Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands jókst um 115 milljarða króna í júlí

Alls hefur virði hlutabréfa í 15 skráðum félögum hækkað það sem af er ári en lækkað hjá 14 félögum. Eftir mikla dýfu á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur markaðurinn tekið við sér og úrvalsvísitalan hækkaði um 7,9 prósent í júlí.

Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Auglýsing

Í lok júlí var virði þeirra 29 félaga sem skráð eru á Aðal­markað Kaup­hallar Íslands og First North mark­að­inn 2.620 millj­arðar króna. Virði félag­anna jókst um 115 millj­arða króna frá lokum júní mán­að­ar. 

Þetta kemur fram í við­skipta­yf­ir­liti Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina, sem birt var í gær. 

Úrvals­vísi­talan hækk­aði um 7,9 pró­sent í síð­asta mán­uði. Við­skipti með skráð hluta­bréf dróg­ust saman um 16 pró­sent frá því sem þau voru í júlí í fyrra.

Heild­ar­mark­aðsvirði hluta­bréfa skráðra félaga í Kaup­höll Íslands lækk­aði umtals­vert á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins. Frá ára­mótum og út maí­mánuð lækk­aði virði þeirra um 358 millj­arða króna, niður í 2.198 millj­arða króna. Í maí­mán­uði einum saman lækk­aði það um 243 millj­arða króna, eða um tíu pró­sent. Sú lækkun sem varð á úrvals­vísi­töl­unni, sem mælir gengi þeirra tíu skráðu félaga sem eru með mesta selj­an­leika hverju sinni, í þeim mán­uði, var mesta lækkun sem orðið hefur innan mán­aðar á vísi­töl­unni síðan í maí 2010, eða í tólf ár.

Í júní voru þrjú félög skráð í Kaup­höll­ina. Ölgerðin og Nova voru skráð á Aðal­markað og Alvot­ech á First North mark­að­inn sam­hliða skrán­ingu í Banda­ríkj­un­um. 

Auglýsing
Markaðsvirði Ölgerð­ar­innar var 28,6 millj­arðar króna við upp­haf við­skipta í ágúst­mán­uði og virði Nova 16,5 millj­arðar króna. Alvot­ech var metið á 265,6 millj­arða króna sem gerir það að einu verð­mætasta félag­inu í Kaup­höll­inni. Sam­an­lagt mark­aðsvirði þess­ara þriggja félaga um liðin mán­aða­mót var því 310,7 millj­arðar króna. 

Ef sú tala er dregin frá heild­ar­virði skráðra félaga má sjá að virði hinna 26 sem skráð voru á markað í byrjun júní 2.309,3 millj­arðar króna. Virði þeirra hefur því auk­ist um 111,3 millj­arða króna í júní og júlí.

Fleiri hækkað en lækkað á árinu

Sú mikla dýfa sem íslenskur hluta­bréfa­mark­aður gekk í gegnum á fyrstu mán­uðum þessa árs kom í kjöl­far mik­ils upp­gangs á árunum 2020 og 2021. 

Á árinu 2020 hækk­­aði úrvals­­vísi­talan um 20,5 pró­­sent og heild­­ar­­vísi­tala hluta­bréfa um 24,3 pró­­sent. Mark­aðsvirði þeirra 23 félaga sem skráð voru á mark­að­ina tvo á því ári hækk­­aði um 312 millj­­arða króna á því ári, eða um 24 pró­­sent. Í fyrra gekk enn bet­­ur. Bréf í öllum félögum á aðal­­­mark­aði, og öllu nema einu á First North, hækk­­uðu. Alls hækk­­aði úrvals­­vísi­talan um 33 pró­­sent og heild­­ar­­vísi­tala hluta­bréfa um 40,2 pró­­sent. Þau tvö félög sem hækk­­uðu mest í virði, Arion banki og Eim­­skip, tvö­­­föld­uðu mark­aðsvirði sitt. 

Á árinu 2021 voru hluta­bréf fjög­­urra félaga tekin til við­­skipta í Kaup­höll. Síld­­ar­vinnslan og Íslands­­­banki voru skráð á aðal­­­markað og PLAY og Solid Clouds á First North. Skrán­ing þeirra spil­aði rullu, ásamt miklum hækk­­unum á virði ann­­arra félaga, í því að mark­aðsvirði skráðra bréfa hækk­­aði um næstum þús­und millj­­arða króna í fyrra og var 2.556 millj­­arðar króna um síð­­­ustu ára­­mót. 

Alls hafa 15 skráð félög hafa hækkað í virði það sem af er ári en 14 lækk­að. Mest hafa Eik (29,5 pró­sent) og Icelandair Group (29 pró­sent) hækkað en 

lækk­unin hefur að stærstu leyti verið drifin áfram af því að Mar­el, langstærsta félagið í Kaup­höll Íslands, hefur lækkað um rúm­lega 30 pró­sent frá ára­mót­um. Um síð­ustu ára­mót var mark­aðsvirði Marel 663,5 millj­­arðar króna. Það er nú komið niður í 465,7 millj­­arða króna, sem þýðir að 197,8 millj­­arðar króna hafa horfið af mark­aðsvirði Marel á sjö mán­uð­­um.

Nýju félög­unum sem skráð voru á markað í júní hefur vegnað mis­mun­andi á fyrstu metrum sinnar skráðu til­veru. Ölgerðin hefur hækkað um 14,6 pró­sent á meðan að Nova hefur lækkað um átta pró­sent. Alvot­ech, hefur síðan lækkað um 18,17 pró­sent og er nú, líkt og áður sagði, verð­metið á 265,6 millj­arða króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent