Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun

Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.

borgun hús
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd Seðla­banka Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að félagið Salt Pay Co Ltd., með skráð aðsetur á Cayma­n­eyj­um, sé hæft til að fara með yfir 50 pró­sent virkan eign­ar­hlut í Borgun hf. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Seðla­banka Íslands. 

„Fjár­mála­eft­ir­litið leggur mat á hvort sá sem hyggst eign­ast virkan eign­ar­hlut sé hæfur til að fara með eign­ar­hlut­inn með til­liti til heil­brigðs og trausts rekst­urs fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Matið grund­vall­ast á við­mið­um, sem fram koma í 2. mgr. 42. gr. laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki, auk þess sem stofn­unin hefur hlið­sjón af við­mið­un­ar­reglum evr­ópsku eft­ir­lits­stofn­an­anna á fjár­mála­mark­aði frá 2016,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið komst einnig að þeirri nið­ur­stöðu að félögin Salt Partners Ltd., með skráð aðsetur á Cayma­n­eyj­um, og VCK Invest­ment Fund Ltd., með skráð aðsetur á Bahama­eyj­um, og Andre Street De Aguiar og Edu­ardo Cunha Monn­erat Solon De Pontes væru hæf til að fara með yfir 50 pró­sent óbeinan virkan eign­ar­hlut í Borgun hf. Jafn­framt var það nið­ur­staðan að banda­ríski sjóð­ur­inn LTS Invest­ments Fund LP. væri hæfur til að fara með allt að 33 pró­sent óbeinan virkan eign­ar­hlut í Borgun hf.

Mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins grund­vall­að­ist á til­kynn­ingu Salt Pay Co Ltd. og tengdra aðila, fylgi­skjölum og ítar­legum upp­lýs­ingum sem stofn­unin afl­aði frá aðil­un­um. Matið byggði einnig á upp­lýs­ingum sem stofn­unin afl­aði frá erlendu fjár­mála­eft­ir­liti, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

Í fréttum vegna sölu á hlut Lands­­bank­ans

Borgun er búin að vera umtals­vert í fréttum und­an­farin ár, eftir að Lands­­bank­inn seldi 31,2 pró­­sent hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu til Eign­­ar­halds­­­fé­lags­ins Borg­unar bak­við luktar dyr í nóv­­em­ber 2014. ­Kaupin áttu sér þann aðdrag­anda að maður að nafni Magnús Magn­ús­­­son, með heim­il­is­­­festi á Möltu, setti sig í sam­­­band við rík­­­is­­­bank­ann og fal­að­ist eftir eign­­­ar­hlutnum fyrir hönd fjár­­­­­festa. Á meðal þeirra sem stóðu að kaup­enda­hópnum voru þáver­andi stjórn­­­endur Borg­un­­­ar.

Hóp­ur­inn fékk að kaupa 31,2 pró­­­sent hlut­ Lands­­bank­ans á tæp­­­lega 2,2 millj­­­arða króna án þess að hann væri settur í opið sölu­­­ferli. Í fyrstu vörðu stjórn­­­endur Lands­­­bank­ans söl­una og það að hlut­­­ur­inn hafi ekki verið boð­inn út í opnu sölu­­­ferli. Það breytt­ist þó fljót­­­lega, sér­­­stak­­­lega þegar í ljós kom að á meðal eigna Borg­unar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu síð­­­­­ar. Þessi eign­­­ar­hlutur var marga millj­­­arða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söl­una á eign­­­ar­hlut Lands­­­bank­ans.

Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­­­­samn­ingnum um við­­­­bót­­­­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mög­u­­­­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc.

Þrír stærstu aðil­­­arnir sem stóðu að Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­inu Borgun voru gamla útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækið Stál­­­skip, félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­­­son), og félagið Pétur Stef­áns­­­son ehf. (Í eigu Pét­­­urs Stef­áns­­­son­­­ar). Ein­hver við­­­skipti hafa síðan verið með hluti í Borgun frá því að Lands­­­bank­inn seldi sinn hlut.

Í nóv­­­em­ber 2016 birti Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­un skýrslu um fjöl­margar eigna­­­­sölur Lands­­­bank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær harð­­­­lega. Á meðal þeirra er salan á hlut í Borg­un. Tíu dögum síðar var Stein­þóri Páls­­­syni, banka­­­stjóra Lands­­­bank­ans, sagt upp störf­­­um. Sú ákvörðun var rakin beint til Borg­un­­ar­­máls­ins.

Haukur Odds­­son, sem var for­­stjóri Borg­unar þegar kaupin áttu sér stað og er einn þeirra sem Lands­­bank­inn stefndi í lok árs 2016, hætti störfum hjá Borgun í októ­ber 2017. Við starfi hans tók Sæmundur Sæmunds­­son.

Arð­greiðslur hærri en kaup­verðið

Rekstur Borg­unar gekk ótrú­­­lega vel næstu árin eftir kaup­in. Hagn­aður árs­ins af reglu­­­legri starf­­­semi var undir einum millj­­­arði króna árið 2013. Árið 2016 var hann rúm­­­lega 1,6 millj­­­arðar króna. En hlut­­­deildin í söl­unni á Visa E­urope ­skiptir auð­vitað mestu máli þegar virð­is­aukn­ing fyr­ir­tæk­is­ins er met­in. Hún skil­aði Borgun 6,2 millj­­­örðum króna.

Nýju eig­end­­­urnir nutu þessa. Sam­tals voru greiddir 7,7 millj­­­­arðar króna í arð­greiðslur til eig­enda Borg­unar vegna áranna 2014-2016. Ef Lands­­­­bank­inn, sem er nán­­­­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­­is­ins, hefði haldið 31,2 pró­­­­sent hlut sínum í fyr­ir­tæk­inu hefði hlut­­­­deild hans í umræddum arð­greiðslum numið 2,4 millj­­­­örðum króna.

Í ljósi þess að hlutur Lands­­­bank­ans var seldur í nóv­­­­em­ber 2014 fyrir 2.184 millj­­­­ónir króna voru arð­greiðsl­­­­urnar sem runnu hafa til nýrra eig­enda að hlutnum frá því að hann var seldur og til loka árs 2016 218 millj­­­­ónir króna fram yfir það sem greitt var fyrir hlut rík­­­­is­­­­bank­ans haustið 2014. Kaup­end­­urnir eru því þegar búnir að fá allt sitt til baka auk 218 millj­­­óna króna og eiga enn hlut­inn í Borg­un.

Á árinu 2017 hagn­að­ist Borgun um 350 millj­­­ónir króna og eignir þess voru metnar á 31,7 millj­­­arða króna í árs­­­lok. Bók­­­fært eigið fé á þeim tíma var 6,8 millj­­­arðar króna.

Verri rekstur síð­­­ustu árin

Rekst­­ur­inn versn­aði hins vegar til muna á árinu 2018 þegar Borgun tap­aði alls tæp­­lega 1,1 millj­­arði króna. Hreinar rekstr­­ar­­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins rúm­­lega helm­ing­uð­ust á því ári, úr um 4,2 millj­­örðum króna í rúm­­lega tvo millj­­arða króna. Í árs­­reikn­ingi árs­ins 2018 sagði að tapið á því ári skýrist „fyrst og fremst af hratt minn­k­andi tekjum af erlendum við­­skiptum hjá selj­endum sem selja vöru og þjón­­ustu ein­­göngu yfir inter­­net­ið. Auk þess má rekja lægri hreinar þjón­ust­u­­tekjur til auk­ins kostn­aðar umfram tekjur af inn­­­lendri færslu­hirð­ingu sem skýrist fyrst og fremst drætti í inn­­­leið­ingu á nýjum lögum um lækkun milli­­gjalda. Að síð­­­ustu má nefna að hreinar þjón­ust­u­­tekjur hafa lækkað vegna nei­­kvæðrar fram­­legðar af stórum erlendum selj­enda sem félagið tók í við­­skipti undir lok árs 2017.“

Í fyrra tap­aði Borgun svo 972 millj­­ónum króna og rekstr­­ar­­tekjur voru 2,6 millj­­arðar króna. Eignir fyr­ir­tæk­is­ins voru metnar á 22,4 millj­­arða króna um síð­­­ustu ára­­mót og eigið fé þess var á þeim tíma 6,6 millj­­arðar króna.

Lands­­bank­inn stefndi og mál­inu ólokið

Í jan­úar 2017 stefndi Lands­­bank­inn Borgun hf., fyrr­ver­andi for­­­stjóra Borg­unar Hauki Odds­­­syni, BPS ehf. og Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­inu Borgun slf. vegna þess að það væri mat bank­ans að hann hefði orðið af sölu­hagn­aði við sölu á 31,2 pró­­sent hlut sínum í Borgun á árinu 2014.

Lands­­bank­inn hefur ekki til­­­greint þá upp­­hæð sem hann fer fram á að fá greidda vinni hann málið en í níu mán­aða upp­­­gjöri Íslands­­­banka, stærsta eig­anda Borg­un­­ar, í fyrra kemur fram að mat Lands­­bank­ans á tapi sínu á söl­unni sé um 1,9 millj­­arður króna. Lands­­bank­inn er nán­­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­­is­ins. Því er tap hans tap skatt­greið­enda. ­Mats­­menn sem lögðu mat á árs­­reikn­ing Borg­unar fyrir árið 2013 við með­­­ferð máls­ins komust að þeirri nið­­ur­­stöðu að upp­­lýs­ingar um til­­vist val­réttar um kaup og sölu á eign­­ar­hlut Borg­unar í Visa Europe Ltd til Visa Inc., skil­­mála hans og mög­u­­legar greiðslur til Borg­unar á grund­velli hans hafi verið mik­il­vægar við gerð, fram­­setn­ingu og þar af leið­andi end­­ur­­skoðun árs­­reikn­ings Borg­unar árið 2013. Þá hefði Borgun átt að upp­­lýsa um ­eign­­ar­hlut sinn í Visa Europe Ltd. og að félagið væri aðili að Visa Europe Ltd. í árs­­reikn­ingn­­um.

Borgun hefði jafn­­framt átt að gera grein fyrir val­rétt­inum þar í sam­ræmi við ákvæði alþjóð­­legs reikn­ings­skila­­stað­als og upp­­lýsa um óvissu um hann í skýrslu stjórnar sam­­kvæmt lögum auk þess sem að mats­­menn telja að árs­­reikn­ingur Borg­unar fyrir árið 2013 hafi ekki upp­­­fyllt allar kröfur laga um árs­­reikn­inga og alþjóð­­legra reikn­ings­skila­­staðla.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent