Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu

Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Auglýsing

Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, mun áfram bera ábyrgð á því að greiða 63,47 pró­sent af því fjár­tjóni sem Lands­bank­inn, einnig að nán­ast öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, telur sig hafa orðið fyrir vegna sölu á 31,2 pró­sent eign­ar­hlut sínum í Borgun síðla árs 2014, þrátt fyrir að Íslands­banki hafi selt eign­ar­hlut sinn í Borgun 7. júlí síð­ast­lið­inn. 

Lands­bank­inn áætlar að fjár­hags­legt tjón sitt af við­skipt­un­um, og því að stjórn­endur Borg­unar hafi meðal ann­ars leynt upp­lýs­ingum um virði eign­ar­hlutar fyr­ir­tæk­is­ins í Visa Europe, sé rúm­lega 1,9 millj­arður króna. Því gæti rík­is­bank­inn Íslands­banki þurft að greiða rík­is­bank­anum Lands­bank­anum rúm­lega 1,2 millj­arða króna ef dóm­stólar kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að máls­höfðun Lands­bank­ans sé á rökum reist.

Frá þessu er greint í árs­hluta­upp­gjöri Íslands­banka sem birt var í síð­ustu viku. 

Íslands­banki seldi hlut sinn í Borgun til alþjóð­lega greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Salt Pay 7. júlí síð­ast­lið­inn. Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, sem keypti hlut Lands­bank­ans í við­skipt­unum umdeildu árið 2014, seldi líka sinn 32,4 pró­senta hlut. Stærstu eig­endur þess eru gamla útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Stál­­skip og félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­­son).

Auglýsing
Kaupverðið fyrir tæp­lega 96 pró­senta hlut í Borgun var sagt trún­að­ar­mál en Frétta­blaðið greindi frá því viku síðar að það hafi verið sam­tals 27 millj­ónir evra, um 4,3 millj­arðar króna. Það hafði lækkað um átta millj­ónir evra, um 1,3 millj­arða króna, frá því að kaup­samn­ingur var und­ir­rit­aður 11. mars 2020. Helsta ástæða þess að verðið lækk­aði voru áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins á starf­semi Borg­un­ar, en fyr­ir­tækið tap­aði alls 635 millj­ónum króna á fyrstu sex mán­uðum yfir­stand­andi árs. Til sam­an­burðar nam tap þess á fyrri hluta árs­ins 2019 132 millj­ónum króna. 

Áður en að gengið var frá söl­unni á Borgun var hlutafé í félag­inu lækk­að. Sú lækkun fór fram þannig að for­gangs­hluta­bréf í Visa Inc, sem Borgun eign­að­ist árið 2016 við að selja hlut sinn í Visa Europe, voru færð inn í félagið Borg­un-VS ehf. Frá­far­andi eig­endur Borg­unar eign­uð­ust svo það félag. Virði for­gangs­hluta­bréf­anna er sagt vera rúm­lega 3,1 millj­arður króna í árs­hluta­upp­gjöri Íslands­banka.

Sala síðla árs 2014 dregur áfram dilk á eftir sér

Í árs­hluta­upp­gjör­inu kemur einnig fram að Íslands­banki mun áfram bera ábyrgð á því að greiða 63,47 pró­sent af því fjár­tjóni sem Lands­bank­inn, einnig að nán­ast öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, telur sig hafa orðið fyrir vegna sölu á 31,2 pró­sent eign­ar­hlut sínum í Borgun síðla árs 2014, þrátt fyrir að Íslands­banki hafi selt eign­ar­hlut sinn í Borgun 7. júlí síð­ast­lið­inn. Því ber rík­is­banki ábyrgð áfram ábyrgð á því að greiða stærstan hluta af mögu­legu fjár­tjóni ann­ars rík­is­banka, þrátt fyrir að eiga ekki lengur Borg­un. 

For­saga máls­ins er sú að Lands­­bank­inn seldi hlut sinn í Borg­un, í nóv­em­ber 2014 til Eign­­ar­halds­­­fé­lags­ins Borg­un­ar. Kaupin áttu sér þann aðdrag­anda að maður að nafni Magnús Magn­ús­­son, með heim­il­is­­festi á Möltu, setti sig í sam­­band við rík­­is­­bank­ann og fal­að­ist eftir eign­­ar­hlutnum fyrir hönd fjár­­­festa. Á meðal þeirra sem stóðu að kaup­enda­hópnum voru þáver­andi stjórn­­endur Borg­un­­ar.Gustað hefur um Borgun undanfarin ár.

Hóp­ur­inn fékk að kaupa 31,2 pró­­sent hlut­ Lands­bank­ans á tæp­­lega 2,2 millj­­arða króna án þess að hann væri settur í opið sölu­­ferli. Í fyrstu vörðu stjórn­­endur Lands­­bank­ans söl­una og það að hlut­­ur­inn hafi ekki verið boð­inn út í opnu sölu­­ferli. Það breytt­ist þó fljót­­lega, sér­­stak­­lega þegar í ljós kom að á meðal eigna Borg­unar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu síð­­­ar. Þessi eign­­ar­hlutur var marga millj­­arða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söl­una á eign­­ar­hlut Lands­­bank­ans.

Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­­­samn­ingnum um við­­­bót­­­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mög­u­­­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc.

Þrír stærstu aðil­­arnir sem stóðu að Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun voru gamla útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Stál­­skip, félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­­son), og félagið Pétur Stef­áns­­son ehf. (Í eigu Pét­­urs Stef­áns­­son­­ar). Ein­hver við­­skipti hafa síðan verið með hluti í Borgun frá því að Lands­­bank­inn seldi sinn hlut.

Hörð gagn­rýni Rík­is­end­ur­skoð­unar

Í nóv­­em­ber 2016 birti Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­un  skýrslu um fjöl­margar eigna­­­sölur Lands­­bank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær harð­­­lega. Á meðal þeirra er salan á hlut í Borg­un. Tíu dögum síðar var Stein­þóri Páls­­syni, banka­­stjóra Lands­­bank­ans, sagt upp störf­­um. Sú ákvörðun var rakin beint til Borg­un­ar­máls­ins.

Auglýsing
Skömmu eftir útkomu skýrsl­unnar ákvað Lands­bank­inn að stefna Borgun hf., Eign­ar­halds­fé­lag­inu Borgun slf., BPS ehf. og Hauki Odds­syni, þáver­andi for­stjóra Borg­un­ar. Lands­bank­inn taldi að Borgun hefði átt að upp­lýsa um eign­ar­hlut sinn í Visa Europe Ltd. í árs­reikn­ingi 2013. 

Haukur Odds­son hætti störfum hjá Borgun í októ­ber 2017. Við starfi hans tók Sæmundur Sæmunds­son. Hann hætti störfum eftir að Salt Pay tók yfir Borgun í síð­asta mán­uði. Nýir for­­stjórar Borg­unar eru þeir Edu­ardo Pontes og Marcos Nunes.

Arð­bær rekstur sem súrn­aði á síð­ustu árum

Rekstur Borg­unar gekk ótrú­­lega vel næstu árin eftir kaup­in. Hagn­aður árs­ins af reglu­­legri starf­­semi var undir einum millj­­arði króna árið 2013. Árið 2016 var hann rúm­­lega 1,6 millj­­arðar króna. En hlut­­deildin í söl­unni á Visa Europe skiptir auð­vitað mestu máli þegar virð­is­aukn­ing fyr­ir­tæk­is­ins er met­in. Hún skil­aði Borgun 6,2 millj­­örðum króna. 

Nýju eig­end­­urnir nutu þessa. Sam­tals voru greiddir 7,7 millj­­­arðar króna í arð­greiðslur til eig­enda Borg­unar vegna áranna 2014-2016. Ef Lands­­­bank­inn, sem er nán­­­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­is­ins, hefði haldið 31,2 pró­­­sent hlut sínum í fyr­ir­tæk­inu hefði hlut­­­deild hans í umræddum arð­greiðslum numið 2,4 millj­­­örðum króna.

Á árinu 2017 hagn­að­ist Borgun um 350 millj­­ónir króna og eignir þess voru metnar á 31,7 millj­­arða króna í árs­­lok. Bók­­fært eigið fé á þeim tíma var 6,8 millj­­arðar króna.

Á árunum 2018 og 2019 fór rekst­ur­inn hins vegar að versna til muna. Sam­an­lagt tap á þeim árum nam um tveimur millj­örðum króna og á fyrri hluta árs­ins 2020 var tap­ið, líkt og áður sagði, 635 millj­ónir króna.

Yfir­mat á að liggja fyrir um miðjan októ­ber

Mál Lands­bank­ans hefur mallað áfram í dóms­kerf­inu þrátt fyrir breyttar rekstr­ar­for­sendur Borg­unar og nýtt eign­ar­hald á fyr­ir­tæk­inu. Mats­menn sem skip­aðir voru í því skil­uðu inn mats­gerð til hér­aðs­dóms 22. októ­ber í fyrra. 

Þar kom fram að mats­menn­irnir töldu meðal ann­ars að upp­lýs­ingar um til­vist val­réttar um kaup og sölu á eign­ar­hlut Borg­unar í Visa Europe Ltd til Visa Inc., skil­mála hans og mögu­legar greiðslur til Borg­unar á grund­velli hans hefðu verið mik­il­vægar við gerð, fram­setn­ingu og þar af leið­andi end­ur­skoðun árs­reikn­ings Borg­unar árið 2013. 

Borgun hefði jafn­framt átt að gera grein fyrir val­rétt­inum í árs­reikn­ingi 2013 í sam­ræmi við ákvæði alþjóð­legs reikn­ings­skila­stað­als og upp­lýsa um óvissu um hann í skýrslu stjórn­ar. 

Í nýlegum árs­hluta­reikn­ingi Lands­bank­ans, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, segir enn fremur að mats­menn­irnir telji að „árs­reikn­ingur Borg­unar fyrir árið 2013 hafi ekki upp­fyllt allar kröfur laga um árs­reikn­inga og alþjóð­legra reikn­ings­skila­staðla eins og þeir voru sam­þykktir af Evr­ópu­sam­band­inu á þeim tíma.“

Lands­bank­inn lagði mats­gerð­ina fram við fyr­ir­töku í hér­aðs­dómi 9. des­em­ber 2019. Við fyr­ir­töku máls­ins 24. jan­úar 2020 lagði Borgun og annar stefndi, sem er ekki sér­stak­lega nefndur í árs­hluta­reikn­ingi Lands­bank­ans, fram beiðni um dóm­kvaðn­ingu yfir­mats­manna. Í reikn­ingnum segir að hér­aðs­dómur Reykja­víkur hafi dóm­kveðið yfir­mats­menn 29. júní 2020 og að yfir­mat skuli liggja fyrir eigi síðar en 15. októ­ber 2020.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar