Segir málflutning stjórnarandstæðinga beinlínis rangan

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það skipti máli að horfa á heildarmyndina varðandi söluna á Íslandsbanka og segir það rangt að hann hafi þurft að fara yfir hvert og eitt tilboð í útboðinu.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra tjáir sig um sölu rík­is­ins á hlut í Íslands­banka á Face­book í dag en stjórn­ar­and­staðan hefur gagn­rýnt söl­una harð­lega.

Hann bendir í færsl­unni á að margt hafi verið sagt um síð­ustu sölu hluta í Íslands­banka. „Fyrst vil ég segja að það skiptir yfir­leitt máli að horfa á stóru mynd­ina: Ríkið hefur fengið 108 millj­arða fyrir hluti í banka sem það fékk í hend­urnar án end­ur­gjalds – og á enn 42,5% hlut. Hlut­hafar eru yfir 15 þús­und, en langstærstir eru líf­eyr­is­sjóðir og aðrir stórir lang­tíma­fjár­fest­ar. Þetta er jákvætt og í sam­ræmi við það sem lagt var upp með.

Það er mik­il­vægt og eðli­legt að Rík­is­end­ur­skoðun skoði spurn­ingar sem er mjög skilj­an­legt að hafa vaknað síð­ustu vik­ur. Það er hins vegar líka mik­il­vægt að leið­rétta aug­ljósar rang­færslur stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, en þar er af nógu að taka síð­ustu daga,“ skrifar hann.

Auglýsing

Ekki hægt að selja pabba sínum hluta í rík­is­eign og sitja áfram eins og ekk­ert hafi í skorist

Vísar Bjarni í gagn­rýni þing­manna Pírata og Sam­fylk­ing­ar­innar en Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata skrif­aði á Face­book í gær að fjár­mála­ráð­herra bæri loka­á­byrgð á því hverjir urðu kaup­endur í ferl­inu.

„Annað hvort vissi Bjarni að pabbi sinn, auk ann­arra úr hrun­inu, voru að kaupa í bank­anum og varð þar með van­hæfur til að taka þessa ákvörð­un, út af fjöl­skyldu­tengsl­um, eða að hann vissi það ekki og fór þar með gegn lög­un­um. Miðað við þær til­kynn­ingar sem hafa komið frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu þá var það hið síð­ara. Þar segir að Bjarni hafi ekki skoðað til­boðin neitt en honum ber að gera það sam­kvæmt lög­unum og því hefur hann brotið lög.

Það er ekki hægt að selja pabba sínum hluta í rík­is­eign og sitja svo bara áfram eins og ekk­ert hafi í skorist,“ skrif­aði hún.

Fjár­mála­ráð­herra ber því loka­á­byrgð á því hverjir urðu kaup­endur í þessu ferli. Annað hvort vissi Bjarni að pabbi sinn,...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Tues­day, April 19, 2022

Bjarni er ekki sam­mála þessu, að hann hafi þurft að fara yfir hvert og eitt til­boð, sam­þykkja þau eða hafna. „Þetta er alrang­t,“ skrifar hann.

„Fyrst má benda á hið aug­ljósa; í nýaf­stöðnu útboði voru til­boð á þriðja hund­rað og í frumút­boð­inu skiptu þau tug­þús­und­um. Telja þing­menn­irnir raun­veru­lega að mark­mið lag­anna hafi verið að ráð­herra færi yfir hvert ein­asta til­boð og veldi eftir eigin höfð­i?“ spyr hann.

Ráð­herra geti falið Banka­sýsl­unni að ann­ast end­an­legan frá­gang vegna sölu eign­ar­hluta

Bjarni segir að svarið við þessu þekki Sam­fylk­ingin og þing­mað­ur­inn Oddný Harð­ar­dóttir best, enda hafi Oddný mælt fyrir mál­inu sem fjár­mála­ráð­herra. Mark­miðið með lög­unum hafi verið að fela fram­kvæmd­ina sér­stakri rík­is­stofnun til að tryggja hlut­lægni við fram­kvæmd­ina. Hann telur að það sé fróð­legt að skoða fram­sögu­ræðu Odd­nýjar við þetta til­efni en þar seg­ir: „Í frum­varp­inu er lagt til að hlut­verk Banka­sýslu rík­is­ins við sölu­með­ferð verði meðal ann­ars að und­ir­búa sölu, leita til­boða í eign­ar­hlut, meta til­boð, ann­ast samn­inga­við­ræður við utan­að­kom­andi ráð­gjafa og vænt­an­lega kaup­endur og ann­ast samn­inga­gerð.“

Vísar hann enn­fremur í grein­ar­gerð­ina með frum­varp­inu þar sem segir að gert sé ráð fyrir að ráð­herra geti falið Banka­sýslu rík­is­ins að ann­ast end­an­legan frá­gang vegna sölu eign­ar­hluta og að sala hluta með útboði eða skrán­ing bréfa í kaup­höll sé ferli sem er frá­brugðið hefð­bund­inni til­boðs­sölu. „Sem dæmi er ekki um mat á ein­staka til­boðum eða eig­in­legar samn­inga­við­ræður við ein­staka kaup­endur að ræða þegar almennt útboð eða skrán­ing bréfa fer fram,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Ráð­herr­ann telur því að ekki þurfi að hafa mörg orð um að mál­flutn­ingur stjórn­ar­and­stæð­inga sé bein­línis rang­ur.

Margt hefur verið sagt um síð­ustu sölu hluta í Íslands­banka. Fyrst vil ég segja að það skiptir yfir­leitt máli að horfa...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Wed­nes­day, April 20, 2022

Er Bjarni að rugla saman eða vís­vit­andi að blekkja?

Oddný tjáir sig um málið í stöðu­upp­færslu á Face­book sem hún birti rétt í þessu. Þar segir hún að Bjarni sé „eitt­hvað að mis­skilja hlut­verk sitt og Banka­sýsl­unnar varð­andi sölu hluta rík­is­ins í Íslands­banka“.

„Í lög­unum um Banka­sýsl­una er gert ráð fyrir arms­lengd frá ráð­herra um rekstur bank­anna. Í lögum um sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í bönk­unum en ábyrgð og hlut­verk ráð­herra bein­línis skrifuð inn. Þar er engin arms­lengd. Fjár­mála­ráð­herr­ann hefur loka­orðið og þarf að sam­þykkja og skrifa undir kauptil­boð­in.

Þessu tvennu virð­ist hann rugla saman nema að hann sé vís­vit­andi að reyna að blekkja okk­ur.“

Fjár­mála­ráð­herr­ann er eitt­hvað að missiklja hlut­verk sitt og Banka­sýsl­unnar varð­andi sölu hluta rík­is­ins í...

Posted by Oddný Harð­ar­dóttir on Wed­nes­day, April 20, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent