24 færslur fundust merktar „borgun“

Ekki í fyrsta sinn sem ríkisbanki, Ríkisendurskoðun og Bankasýslan fara í hár saman
Fyrir rúmum sex árum gagnrýndi Bankasýsla ríkisins Landsbankann harkalega fyrir að hafa haldið illa á söluferli á óbeinni ríkiseign, meðal annars fyrir að viðhafa lokað söluferli og val á kaupendum. Ríkisendurskoðun tók undir þá gagnrýni.
21. nóvember 2022
Nokkur fjöldi fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í janúar 2016 vegna Borgunarmálsins. Ári síðar stefni bankinn kaupendum að hlut hans í Borgun.
Aðalmeðferð fer fram sjö árum eftir að hlutur ríkisbanka í Borgun var seldur á undirverði
Yfirmatsmenn í Borgunarmálinu skiluðu matsgerð í apríl. Þeir segja að ársreikningur Borgunar fyrir árið 2013 hafi ekki innihaldið upplýsingar um tilvist valréttar Borgunar í Visa Europe. Landsbankinn telur sig hlunnfarinn um tæpa tvo milljarða.
4. ágúst 2021
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
9. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
5. ágúst 2020
Salt Pay kaupir Borgun – Kaupverðið trúnaðarmál
Íslandsbanki og Eignarhaldsfélagið Borgun hafa selt eignarhlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun til erlends fyrirtækis fyrir ótilgreinda upphæð.
11. mars 2020
Telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning Borgunar 2013
Matsmenn í máli Landsbankans gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og þeirra sem keyptu hlut bankans í Borgun árið 2014 segja að ársreikningur þess fyrir árið 2013 hafi ekki innihaldið upplýsingar um tilvist valréttar Borgunar í Visa Europe.
12. febrúar 2020
Tekist á um milljarða almannahagsmuni
Átök Landsbankans og Borgunar, og fyrrverandi forsvarsmanna félagsins, fyrir dómstólum, hafa að miklu leyti farið leynt þar sem málsaðilar hafa neitað að láta af hendi upplýsingar um málaferlin.
21. desember 2018
Landsbankinn vill matsmenn til að leggja mat á ársreikning Borgunar
Mál sem Landsbankinn höfðaði gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og þeim sem keyptu hlut bankans í því haustið 2014 var tekið fyrir í apríl. Bankinn vill enn ekki afhenda stefnuna í málinu né framlagðar greinargerðir.
22. ágúst 2018
FME gerir margvíslegar athugasemdir við starf stjórnar Borgunar
Fjármálaeftirlitið gerir margvíslegar athugasemir við starfsemi Borgunar í úttekt á starfsemi fyrirtækisins. Sérstaklega beinast spjótin að stjórn Borgunar.
4. maí 2017
Segir föður sinn hafa verið beðinn um að taka þátt í kaupunum á Borgun
Frændi forsætisráðherra var beðinn um að koma að kaupunum á hlut ríkisins í Borgun í október 2014. Þá hafi bæði verð og kaupsamningur legið fyrir. Bjarni Benediktsson hafi ekki haft neitt með söluna á hlutnum að segja.
7. apríl 2017
Borgun: Beittum sambærilegum aðferðum og tíðkast á EES-svæðinu
Borgun hafnar því að hafa stóraukið umsvif sín erlendis með viðskiptum við aðila sem önnur fyrirtæki hafa forðast.
1. mars 2017
Íslenska ríkið hagnast á klámi
1. mars 2017
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Íslandsbanki krefst skýringa frá stjórnendum Borgunar
Íslandsbanki er stærsti eigandi Borgunar en bankinn er að fullu í eigu íslenska ríkisins.
1. mars 2017
Mál Borgunar til héraðssaksóknara – Grunur um refsiverða háttsemi
FME vísaði í gær máli Borgunar til héraðssaksóknara. Grunur leikur á um að fyrirtækið hafi vanrækt að sinna kröfum um aðgerðir gegn peningaþvætti, sem er refsivert.
28. febrúar 2017
Borgun uppfyllir ekki kröfur laga um aðgerðir gegn peningaþvætti
FME skoðaði 16 erlenda viðskiptamenn Borgunar í athugun sem stóð í um níu mánuði. Í tilviki 13 af 16 viðskiptamanna var ekki framkvæmd könnun á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamennina. Borgun hefur tvo mánuði til að ljúka úrbótum.
24. febrúar 2017
Landsbankinn varð af sex milljörðum hið minnsta
Hópurinn sem keypti hlut Landsbankans í Borgun hefur fengið rúmlega allt kaupverðið til baka á tveimur og hálfu ári. Auk þess hefur virði hlutarins nær þrefaldast. Ríkisbankinn, og þar með skattgreiðendur, hafa orðið af milljörðum króna vegna sölunnar.
21. febrúar 2017
Hópur fólks mótmælti sölunni á hlut Landsbankans í Borgun á sínum tíma. Á meðal þess sem stjórnendur Landsbankans voru ásakaðir um var spilling.
Hópurinn sem keypti í Borgun búinn að fá meira í arð en hluturinn kostaði
Ef Landsbankinn hefði haldið hlut sínum í Borgun í stað þess að selja hann haustið 2014 þá hefði bankinn verið búinn að fá allt söluverðið og 218 milljónir króna til viðbótar í arðgreiðslur frá fyrirtækinu.
16. febrúar 2017
Landsbankinn búinn að höfða mál gegn Borgun
30. desember 2016
Svört skýrsla gefur eignasölu Landsbankanum falleinkunn
21. nóvember 2016
Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, var á meðal þeirra sem keyptu hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, bar ábyrgð á sölunni.
Unnu verðmat eftir að hafa reynt að selja hlut sinn í Borgun
17. nóvember 2016
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Ríkisendurskoðun gerir úttekt á allri eignasölu Landsbankans frá 2010
Borgunarmálið hefur leitt til þess að Ríkisendurskoðun er að vinna að úttekt á allri eignasölu Landsbankans á tímabilinu 2010-2016. Skýrslu verður skilað til Alþingis í nóvember, skömmu eftir fyrirhugaðar kosningar.
19. ágúst 2016
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn ekki höfðað mál vegna sölunnar á Borgun
21. júlí 2016
Gustað hefur um Hauk Oddsson, forstjóra Borgunar, og Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna Borgunarmálsins svokallaða.
Borgun og Valitor búin að fá milljarða vegna sölu á Visa Europe
19. júlí 2016
Þrír millljarðar í arð til eigenda Borgunar á tveimur árum
Ekki hafði verið greiddur arður út úr Borgun frá árinu 2007 þegar nýir eigendur keypt hlut af Landsbankanum í lok árs 2014. Um 800 milljónir voru greiddar til hluthafa vegna þess árs og síðan 2,2 milljarðar vegna 2015, samkvæmt ákvörðun hluthafafundar.
21. apríl 2016