Ævintýrið um Carmen rúllurnar

Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.

Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Auglýsing

Árið 1962 rak kaup­mað­ur­inn Arne Bybjerg fjórar versl­anir í Kalund­borg á Sjá­landi. Þar voru seld útvarps­tæki, plötu­spil­arar og sjón­vörp. Rekst­ur­inn gekk vel, græjurnar ruku út og æ fleiri Danir eign­uð­ust sjón­varps­tæki. Á þessum tíma var sent út í „sauða­lit­un­um“, fyrsta útsend­ing í lit í Dan­mörku fór fram 26. ágúst 1967 „Ga­la-A­bend der Schallplatte“ hét sá dag­skrár­lið­ur.

Eins og áður sagði gekk rekst­ur­inn vel hjá Arne Bybjerg árið 1962 og Arne, sem var 34 ára, velti fyrir sér mögu­leikum á ein­hverju nýju „sem gæti sigrað heim­inn“ eins og hann komst síðar að orði í við­tali. Dag einn rak hann augun í aug­lýs­ingu frá hár­greiðslu- og rak­ara­stofu í Kaup­manna­höfn, þar var getið um raf­magns­hár­rúll­ur. Arne Bybjerg skildi ekki hvað átt var við en lagði leið sína á stof­una í Kaup­manna­höfn til að skoða raf­magns­rúll­urn­ar.

Þegar til átti að taka hitn­uðu rúll­urnar ekki og Arne Bybjerg sneri heim, þessar rúllur væru ekki neitt sem myndi sigra heim­inn. En samt sem áður fór hann aftur til Kaup­manna­hafnar og hann og eig­andi stof­unnar ákváðu að vinna að frek­ari þróun raf­magns­rúll­unn­ar. Það gekk brös­ug­lega og á end­anum keypti Arne Bybjerg hug­mynd­ina og þar með lauk þátt­töku stof­unnar í Kaup­manna­höfn í þessu upp­finn­inga­starfi.

Auglýsing

Mörg ljón í veg­inum

Arne Bybjerg gerði sér grein fyrir að hann byggi ekki yfir þeirri tækni­kunn­áttu sem til þyrfti ef raf­magns­rúll­urnar áttu að verða að veru­leika. Hann setti sig í sam­band við Niels Christ­ian Jørg­en­sen verk­fræð­ing sem var áhuga­maður um upp­finn­ing­ar. Niels Christ­ian tók að sér að reyna að þróa „rúllu­hug­mynd­ina“ og fékk 15 krónur á tím­ann, það þótti þokka­legt tíma­kaup. Rúll­urn­ar, með litlum göddum á, skyldu vera úr plasti og fylltar vökva. Þeim var stungið á þar til gerða pinna, sem hitn­uðu, þegar stungið var í sam­band. Margs konar vanda­mál komu upp meðan á þró­un­ar­vinn­unni stóð: Rúll­urnar voru límdar saman og þrútn­uðu þegar vök­vinn innan í þeim hitn­aði. Í eitt skipti mun­aði minnstu að illa færi þegar lím í rúllu gaf sig og heitur vök­vinn lak út. Stúlka sem þá sat í stól á vinnu­stofu Niels Christ­ian brennd­ist á höfði og missti hluta hárs­ins, sem óx þó aft­ur. En Niels Christ­ian tókst á end­anum að leysa öll tækni­legu vanda­mál­in, hann fékk einka­leyfi á hug­mynd­inni en þeir Arne gerðu samn­ing um frí afnot þess síð­ar­nefnda á hug­mynd­inni.

Vakti litla athygli í upp­hafi

Arne Bybjerg var bjart­sýnn á að raf­magns­rúll­urnar myndu slá í gegn. Hann fékk glugga­skreyt­inga­mann sem hann þekkti til að hanna hentug box, fyrir rúll­urnar sem ákveðið var að skyldu heita Car­men, í hverju boxi 18 rúll­ur. Arne var stór­huga og lét í fyrstu fram­leiða, í hús­næði sem hann leigði, 10 þús­und sett. En þegar að því kom að selja rúll­urnar sýndu fáir þeim áhuga. Arne ákvað að stöðva fram­leiðsl­una, í bili, og fékk hár­sker­ann Søren Unmack til að selja rúll­urn­ar. Áður en Søren hellti sér í sölu­mennsk­una ákvað hann að prófa rúll­urn­ar, þannig að hann vissi hvað hann væri að bjóða.

Settar í þurrt hár

Arne Bybjerg í viðtali árið 1972. Mynd: Af Facebook

Þeir Arne Bybjerg og Niels Christ­ian Jørg­en­sen höfðu alltaf gengið út frá því að raf­magns­rúll­urnar yrðu settar í blautt hár, eins og hafði tíðkast með „gömlu“ hár­rúll­urn­ar. Søren Unmack ákvað að prófa að setja rúll­urnar í þurrt hár, og viti menn: virk­aði full­kom­lega. Søren gekk svo hús úr húsi í Kalund­borg og kynnti Car­men rúll­urn­ar. Jafn­framt voru rúll­urn­ar, og notkun þeirra kynntar í versl­un­um. Skemmst er frá því að segja að rúll­urnar seld­ust eins og heitar lumm­ur, 10 þús­und settin sem upp­haf­lega voru fram­leidd klár­uð­ust fljótt og til að gera langa sögu stutta voru starfs­menn (80% kon­ur) árið 1969 orðnir 3 þús­und tals­ins. Slíkur fjöldi starfs­fólks lá ekki á lausu í Kalund­borg og Arne Bybjerg gerði út rútu­bíla sem óku með starfs­fólk til og frá vinnu víða af Sjá­landi.

Banda­ríkin urðu fljót­lega stærsta mark­aðs­svæðið og um miðjan sjö­unda ára­tug­inn fóru dag­lega tvær flug­vél­ar, hvor um sig með 10 tonna farm af rúll­um, frá Dan­mörku vestur um haf. Klondyke Kalund­borg sögðu Dan­ir.

Tvennt kom til

Ástæður þess að Car­men náði slíkum vin­sældum sem raun ber vitni voru einkum tvær. Á sjö­unda ára­tugnum var sítt hár í tísku hjá báðum kynjum og ekki síður hitt að Car­men rúll­urnar voru auð­veldar í notk­un. Það þurfti ekki að bleyta hárið, og vera svo með rúll­urnar í hár­inu tímunum saman eða sitja undir hár­þurrku­hjálmi og láta sér leið­ast. Í við­tölum var Car­men iðu­lega lýst sem bylt­ingu.

Clariol kaupir

Banda­ríska fyr­ir­tækið Clari­ol, sem á þessum árum átti fjöld­ann allan af snyrti­vöru­versl­unum og apó­tekum var lang stærsti við­skipta­vinur Car­men. Árið 1969 keypti Clariol fyr­ir­tækið Car­men af Arne Bybjerg. Kaup­verðið nam sem jafn­gildir í dag 3 millj­örðum danskra króna, um það bil 56 millj­örðum íslensk­um. Arne sá sig til­neyddan að selja því ann­ars hefði Clariol ein­fald­lega sjálft látið fram­leiða rúll­urnar ann­ars stað­ar. Fram­leiðslan var áfram í Kalund­borg.

Kynningarmynd fyrir nýja sjónvarpsþætti um Carmen-ævintýrið.

Úti er ævin­týri

Fljót­lega eftir að Clariol keypti Car­men fyr­ir­tækið tók að halla undan fæti. Mestu réði breytt hár­tíska, síða hárið var ekki lengur hátíska og svo komu fleiri ,,hjálp­ar­tæki“ á þessu sviði til sög­unn­ar. Verk­smiðj­unni í Kalund­borg var lokað árið 1990, síð­ustu árin voru starfs­menn tæp­lega 400, rúm­lega tíundi hluti þess sem var á „gull­ald­ar­ár­un­um“ um 1970. Þegar starf­sem­inni var hætt hafði um það bil einn millj­arður rúlla verið fram­leiddur í verk­smiðju Car­men. Algeng­ast var að í hverju Car­men boxi væru 18 rúllur en einnig voru rúll­urnar fáan­legar í minni og stærri box­um.

Í lokin er rétt að geta þess að í haust sýnir danska sjón­varp­ið, DR mynda­flokk sem byggður er á sögu Car­men fyr­ir­tæk­is­ins. Í kynn­ingu sagði tals­maður DR, að mynda­flokk­ur­inn væri ekki sagn­fræði, en stydd­ist við stað­reynd­irnar um sögu þessa ein­staka fyr­ir­tæk­is. DR hefur greini­lega trú á mynda­flokknum því að þegar er und­ir­bún­ingur haf­inn að annarri þátta­röð um Car­men. RÚV er með­fram­leið­andi að Car­men þátt­unum þannig að ætla má að þeir komi á skjá lands­manna með haustinu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar