Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði

Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.

Frá fundinum í dag
Frá fundinum í dag
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur bætt fjórum löndum á lista yfir þau lönd sem ekki eru álitin áhættu­svæði. Löndin eru Nor­eg­ur, Dan­mörk, Finn­land og Þýska­land. Þeir far­þegar sem þaðan koma og hafa verið þar sam­fleytt í tvær vikur þurfa því ekki að fara í skimun á landa­mær­unum eða í sótt­kví við kom­una til lands­ins. Fyrir voru Fær­eyjar og Græn­land á lista yfir lönd sem ekki eru áhættu­svæði. Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna fyrr í dag.Fram kom í orðum Þór­ólfs að frá því 15. Júní hafa tæp­lega 49 þús­und far­þegar komið til lands­ins og af þeim hafa rúm­lega 27 þús­und und­ir­geng­ist skim­un. Af þeim hafa tólf greinst með virkt smit.Þórólfur sagði lítið smit vera í íslensku sam­fé­lagi og að smit­hættan helst tengj­ast Íslend­ingum sem koma að utan sem og ferða­mönnum sem hafa mikið tengsla­net hér inn­an­lands. Hann sagði það mik­il­vægt að við værum til­búin til að bregð­ast við ef smit kæmi upp þó svo að þau séu fátíð í dag.

Auglýsing

Áherslu­breyt­ing rétt­læt­an­leg

Hann sagði skimun­ina á landa­mær­unum hafa verið mjög gagn­lega og að æski­legt væri að henni yrði haldið áfram út júlí­mánuð áður en ákvörðun yrði tekin um það hvort hægt sé að breyta um áhersl­ur, til dæmis um að hætta að skima ein­stak­linga frá þeim löndum sem smit­hætta er lít­il. Á næstu dögum er lík­legt að fjöldi þeirra far­þega sem þurfa að fara í skimun fari yfir skimun­ar­getu á landa­mær­unum og því telur Þórólfur það rétt­læt­an­legt að breyta áhersl­un­um.„Ég tel að það sé rétt­læt­an­legt að flýta nýrri áherslu í skimun­um. Fara í þetta fyrr, flýta því um eina til tvær vik­ur. Ég tel að við getum núna farið að hætta skimunum á þeim ein­stak­lingum sem koma frá þeim löndum þar sem smit­hætta er lít­il,“ sagði Þórólfur og vís­aði þar til ein­stak­linga sem koma frá Nor­egi, Dan­mörku, Finn­landi, Þýska­landi, Fær­eyjum og Græn­landi.Þeir ein­stak­lingar sem ekki þurfa að fara í skimun eða í sótt­kví eru beðnir um að fara var­lega fyrstu tvær vik­urnar eftir kom­una til lands­ins. 

Breyt­ingar á Kefla­vík­ur­flug­velli til­búnar á fimmtu­dag

Páll Þór­halls­son, verk­efna­stjóri hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sagði Isa­via nú vera að und­ir­búa komu þeirra far­þega sem ekki þurfa að fara í skim­un. „Far­þegar úr þeim flug­vélum verða teknir inn á öðrum stað heldur en þeir sem fara í gegnum skimun­ar­svæð­ið. Það er gengið út frá því að flestir far­þegar í flug­vél­unum frá Kaup­manna­höfn eða Ósló eða þýsku borg­unum þurfi ekki að fara í skim­un.“Það sé þó alltaf mögu­leiki á því að far­þegar úr þessum vélum þurfi að fara í skimun, hafi þeir til dæmis ekki dvalið sam­fleytt í fjórtán daga í lönd­unum sem um ræð­ir. Þeir far­þegar verða þá leiddir inn á skimun­ar­svæð­ið. Páll sagði að þær breyt­ingar sem þarf að gera á Kefla­vík­ur­flug­velli vegna þessa eiga að vera til­búnar á fimmtu­dags­morgun þegar þetta verk­lag tekur gildi.Hann fjall­aði einnig um nýja reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra um komur frá ríkjum utan EES og EFTA ríkj­anna sem tekur gildi á morg­un. Evr­ópu­sam­bands­ríkin komu sér saman um að leyfa komur far­þega frá 14 ríkjum utan Evr­ópu. Íbúum ríkj­anna á þeim lista verður heim­ilt að koma til Íslands frá og með morg­un­deg­inum en þurfa engu að síður að fara í skimun eða sótt­kví.

Seinni skimanir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í Orku­hús­inu 

Næstur tók til máls Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Hann fjall­aði meðal ann­ars um seinni skimun sem er hluti af heim­komusmit­gát. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu væri starfs­stöð í Orku­hús­inu við Suð­ur­lands­braut sem sæi um skimanir milli klukkan 10 og 15. Fyrir ein­stak­linga sem búa utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er seinni skimun fram­kvæmd á heilsu­gæslu­stöðvum víða um land. Þeir sem þurfa að fara í slíka skimun fá tölvu­póst eða sms með öllum helstu upp­lýs­ingum um stað­setn­ingu og tíma skimun­ar­inn­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent