Bankasýslan og fordæmi Eflingar

Sighvatur Björgvinsson skrifar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja niður Bankasýslu ríkisins vegna þess að salan á Íslandsbanka fór illa.

Auglýsing

Um margra sól­ar­hringa skeið hefur ekki reynst unnt fyrir frétta­menn né aðra að ná tali hvorki af for­sæt­is­ráð­herra né hinum tveimur for­mönnum stjórn­ar­flokk­anna. Þau hafa sam­ein­ast um að stein­þegja á sama tíma og þjóðin hefur ítrekað látið í sér heyra for­dæm­ingu á athæfi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem selt hefur vild­ar­vinum og ætt­ingjum eina af auð­lindum þjóð­ar­innar á afslátt­ar­verð­i. Um leið og ljóst var hvað þar hafði verið gert tók við þögnin ein hjá ráða­mönnum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þögn sól­ar­hringum sam­an.

Þögnin rof­in.

Nú í morgun rauf for­sæt­is­ráð­herr­ann loks­ins þögn sína. Ætla má, að hún og sam­herjar henn­ar, hafi notað allar löngu þagn­irnar til þess að leita leiða til að takast á við vand­ann og svara snar­pri gagn­rýni þjóð­ar­inn­ar. ­Leitað hvort ein­hver finn­ist for­dæmi, þá hvar og hvernig skuli beita. Og for­dæmið fannst. ­Meira að segja íslenskt for­dæmi. ­Sama for­dæmi og nú er verið að beita í Efl­ing­u. Hóp­upp­sögn á starfs­fólki! Öllu starfs­fólki Banka­sýslu rík­is­ins, bæði stjórn­endum sem og öðrum, verði vísað á dyr og stofn­un­inni ein­fald­lega lok­að. ­Leitað verði síðan að nýjum starfs­mönn­um, körlum og kon­um, til þess að axla vinn­una í nán­ustu fram­tíð og þá undir nýju nafn­i. Hverju? Það veit eng­inn. Katrín, Bjarni og Sig­urður Ingi eru að hugsa sig um. Láta vita síð­ar. Geta brott­viknir starfs­menn sótt um sam­bæri­leg störf aft­ur? Því hefur ekki verið svarað – öfugt við hjá Efl­ing­u. En ráð­herr­arnir eru auðvitað að hugsa sig um.

Reka skal rétt.

Auglýsing
Auðvitað er það þessu starfs­fólki og Banka­sýslu rík­is­ins að kenna hvernig fór um sölu Íslands­banka. Alls ekki þeim ráð­herra, sem sagt er að beri ábyrgð­ina. Þess vegna á að segja öllu þessu fólki upp störf­um. Auð­vitað ekki ráð­herr­an­um. Hann ber ekki ábyrgð á því, sem starfs­fólkið ger­ir. ­Jafn­vel þó starfs­fólkið hafi sagt honum hvað það ætl­aði að gera og hann sam­þykkt það. Öll mis­tökin eru þess – ekki hans. Þess vegna ber að vísa starfs­fólk­inu úr vinnu og leggja vinnu­stað þess niður – en bjóða ráð­herr­ann vel­kom­inn aftur eftir árang­urs­ríka þögn.

Besti vin­ur­inn rek­inn.

Þegar betur er að gáð kemur í ljós, að fleira er líkt með brott­rekstri starfs­fólks Efl­ingar og brott­rekstri starfs­fólks Banka­sýslu rík­is­ins. Um Efl­ingu er það vit­að, að kona að nafni Agnieska var mik­ill vinur og stuðn­ings­maður Sól­veigar Önnu, ráðin til starfa á skrif­stofu Efl­ingar af þess­ari Sól­veigu Önnu og kosin vara­for­maður sam­kvæmt til­lögu Sól­veigar Önn­u. Þegar upp­sagna­lotan rann upp var þessi fyrrum mikla vin­kona og stuðn­ings­maður Sól­veigar Önnu svo rekin úr starfi og vísað úr allri náð. Lárus H. Blön­dal var stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, valin til þess verk­efnis af vini sínum Bjarna Bene­dikts­syni og munu þeir hafa talist vera miklir vini og sam­herjar að allra álit­i. ­Stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins er auð­vitað fyrsti mað­ur­inn, sem vikið er nú úr starfi þegar starfs­fólk­inu er sagt upp og stofn­unin lögð nið­ur­. Enn getur þó verið að Lárus verði end­ur­ráð­inn í sam­bæri­legt starf þegar að því kem­ur, en það er ekki vit­að. Ráð­herra er að hugsa sig um. 

Hreint ekki ónýtt.

Það er aldeilis ekki hreint ónýtt þegar rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sækir sér lausnir á erf­iðum vanda­málum í garð íslenskrar verka­lýðs­hreyf­ing­ar. ­Skyldu ekki ungir VG lið­ar, sem staðið hafa ásamt öðrum fyrir fjölda­mót­mælum gegn banka­sölu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, vera fegnir með það. Að rík­is­stjórnin beiti sós­íal­ískum lausnum eins og Efl­ing! 

Höf­undur er fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra og for­maður Alþýðu­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar