Frétt um Boris og Carrie Johnson hvarf af síðum Times

Frétt um hugmyndir Borisar Johnsons, um að gera framtíðar eiginkonu sína að starfsmannastjóra utanríkisráðuneytisins árið 2018, var fjarlægð úr blaðinu Times á laugardag án nokkurra útskýringa blaðsins. Blaðamaður Times stendur þó við fréttina.

Hjónin Carrie og Boris Johnson fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum.
Hjónin Carrie og Boris Johnson fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum.
Auglýsing

Á laug­ar­dag­inn sagði breska blaðið Times frá því að Boris John­son hefði í upp­hafi árs 2018, er hann var utan­rík­is­ráð­herra, ætlað sér að ráða Carrie Symonds, þáver­andi hjá­konu sína og núver­andi eig­in­konu, í vel­launað starf starfs­manna­stjóra ráðu­neyt­is­ins.

Ráð­gjafar hans og banda­menn í ráðu­neyt­inu eru hins vegar sagðir hafa komið í veg þessar fyr­ir­ætl­an­ir, þar sem þeir vissu af sam­bandi John­son við Symonds og töldu það fela í sér gríð­ar­lega áhættu fyrir hann að ráða ást­konu sína í starf­ið. Enda fer slíkt gegn öllum siða­regl­um.

Mynd af fréttinni sem um ræðir

Jafn­framt töldu þeir að Symonds væri of óreynd í starf­ið, en á þessum tíma var hún fjöl­miðla­full­trúi Íhalds­flokks­ins og hafði ekki reynslu af starfi af því tagi sem John­son vildi ráða hana í.

Fréttir hurfu án útskýr­inga

Frétt um þetta mál birt­ist á blað­síðu fimm í prentút­gáfu Times á laug­ar­dag, að minnsta kosti í þeim ein­tökum sem fyrst komu úr prent­smiðj­unni. Í seinni útgáfum af blað­inu var frétt­ina þó hvergi að finna – og hún var aldrei sett á net­ið. Annar fjöl­mið­ill, Daily Mail, vís­aði til fréttar Times á vef­síðu sinni, en þaðan hvarf hún sömu­leið­is.

Engar útskýr­ingar hafa enn verið settar fram um það af hverju miðl­arnir tóku frétt­irnar úr birt­ingu. Full­trúar útgáfu­fé­lags Times, News UK, sem er hluti af fjöl­miðla­veldi ástr­alska auð­kýf­ings­ins Roberts Mur­doch, hafa hingað til neitað að tjá sig um ástæður þess að fréttin var tekin úr birt­ingu.

Blaða­mað­ur­inn stendur 100 pró­sent við frétt­ina

Blaða­mað­ur­inn Simon Walt­ers, sem skrif­aði frétt Times, fékk sam­kvæmt frétt­inni stað­fest­ingar úr nokkrum ólíkum áttum á að þessi saga væri sönn, en umrædd saga kom fyrst fram í nýlegri bók sem Mich­ael Ashcroft, fyrr­ver­andi vara­for­maður Íhalds­flokks­ins, skrif­aði um eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Athygli vakti yfir helg­ina að Walt­ers, sem er reyndur blaða­mað­ur, lýsti því yfir að hann stæði að fullu við frétt­ina þrátt fyrir að hún hefði verið látin hverfa. Það vakti svo ekki minni athygli þegar aðrir fjöl­miðlar fóru á stjá og fengu sög­una stað­festa frá heim­ild­ar­mönnum sem þekkja til máls­ins, en það hafa Guar­di­an, Independent og fleiri miðlar gert.

Auglýsing

Guar­dian hefur það eftir heim­ildum sínum innan af rit­stjórn Times að blaða­menn þar hafi verið undr­andi á ákvörð­un­inni um að draga frétt­ina úr birt­ingu. Í frétt blaðs­ins segir að að fleiri en einn heim­ild­ar­maður þar telji að yfir­stjórn blaðs­ins hafi haft ein­hver áhrif þar á þá ákvörð­un, sem tekin var af aðstoð­ar­rit­stjóra blaðs­ins.

Sumir breskir miðlar eru þegar byrj­aðir að kalla þetta mál „Carri­ega­te“ og er ekki ósenni­legt að málið sé að vekja meiri athygli en raunin yrði ann­ars sökum þess að fréttin var fjar­lægð.

For­sæt­is­ráðu­neytið beitti sér

Síð­degis í dag stað­festi skrif­stofa for­sæt­is­ráð­herra við fjöl­miðla að full­trúar þar hafi komið athuga­semdum á fram­færi við Times vegna frétt­ar­inn­ar. Sam­kvæmt frétt Independent kvart­aði John­son þó ekki sjálf­ur.

Tals­maður Carrie John­son hefur sagt að fréttin sé „al­gjör­lega ósönn“ og hefur for­sæt­is­ráðu­neytið vísað til þeirra svara, en þó hafa fjöl­miðla­full­trúar þess ekki neitað efni frétt­ar­innar afdrátt­ar­laust með form­legum hætti og segja það ekki á sinni könnu, þar sem John­son hafi ekki verið orð­inn for­sæt­is­ráð­herra á þessum tíma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent