Frétt um Boris og Carrie Johnson hvarf af síðum Times

Frétt um hugmyndir Borisar Johnsons, um að gera framtíðar eiginkonu sína að starfsmannastjóra utanríkisráðuneytisins árið 2018, var fjarlægð úr blaðinu Times á laugardag án nokkurra útskýringa blaðsins. Blaðamaður Times stendur þó við fréttina.

Hjónin Carrie og Boris Johnson fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum.
Hjónin Carrie og Boris Johnson fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum.
Auglýsing

Á laug­ar­dag­inn sagði breska blaðið Times frá því að Boris John­son hefði í upp­hafi árs 2018, er hann var utan­rík­is­ráð­herra, ætlað sér að ráða Carrie Symonds, þáver­andi hjá­konu sína og núver­andi eig­in­konu, í vel­launað starf starfs­manna­stjóra ráðu­neyt­is­ins.

Ráð­gjafar hans og banda­menn í ráðu­neyt­inu eru hins vegar sagðir hafa komið í veg þessar fyr­ir­ætl­an­ir, þar sem þeir vissu af sam­bandi John­son við Symonds og töldu það fela í sér gríð­ar­lega áhættu fyrir hann að ráða ást­konu sína í starf­ið. Enda fer slíkt gegn öllum siða­regl­um.

Mynd af fréttinni sem um ræðir

Jafn­framt töldu þeir að Symonds væri of óreynd í starf­ið, en á þessum tíma var hún fjöl­miðla­full­trúi Íhalds­flokks­ins og hafði ekki reynslu af starfi af því tagi sem John­son vildi ráða hana í.

Fréttir hurfu án útskýr­inga

Frétt um þetta mál birt­ist á blað­síðu fimm í prentút­gáfu Times á laug­ar­dag, að minnsta kosti í þeim ein­tökum sem fyrst komu úr prent­smiðj­unni. Í seinni útgáfum af blað­inu var frétt­ina þó hvergi að finna – og hún var aldrei sett á net­ið. Annar fjöl­mið­ill, Daily Mail, vís­aði til fréttar Times á vef­síðu sinni, en þaðan hvarf hún sömu­leið­is.

Engar útskýr­ingar hafa enn verið settar fram um það af hverju miðl­arnir tóku frétt­irnar úr birt­ingu. Full­trúar útgáfu­fé­lags Times, News UK, sem er hluti af fjöl­miðla­veldi ástr­alska auð­kýf­ings­ins Roberts Mur­doch, hafa hingað til neitað að tjá sig um ástæður þess að fréttin var tekin úr birt­ingu.

Blaða­mað­ur­inn stendur 100 pró­sent við frétt­ina

Blaða­mað­ur­inn Simon Walt­ers, sem skrif­aði frétt Times, fékk sam­kvæmt frétt­inni stað­fest­ingar úr nokkrum ólíkum áttum á að þessi saga væri sönn, en umrædd saga kom fyrst fram í nýlegri bók sem Mich­ael Ashcroft, fyrr­ver­andi vara­for­maður Íhalds­flokks­ins, skrif­aði um eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Athygli vakti yfir helg­ina að Walt­ers, sem er reyndur blaða­mað­ur, lýsti því yfir að hann stæði að fullu við frétt­ina þrátt fyrir að hún hefði verið látin hverfa. Það vakti svo ekki minni athygli þegar aðrir fjöl­miðlar fóru á stjá og fengu sög­una stað­festa frá heim­ild­ar­mönnum sem þekkja til máls­ins, en það hafa Guar­di­an, Independent og fleiri miðlar gert.

Auglýsing

Guar­dian hefur það eftir heim­ildum sínum innan af rit­stjórn Times að blaða­menn þar hafi verið undr­andi á ákvörð­un­inni um að draga frétt­ina úr birt­ingu. Í frétt blaðs­ins segir að að fleiri en einn heim­ild­ar­maður þar telji að yfir­stjórn blaðs­ins hafi haft ein­hver áhrif þar á þá ákvörð­un, sem tekin var af aðstoð­ar­rit­stjóra blaðs­ins.

Sumir breskir miðlar eru þegar byrj­aðir að kalla þetta mál „Carri­ega­te“ og er ekki ósenni­legt að málið sé að vekja meiri athygli en raunin yrði ann­ars sökum þess að fréttin var fjar­lægð.

For­sæt­is­ráðu­neytið beitti sér

Síð­degis í dag stað­festi skrif­stofa for­sæt­is­ráð­herra við fjöl­miðla að full­trúar þar hafi komið athuga­semdum á fram­færi við Times vegna frétt­ar­inn­ar. Sam­kvæmt frétt Independent kvart­aði John­son þó ekki sjálf­ur.

Tals­maður Carrie John­son hefur sagt að fréttin sé „al­gjör­lega ósönn“ og hefur for­sæt­is­ráðu­neytið vísað til þeirra svara, en þó hafa fjöl­miðla­full­trúar þess ekki neitað efni frétt­ar­innar afdrátt­ar­laust með form­legum hætti og segja það ekki á sinni könnu, þar sem John­son hafi ekki verið orð­inn for­sæt­is­ráð­herra á þessum tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent