Mun „háskalegri röskun“ á veðurfari en talið var kallar á hraðari aðgerðir

Loftslagsráð skorar á íslensk stjórnvöld að framfylgja af mun meiri festu þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið í loftslagsmálum. Markmið með samdrætti um losun séu óljós og ófullnægjandi.

Bráðnun jökla á Íslandi er ein skýrasta birtingarmynd loftslagsbreytinga sem fyrirfinnst.
Bráðnun jökla á Íslandi er ein skýrasta birtingarmynd loftslagsbreytinga sem fyrirfinnst.
Auglýsing

Lofts­lags­að­gerðir íslenskra stjórn­valda eru ekki í sam­ræmi við nýj­ustu vís­inda­gögn. Í til­efni af við­vörun IPCC, milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál, ítrekar Lofts­lags­ráð áskorun til íslenskra stjórn­valda um að fram­fylgja af mun meiri festu þeim ákvörð­unum sem þegar hafa verið teknar og hraða frek­ari stefnu­breyt­ingum og aðgerðum í lofts­lags­mál­um. „Mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir 2030 eru óljós og ófull­nægj­andi. Nauð­syn­legt er að stjórn­völd skýri og útfæri þessi mark­mið nán­ar.“

Þetta kemur fram í áliti Lofts­lags­ráðs sem sam­þykkt var á fundi þess 9. júní.

Að mati Loft­lags­ráðs er fram­kvæmd aðgerða­á­ætl­unar íslenskra stjórn­valda í lofts­lags­málum ómark­viss. Auka þurfi sam­drátt hratt með „sam­stilltu og vel skipu­lögðu átaki allra“. Til að ná því mark­miði þurfi að fara af und­ir­bún­ings- á fram­kvæmda­stig og meta árangur með mun öfl­ugri grein­ingum en nú er beitt. „Lofts­lagsvæn fram­tíð­ar­sýn kallar á nýjar áherslur í fjár­fest­ingum og nýsköpun sem leggja mun grunn að verð­mæta­sköpun í kolefn­is­hlut­lausu hag­kerf­i,“ segir í álit­inu.

Lofts­lags­ráð er sjálf­stætt starf­andi ráð sem hefur það meg­in­hlut­verk að veita stjórn­völdum aðhald með fag­legri ráð­gjöf um lofts­lags­mál. Þá er hlut­verk ráðs­ins einnig að hafa yfir­sýn yfir fræðslu og miðlun upp­lýs­inga um lofts­lags­mál til almenn­ings. Ráðið sinnir hlut­verki sínu með því að rýna áætl­anir stjórn­valda sem snerta lofts­lags­mál, stuðla að upp­lýstri umræðu um aðgerðir til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og auka kolefn­is­bind­ingu sem og ráð­gjöf um aðlögun að lofts­lags­breyt­ing­um.

Auglýsing

Alls­herj­ar­mat á hnatt­rænni stöðu og horfum í lofts­lags­málum liggur nú að mestu fyr­ir, en það er unnið af IPCC sem er alþjóð­leg stofnun sem Ísland er full­gildur aðili að. „Sam­kvæmt því mati stefnir í mun háska­legri röskun en þegar hefur orðið á þeim stöð­ug­leika í veð­ur­fari sem ein­kennt hefur síð­ustu árþús­und­ir,“ minnir Lofts­lags­ráð á í áliti sínu. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu fer enn vax­andi og hefur aldrei verið meiri.

„Slík röskun er ekki óum­flýj­an­leg,“ bendur Lofts­lags­ráð þó á. „Ráð­ast þarf í kerf­is­lægar breyt­ingar svo sem með umbylt­ingu orku­kerfa, sam­göngu­kerfa, skipu­lags borga, fjár­mála­kerfa sem og í opin­berri hag­stjórn. Stjórn­völd verða án tafar að skapa umgjörð sem stuðlar að jákvæðum breyt­ingum með mark­vissri stefnu­mót­un. Mik­il­vægt er að stjórn­völd nýti þá víð­tæku reynslu og þekk­ingu sem til staðar er hér á landi sem og erlendis til að hraða aðgerð­u­m.“

Skýrslum IPCC er ætlað að upp­lýsa þá sem taka ákvarð­anir og móta stefnu í lofts­lags­málum um vís­inda­lega þekk­ingu á sviði lofts­lags­breyt­inga. Lofts­lags­ráð segir að líta megi á mat 3. vinnu­hóps IPCC sem efni­við sem nýta eigi hér á landi til að auka árangur í bar­átt­unni við lofts­lags­vána.

Helstu skila­boð skýrslu vinnu­hóps­ins, sem kom út í apríl eru:

  • Losun hefur auk­ist á heims­vísu og hefur hún aldrei verið meiri, en hægt hefur á aukn­ing­unni að með­al­tali síð­asta ára­tug að hluta til vegna stjórn­valds­að­gerða.
  • Fyr­ir­liggj­andi aðgerðir á heims­vísu sem og lands­fram­lög til lofts­lags­mála (NDC) duga ekki til að halda hita­stigs­hækkun innan við 2°C og eru fjarri því að ná að halda hækkun við 1,5°C þar sem hámarki í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þarf að ná árið 2025. Metn­aður þarf því að aukast mikið og árangur aðgerða að marg­fald­ast.
  • Hægt er að ná umtals­verðum sam­drætti með mót­væg­is­að­gerðum sem byggja á tækni sem er þegar til. Áfram­hald­andi tækni­þróun er þó afar mik­il­væg.
  • Margar mót­væg­is­að­gerðir eru nú þegar sam­keppn­is­hæfar svo sem notkun end­ur­nýj­an­legrar orku í raf­orku­fram­leiðslu í stað jarð­efna­elds­neytis og hefur kostn­aður dreg­ist mjög mikið saman síð­ustu ár.
  • Víð­feðmar kerf­is­breyt­ingar þurfa að eiga sér stað til að styðja við mót­væg­is­að­gerðir innan geira. Hegð­un­ar- og lífs­stíls­breyt­ingar geta einnig skilað miklum sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (GHL).
  • Mik­il­vægt er að beita bæði reglu­gerðum og hag­rænum stjórn­tækjum til að hvetja til inn­leið­ingar mót­væg­is­að­gerða og til að draga úr hindr­unum þeirra. Sam­hæfa þarf fjár­mál hins opin­bera við aðgerðir í lofts­lags­mál­um.
  • Mik­il­vægt er að ráð­ast í heild­stæða stefnu­mótun í mála­flokkn­um.
  • Aðgerðir sem miða að því að draga úr losun GHL og auka bind­ingu til að halda hita­stigs­hækkun innan 2 °C munu draga lítið úr hag­vexti. En þegar fjöl­breyttur ávinn­ingur mót­væg­is­að­gerða er tek­inn til greina verður efna­hags­legur ávinn­ingur af aðgerðum og lífs­gæði batna.
  • Sam­legð­ar­á­hrif eru á milli mót­væg­is­að­gerða sem draga úr losun eða auka bind­ingu og sjálf­bærrar þró­unar en mik­il­vægt er að meta áhrif mót­væg­is­að­gerða á nátt­úru og umhverfi (svo sem á líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika) og sam­fé­lag (svo sem jöfn­uð).
  • Skil­virk stefnu­mörk­un, inn­leið­ing sem og til að tryggja sam­fé­lags­lega sátt um aðgerðir byggir á þátt­töku og sam­vinnu stjórn­valda og fjöl­breyttra aðila svo sem almenn­ings og atvinnu­lífs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent