Mynd: Íslandsbanki

Tíu staðreyndir um skoðun íslensku þjóðarinnar á sölu ríkisstjórnar á Íslandsbanka

Þann 22. mars seldi íslenska ríkið 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði til 207 fjárfesta á 52,65 milljarða króna. Kannanir hafa verið gerðar um skoðun þjóðarinnar á bankasölu og aðrar sem sýna hverjar pólitískar afleiðingar þeirrar óánægju sem ríkir með hana eru.

1. Þorri Íslend­inga fylgj­andi því að ríkið eigi banka

Starfs­hópur sem vann Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fjár­mála­kerf­is­ins, sem birt var í des­em­ber 2018, lét gera ýmsar kann­anir fyrir sig við gerð henn­ar. Þar var meðal ann­ars spurt um hvort fólk væri jákvætt gagn­vart því að íslenska ríkið væri eig­andi við­skipta­banka. Alls svör­uðu 61,2 pró­sent því ját­andi, 13,5 pró­sent neit­andi en 25,2 pró­sent sögð­ust ekki hafa sér­staka skoðun á því. 

2. Hræðsla við spill­ingu, græðgi og slæm enda­lok

Í sömu könnun var fólk spurt hver væri helsta ástæða þess að það væri jákvætt gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­skipta­­banka.  Algeng­­ustu svörin voru þau að ríkið væri betri eig­andi en einka­að­ili, að slíku eign­­ar­haldi fylgdi öryggi og traust, að arð­­ur­inn af fjár­­­mála­­starf­­semi myndi þá fara til þjóð­­ar­innar og að minni líkur væru á spill­ingu, græðgi og slæmum enda­lok­­um. Í könn­un­inni kom einnig fram að flestir Íslend­ingar ósk­uðu þess að banka­­­kerfi fram­­­tíðar yrði sann­­­gjarnt og rétt­látt, traust, með góða þjón­ustu, hag­­­kvæmt, heið­­­ar­­­legt, gagn­­­sætt og fyrir almenn­ing.

Svo sögð­ust ein­ungis 16 pró­­sent lands­­manna treysta banka­­kerf­inu, sem þó var á þeim tíma og er enn, að langstærstu leyti í eigu íslensku þjóð­­ar­inn­­ar. Og 57 pró­­sent sögð­ust alls ekki treysta því. Í könnun sem Gallup gerði í byrjun árs 2022 hafði hlut­fall þeirra sem treysti banka­kerf­inu vaxið upp í 23 pró­sent, en það var samt á nið­ur­leið á ný og það næst minnsta sem mæld­ist gagn­vart stofnun eða kerfi sem spurt var um. 

3. Næstum níu af hverjum tíu telja að illa hafi verið staðið að söl­unni

Í könnun sem Gallup birti í vik­unni kom fram að 87,2 pró­sent lands­manna telja að staðið hafi verið illa að útboði og sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka í síð­asta mán­uði. Ein­ungis 6,4 pró­sent telja að það hafi vel tek­ist til. Aðspurðir sem eru 60 ára eða eldri voru lík­leg­astir til að þykja salan hafa heppn­ast vel, en ell­efu pró­sent þeirra var á þeirri skoð­un. Þegar horft er á menntun vour þeir sem eru með háskóla­próf ólík­leg­astir til að vera ánægðir með hvernig tókst til, en ein­ungis fjögur pró­sent þeirra eru á þeirri skoð­un. Kjós­endur allra ann­arra flokka en Sjálf­stæð­is­flokks voru nær alfarið á því að útboðið og salan hefði verið klúð­ur, eða 89 til 97 pró­sent þeirra. Hjá kjós­endum flokks Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, var staðan önn­ur. Þar töldu 26 pró­sent að útboðið og salan á hlutnum í Íslands­banka hefði verið vel heppnuð en 62 pró­sent að illa hefði tek­ist til. 

4. Kjós­endur allra ann­ara flokka en Sjálf­stæð­is­flokks vilja rann­sókn­ar­nefnd

Gallup spurði einnig að því hvort rann­sókn­ar­nefnd Alþingis ætti að gera úttekt á söl­unni, líkt og þorri stjórn­ar­and­stöð­unnar hefur lagt til. Nið­ur­staðan þar var sú að 73,6 pró­sent lands­manna telur að það eigi að skipa rann­sókn­ar­nefnd en 26,4 pró­sent telur nægj­an­legt að Rík­is­end­ur­skoðun geri úttekt á söl­unni, líkt og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur þegar falið henni að gera. Aftur skera kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sig úr þegar kemur að þessu, en 74 pró­sent þeirra er á því að úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar nægi. Tæp­lega þriðj­ungur kjós­enda hinna stjórn­ar­flokk­anna er á þeirri skoðun en um tveir þriðju á því að skipa þurfi rann­sókn­ar­nefnd. Ekki þarf að koma á óvart að kjós­endur stjórn­ar­and­stöðu­flokka eru nær allir á því að rann­sókn­ar­nefnd sé nauð­syn­leg. 

Bjarni Benediktsson er sá ráðherra sem tók ákvörðun um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Mynd: Skjáskot/Alþingi

5. Átta af hverjum tíu sjálf­stæð­is­mönnum telja að lög hafi ekki verið brotin

Í könnun Gallup var líka spurt hvort fólk telji að lög hefðu verið brotin við sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Mik­ill meiri­hluti lands­manna, 68,3 pró­sent, telja að sölu­ferlið hafi falið í sér lög­brot, en 31,7 pró­sent að svo sé ekki. Athygli vekur að 77 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna telja að lög hafi verið brotin og 67 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þegar kemur að kjós­endum þriðja stjórn­ar­flokks­ins snýst staðan að venju við, en 77 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru sann­færðir um að engin lög hafi verið brot­in. 

6. Næstum níu af hverjum tíu telja að óeðli­legir við­skipta­hættir hafi verið við­hafðir

Aðspurð hvort óeðli­legir við­skipta­hættir hafi verið við­hafðir við söl­una sögðu 88,4 pró­sent svar­enda svo vera. Ein­ungis 11,6 pró­sent töldu við­skipta­hætt­ina hafa verið eðli­lega.

Nær allir kjós­endur ann­arra flokka en Sjálf­stæð­is­flokks­ins (89 til 99 pró­sent) telja söl­una hafa verið fram­kvæmda með óeðli­legum við­skipta­hátt­um, en 41 pró­sent stuðn­ings­manna flokks fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra telja að eðli­legum háttum hafi verið beitt. 

7. Alls 83 pró­sent óánægð með söl­una á Íslands­banka

Áður hafði Pró­sent gerð könnun um söl­una á Íslands­banka fyrir Frétta­blað­ið, en nið­ur­stöður hennar voru birtar 20. apr­íl. Þar kom fram að rúm­lega átta af hverjum tíu lands­­mönn­um, alls 83 pró­­sent aðspurðra, segj­­ast óánægð með fyr­ir­komu­lag á sölu. Ein­ungis sjö pró­sent voru ánægð og þar af þrjú pró­sent mjög ánægð. Athygli vakti að nán­­ast allir hópar sam­­fé­lags­ins virð­­ast jafn óánægðir með söl­una á hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka. Í Frétta­­blað­inu sagði að það sé nán­­ast eng­inn mark­tækur munur er á afstöðu fólks er kemur að kyni, aldri, búsetu, tekjum eða mennt­un. 

Þeir sem kjósa Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn voru þó mark­tækt ánægð­­ari með söl­una en kjós­­endur ann­­arra flokka, sam­kvæmt könnun Pró­sents. Alls sögð­ust 30 pró­­sent þeirra að þeir væru ánægðir með hana en 44 pró­­sent sögð­ust óánægð­­ir. Til sam­an­­burðar mæld­ist óánægja með söl­una að minnsta 78 pró­­sent á meðal kjós­­enda allra ann­­arra flokka í land­inu. Hjá hinum stjórn­­­ar­­flokk­un­um, Vinstri grænum og Fram­­sókn, var vart mæl­an­­leg ánægja með söl­una á hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka. Ein­ungis eitt pró­­sent kjós­­enda Vinstri grænna, flokks Katrínar Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra, sögð­ust ánægð með söl­una og fimm pró­­sent kjós­­enda Fram­­sókn­­ar, flokks Sig­­urðar Inga Jóhanns­­sonar inn­­við­a­ráð­herra.

8. Traust á leið­toga stjórn­ar­innar hrunið og 71 pró­sent van­treysta Bjarna

Hvernig til tókst með söl­una á Íslands­banka hefur haft umtals­verðar póli­tískar afleið­ing­ar. Í könnun sem Mask­ína gerði um traust til ráð­herra kom í ljós að traust á helstu ráða­menn þjóð­ar­innar hefur hríð­fallið á skömmum tíma. Frá því í des­em­ber 2021 og fram í apríl 2022 hefur Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra tapað fjórð­ungi þess trausts sem hún mæld­ist með fyrir nokkrum mán­uðum og fjöldi þeirra sem van­treysta henni hefur næstum tvö­fald­ast.

Sigurður Ingi og Katrín þegar þau mynduðu fyrst saman ríkisstjórn árið 2017. Traust á þau bæði hefur hrunið á síðustu vikum.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Traust á Sig­­urð Inga Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra hefur hrunið um næstum 40 pró­­sent og fjöldi þeirra sem van­­treysta honum hefur rúm­­lega tvö­­fald­­ast. Verst hefur þó Bjarni Bene­dikts­son farið út úr aðstæð­un­um, en í könnun Mask­ínu kom fram að 71 pró­sent lands­manna van­treysta hon­um. Van­traustið á for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur auk­ist um 27 pró­sentu­stig frá því í des­em­ber og hann hefur aldrei verið óvin­sælli frá því að hann hóf stjórn­mála­þátt­töku. 

9. Rík­is­stjórnin kol­fallin og allir vel undir kjör­fylgi

Afleið­ing­arnar birt­ast líka í fylgi stjórn­ar­flokk­anna á lands­vísu. Í könnun Pró­sents sem birt var í vik­unni kom fram að rík­is­stjórnin væri kol­fall­in, að þing­manna­fjöldi hennar myndi skreppa saman um tólf ef kosið yrði í dag og að sam­an­lagt fylgi flokk­anna þriggja sem að henni standa myndi ekki ná 40 pró­sent. 

Mestu fylgi tapar Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn, flokkur Bjarna Bene­dikts­­sonar fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. Hann mælist með 17,9 pró­­sent fylgi sem myndi skila tólf þing­­mönn­­um. Flokk­­ur­inn fékk 24,4 pró­­sent atkvæða í kosn­­ing­unum 2021 og tapar því 6,5 pró­­sent­u­­stig­­um. Það er í fyrsta sinn sem Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn mælist með undir 18 pró­­sent fylgi í stórri fylgiskönn­un.

Hinir stjórn­­­ar­­flokk­­arnir tveir tapa líka miklu fylgi. Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn hefur tapað 4,9 pró­­sent­u­­stigum frá kosn­­ing­unum í fyrra­haust og mælist með 12,4 pró­­sent fylgi. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra, mælist með 9,6 pró­­sent fylgi sem er þremur pró­­sent­u­­stigum minna en þau fengu upp úr kjör­köss­unum í sept­­em­ber 2021. 

10. Áhrif banka­söl­unnar sýni­leg í bar­átt­unni um borg­ina

Þótt það hafi verið rík­is­stjórnin sem seldi hlut­inn í Íslands­banka þá teygja áhrif óánægj­unnar vegna söl­unnar sig líka yfir í sveit­ar­stjórn­ar­mál­in, en þar verður kosið eftir sléttar tvær vik­ur. Í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans kemur fram að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Reykja­vík sé að tapa fylgi hratt, en fylgi hans mælist nú 21,9 pró­sent. Það er 8,9 pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2018. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með 12,6 pró­sent fylgi í höf­uð­borg­inni, sem er mikil bæt­ing frá því sem hann fékk í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018 og svipað og flokk­ur­inn fékk í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum í þing­kosn­ing­unum í fyrra­haust. Vinstri græn mæl­ast með ein­ungis 6,2 pró­sent fylgi, sem er betra en 2018 en langt frá því fylgi sem flokk­ur­inn fékk í Reykja­vík í síð­ustu kosn­ingum til Alþing­is. Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna í höf­uð­borg­inni mælist nú 40,7 pró­sent, sem er nán­ast sama sam­eig­in­lega fylgi og þeir njóta á lands­vís­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar