Auglýsing

Fyrir tæpum mán­uði var seldur hlutur rík­is­ins í Íslands­banka með hætti sem allt bendir til að stand­ist ekki frek­ari skoð­un. Um var að ræða lokað útboð með svo­kall­aðri til­boðs­leið þar sem 207 fjár­festar fengu að kaupa 22,5 pró­sent hlut með 2,25 millj­arða króna afslætti af mark­aðsvirði. Hóp­ur­inn sem fékk að kaupa inni­hélt meðal ann­ars starfs­menn og eig­endur sölu­ráð­gjafa, litla fjár­festa sem rök­studdur grunur er um að upp­fylli ekki skil­yrði þess að telj­ast fag­fjár­fest­ar, erlenda skamm­tíma­sjóði sem höfðu sýnt það áður í verki að þeir hafa engan áhuga á að vera lang­tíma­fjár­festar í Íslands­banka, fólk í virkri lög­reglu­rann­sókn, aðila sem áttu stóra hluti í bönkum fyrir hrun og svo auð­vitað föður fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Könnun sem Frétta­blaðið birti í gær sýnir að 83 pró­sent þjóð­ar­innar er óánægð með sölu­ferl­ið. Meg­in­þorri þess hóps er mjög óánægð­ur. Ein­ungis þrjú pró­sent voru mjög ánægð. Eng­inn mark­tækur munur er á afstöðu fólks er kemur að kyni, aldri, búsetu, tekjum eða mennt­un. Eina sýni­lega frá­vikið er að kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem mælist með rúm­lega 20 pró­sent fylgi, eru mark­tækt ánægð­ari með söl­una en kjós­endur allra ann­arra flokka, en alls segj­ast 30 pró­sent þeirra vera sáttir en 44 pró­sent ósátt­ir. 

Aðrir kjós­endur eru sam­mála um að sölu­ferlið hafi verið fúsk. Spillt. Óboð­leg­t. 

Til­raun til að lækka í suð­unni

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands rann­sakar nú hvort kröfum um hæfi fjár­festa hafi verið fylgt eftir af þeim fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem sáu um sölu á hlut rík­is­ins. Þá eru til athug­unar mögu­legir hags­muna­á­rekstrar ein­stakra sölu­að­ila við kaup starfs­manna eða tengdra aðila á hlutum í bank­an­um. Auk þess er Rík­is­end­ur­skoð­un, sem er reyndar án kos­ins rík­is­end­ur­skoð­anda, að fram­kvæma stjórn­sýslu­út­tekt á sölu­ferl­inu og á að skila henni af sér í júní.

Auglýsing
Leiðtogar stjórn­ar­flokka, þau Katrín Jak­obs­dótt­ir, Sig­urður Ingi Jóhanns­son og Bjarni Bene­dikts­son, voru í felum alla pásk­ana vegna máls­ins. Létu ekki ná í sig. Taktíkin er ágæt­lega þekkt og til­gang­ur­inn vænt­an­lega sá að von­ast til að óánægjan og áhug­inn á rík­is­banka­söl­unni myndi dvína yfir páska­eggja­át­inu. Þeim varð ekki að ósk sinni og á mánu­dag fund­uðu þau þrjú til að ákveða hvernig væri hægt að reyna að lækka póli­tíska hit­ann undir pott­inum sem farið er að sjóða upp úr.

Þar komust þau að þeirri nið­ur­stöðu að hent­ug­asta skjólið sé í hand­ar­krika svo­kall­aðrar arms­lengdar milli þeirra sem bera póli­tíska ábyrgð og stofn­un­ar­innar sem fram­kvæmdi sölu­ferlið í umboði stjórn­mála­manna. 

Lausnin var að leggja niður Banka­sýslu rík­is­ins. Reyna að gera hana ábyrga fyrir klúðr­in­u. 

Laga­leg ábyrgð er skýr

Til eru sér­stök lög um Banka­sýslu rík­is­ins. Þar eru verk­efni hennar talin til. Þau eru níu tals­ins og snúa flest að því hvað stofn­unin eigi að gera á meðan að hún fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í bönk­um. Tvö síð­ustu snúa svo að því hvert hlut­verk Banka­sýsl­unnar er þegar selja á þá hluti. Í fyrsta lagi á hún að leggja fram til­lögur til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um hvort og hvenær eign­ar­hlutir í rík­is­bönkum verði boðnir til sölu. Í öðru lagi á hún að und­ir­búa og vinna til­lögur um sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í bönk­um. 

Banka­sýsla rík­is­ins tekur því engar end­an­legar ákvarð­anir heldur leggur fram til­lög­ur. Það er ráð­herra sem tekur ákvarð­anir byggðar á þeim til­lög­um. 

Það er stað­fest í öðrum lög­um, þeim sem fjalla um sölu­með­ferð á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum. Í fjórðu grein þeirra segir að Banka­sýsla rík­is­ins ann­ist sölu­með­ferð eign­ar­hluta fyrir hönd rík­is­ins í sam­ræmi við ákvörðun ráð­herra. „Þegar til­boð í eign­ar­hlut liggja fyrir skal Banka­sýsla rík­is­ins skila ráð­herra rök­studdu mati á þeim. Ráð­herra tekur ákvörðun um hvort til­boð skuli sam­þykkt eða þeim hafnað og und­ir­ritar samn­inga fyrir hönd rík­is­ins um sölu eign­ar­hlut­ar­ins.“

Svo eru auð­vitað stjórn­sýslu­lög í land­inu. Sam­kvæmt þeim ber ráð­herra alltaf að leggja sjálf­stætt mat á til­lögu sem felur í sér stjórn­valds­á­kvörð­un, eins og það að selja hlut í rík­is­banka. Ef ráð­herra stendur ekki undir því að taka ákvörðun sína að vel ígrund­uðu máli, þannig að hann hafi til dæmis kynnt sér hvort brotala­mir hafi verið í fram­kvæmd söl­unn­ar, þá brýtur hann gegn 10. grein stjórn­sýslu­laga sem fjallar um hina svoköll­uðu rann­sókn­ar­reglu. Þar segir að stjórn­vald, í þessu til­viki fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, skuli „sjá til þess að mál sé nægj­an­lega upp­lýst áður en ákvörðun er tekin í því.“

Gild­andi lög eru því kýr­skýr: ábyrgð á sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum er hjá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Engum öðr­um.

Fram­kvæmt í nánu sam­starfi við stjórn­völd sem voru ítar­lega upp­lýst

Líkt og rakið hefur verið áður á þessum vett­vangi er það þó, að minnsta kosti enn sem komið er, póli­tískur ómögu­leiki að Bjarni Bene­dikts­son axli þá ábyrgð með því að stíga frá. Til­vera rík­is­stjórn­ar­innar hvílir á póli­tísku ­sam­bandi hans við Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Það var enda hún sem mætti fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­innar í fjöl­miðla í gær til að verja verk­in. ­Bjarni var í vari erlend­is.

Línan sem for­menn stjórn­ar­flokk­anna komu sér saman um að leggja á fundi sínum á mánu­dag var að taka þá skyndi­á­kvörðun að leggja niður stofn­un­ina sem hélt utan um fram­kvæmd­ina svo það þyrfti ekki að leggja niður stjórn­mála­feril þess sem bar ábyrgð á henni. Og von­ast svo til að rann­sóknir sem standi fram á sum­arið geri það að verkum að það fenni yfir mestu óánægj­una, eða kaupi að minnsta kosti tíma til að drepa mál­inu frekar á dreif. Þangað til er ekki til­efni til stjórn­ar­slita eða að ráð­herra víki, sam­kvæmt for­sæt­is­ráð­herra.

Í hraðsoðnum rök­stuðn­ingi í yfir­lýs­ingu for­manna stjórn­ar­flokk­anna sem birt var í kjöl­farið sagði að „þeir ann­markar sem í ljós hafa komið við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd sölu á eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum hafa leitt í ljós þörf­ina fyrir end­ur­skoðun á lagaum­gjörð og stofn­ana­fyr­ir­komu­lag­i.“ Þetta er eins loðið og það ger­ist. 

Auglýsing
Sumum öðrum ráð­herrum var ekki gerð grein fyrir nið­ur­stöðu þeirra fyrr en á þriðju­dags­morgun þegar þeim bár­ust drög að við­brögð­um. Samt er sagt í yfir­lýs­ing­unni að það sé rík­is­stjórnin sem hafi ákveðið að leggja til við Alþingi að Banka­sýslan verði lögð nið­ur. 

Stjórn og starfs­menn Banka­sýsl­unnar virð­ast hafa lesið um það í fjöl­miðlum að störf þeirra verði lögð nið­ur. Stjórn­in, sem er öll skipuð af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sendi frá sér til­kynn­ingu á þriðju­dag, eftir að þrír ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar ákváðu að stofn­unin yrði ekki mikið lengur til. 

Þar sagði meðal ann­ars: „Fram­kvæmd útboðs­ins fór eins fram og því hafði verið lýst af hálfu stofn­unnar frá upp­hafi til loka, í nánu sam­starfi við stjórn­völd sem voru ítar­lega upp­lýst um öll skref sem stigin vor­u.“ 

Þar sagði einnig að stjórn­völd, sem voru ítar­lega upp­lýst um öll skref sem stigin voru, hafi ekki sett fram neina form­lega gagn­rýni á fram­kvæmd útboðs­ins. 

Nið­ur­staða stjórnar Banka­sýsl­unnar er því, rétti­lega, sú að það séu stjórn­völd sem beri ábyrgð á söl­unni. Hún hafi fram­fylgt vilja þeirra. 

Val­kvæð ábyrgð

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur hingað til ekki færst undan því að axla ábyrgð á sölu á hlut í Íslands­banka ef henni fylgir jákvæð ára. Það sást til að mynda þegar hann tók við verð­launum frá Inn­herja í lok síð­asta árs, ásamt for­stjóra Banka­sýsl­unnar og banka­stjóra Íslands­banka, þegar fyrsti fasi sölu Íslands­banka var útnefndur sem við­skipti árs­ins. Hægt er að lesa frétt um þetta á vef Sjálf­stæð­is­flokks­ins hér. „Ég lagði mikla áherslu á að fá þetta í gegn og þegar við loks­ins tókum ákvörðun um að láta til skara skríða var tímara­mm­inn þröng­ur,“ sagði Bjarni við þetta til­efni.

Nú er honum tíð­rætt um að horfa þurfi á heild­ar­mynd­ina, svo ekki sé horft á það sem aflaga fór. En þjóðin er að horfa á fúskið og klúðr­ið. Hún hefur þá skoðun að þarna hafi gæðum í almanna­eigu verið úthlutað með hætti sem sé ekki boð­leg­ur. 

Traustið á banka­söl­unni er far­ið. Það verður ekki end­ur­heimt með því að leggja niður stofn­un. Það verður ekki end­ur­heimt með því að ein­vörð­ungu hengja sölu­ráð­gjafa sem mögu­lega brutu lög. Það verður ekki end­ur­heimt með því að boða óljósa end­ur­skipu­lagn­ingu á ferlum sem not­aðir eru til að selja eignir almenn­ings. 

Traust verður end­ur­heimt ef almenn­ingur skynjar að póli­tísku valdi, sem er skýrt sam­kvæmt lög­um, fylgi ábyrgð. Ef sá sem heldur á vald­inu mis­fer með það, hvort sem það er vilj­andi eða óvart, þá þarf hann að axla þá ábyrgð. 

Það er ein­ungis gert með því að víkja til hlið­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari