Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll

Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Gunnar Ein­ars­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Garða­bæj­ar, hefur verið skip­aður for­maður fram­kvæmda­nefndar um þjóð­ar­höll í inn­an­hús­í­þrótt­um. Ásamt Gunn­ari sitja í nefnd­inni Jón Viðar Guð­jóns­son og Þórey Edda Elís­dótt­ir, sem full­trúar rík­is­ins, og Ólöf Örv­ars­dottir og Ómar Ein­ars­son sem full­trúar Reykja­vík­ur­borg­ar. Ráð­inn verður starfs­maður sem vinnur með fram­kvæmda­nefnd­inn­i. 

Fram­kvæmda­nefndin hóf störf í dag og stefnt er að því að fram­kvæmdum við þjóð­ar­höll­ina verði lokið fyrir árs­lok 2025. Hlut­verk nefnd­ar­innar verður að leiða vinnu vegna hönn­un­ar, útboðs og hvernig staðið verður að fjár­mögnun þjóð­ar­hallar og und­ir­búa ákvörðun um útfærslu og rekstr­ar­form. Þá á hún að útbúa tíma­setta fram­kvæmd­ar­á­ætlun um upp­bygg­ingu henn­ar. 

Þetta kemur fram í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem fer með mál­efni íþrótta í rík­is­stjórn­inni, og Reykja­vík­ur­borgar sem birt var í dag. 

Tek­ist á í aðdrag­anda kosn­inga

Mál­efni þjóð­ar­hallar urðu heitt póli­tískt álita­efni í aðdrag­anda síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Mik­ill þrýst­ingur skap­að­ist ann­ars vegar frá hópi íbúa í Laug­ar­dal þar sem inn­an­hús­að­staða til íþrótta­iðk­unar fyrir hverf­is­fé­lögin Þrótt og Ármann hefur verið með öllu ólíð­andi ára­tugum sam­an, og hins vegar frá hand­bolta- og körfu­bolta­hreyf­ing­unni þar sem það stefndi í að íslensku lands­liðin í grein­inum gætu ekki spilað lands­leiki á heima­velli vegna þess að gamla Laug­ar­dals­höll­inn upp­fyllir ekki nútíma­skil­yrði til þess. 

Auglýsing
Í apríl Gaf Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri rík­inu mán­að­ar­frest til að  leggja fram fé í verk­efn­ið. Næð­ist það ekki myndi borgin taka tvo millj­­­­arða króna sem hún hefur sett til hliðar fyrir það og nota þá til að byggja nýtt íþrótta­hús fyrir iðk­endur Þróttar og Ármanns í Laug­­­­ar­­­­dal. 

Vilja­yf­ir­lýs­ing und­ir­rituð í maí

Þann 6. maí, nokkrum vikum fyrir kosn­ing­arn­ar, und­ir­rit­uðu Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­­son mennta- og barna­­mála­ráð­herra og Dagur vilja­yf­­ir­lýs­ingu um bygg­ingu þjóð­­ar­hallar í inn­­an­hús­s­í­­þrótt­­um.

­Stefnt yrði að því að fram­­kvæmdum ljúki árið 2025 og kostn­að­­ar­­skipt­ing milli ríkis og borgar átti að taka mið af nýt­ingu mann­­virk­is­ins. Það þýðir að ríkið borgar fyrir þann hluta sem snýr að þörfum sér­­­sam­­banda og alþjóð­­legra krafna til keppn­is­að­­stöðu lands­liða og Reykja­vík­­­ur­­borg þann hluta sem snýr að þörfum Þróttar og Ármann ann­­ars vegar og íþrótta­­kennslu skóla í Laug­­ar­dalnum hins veg­­ar. 

Til stendur að byggja höll­ina á svæði sem liggur milli Laug­­ar­dals­hallar og skrif­­stofu­­mann­­virkja Íþrótta­­sam­­bands Íslands, og að Suð­­ur­lands­braut.

Félögin fá sex velli í stað fjög­­urra

Á opnum íbú­a­fundi í Laug­­­ar­­­nes­­­skóla 2. mars síð­­ast­lið­inn ræddi Dagur ítar­­­lega um aðstöð­u­­­mál íþrótta­­­fé­lag­anna í hverf­inu. Þar sagði hann: „Ég veit að sumir hafa verið að pirra sig á því að það hafi verið að blanda þjóð­­ar­­leik­vöngum inn í þetta og ég skil það að vissu leyti. En ég hef haldið því fram, bæði þegar ég ræði við for­ystu Þróttar og Ármann og við ykkur hér að það geta verið ótví­­ræð tæki­­færi í því ef að ríkið loks­ins skuld­bindur sig á þjóð­­ar­­leik­vang og gerir það strax.“

Dagur sagði að gamla Laug­­ar­dals­höll­in, sem hefur ekki verið ó notkun vegna skemmda í tvö ár, verði til­­­búin til not­k­unar 15. ágúst næst­kom­andi. Kost­­ur­inn við þjóð­­ar­höll umfram sér­­stakt íþrótta­hús fyrir Þrótt og Ármann, sem borgin hafi tekið tvo millj­­arða króna frá til að byggj væri sá að gólf­­­­­flötur í nýrri þjóð­­­ar­höll yrði slíkur að hann rúmi fjóra fulla keppn­is­velli í hand­­­bolta. Þegar þeim yrði bætt við þá tvo velli sem eru í Laug­­­ar­dals­höll gæti þjóð­­­ar­hall­­­ar­­­lausnin skilað iðk­endum í Laug­­­ar­­­dal alls sex æfinga­­­völlum í fullri stærð, sem þyrfti að deila með lands­liðum þegar þannig bæri und­­­ir.

Mynd úr glærukynningu borgarstjóra 2. mars 2022.

Nýtt íþrótta­hús á bíla­­­stæð­inu við hlið Þrótta­heim­il­is­ins myndi skila tveimur nýjum völlum í fullri stærð og því var ávinn­ing­­­ur­inn að þjóð­ar­hall­ar­leið­irn­ir, mjög ein­fald­­­lega, fleiri vell­­­ir. Meira pláss.

Skref í átt að nýrri þjóð­ar­höll

Ásmundur Einar Daða­son segir í til­kynn­ing­unni í dag að með stofnun fram­kvæmd­ar­nefnd­ar­innar fær­ist þjóðin skrefi nær því að hefja fram­kvæmdir á nýrri þjóð­ar­höll. „Ég tel að við séum með öfl­ugan hóp fag­fólks sem eigi eftir að skila góðu verki.“

Haft er eftir Degi á sama stað að það sé mjög ­mik­il­vægt að koma und­ir­bún­ingi þjóð­ar­hallar af stað. „Henni er ekki bara ætlað að stór­bæta umgjörð lands­liða og leikja og vera fjöl­nota hús fyrir þjóð­ina. Meg­in­til­gang­ur­inn með aðkomu borg­ar­innar að verk­efn­inu er að auka og stór­bæta aðstöðu til æfinga og keppni fyrir börn og ung­linga í Laug­ar­dal. Þróttur og Ármann og skól­arnir í hverf­inu verða eftir þetta með fyrsta flokks aðstöð­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent