Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt

Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.

Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að það sé leitt að Drífa Snædal, frá­far­andi for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), hafi notað tæki­færið „um leið og hún til­kynnti tíma­bæra afsögn sína, til að hnýta með ómál­efna­legum hætti í mig og stjórn Efl­ing­ar.“ Drífa viti sjálf að það sé langt um liðið síðan grafa fór undan trú­verð­ug­leika hennar og stuðn­ingi í bak­landi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. „Það hefur ekk­ert með innri mál Efl­ingar að gera, þó svo að Drífa hafi ákveðið að blanda sér í þau, hug­an­lega vegna þess að hún hélt að það yrði sér til fram­dráttar þegar hún sá sitt póli­tíska stunda­glas tæm­ast.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í færslu sem Sól­veig Anna birti á Face­book í dag.

Auglýsing
Drífa til­kynnti um afsögn sína í morgun og sagði að átök innan sam­bands­ins hafi verið óbæri­leg. „Þegar við bæt­ast ákvarð­anir og áherslur ein­stakra stétt­ar­fé­laga sem fara þvert gegn minni sann­fær­ingu er ljóst að mér er ekki til set­unnar boð­ið.“ Þar vís­aði hún til Efl­ingar og VR, stærstu stétt­ar­fé­laga Íslands.

Segir Drífu hafa lokað sig inni í blokk með efri milli­stétt

Í færslu Sól­veigar Önnu segir hún Drífu hafa talað um blokka­myndun innan hreyf­ing­ar­inn­ar. „Stað­reyndin er sú að Drífa kaus sjálf að loka sig inni í blokk með nán­asta sam­starfs­fólki for­vera síns, Gylfa Arn­björn­sonn­ar, og þeirri stétt sér­fræð­inga og efri milli­stétt­ar­fólks sem ræður ríkjum í stofn­unum rík­is­valds­ins á Íslandi og einnig á skrif­stofum Alþýðu­sam­bands­ins. Upp­runi, bak­land og stuðn­ings­hópar Drífu voru í stofn­ana-póli­tík og í íhalds­armi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, hjá fólki eins og Hall­dóru Sveins­dóttur for­manni Bár­unn­ar. Drífa gat aldrei stutt við það umbreyt­inga­verk­efni og end­ur­nýjun sem ég, Ragnar Þór Ing­ólfs­son og Vil­hjálmur Birg­is­son höfum leitt með stuðn­ingi mik­ils fjölda félags­fólks í okkar félögum um land allt. Það er stað­reynd.“

­For­maður Efl­ingar gerir einnig athuga­semd við full­yrð­ingu Drífu talar um að hún hafi aldrei vílað fyrir sér að „taka slag­inn" gagn­vart stjórn­völd­um. „Því miður er það ekki rétt eins og fjöldi dæma sýn­ir. Drífa Snæ­dal vildi semja við rík­is­stjórn­ina og SA um að hafa af verka- og lág­launa­fólki umsamdar launa­hækk­anir í kór­óna­veiru­krepp­unni. Og það hefði orðið raunin ef ekki hefði verið fyrir and­stöðu Efl­ing­ar. Drífa vildi heldur ekki "taka slag­inn" þegar Icelandair braut lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deilur til að nauð­beygja flug­freyjur í miðri kjara­deilu - hún stöðv­aði máls­sókn fyrir Félags­dómi og und­ir­rit­aði þess í stað skammar­lega hvít­þvott­ar­yf­ir­lýs­ingu. Drífa tók heldur ekki slag­inn um við­ur­lög gegn launa­þjófn­aði, heldur reyndi í tvígang að bera á borð fyrir aðild­ar­fé­lög ASÍ hand­ó­nýta laga­setn­ingu þar sem staða fórn­ar­lamba launa­þjófn­aðar hefði orðið verri en hún er nú.“

Segir Drífu hafa samið við rík­is­stjórn­ina í skjóli nætur

Þá segir Sól­veig Anna að Drífa hafi samið, í skjóli næt­ur, við rík­is­stjórn­ina vorið 2019 um að neyða vinn­andi fólk inn í nýja útgáfu af Salek-­sam­komu­lag­inu svo­kall­aða, sem þá hefði verið kallað Græn­bók. „Einu gilti þótt að verka­fólk á Íslandi hafi marg­ít­rekað hafnað Salek-hug­mynda­fræð­inni. Ef ekki hefði verið fyrir and­stöðu Efl­ing­ar­fé­laga og breyt­inga­afl­anna innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hefði Græn­bók­ar­vinn­nan haldið áfram, og við værum grafin enn dýpra en við erum nú þegar í fen sér­fræð­inga­veldis Þjóð­hags­ráðs - en það var einmitt síð­asta verk Drífu í fréttum í gær að taka upp hansk­ann fyrir Þjóð­hags­ráð.“

Hún segir vinnu­brögð Drífu hafa verið lok­uð, and­lýð­ræð­is­leg og iðu­lega vakið undrun og gagn­rýni, langt út fyrir raðir VR og Efl­ing­ar. Í mál­efnum vinnu­mark­að­ar­ins hafi nán­ustu félagar Drífu verið for­menn BSRB og BHM. Hún hefði ekki haft áhuga á að hlusta á raddir for­ystu stærstu félag­anna innan vébanda ASÍ. „Al­þýðu­sam­band­inu undir stjórn Drífu Snæ­dal mistókst með öllu að laga áherslur og starf sam­bands­ins að þeim miklu breyt­ingum sem urðu í stærstu aðild­ar­fé­lögum sam­bands­ins á árunum 2017-2018 og standa ennþá yfir. Leið­togar eiga að hlusta á vilja þeirra sem þeir eiga umboð sitt und­ir. Það hefði Drífa Snæ­dal getað gert á fyrri stigum en kaus að gera ekki.“

Það er leitt að Drífa Snæ­dal hafi notað tæki­færið, um leið og hún til­kynnti tíma­bæra afsögn sína, til að hnýta með­...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, Aug­ust 10, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent