„Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene“

Þingmaður Viðreisnar segir að ekki sé hægt að rökstyðja stýrivaxtahækkanir með sólarlandaferðum Íslendinga til Tenerife. „Verðbólgan var ekki fundin upp á Tene.“ Forsætisráðherra segir að horfa verði á stóru myndina.

Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Hvers vegna þarf þrefalt hærri stýri­vexti hér en í Evr­ópu til að vinna gegn verð­bólgu sem er sú næst lægsta í álf­unn­i?“

Þannig hljóð­aði spurn­ing Þor­bjargar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur, þing­manns Við­reisn­ar, til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands ákvað í gær að hækka stýri­vexti bank­ans um 0,25 pró­­sent­u­­stig. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­­lán­um, verða því 6 pró­­sent. Stýri­vext­ir, sem ákvarða fjár­­­­­magns­­­kostnað heim­ila og fyr­ir­tækja, hafa nú verið hækk­­­aðir við síð­­­­­ustu tíu vaxta­á­kvarð­­­anir nefnd­­­ar­inn­­­ar, en þeir voru 0,75 pró­­­sent í maí í fyrra.

Þor­björg tók dæmi um birt­ing­ar­mynd þeirrar þró­unar sem hækkun stýri­vaxta, tíu sinnum í röð, hefur haft. Þannig hefur greiðslu­byrði heim­ilis með 50 milljón króna óverð­tryggt land til 40 ára á breyti­legum vöxtum hækkað úr 180 krónum á mán­uði í 330 þús­und krón­ur. Greiðslu­byrðin hefur því auk­ist um 150 þús­und krónur á mán­uði.

„Horf­urnar eru dökk­ar, áhrifin á heim­ilin eru þung, á fyr­ir­tækin og allt sam­fé­lag­ið. Og auð­vitað er þessi staða erfið inn í kjara­samn­inga,“ sagði Þor­björg. Hún benti á að vextir hér á landi eru hærri en í Evr­ópu þrátt fyrir að verð­bólgan sé það ekki.

Auglýsing
„Verðbólgan ytra er í hæstu hæð­um, það þekkjum við, meðal ann­ars vegna inn­rásar Rússa í Úkra­ínu og orku­kreppu sem fylg­ir. En þrátt fyrir það eru strýri­vextir hér þrefalt hærri en stýri­vextir evr­ópska seðla­bank­ans, þrefalt hærri en á hinum Norð­ur­lönd­un­um.“

Þá sagði hún útlit fyrir að hús­næð­is­vextir verði áfram tölu­vert hærri á Íslandi en í nágranna­ríkj­un­um. „Þetta er gömul saga og ný, saga sem gleymd­ist að ræða þegar lág­vaxa­skeiðið svo­kall­aða var boðað og ástæðan er ekki bara sú að þjóðin leyfi sér að fara í sum­ar­frí á sól­ina á Tenerife. Verð­bólgan var ekki fundin upp á Tene. En vegna þess­ara íslensku aðstæðna er líka aukin þörf á aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um, á ábyrgri efna­hags­stjórn, án hennar eru heim­ili lands­ins dæmd til að bera eina þung­ann af þessu verð­bólgu­skeið­i.“

Þor­björg spurði í fram­hald­inu for­sæt­is­ráð­herra hvers vegna stýri­vextir hér þurfi að vera þrefalt hærri en í Evr­ópu til að vinna gegn verð­bólgu sem er sú næst lægsta í álf­unni?

Tveir val­kostir í boði: Seðla­bank­inn eða Evr­ópu­sam­bandið

Verð­bólga jókst á ný í októ­ber og mælist nú 9,4 pró­sent. Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar segir að gert er ráð fyrir því verð­bólgan verði 9,4 pró­sent að með­al­tali núna á síð­asta árs­fjórð­ungi, en að hún taki smám saman að hjaðna og verði komin niður í 4,5 pró­sent á síð­asta árs­fjórð­ungi næsta árs.

Katrín sagði að ræða þurfi málið í stærra sam­hengi.

„Ís­land er lítið hag­kerfi, okkar gjald­mið­ill er lít­ill, við sjáum meiri sveiflur í slíku hag­kerfi en stærri hag­kerf­um. Það getur verið kostur og það getur verið gall­i.“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

„Ef við ætlum að ræða um gjald­miðil og pen­inga­stefnu þurfum við að ræða stóra sam­heng­ið.“

Katrín sagði tvo val­kosti í boði. Ann­ars vegar að styrkja þau tæki sem til eru til þess að stýra íslenska hag­kerf­inu eins og gert hefur ver­ið, til að mynda með því að veita Seðla­bank­anum auknar heim­ildir til inn­gripa á hús­næð­is­mark­aði.

Hins vegar er val­kost­ur­inn aðilda að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­taka evru. „Það felur auð­vitað miklu meira í sér en ein­göngu breyt­ingar á pen­inga­stefn­unni, það er bara miklu stærra mál en svo.“

Katrín fund­aði með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins í morgun til að ræða áhrif vaxta­hækk­un­ar­innar á kjara­við­ræður sem nú standa yfir. „Ég tel að það væri mik­ill hagur okkar allra, almenn­ings í þessu landi, ef unnt verður að halda frið á vinnu­mark­aði. Í þeim efnum hafa stjórn­völd lýst sig reiðu­búin til sam­tals, til þess að leggja sitt af mörkum til að greiða fyrir mögu­legum kjara­samn­ing­um.“

En Katrín ítrek­aði að ef ræða ætti pen­inga­stefnu almennt þurfi að ræða það í stærra sam­hengi.

Erum að ræða stóru mynd­ina

Þor­björg Sig­ríður sagði að það væri hún að gera. „Gjald­mið­ill­inn er hluti af stóru mynd­inni, tví­mæla­laust, og um hann er mjög lítið rætt. Það hefur verið rætt um það ára­tugum saman að styrkja þessi tæki sem hæstv. for­sæt­is­ráð­herra vísar til. Staðan er eftir sem áður alltaf sú, og hefur verið lengi, að við búum við þetta vaxta­stig sem er bein afleið­ing af því hver gjald­mið­ill­inn okkar er,“ sagði Þor­björg, sem sagð­ist sakna þess að heyra ekki svar for­sæt­is­ráð­herra við spurn­ing­unni af hverju þörf er á þrefalt hærri stýri­vöxtum hér en ann­ars staðar í Evr­ópu.

Þor­björg sagði rík­is­stjórn­ina bera mikla ábyrgð á að halda verð­bólg­unni í skefjum með aðhaldi í rík­is­rekstr­inum með því að vera ekki í þenslu­hvetj­andi aðgerð­um. „Rík­is­stjórnin verður að axla sinn hlut í þessu máli. Eitt sterkasta fram­lag hæstv. for­sæt­is­ráð­herra núna gagn­vart kjara­samn­ing­unum væri að stýra rík­is­fjár­mál­unum með þeim hætti að mark­mið um að ná tökum á verð­bólg­unni geti náðst fram,“ sagði Þor­björg.

Katrín sagði rík­is­stjórn­ina vera að leggja sitt af mörkum til þess að beita aðhaldi í rík­is­rekstri í fjár­laga­frum­varp­inu sem lagt hefur verið fram.

„Seðla­bank­inn hefur verið að beita sínum tækjum og ég vil bara ítreka það að Seðla­bank­inn er sjálf­stæð­ur. Hann hefur verið að beita stýri­vaxta­tæk­inu vegna lög­gjafar sem kom til að frum­kvæði þess­arar rík­is­stjórn­ar. Þá fékk Seðla­bank­inn víð­tæk­ari stýri­tæki gagn­vart hús­næð­is­mark­aðnum og það er stór­mál þegar kemur að hag­stjórn í þessu landi, stór­mál sem ekki hefur verið nægj­an­lega rætt hér í þessum sal né ann­ars stað­ar,“ sagði Katrín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent