Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu

Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Auglýsing

Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, mun áfram bera ábyrgð á því að greiða 63,47 pró­sent af því fjár­tjóni sem Lands­bank­inn, einnig að nán­ast öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, telur sig hafa orðið fyrir vegna sölu á 31,2 pró­sent eign­ar­hlut sínum í Borgun síðla árs 2014, þrátt fyrir að Íslands­banki hafi selt eign­ar­hlut sinn í Borgun 7. júlí síð­ast­lið­inn. 

Lands­bank­inn áætlar að fjár­hags­legt tjón sitt af við­skipt­un­um, og því að stjórn­endur Borg­unar hafi meðal ann­ars leynt upp­lýs­ingum um virði eign­ar­hlutar fyr­ir­tæk­is­ins í Visa Europe, sé rúm­lega 1,9 millj­arður króna. Því gæti rík­is­bank­inn Íslands­banki þurft að greiða rík­is­bank­anum Lands­bank­anum rúm­lega 1,2 millj­arða króna ef dóm­stólar kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að máls­höfðun Lands­bank­ans sé á rökum reist.

Frá þessu er greint í árs­hluta­upp­gjöri Íslands­banka sem birt var í síð­ustu viku. 

Íslands­banki seldi hlut sinn í Borgun til alþjóð­lega greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Salt Pay 7. júlí síð­ast­lið­inn. Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, sem keypti hlut Lands­bank­ans í við­skipt­unum umdeildu árið 2014, seldi líka sinn 32,4 pró­senta hlut. Stærstu eig­endur þess eru gamla útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Stál­­skip og félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­­son).

Auglýsing
Kaupverðið fyrir tæp­lega 96 pró­senta hlut í Borgun var sagt trún­að­ar­mál en Frétta­blaðið greindi frá því viku síðar að það hafi verið sam­tals 27 millj­ónir evra, um 4,3 millj­arðar króna. Það hafði lækkað um átta millj­ónir evra, um 1,3 millj­arða króna, frá því að kaup­samn­ingur var und­ir­rit­aður 11. mars 2020. Helsta ástæða þess að verðið lækk­aði voru áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins á starf­semi Borg­un­ar, en fyr­ir­tækið tap­aði alls 635 millj­ónum króna á fyrstu sex mán­uðum yfir­stand­andi árs. Til sam­an­burðar nam tap þess á fyrri hluta árs­ins 2019 132 millj­ónum króna. 

Áður en að gengið var frá söl­unni á Borgun var hlutafé í félag­inu lækk­að. Sú lækkun fór fram þannig að for­gangs­hluta­bréf í Visa Inc, sem Borgun eign­að­ist árið 2016 við að selja hlut sinn í Visa Europe, voru færð inn í félagið Borg­un-VS ehf. Frá­far­andi eig­endur Borg­unar eign­uð­ust svo það félag. Virði for­gangs­hluta­bréf­anna er sagt vera rúm­lega 3,1 millj­arður króna í árs­hluta­upp­gjöri Íslands­banka.

Sala síðla árs 2014 dregur áfram dilk á eftir sér

Í árs­hluta­upp­gjör­inu kemur einnig fram að Íslands­banki mun áfram bera ábyrgð á því að greiða 63,47 pró­sent af því fjár­tjóni sem Lands­bank­inn, einnig að nán­ast öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, telur sig hafa orðið fyrir vegna sölu á 31,2 pró­sent eign­ar­hlut sínum í Borgun síðla árs 2014, þrátt fyrir að Íslands­banki hafi selt eign­ar­hlut sinn í Borgun 7. júlí síð­ast­lið­inn. Því ber rík­is­banki ábyrgð áfram ábyrgð á því að greiða stærstan hluta af mögu­legu fjár­tjóni ann­ars rík­is­banka, þrátt fyrir að eiga ekki lengur Borg­un. 

For­saga máls­ins er sú að Lands­­bank­inn seldi hlut sinn í Borg­un, í nóv­em­ber 2014 til Eign­­ar­halds­­­fé­lags­ins Borg­un­ar. Kaupin áttu sér þann aðdrag­anda að maður að nafni Magnús Magn­ús­­son, með heim­il­is­­festi á Möltu, setti sig í sam­­band við rík­­is­­bank­ann og fal­að­ist eftir eign­­ar­hlutnum fyrir hönd fjár­­­festa. Á meðal þeirra sem stóðu að kaup­enda­hópnum voru þáver­andi stjórn­­endur Borg­un­­ar.Gustað hefur um Borgun undanfarin ár.

Hóp­ur­inn fékk að kaupa 31,2 pró­­sent hlut­ Lands­bank­ans á tæp­­lega 2,2 millj­­arða króna án þess að hann væri settur í opið sölu­­ferli. Í fyrstu vörðu stjórn­­endur Lands­­bank­ans söl­una og það að hlut­­ur­inn hafi ekki verið boð­inn út í opnu sölu­­ferli. Það breytt­ist þó fljót­­lega, sér­­stak­­lega þegar í ljós kom að á meðal eigna Borg­unar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu síð­­­ar. Þessi eign­­ar­hlutur var marga millj­­arða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söl­una á eign­­ar­hlut Lands­­bank­ans.

Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­­­samn­ingnum um við­­­bót­­­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mög­u­­­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc.

Þrír stærstu aðil­­arnir sem stóðu að Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun voru gamla útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Stál­­skip, félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­­son), og félagið Pétur Stef­áns­­son ehf. (Í eigu Pét­­urs Stef­áns­­son­­ar). Ein­hver við­­skipti hafa síðan verið með hluti í Borgun frá því að Lands­­bank­inn seldi sinn hlut.

Hörð gagn­rýni Rík­is­end­ur­skoð­unar

Í nóv­­em­ber 2016 birti Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­un  skýrslu um fjöl­margar eigna­­­sölur Lands­­bank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær harð­­­lega. Á meðal þeirra er salan á hlut í Borg­un. Tíu dögum síðar var Stein­þóri Páls­­syni, banka­­stjóra Lands­­bank­ans, sagt upp störf­­um. Sú ákvörðun var rakin beint til Borg­un­ar­máls­ins.

Auglýsing
Skömmu eftir útkomu skýrsl­unnar ákvað Lands­bank­inn að stefna Borgun hf., Eign­ar­halds­fé­lag­inu Borgun slf., BPS ehf. og Hauki Odds­syni, þáver­andi for­stjóra Borg­un­ar. Lands­bank­inn taldi að Borgun hefði átt að upp­lýsa um eign­ar­hlut sinn í Visa Europe Ltd. í árs­reikn­ingi 2013. 

Haukur Odds­son hætti störfum hjá Borgun í októ­ber 2017. Við starfi hans tók Sæmundur Sæmunds­son. Hann hætti störfum eftir að Salt Pay tók yfir Borgun í síð­asta mán­uði. Nýir for­­stjórar Borg­unar eru þeir Edu­ardo Pontes og Marcos Nunes.

Arð­bær rekstur sem súrn­aði á síð­ustu árum

Rekstur Borg­unar gekk ótrú­­lega vel næstu árin eftir kaup­in. Hagn­aður árs­ins af reglu­­legri starf­­semi var undir einum millj­­arði króna árið 2013. Árið 2016 var hann rúm­­lega 1,6 millj­­arðar króna. En hlut­­deildin í söl­unni á Visa Europe skiptir auð­vitað mestu máli þegar virð­is­aukn­ing fyr­ir­tæk­is­ins er met­in. Hún skil­aði Borgun 6,2 millj­­örðum króna. 

Nýju eig­end­­urnir nutu þessa. Sam­tals voru greiddir 7,7 millj­­­arðar króna í arð­greiðslur til eig­enda Borg­unar vegna áranna 2014-2016. Ef Lands­­­bank­inn, sem er nán­­­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­is­ins, hefði haldið 31,2 pró­­­sent hlut sínum í fyr­ir­tæk­inu hefði hlut­­­deild hans í umræddum arð­greiðslum numið 2,4 millj­­­örðum króna.

Á árinu 2017 hagn­að­ist Borgun um 350 millj­­ónir króna og eignir þess voru metnar á 31,7 millj­­arða króna í árs­­lok. Bók­­fært eigið fé á þeim tíma var 6,8 millj­­arðar króna.

Á árunum 2018 og 2019 fór rekst­ur­inn hins vegar að versna til muna. Sam­an­lagt tap á þeim árum nam um tveimur millj­örðum króna og á fyrri hluta árs­ins 2020 var tap­ið, líkt og áður sagði, 635 millj­ónir króna.

Yfir­mat á að liggja fyrir um miðjan októ­ber

Mál Lands­bank­ans hefur mallað áfram í dóms­kerf­inu þrátt fyrir breyttar rekstr­ar­for­sendur Borg­unar og nýtt eign­ar­hald á fyr­ir­tæk­inu. Mats­menn sem skip­aðir voru í því skil­uðu inn mats­gerð til hér­aðs­dóms 22. októ­ber í fyrra. 

Þar kom fram að mats­menn­irnir töldu meðal ann­ars að upp­lýs­ingar um til­vist val­réttar um kaup og sölu á eign­ar­hlut Borg­unar í Visa Europe Ltd til Visa Inc., skil­mála hans og mögu­legar greiðslur til Borg­unar á grund­velli hans hefðu verið mik­il­vægar við gerð, fram­setn­ingu og þar af leið­andi end­ur­skoðun árs­reikn­ings Borg­unar árið 2013. 

Borgun hefði jafn­framt átt að gera grein fyrir val­rétt­inum í árs­reikn­ingi 2013 í sam­ræmi við ákvæði alþjóð­legs reikn­ings­skila­stað­als og upp­lýsa um óvissu um hann í skýrslu stjórn­ar. 

Í nýlegum árs­hluta­reikn­ingi Lands­bank­ans, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, segir enn fremur að mats­menn­irnir telji að „árs­reikn­ingur Borg­unar fyrir árið 2013 hafi ekki upp­fyllt allar kröfur laga um árs­reikn­inga og alþjóð­legra reikn­ings­skila­staðla eins og þeir voru sam­þykktir af Evr­ópu­sam­band­inu á þeim tíma.“

Lands­bank­inn lagði mats­gerð­ina fram við fyr­ir­töku í hér­aðs­dómi 9. des­em­ber 2019. Við fyr­ir­töku máls­ins 24. jan­úar 2020 lagði Borgun og annar stefndi, sem er ekki sér­stak­lega nefndur í árs­hluta­reikn­ingi Lands­bank­ans, fram beiðni um dóm­kvaðn­ingu yfir­mats­manna. Í reikn­ingnum segir að hér­aðs­dómur Reykja­víkur hafi dóm­kveðið yfir­mats­menn 29. júní 2020 og að yfir­mat skuli liggja fyrir eigi síðar en 15. októ­ber 2020.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar