Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands jókst um 115 milljarða króna í júlí

Alls hefur virði hlutabréfa í 15 skráðum félögum hækkað það sem af er ári en lækkað hjá 14 félögum. Eftir mikla dýfu á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur markaðurinn tekið við sér og úrvalsvísitalan hækkaði um 7,9 prósent í júlí.

Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Auglýsing

Í lok júlí var virði þeirra 29 félaga sem skráð eru á Aðal­markað Kaup­hallar Íslands og First North mark­að­inn 2.620 millj­arðar króna. Virði félag­anna jókst um 115 millj­arða króna frá lokum júní mán­að­ar. 

Þetta kemur fram í við­skipta­yf­ir­liti Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina, sem birt var í gær. 

Úrvals­vísi­talan hækk­aði um 7,9 pró­sent í síð­asta mán­uði. Við­skipti með skráð hluta­bréf dróg­ust saman um 16 pró­sent frá því sem þau voru í júlí í fyrra.

Heild­ar­mark­aðsvirði hluta­bréfa skráðra félaga í Kaup­höll Íslands lækk­aði umtals­vert á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins. Frá ára­mótum og út maí­mánuð lækk­aði virði þeirra um 358 millj­arða króna, niður í 2.198 millj­arða króna. Í maí­mán­uði einum saman lækk­aði það um 243 millj­arða króna, eða um tíu pró­sent. Sú lækkun sem varð á úrvals­vísi­töl­unni, sem mælir gengi þeirra tíu skráðu félaga sem eru með mesta selj­an­leika hverju sinni, í þeim mán­uði, var mesta lækkun sem orðið hefur innan mán­aðar á vísi­töl­unni síðan í maí 2010, eða í tólf ár.

Í júní voru þrjú félög skráð í Kaup­höll­ina. Ölgerðin og Nova voru skráð á Aðal­markað og Alvot­ech á First North mark­að­inn sam­hliða skrán­ingu í Banda­ríkj­un­um. 

Auglýsing
Markaðsvirði Ölgerð­ar­innar var 28,6 millj­arðar króna við upp­haf við­skipta í ágúst­mán­uði og virði Nova 16,5 millj­arðar króna. Alvot­ech var metið á 265,6 millj­arða króna sem gerir það að einu verð­mætasta félag­inu í Kaup­höll­inni. Sam­an­lagt mark­aðsvirði þess­ara þriggja félaga um liðin mán­aða­mót var því 310,7 millj­arðar króna. 

Ef sú tala er dregin frá heild­ar­virði skráðra félaga má sjá að virði hinna 26 sem skráð voru á markað í byrjun júní 2.309,3 millj­arðar króna. Virði þeirra hefur því auk­ist um 111,3 millj­arða króna í júní og júlí.

Fleiri hækkað en lækkað á árinu

Sú mikla dýfa sem íslenskur hluta­bréfa­mark­aður gekk í gegnum á fyrstu mán­uðum þessa árs kom í kjöl­far mik­ils upp­gangs á árunum 2020 og 2021. 

Á árinu 2020 hækk­­aði úrvals­­vísi­talan um 20,5 pró­­sent og heild­­ar­­vísi­tala hluta­bréfa um 24,3 pró­­sent. Mark­aðsvirði þeirra 23 félaga sem skráð voru á mark­að­ina tvo á því ári hækk­­aði um 312 millj­­arða króna á því ári, eða um 24 pró­­sent. Í fyrra gekk enn bet­­ur. Bréf í öllum félögum á aðal­­­mark­aði, og öllu nema einu á First North, hækk­­uðu. Alls hækk­­aði úrvals­­vísi­talan um 33 pró­­sent og heild­­ar­­vísi­tala hluta­bréfa um 40,2 pró­­sent. Þau tvö félög sem hækk­­uðu mest í virði, Arion banki og Eim­­skip, tvö­­­föld­uðu mark­aðsvirði sitt. 

Á árinu 2021 voru hluta­bréf fjög­­urra félaga tekin til við­­skipta í Kaup­höll. Síld­­ar­vinnslan og Íslands­­­banki voru skráð á aðal­­­markað og PLAY og Solid Clouds á First North. Skrán­ing þeirra spil­aði rullu, ásamt miklum hækk­­unum á virði ann­­arra félaga, í því að mark­aðsvirði skráðra bréfa hækk­­aði um næstum þús­und millj­­arða króna í fyrra og var 2.556 millj­­arðar króna um síð­­­ustu ára­­mót. 

Alls hafa 15 skráð félög hafa hækkað í virði það sem af er ári en 14 lækk­að. Mest hafa Eik (29,5 pró­sent) og Icelandair Group (29 pró­sent) hækkað en 

lækk­unin hefur að stærstu leyti verið drifin áfram af því að Mar­el, langstærsta félagið í Kaup­höll Íslands, hefur lækkað um rúm­lega 30 pró­sent frá ára­mót­um. Um síð­ustu ára­mót var mark­aðsvirði Marel 663,5 millj­­arðar króna. Það er nú komið niður í 465,7 millj­­arða króna, sem þýðir að 197,8 millj­­arðar króna hafa horfið af mark­aðsvirði Marel á sjö mán­uð­­um.

Nýju félög­unum sem skráð voru á markað í júní hefur vegnað mis­mun­andi á fyrstu metrum sinnar skráðu til­veru. Ölgerðin hefur hækkað um 14,6 pró­sent á meðan að Nova hefur lækkað um átta pró­sent. Alvot­ech, hefur síðan lækkað um 18,17 pró­sent og er nú, líkt og áður sagði, verð­metið á 265,6 millj­arða króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent