Mun „háskalegri röskun“ á veðurfari en talið var kallar á hraðari aðgerðir

Loftslagsráð skorar á íslensk stjórnvöld að framfylgja af mun meiri festu þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið í loftslagsmálum. Markmið með samdrætti um losun séu óljós og ófullnægjandi.

Bráðnun jökla á Íslandi er ein skýrasta birtingarmynd loftslagsbreytinga sem fyrirfinnst.
Bráðnun jökla á Íslandi er ein skýrasta birtingarmynd loftslagsbreytinga sem fyrirfinnst.
Auglýsing

Lofts­lags­að­gerðir íslenskra stjórn­valda eru ekki í sam­ræmi við nýj­ustu vís­inda­gögn. Í til­efni af við­vörun IPCC, milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál, ítrekar Lofts­lags­ráð áskorun til íslenskra stjórn­valda um að fram­fylgja af mun meiri festu þeim ákvörð­unum sem þegar hafa verið teknar og hraða frek­ari stefnu­breyt­ingum og aðgerðum í lofts­lags­mál­um. „Mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir 2030 eru óljós og ófull­nægj­andi. Nauð­syn­legt er að stjórn­völd skýri og útfæri þessi mark­mið nán­ar.“

Þetta kemur fram í áliti Lofts­lags­ráðs sem sam­þykkt var á fundi þess 9. júní.

Að mati Loft­lags­ráðs er fram­kvæmd aðgerða­á­ætl­unar íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­málum ómark­viss. Auka þurfi sam­drátt hratt með „sam­stilltu og vel skipu­lögðu átaki allra“. Til að ná því mark­miði þurfi að fara af und­ir­bún­ings- á fram­kvæmda­stig og meta árangur með mun öfl­ugri grein­ingum en nú er beitt. „Lofts­lagsvæn fram­tíð­ar­sýn kallar á nýjar áherslur í fjár­fest­ingum og nýsköpun sem leggja mun grunn að verð­mæta­sköpun í kolefn­is­hlut­lausu hag­kerf­i,“ segir í álit­inu.

Lofts­lags­ráð er sjálf­stætt starf­andi ráð sem hefur það meg­in­hlut­verk að veita stjórn­völdum aðhald með fag­legri ráð­gjöf um lofts­lags­mál. Þá er hlut­verk ráðs­ins einnig að hafa yfir­sýn yfir fræðslu og miðlun upp­lýs­inga um lofts­lags­mál til almenn­ings. Ráðið sinnir hlut­verki sínu með því að rýna áætl­anir stjórn­valda sem snerta lofts­lags­mál, stuðla að upp­lýstri umræðu um aðgerðir til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og auka kolefn­is­bind­ingu sem og ráð­gjöf um aðlögun að lofts­lags­breyt­ing­um.

Auglýsing

Alls­herj­ar­mat á hnatt­rænni stöðu og horfum í lofts­lags­málum liggur nú að mestu fyr­ir, en það er unnið af IPCC sem er alþjóð­leg stofnun sem Ísland er full­gildur aðili að. „Sam­kvæmt því mati stefnir í mun háska­legri röskun en þegar hefur orðið á þeim stöð­ug­leika í veð­ur­fari sem ein­kennt hefur síð­ustu árþús­und­ir,“ minnir Lofts­lags­ráð á í áliti sínu. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu fer enn vax­andi og hefur aldrei verið meiri.

„Slík röskun er ekki óum­flýj­an­leg,“ bendur Lofts­lags­ráð þó á. „Ráð­ast þarf í kerf­is­lægar breyt­ingar svo sem með umbylt­ingu orku­kerfa, sam­göngu­kerfa, skipu­lags borga, fjár­mála­kerfa sem og í opin­berri hag­stjórn. Stjórn­völd verða án tafar að skapa umgjörð sem stuðlar að jákvæðum breyt­ingum með mark­vissri stefnu­mót­un. Mik­il­vægt er að stjórn­völd nýti þá víð­tæku reynslu og þekk­ingu sem til staðar er hér á landi sem og erlendis til að hraða aðgerð­u­m.“

Skýrslum IPCC er ætlað að upp­lýsa þá sem taka ákvarð­anir og móta stefnu í lofts­lags­málum um vís­inda­lega þekk­ingu á sviði lofts­lags­breyt­inga. Lofts­lags­ráð segir að líta megi á mat 3. vinnu­hóps IPCC sem efni­við sem nýta eigi hér á landi til að auka árangur í bar­átt­unni við lofts­lags­vána.

Helstu skila­boð skýrslu vinnu­hóps­ins, sem kom út í apríl eru:

  • Losun hefur auk­ist á heims­vísu og hefur hún aldrei verið meiri, en hægt hefur á aukn­ing­unni að með­al­tali síð­asta ára­tug að hluta til vegna stjórn­valds­að­gerða.
  • Fyr­ir­liggj­andi aðgerðir á heims­vísu sem og lands­fram­lög til lofts­lags­mála (NDC) duga ekki til að halda hita­stigs­hækkun innan við 2°C og eru fjarri því að ná að halda hækkun við 1,5°C þar sem hámarki í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þarf að ná árið 2025. Metn­aður þarf því að aukast mikið og árangur aðgerða að marg­fald­ast.
  • Hægt er að ná umtals­verðum sam­drætti með mót­væg­is­að­gerðum sem byggja á tækni sem er þegar til. Áfram­hald­andi tækni­þróun er þó afar mik­il­væg.
  • Margar mót­væg­is­að­gerðir eru nú þegar sam­keppn­is­hæfar svo sem notkun end­ur­nýj­an­legrar orku í raf­orku­fram­leiðslu í stað jarð­efna­elds­neytis og hefur kostn­aður dreg­ist mjög mikið saman síð­ustu ár.
  • Víð­feðmar kerf­is­breyt­ingar þurfa að eiga sér stað til að styðja við mót­væg­is­að­gerðir innan geira. Hegð­un­ar- og lífs­stíls­breyt­ingar geta einnig skilað miklum sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (GHL).
  • Mik­il­vægt er að beita bæði reglu­gerðum og hag­rænum stjórn­tækjum til að hvetja til inn­leið­ingar mót­væg­is­að­gerða og til að draga úr hindr­unum þeirra. Sam­hæfa þarf fjár­mál hins opin­bera við aðgerðir í lofts­lags­mál­um.
  • Mik­il­vægt er að ráð­ast í heild­stæða stefnu­mótun í mála­flokkn­um.
  • Aðgerðir sem miða að því að draga úr losun GHL og auka bind­ingu til að halda hita­stigs­hækkun innan 2 °C munu draga lítið úr hag­vexti. En þegar fjöl­breyttur ávinn­ingur mót­væg­is­að­gerða er tek­inn til greina verður efna­hags­legur ávinn­ingur af aðgerðum og lífs­gæði batna.
  • Sam­legð­ar­á­hrif eru á milli mót­væg­is­að­gerða sem draga úr losun eða auka bind­ingu og sjálf­bærrar þró­unar en mik­il­vægt er að meta áhrif mót­væg­is­að­gerða á nátt­úru og umhverfi (svo sem á líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika) og sam­fé­lag (svo sem jöfn­uð).
  • Skil­virk stefnu­mörk­un, inn­leið­ing sem og til að tryggja sam­fé­lags­lega sátt um aðgerðir byggir á þátt­töku og sam­vinnu stjórn­valda og fjöl­breyttra aðila svo sem almenn­ings og atvinnu­lífs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent