Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði

Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.

Frá fundinum í dag
Frá fundinum í dag
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur bætt fjórum löndum á lista yfir þau lönd sem ekki eru álitin áhættu­svæði. Löndin eru Nor­eg­ur, Dan­mörk, Finn­land og Þýska­land. Þeir far­þegar sem þaðan koma og hafa verið þar sam­fleytt í tvær vikur þurfa því ekki að fara í skimun á landa­mær­unum eða í sótt­kví við kom­una til lands­ins. Fyrir voru Fær­eyjar og Græn­land á lista yfir lönd sem ekki eru áhættu­svæði. Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna fyrr í dag.Fram kom í orðum Þór­ólfs að frá því 15. Júní hafa tæp­lega 49 þús­und far­þegar komið til lands­ins og af þeim hafa rúm­lega 27 þús­und und­ir­geng­ist skim­un. Af þeim hafa tólf greinst með virkt smit.Þórólfur sagði lítið smit vera í íslensku sam­fé­lagi og að smit­hættan helst tengj­ast Íslend­ingum sem koma að utan sem og ferða­mönnum sem hafa mikið tengsla­net hér inn­an­lands. Hann sagði það mik­il­vægt að við værum til­búin til að bregð­ast við ef smit kæmi upp þó svo að þau séu fátíð í dag.

Auglýsing

Áherslu­breyt­ing rétt­læt­an­leg

Hann sagði skimun­ina á landa­mær­unum hafa verið mjög gagn­lega og að æski­legt væri að henni yrði haldið áfram út júlí­mánuð áður en ákvörðun yrði tekin um það hvort hægt sé að breyta um áhersl­ur, til dæmis um að hætta að skima ein­stak­linga frá þeim löndum sem smit­hætta er lít­il. Á næstu dögum er lík­legt að fjöldi þeirra far­þega sem þurfa að fara í skimun fari yfir skimun­ar­getu á landa­mær­unum og því telur Þórólfur það rétt­læt­an­legt að breyta áhersl­un­um.„Ég tel að það sé rétt­læt­an­legt að flýta nýrri áherslu í skimun­um. Fara í þetta fyrr, flýta því um eina til tvær vik­ur. Ég tel að við getum núna farið að hætta skimunum á þeim ein­stak­lingum sem koma frá þeim löndum þar sem smit­hætta er lít­il,“ sagði Þórólfur og vís­aði þar til ein­stak­linga sem koma frá Nor­egi, Dan­mörku, Finn­landi, Þýska­landi, Fær­eyjum og Græn­landi.Þeir ein­stak­lingar sem ekki þurfa að fara í skimun eða í sótt­kví eru beðnir um að fara var­lega fyrstu tvær vik­urnar eftir kom­una til lands­ins. 

Breyt­ingar á Kefla­vík­ur­flug­velli til­búnar á fimmtu­dag

Páll Þór­halls­son, verk­efna­stjóri hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sagði Isa­via nú vera að und­ir­búa komu þeirra far­þega sem ekki þurfa að fara í skim­un. „Far­þegar úr þeim flug­vélum verða teknir inn á öðrum stað heldur en þeir sem fara í gegnum skimun­ar­svæð­ið. Það er gengið út frá því að flestir far­þegar í flug­vél­unum frá Kaup­manna­höfn eða Ósló eða þýsku borg­unum þurfi ekki að fara í skim­un.“Það sé þó alltaf mögu­leiki á því að far­þegar úr þessum vélum þurfi að fara í skimun, hafi þeir til dæmis ekki dvalið sam­fleytt í fjórtán daga í lönd­unum sem um ræð­ir. Þeir far­þegar verða þá leiddir inn á skimun­ar­svæð­ið. Páll sagði að þær breyt­ingar sem þarf að gera á Kefla­vík­ur­flug­velli vegna þessa eiga að vera til­búnar á fimmtu­dags­morgun þegar þetta verk­lag tekur gildi.Hann fjall­aði einnig um nýja reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra um komur frá ríkjum utan EES og EFTA ríkj­anna sem tekur gildi á morg­un. Evr­ópu­sam­bands­ríkin komu sér saman um að leyfa komur far­þega frá 14 ríkjum utan Evr­ópu. Íbúum ríkj­anna á þeim lista verður heim­ilt að koma til Íslands frá og með morg­un­deg­inum en þurfa engu að síður að fara í skimun eða sótt­kví.

Seinni skimanir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í Orku­hús­inu 

Næstur tók til máls Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Hann fjall­aði meðal ann­ars um seinni skimun sem er hluti af heim­komusmit­gát. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu væri starfs­stöð í Orku­hús­inu við Suð­ur­lands­braut sem sæi um skimanir milli klukkan 10 og 15. Fyrir ein­stak­linga sem búa utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er seinni skimun fram­kvæmd á heilsu­gæslu­stöðvum víða um land. Þeir sem þurfa að fara í slíka skimun fá tölvu­póst eða sms með öllum helstu upp­lýs­ingum um stað­setn­ingu og tíma skimun­ar­inn­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent