Yfir 80 prósent landsmanna óánægð með bankasöluna – Sjálfstæðismenn ánægðastir

Átta af hverjum tíu landsmenn eru óánægðir með hvernig staðið var að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði og vilja að sett verði upp rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna. Eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru sátt með söluferlið.

Það gustar um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um þessar mundir.
Það gustar um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um þessar mundir.
Auglýsing

Rúm­lega átta af hverjum tíu lands­mönn­um, alls 83 pró­sent aðspurðra, segj­ast óánægð með fyr­ir­komu­lag á sölu á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka þann 22. mars síð­ast­lið­inn, sam­kvæmt nýrri könnun Pró­sents fyrir Frétta­blaðið. Af þessum hópi eru 70 pró­sent mjög óánægð með hvernig til tókst við söl­una. Alls telja 80 pró­sent að setja eigi upp rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til að rann­saka söl­una. 

Þann 22. mars var ofan­greindur hlutur seldur í lok­uðu útboði með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi og 2,25 millj­arða króna afslætti frá mark­aðsvirði til 207 fjár­festa. Salan hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir að litlum fjár­fest­um, sem keyptu fyrir lágar upp­hæð­ir, hafi verið hleypt að í útboð­inu, að starfs­menn og eig­endur sölu­ráð­gjafa hafi keypt og að jafn­ræðis hafi ekki verið gætt þegar valdir voru þátt­tak­endur úr hópi skil­greindra fag­fjár­festa. 

Í könnun Pró­sents kemur fram að ein­ungis sjö pró­sent aðspurðra eru ánægð með hvernig til tókst og þar af ein­ungis þrjú pró­sent mjög ánægð. Athygli vekur að nán­ast allir hópar sam­fé­lags­ins virð­ast jafn óánægðir með söl­una á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Í Frétta­blað­inu í dag segir að það sé nán­ast eng­inn mark­tækur munur er á afstöðu fólks er kemur að kyni, aldri, búsetu, tekjum eða mennt­un. 

Auglýsing
Þeir sem kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn eru þó mark­tækt ánægð­ari með söl­una en kjós­endur ann­arra flokka. Alls segj­ast 30 pró­sent þeirra að þeir séu ánægðir með hana en 44 pró­sent segj­ast óánægð­ir. Til sam­an­burðar mælist óánægja með söl­una að minnsta 78 pró­sent á meðal kjós­enda allra ann­arra flokka í land­inu. Hjá hinum stjórn­ar­flokk­un­um, Vinstri grænum og Fram­sókn, er vart mæl­an­leg ánægja með söl­una á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Ein­ungis eitt pró­sent kjós­enda Vinstri grænna, flokks Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, segj­ast ánægð með söl­una og fimm pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar, flokks Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar inn­við­a­ráð­herra. Í Frétta­blað­inu kemur fram að eng­inn stuðn­ings­maður Sam­fylk­ing­ar, Pírata eða Sós­í­alista sé ánægður með söl­una. 

Um var að ræða net­könnun Pró­sents sem var gerð 13. til 19. apr­íl. Úrtakið var 2.150 manns, 18 ára og eldri og svar­hlut­fall var 50,3 pró­sent. 

For­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja komu sér saman um það í byrjun viku að leggja niður Banka­sýslu rík­is­ins til að bregð­ast við þeirri miklu óánægju sem verið hefur í sam­fé­lag­inu með sölu­fyr­ir­komu­lag­ið. Þá fól Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Rík­is­end­ur­skoðun að rann­saka söl­una og sú stofnun á að skila stjórn­sýslu­út­tekt í júní. Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands rann­sakar auk þess þátt sölu­ráð­gjaf­ana fimm í útboð­inu, sér­stak­lega hvort skil­grein­ing þeirra á hæfi fag­fjár­festa stand­ist ekki skoðun og kaup starfs­manna og eig­enda sölu­ráð­gjafa í útboð­inu. Banka­sýsla rík­is­ins greindi frá því í gær að hún myndi halda eftir sölu­þóknun til ráð­gjaf­anna þar til það skýrist hvort þeir hafi gerst brot­leg­ir, en alls eiga allir ráð­gjafar að fá um 700 millj­ónir króna í þóknun fyrir sína aðkomu að útboð­inu. Í Morg­un­blað­inu í dag er greint frá því að titr­ings gæti á meðal sölu­ráð­gjafa þar sem nei­kvæð nið­ur­staða í rann­sókn á þeim gæti leitt til þess að fyr­ir­tækin missi starfs­leyfi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent