Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur

Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.

Býfluga á kafi í villiblómi.
Býfluga á kafi í villiblómi.
Auglýsing

Frá því á fimmta ára­tug síð­ustu aldar hefur svæði þar sem villi­blóm vaxa í Bret­landi minnkað um sjö millj­ónir hekt­ara eða 97 pró­sent. Sífellt meira land er brotið undir land­búnað og manna­bú­staði með þessum afleið­ing­um. En villi­blómin eru grund­völlur lífs mjög mik­il­vægrar líf­veru – líf­veru sem gegnir lyk­il­hlut­verki í vist­kerfum jarð­ar: Býflug­unn­ar.Í Bret­landi er því svo komið að býfluga sem kennd er við langa fálm­ara karl­dýrs­ins og nefn­ist long horned bee á ensku, er aðeins að finna á örfáum svæð­um, aðal­lega á grös­ugum klettum við strönd­ina. Þessi býfluga er háð villi­blómunum sem hún lifir á. Í námunda við þau gerir hún svo bú sitt.Fækkun býflugna í Bret­landi, ann­ars staðar í Evr­ópu, í Banda­ríkj­unum og víð­ar, hefur verið ljós í nokkur ár. Og skýr­ingin á fækk­un­inni sömu­leið­is. Bresku nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Buglife ætla nú að reyna að koma upp „býlínu“ – líf­línu fyrir býfl­ugur – um Bret­land þvert og endi­langt. Línan verður í formi villi­blóma á að minnsta kosti 150 þús­undum hekt­ara lands, gangi allt að ósk­um. Blóma­beltin verða um þrír kíló­metrar að breidd og munu ná stranda á milli, þræða sig í kringum borgi og bæi og þekja sam­tals 48 þús­und fer­kíló­metra á Englandi.

Auglýsing

„Ímynd­aðu þér hvernig það væri að reyna að ferð­ast um Bret­land án þess að hafa til þess vegi og járn­braut­ir. Ímynd­aðu þér ef níu af hverjum tíu kíló­metrum af vegum væru horfn­ir. Lífið við þær aðstæður væri ómögu­leg­t,“ segir í kynn­ing­ar­texta býlínu verk­efn­is­ins á heima­síðu Bugli­fe.Von­ast er til að blóma­beltin – býlínan – eigi eftir að skapa góð skil­yrði fyrir býfl­ug­urnar með löngu þreifar­ana og fleiri skor­dýr sem eru und­ir­staða alls lífs á jörð­inni.Andrew Whitehou­se, líf­fræð­ingur sem starfar hjá Bugli­fe-­sam­tök­unum segir að allt of mikið land­svæði villtra plöntu­teg­unda hafi verið brotið undir beit­ar- og rækt­ar­lönd. Það hafi slitið nátt­úru­leg blóma­belti í sundur sem hefti útbreiðslu og fjölgun býflugna. Þess vegna þurfi að tengja þau svæði sem eftir eru saman á ný. Og þar kemur býlínan til sög­unn­ar.Catherine Jones, sem fer fyrir býlín­u-verk­efn­inu hjá Bugli­fe, segir að skipu­lag verk­efn­is­ins fyrir Eng­land sé klárt og síðar á þessu ári verið lokið við að skipu­leggja það í Skotlandi, Wales og á Norð­ur­-Ír­landi.Buglife hóf und­ir­bún­ings verk­efn­is­ins fyrir sex árum með fjár­stuðn­ingi frá umhverf­is­ráðu­neyt­inu og fleiri opin­berum aðil­um. Við und­ir­bún­ing­inn hefur verið leitað til fjölda sam­starfs­að­ila, m.a. nátt­úru­vernd­ar­hópa á ýmsum svæð­um, land­eig­enda og fleiri. Verk­efnið er þegar farið af stað og í sam­ein­ingu hafa þessir aðilar búið til 450 hekt­ara blóma­belti á milli nátt­úru­legra svæða sem enn eru ósnort­in. Árang­ur­inn er þegar far­inn að koma í ljós og hefur ein býflugna­teg­und sést t.d. suður af Bristol þar sem engin slík fluga hefur fund­ist í sjö ár. Í blóma­belt­inu er ekki aðeins að finna blóm­strandi plöntur heldur ýmsar aðrar sem býfl­ug­urnar sækj­ast í.

Ein býlínan liggur frá strönd­inni í Devon og inn í land og von­ast er til þess að býflugan með löngu þreifar­ana nýti sér hana. Enn á eftir að fá marga land­eig­endur að verk­efn­inu svo að það geti fari að skila þeim árangri sem vænta má.Þessa vik­una stendur yfir árvekni­á­tak í Bret­landi, Bees’ Needs Week, þar sem almenn­ingur er fræddur um hvernig hann getur tekið þátt í því að bæta lífs­kjör býflugna með ein­földum aðgerð­um. Þær geta m.a. falist í því að planta ákveðnum blómum í garða og að slá flöt­ina sjaldn­ar.Í Bret­landi er að finna 250 teg­undir af villtum býflug­um. 24 þeirra eru hun­angs­fl­ugur og fækkað hefur um meira en 80 pró­sent í stofnum sex slíkra teg­unda á síð­ustu ára­tug­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent