Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð

Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Lands­stjórn Ungra vinstri grænna for­dæmir þá ákvörðun íslenskra stjórn­valda að hefja á ný end­ur­send­ingar á fólki til Grikk­lands.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef­síðu Ungra vinstri grænna í dag. Mál umsækj­enda um alþjóð­lega vernd hér á landi hefur tröll­riðið sam­fé­lags­um­ræð­unni und­an­farna daga en til stendur að vísa tæp­lega 300 ein­stak­lingum úr landi á næst­unni.

Guð­­mundur Ingi Guð­brands­­son félags- og vinn­u­­mark­aðs­ráð­herra og vara­for­maður Vinstri grænna (VG) sagði í við­tali á RÚV í gær­kvöldi það rangt að sam­­staða ríkti innan rík­­is­­stjórn­­­ar­innar um það að vísa flótta­­mönn­unum úr landi, líkt og Jón Gunn­­ar­s­­son dóms­­mála­ráð­herra hefur haldið fram. Hann sagð­ist hafa gert „al­var­­legar athuga­­semd­ir“ við þá veg­­ferð sem Jón væri á og að hann væri ekki ánægður með það hvernig Jón hefði haldið á mál­inu. „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orð­u­m.“

Auglýsing

„Nú ríður á að hafa hug­rekki til að standa með okkar sann­fær­ingu“

Land­stjórn Ungra vinstri grænna lýsa yfir ánægju með yfir­lýs­ingar vara­for­manns VG í fréttum RÚV í gær­kvöldi og hvetja þau þeirra fólk til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þess­ari ákvörðun verði fram­fylgt.

„Stefna VG í mála­flokknum er skýr og nú ríður á að hafa hug­rekki til að standa með okkar sann­fær­ingu þó svo sam­starfs­flokk­arnir og þeirra ráð­herrar séu ef til vill á öðru máli. Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð.

Það fólk sem nú á að flytja úr landi hefur verið hér í langan tíma og myndað náin tengsl við land og þjóð og gefið af sér til sam­fé­lags­ins. Þessi ákvörðun er póli­tísk og keyrð áfram af rík­is­stjórn Íslands,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Ísland þarf að gang­ast við sinni ábyrgð á orsök fólks­flótta

Þá benda þau á að ítrekað hafi komið fram að Grikk­land sé ekki öruggt land, þrátt fyrir að vera á lista yfir slík lönd, og styðja frá­sagnir fólks af aðstæðum þar í landi við það. „Annað sem styður við það er ákvörðun íslenskra stjórn­valda fyrir nokkrum árum um að hætta að end­ur­senda fólk í hæl­is­kerf­inu í Grikk­landi vegna óvið­un­andi aðstæðna þar. Sú ákvörðun nær þó ekki til fólks með vernd í Grikk­landi og er það með öllu óskilj­an­legt. Það er ljóst að ekk­ert bíður þessa hóps nema örbirgð, óör­yggi, skortur á nauð­syn­legri heil­brigð­is­þjón­ustu og algjört von­leysi.

Fólks­flótti í heim­inum orsakast að mestu af lifn­að­ar­háttum og hern­að­ar­brölti vest­rænna ríkja. Ísland þarf að gang­ast við sinni ábyrgð á orsök fólks­flótta og taka hér á móti mun fleira fólki á flótta en hefur við­geng­ist hingað til og sýna meiri metnað þegar kemur að mál­efnum flótta­fólks og hæl­is­leit­enda. Fyrir utan aug­ljós mann­úð­ar­sjón­ar­mið auðgar fjöl­breyti­leik­inn sam­fé­lagið okk­ar,“ segir enn fremur í yfir­lýs­ing­unni.

Lands­stjórn Ungra vinstri grænna hvetur rík­is­stjórn Íslands ein­dregið til að draga til baka ákvörðun sína um end­ur­send­ingar flótta­fólks og líta til mann­úð­ar­sjón­ar­miða og félags­legs ávinn­ings fyrir sam­fé­lag­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent