„Ríkisendurskoðun hafnar aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um annarleg sjónarmið“

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka stendur óhögguð þrátt fyrir athugasemdir Bankasýslunnar. Stofnunin hafnar umfjöllun „ákveðinna fjölmiðla“ og segir hana ekki standast skoðun.

Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun hafnar aðdrótt­unum ákveð­inna fjöl­miðla síð­ustu daga um að ann­ar­leg sjón­ar­mið hafi ráðið för við úttekt­ar­vinnu emb­ætt­is­ins á sölu­ferl­inu á Íslands­banka.

­Stofn­unin segir skýrslu sína um ferlið standa óhagg­aða þrátt fyrir grein­ar­gerð sem Banka­sýsla rík­is­ins birti á vef sínum 16. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, en þar hafn­aði Banka­sýslan gagn­rýni sem Rík­is­end­ur­skoðun hefur sett fram á und­ir­bún­ing og fram­kvæmd á sölu á hlut í Íslands­banka. Hún taldi auk þess Rík­is­end­ur­skoðun „af­hjúpa tak­mark­aða þekk­ingu“ á mál­efn­inu sem var til rann­sókn­ar. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í til­kynn­ingu á vef Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Senni­leg­ast verður að telj­ast að Rík­is­end­ur­skoðun sé þar að vísa í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins, Við­skipta­blaðs­ins og Inn­herja, und­ir­vefs Vísis sem fjallar um efna­hags­mál og við­skipti, um skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Í til­kynn­ing­unni segir að full­yrt hafi verið í ákveðnum fjöl­miðlum að umfjöllun Rík­is­end­ur­skoð­unar um til­boða­bók sölu­ferl­is­ins byggi á mis­skiln­ingi emb­ætt­is­ins. Það hefur meðal ann­ars verið gert í nýlegum pistli Harðar Ægis­sonar, rit­stjóra Inn­herja.

Auglýsing
Ríkisendurskoðun segir þessar full­yrð­ingar rang­ar. „Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur fram að svör Banka­sýslu rík­is­ins til bæði emb­ætt­is­ins og Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands í maí sl. byggðu á umræddu Excel-skjali sem inni­hélt marga ann­marka en ekki upp­færðri og villu­lausri útgáfu þess. Banka­sýslan átt­aði sig ekki á þeirri stað­reynd fyrr en í umsagn­ar­ferli úttekt­ar­innar í októ­ber sl. Gögn máls­ins sýna svo ekki verður um villst að Banka­sýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, ekki að fullu með­vituð um rauneft­ir­spurn fjár­festa þegar ákvörðun um leið­bein­andi loka­verð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn mis­skiln­ing af hálfu Rík­is­end­ur­skoð­unar að ræða.“

Í Morg­un­blað­inu hefur verið lögð áhersla á umfjöllun um leka á skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar tæpum sól­ar­hring áður en skýrslan átti að birt­ast. Þá hefur blað­ið, ásamt Við­skipta­blað­inu, gert tor­tryggi­legt að Rík­is­end­ur­skoðun hafi ráðið Jón Þór Sturlu­son, for­seta við­skipta­fræði­deildar Háskóla Íslands, sem ráð­gjafa við úttekt stofn­un­ar­innar á sölu­ferl­inu með því að benda á að Jón Þór hafi starfað fyrir Sam­fylk­ing­una, meðal ann­ars sem aðstoð­ar­maður ráð­herra, fyrir mörgum árum síð­an.

Skýrslan stendur óhögguð

Í til­kynn­ing­unni segir að við vinnslu og í umsagn­ar­ferli skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar hafi upp­lýs­ingar og athuga­semdir sem fram komu af hálfu Banka­sýslu rík­is­ins verið hafðar til hlið­sjónar og tekið til­lit til atriða sem emb­ætt­inu þótti eiga rétt á sér og vörð­uðu efni skýrsl­unnar og afmörkun henn­ar. 

Skýrslan standi óhögguð þrátt fyrir þá grein­ar­gerð sem Banka­sýslan birti 16. nóv­em­ber sl. og þær athuga­semdir sem stofn­unin hefur kosið að gera að umfjöll­un­ar­efni eftir birt­ingu henn­ar. „Á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis með fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti í gær svar­aði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra aðspurður að sam­skipti við Rík­is­end­ur­skoðun í úttekt­ar­ferl­inu hefðu verið fag­mann­leg og að engin ástæða sé að hans mati til að draga í efa hæfni eða færni Rík­is­end­ur­skoð­unar til að fjalla um mál­ið.“

Í skýrslu Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­un­­­ar, sem birt var í byrjun síð­ustu viku, var sölu­­­ferlið á Íslands­­­­­banka gagn­rýnt harka­­­lega. Stofn­unin sagði fjöl­þætta ann­­­marka hafa verið á söl­unni. Í nið­­­ur­­­stöðu hennar sagði að standa hefði átt betur að söl­unni og hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlut­inn í bank­an­­­um. Ákveðið var að selja á und­ir­verði til að ná fram öðrum mark­miðum en lög­­­bundn­­­um. Hug­lægt mat hafi ráðið því hvernig fjár­­­­­festar voru flokk­aðir og orð­­­spor­s­á­hætta af sölu­­­ferl­inu var van­­­met­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent