Íslandsbanki krefst skýringa frá stjórnendum Borgunar

Íslandsbanki er stærsti eigandi Borgunar en bankinn er að fullu í eigu íslenska ríkisins.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Auglýsing

Íslands­­­banki hef­ur krafið stjórn­­end­ur dótt­­ur­­fé­lags síns, Borg­un­­ar, skýr­inga eft­ir að Fjár­­­mála­eft­ir­litið vís­aði starfs­hátt­um þess til emb­ætt­is hér­aðs­sak­­sókn­­ara. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag, en Íslands­banki er stærsti eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins með meira en 60 pró­sent hlut.

Fjár­­­mála­eft­ir­litið (FME) hefur vísað máli Borg­unar til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, þar sem eft­ir­litið telur að Borgun hafi van­­rækt af ásetn­ingi eða stór­­kost­­legu hirð­u­­leysi að kanna áreið­an­­leika upp­­lýs­inga um erlenda við­­skipta­vini sína. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans var mál­inu vísað til emb­ætt­is­ins í gær og rann­­sóknin því stutt á veg kom­in. Ástæða þess að mál­inu var vísað til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara er sú að van­ræksla fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja á því að fylgja lögum um varnir gegn pen­inga­þvætti getur leitt af sér refs­ingu.

Þeir erlendu við­­skipta­vinir sem um ræðir eru, sam­­kvæmt við­­mæl­endum Kjarn­ans, í þannig starf­­semi að önnur færslu­hirð­ing­­ar­­fyr­ir­tæki hafa veigrað sér við að taka þau inn í við­­skipti.

Auglýsing

Á föst­u­dag­inn var greint frá því að Fjár­­­mála­eft­ir­litið hefði kom­ist að þeirri nið­­­ur­­­stöðu, eftir athugun sem stóð í um níu mán­uði, að fram­­­kvæmd, verk­lag og eft­ir­lit Borg­unar í tengslum við aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka vegna færslu­hirð­ingar félags­­­ins erlendis upp­­­­­fylli ekki með við­un­andi hætti þær megin kröfur sem gerðar eru í lög­­­­­um. Borgun voru gefnir tveir mán­uðir til að ljúka úrbótum vegna athuga­­­semda eft­ir­lits­ins.

Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið tók úrtak 16 við­­­skipta­­­manna á alþjóða­sviði Borg­unar þegar það fram­­­kvæmdi athugun á eft­ir­liti með pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka hjá fyr­ir­tæk­inu. Í til­­­viki 13 af 16 við­­­skipta­­­manna var ekki fram­­­kvæmd könnun á áreið­an­­­leika upp­­­lýs­inga um við­­­skipta­­­menn­ina sam­­­kvæmt lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka. Á meðan að á athugun Fjár­­­­­mála­eft­ir­lits­ins stóð, en hún hófst 27. maí 2016 og lauk í febr­­­úar 2017, sleit Borgun við­­­skipta­­­sam­­­bandi við þrjá þess­­­ara við­­­skipta­­­manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nið­­­ur­­­stöðu athug­unar Fjár­­­­­mála­eft­ir­lits­ins.

Þar segir einnig að eft­ir­litið hafi gert athuga­­­semd við að í til­­­viki fimm af 16 við­­­skipta­vina Borg­unar sem voru kann­aðir hafi Borgun ekki greitt fyrstu greiðslu á grund­velli samn­ings um færslu­hirð­ingu inn á reikn­ing við­­­skipta­­­manns­ins, eins og lög segja til um. „Í öllum til­­­vikum var um að ræða við­­­skipta­­­menn sem eru ein­­­göngu í starf­­­semi erlendis og voru ekki á staðnum til að sanna deili á sér við upp­­­haf við­­­skipta. Þá voru ekki fyr­ir­liggj­andi samn­ingar um að Borgun hf. hefði útvi­­­stað fram­­­kvæmd áreið­an­­­leikakann­anna til þriðja aðila sem staddur væri á sama stað og við­­­skipta­­­mað­­­ur­inn og þannig tryggt að við­­­skipta­­­mað­­­ur­inn teld­ist vera á staðnum til að sanna á sér deili við fram­­­kvæmd áreið­an­­­leika­könn­un­­­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None