Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur

Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.

Býfluga á kafi í villiblómi.
Býfluga á kafi í villiblómi.
Auglýsing

Frá því á fimmta ára­tug síð­ustu aldar hefur svæði þar sem villi­blóm vaxa í Bret­landi minnkað um sjö millj­ónir hekt­ara eða 97 pró­sent. Sífellt meira land er brotið undir land­búnað og manna­bú­staði með þessum afleið­ing­um. En villi­blómin eru grund­völlur lífs mjög mik­il­vægrar líf­veru – líf­veru sem gegnir lyk­il­hlut­verki í vist­kerfum jarð­ar: Býflug­unn­ar.Í Bret­landi er því svo komið að býfluga sem kennd er við langa fálm­ara karl­dýrs­ins og nefn­ist long horned bee á ensku, er aðeins að finna á örfáum svæð­um, aðal­lega á grös­ugum klettum við strönd­ina. Þessi býfluga er háð villi­blómunum sem hún lifir á. Í námunda við þau gerir hún svo bú sitt.Fækkun býflugna í Bret­landi, ann­ars staðar í Evr­ópu, í Banda­ríkj­unum og víð­ar, hefur verið ljós í nokkur ár. Og skýr­ingin á fækk­un­inni sömu­leið­is. Bresku nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Buglife ætla nú að reyna að koma upp „býlínu“ – líf­línu fyrir býfl­ugur – um Bret­land þvert og endi­langt. Línan verður í formi villi­blóma á að minnsta kosti 150 þús­undum hekt­ara lands, gangi allt að ósk­um. Blóma­beltin verða um þrír kíló­metrar að breidd og munu ná stranda á milli, þræða sig í kringum borgi og bæi og þekja sam­tals 48 þús­und fer­kíló­metra á Englandi.

Auglýsing

„Ímynd­aðu þér hvernig það væri að reyna að ferð­ast um Bret­land án þess að hafa til þess vegi og járn­braut­ir. Ímynd­aðu þér ef níu af hverjum tíu kíló­metrum af vegum væru horfn­ir. Lífið við þær aðstæður væri ómögu­leg­t,“ segir í kynn­ing­ar­texta býlínu verk­efn­is­ins á heima­síðu Bugli­fe.Von­ast er til að blóma­beltin – býlínan – eigi eftir að skapa góð skil­yrði fyrir býfl­ug­urnar með löngu þreifar­ana og fleiri skor­dýr sem eru und­ir­staða alls lífs á jörð­inni.Andrew Whitehou­se, líf­fræð­ingur sem starfar hjá Bugli­fe-­sam­tök­unum segir að allt of mikið land­svæði villtra plöntu­teg­unda hafi verið brotið undir beit­ar- og rækt­ar­lönd. Það hafi slitið nátt­úru­leg blóma­belti í sundur sem hefti útbreiðslu og fjölgun býflugna. Þess vegna þurfi að tengja þau svæði sem eftir eru saman á ný. Og þar kemur býlínan til sög­unn­ar.Catherine Jones, sem fer fyrir býlín­u-verk­efn­inu hjá Bugli­fe, segir að skipu­lag verk­efn­is­ins fyrir Eng­land sé klárt og síðar á þessu ári verið lokið við að skipu­leggja það í Skotlandi, Wales og á Norð­ur­-Ír­landi.Buglife hóf und­ir­bún­ings verk­efn­is­ins fyrir sex árum með fjár­stuðn­ingi frá umhverf­is­ráðu­neyt­inu og fleiri opin­berum aðil­um. Við und­ir­bún­ing­inn hefur verið leitað til fjölda sam­starfs­að­ila, m.a. nátt­úru­vernd­ar­hópa á ýmsum svæð­um, land­eig­enda og fleiri. Verk­efnið er þegar farið af stað og í sam­ein­ingu hafa þessir aðilar búið til 450 hekt­ara blóma­belti á milli nátt­úru­legra svæða sem enn eru ósnort­in. Árang­ur­inn er þegar far­inn að koma í ljós og hefur ein býflugna­teg­und sést t.d. suður af Bristol þar sem engin slík fluga hefur fund­ist í sjö ár. Í blóma­belt­inu er ekki aðeins að finna blóm­strandi plöntur heldur ýmsar aðrar sem býfl­ug­urnar sækj­ast í.

Ein býlínan liggur frá strönd­inni í Devon og inn í land og von­ast er til þess að býflugan með löngu þreifar­ana nýti sér hana. Enn á eftir að fá marga land­eig­endur að verk­efn­inu svo að það geti fari að skila þeim árangri sem vænta má.Þessa vik­una stendur yfir árvekni­á­tak í Bret­landi, Bees’ Needs Week, þar sem almenn­ingur er fræddur um hvernig hann getur tekið þátt í því að bæta lífs­kjör býflugna með ein­földum aðgerð­um. Þær geta m.a. falist í því að planta ákveðnum blómum í garða og að slá flöt­ina sjaldn­ar.Í Bret­landi er að finna 250 teg­undir af villtum býflug­um. 24 þeirra eru hun­angs­fl­ugur og fækkað hefur um meira en 80 pró­sent í stofnum sex slíkra teg­unda á síð­ustu ára­tug­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent