Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði

Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.

Frá fundinum í dag
Frá fundinum í dag
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur bætt fjórum löndum á lista yfir þau lönd sem ekki eru álitin áhættu­svæði. Löndin eru Nor­eg­ur, Dan­mörk, Finn­land og Þýska­land. Þeir far­þegar sem þaðan koma og hafa verið þar sam­fleytt í tvær vikur þurfa því ekki að fara í skimun á landa­mær­unum eða í sótt­kví við kom­una til lands­ins. Fyrir voru Fær­eyjar og Græn­land á lista yfir lönd sem ekki eru áhættu­svæði. Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna fyrr í dag.Fram kom í orðum Þór­ólfs að frá því 15. Júní hafa tæp­lega 49 þús­und far­þegar komið til lands­ins og af þeim hafa rúm­lega 27 þús­und und­ir­geng­ist skim­un. Af þeim hafa tólf greinst með virkt smit.Þórólfur sagði lítið smit vera í íslensku sam­fé­lagi og að smit­hættan helst tengj­ast Íslend­ingum sem koma að utan sem og ferða­mönnum sem hafa mikið tengsla­net hér inn­an­lands. Hann sagði það mik­il­vægt að við værum til­búin til að bregð­ast við ef smit kæmi upp þó svo að þau séu fátíð í dag.

Auglýsing

Áherslu­breyt­ing rétt­læt­an­leg

Hann sagði skimun­ina á landa­mær­unum hafa verið mjög gagn­lega og að æski­legt væri að henni yrði haldið áfram út júlí­mánuð áður en ákvörðun yrði tekin um það hvort hægt sé að breyta um áhersl­ur, til dæmis um að hætta að skima ein­stak­linga frá þeim löndum sem smit­hætta er lít­il. Á næstu dögum er lík­legt að fjöldi þeirra far­þega sem þurfa að fara í skimun fari yfir skimun­ar­getu á landa­mær­unum og því telur Þórólfur það rétt­læt­an­legt að breyta áhersl­un­um.„Ég tel að það sé rétt­læt­an­legt að flýta nýrri áherslu í skimun­um. Fara í þetta fyrr, flýta því um eina til tvær vik­ur. Ég tel að við getum núna farið að hætta skimunum á þeim ein­stak­lingum sem koma frá þeim löndum þar sem smit­hætta er lít­il,“ sagði Þórólfur og vís­aði þar til ein­stak­linga sem koma frá Nor­egi, Dan­mörku, Finn­landi, Þýska­landi, Fær­eyjum og Græn­landi.Þeir ein­stak­lingar sem ekki þurfa að fara í skimun eða í sótt­kví eru beðnir um að fara var­lega fyrstu tvær vik­urnar eftir kom­una til lands­ins. 

Breyt­ingar á Kefla­vík­ur­flug­velli til­búnar á fimmtu­dag

Páll Þór­halls­son, verk­efna­stjóri hjá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sagði Isa­via nú vera að und­ir­búa komu þeirra far­þega sem ekki þurfa að fara í skim­un. „Far­þegar úr þeim flug­vélum verða teknir inn á öðrum stað heldur en þeir sem fara í gegnum skimun­ar­svæð­ið. Það er gengið út frá því að flestir far­þegar í flug­vél­unum frá Kaup­manna­höfn eða Ósló eða þýsku borg­unum þurfi ekki að fara í skim­un.“Það sé þó alltaf mögu­leiki á því að far­þegar úr þessum vélum þurfi að fara í skimun, hafi þeir til dæmis ekki dvalið sam­fleytt í fjórtán daga í lönd­unum sem um ræð­ir. Þeir far­þegar verða þá leiddir inn á skimun­ar­svæð­ið. Páll sagði að þær breyt­ingar sem þarf að gera á Kefla­vík­ur­flug­velli vegna þessa eiga að vera til­búnar á fimmtu­dags­morgun þegar þetta verk­lag tekur gildi.Hann fjall­aði einnig um nýja reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra um komur frá ríkjum utan EES og EFTA ríkj­anna sem tekur gildi á morg­un. Evr­ópu­sam­bands­ríkin komu sér saman um að leyfa komur far­þega frá 14 ríkjum utan Evr­ópu. Íbúum ríkj­anna á þeim lista verður heim­ilt að koma til Íslands frá og með morg­un­deg­inum en þurfa engu að síður að fara í skimun eða sótt­kví.

Seinni skimanir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í Orku­hús­inu 

Næstur tók til máls Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Hann fjall­aði meðal ann­ars um seinni skimun sem er hluti af heim­komusmit­gát. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu væri starfs­stöð í Orku­hús­inu við Suð­ur­lands­braut sem sæi um skimanir milli klukkan 10 og 15. Fyrir ein­stak­linga sem búa utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er seinni skimun fram­kvæmd á heilsu­gæslu­stöðvum víða um land. Þeir sem þurfa að fara í slíka skimun fá tölvu­póst eða sms með öllum helstu upp­lýs­ingum um stað­setn­ingu og tíma skimun­ar­inn­ar.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent