir að hafa heim­ilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum við­­­skiptum við ein­stak­l­inga og ehf., enda eru þau ekki í sam­ræmi við lög og kaup­endum og mið­l­­­urum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórn­­­­­valdi sem heim­il­aði þetta.“ Sig­ríður sat í rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði af sér umfangs­­mik­illi skýrslu í apríl 2010. Lögin um sölu­­með­­­ferð á hlut rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum horfa meðal ann­­ars til ábend­inga rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­inn­­ar.

Sigríður Benediktsdóttir. Mynd: Landsbankinn.

Þriðja grein lag­anna fjallar um meg­in­­­reglur við sölu­­­með­­­­­ferð. Í grein­inni seg­ir: „Þegar ákvörðun er tekin um und­ir­­­bún­­­ing og fram­­­kvæmd sölu­­­með­­­­­ferðar eign­­­ar­hluta skal áhersla lögð á opið sölu­­­ferli, gagn­­­sæi, hlut­lægni og hag­­­kvæmni. Með hag­­­kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða mark­aðs­verðs fyrir eign­­­ar­hluti. Þess skal gætt að skil­yrði þau sem til­­­­­boðs­­­gjöfum eru sett séu sann­­­gjörn og að þeir njóti jafn­­­ræð­­­is. Þá skal við sölu kapp­­­kosta að efla virka og eðli­­­lega sam­keppni á fjár­­­­­mála­­­mark­að­i.“

Seg­ist enn sann­færð­ari um lög­brot

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, er á meðal ann­­arra sem hafa sett fram sam­­bæri­­lega gagn­rýni og Sig­ríð­­ur. Hún hefur meðal ann­­ars, í grein sem hún birti á Vísi í byrjun maí með fyr­ir­­sögn­inni „Af­­ger­andi vís­bend­ingar um lög­­brot“, bent á að engin ástæða hafi verið fyrir því að selja litlum fjár­­­festum hlut rík­­is­ins í banka með afslætti, en minnsti fjár­­­fest­ir­inn keypti fyrir rúma milljón króna og alls 59 aðilar fengu að kaupa fyrir minna 30 millj­­­ónir króna.

Eftir að minn­is­blaðið birt­ist sagð­ist Kristrún enn sann­færð­ari en áður um að lög­brot hafi átt sér stað við banka­söl­una. Hún sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book aug­ljóst að minn­is­blaðið væri við­bragð við grein hennar frá því í byrjun maí. „Minn­is­­blaðið á að svara rök­­semd­­ar­­færsl­unni sem birt­ist í grein minni um að jafn­­ræði hafi verið brotið við söl­una á bank­an­­um. Við lestur þess kemur hins vegar í ljós að engar nýjar upp­­lýs­ingar er þar að finna. Engin rök sem hafa ekki nú þegar heyrst frá Banka­­sýsl­unni og fjár­­­mála­ráð­herra. Aðeins rök sem einmitt þóttu ótrú­verðug og ég rakti í grein­inn­i.“

Hún sagði það líka athygl­is­vert að Banka­­sýslan, sem sé opin­ber stofnun á fjár­­lögum sem hafi starfs­­menn, hafi séð ástæðu til að leita til utan­­að­kom­andi lög­­fræð­ings til að vinna minn­is­­blað til að svara grein henn­­ar. „Þar sem engar nýjar upp­­lýs­ingar eða rök­­semd­­ar­­færslur koma fram. Margir hljóta að spyrja sig hvað var greitt fyrir þessa þjón­­ustu. Ef mönnum er alvara með að fara í saumana á þessu máli þá er það ekki gert með aðkeyptum lög­­fræð­i­á­litum sem bæta engu við mál­­flutn­ing­inn og er komið með for­­gangi til ákveð­inna fjöl­miðla til for­­síð­u­birt­ing­­ar.“

Salan á hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka er nú til skoð­unar hjá Fjár­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­banka Íslands auk þess sem Rík­­is­end­­ur­­skoðun er að fram­­kvæma stjórn­­­sýslu­út­­­tekt á ferl­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent