Mynd: Pexels.com

Telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning Borgunar 2013

Matsmenn í máli Landsbankans gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og þeirra sem keyptu hlut bankans í Borgun árið 2014 segja að ársreikningur þess fyrir árið 2013 hafi ekki innihaldið upplýsingar um tilvist valréttar Borgunar í Visa Europe. Landsbankinn telur sig hlunnfarinn um tæpa tvo milljarða.

Mats­menn sem lögðu mat á árs­reikn­ing Borg­unar hf. fyrir árið 2013 komust að þeirri nið­ur­stöðu að upp­lýs­ingar um til­vist val­réttar um kaup og sölu á eign­ar­hlut Borg­unar í Visa Europe Ltd til Visa Inc., skil­mála hans og mögu­legar greiðslur til Borg­unar á grund­velli hans hafi verið mik­il­vægar við gerð, fram­setn­ingu og þar af leið­andi end­ur­skoðun árs­reikn­ings Borg­unar árið 2013. Þá hefði Borgun átt að upp­lýsa um ­eign­ar­hlut sinn í Visa Europe Ltd. og að félagið væri aðili að Visa Europe Ltd. í árs­reikn­ingn­um. 

Borgun hefði jafn­framt átt að gera grein fyrir val­rétt­inum þar í sam­ræmi við ákvæði alþjóð­legs reikn­ings­skila­stað­als og upp­lýsa um óvissu um hann í skýrslu stjórnar sam­kvæmt lögum auk þess sem að mats­menn telja að árs­reikn­ingur Borg­unar fyrir árið 2013 hafi ekki upp­fyllt allar kröfur laga um árs­reikn­inga og alþjóð­legra reikn­ings­skila­staðla.

Þetta er meðal þess sem fram kom í mats­gerð mats­manna í máli Lands­bank­ans gegn Borgun hf., fyrr­ver­andi for­­stjóra Borg­unar Hauki Odds­­syni, BPS ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun slf. Lands­bank­inn stefndi þeim í jan­úar 2017 vegna þess að það væri mat bank­ans að hann hefði orðið af sölu­hagn­aði við sölu á 31,2 pró­sent hlut sínum í Borgun á árinu 2014. 

Mats­menn­irnir skil­uðu mats­gerð sinni 22. októ­ber 2019 og greint er frá inni­haldi hennar í nýbirtum árs­reikn­ingi Lands­bank­ans.

Hún var lögð fram við fyr­ir­töku í mál­inu í hér­aðs­dómi 9. des­em­ber í fyrra. Við fyr­ir­töku máls­ins 24. jan­úar 2020 lagði Borgun og ónefndur annar stefndi fram beiðni um dóm­kvaðn­ingu yfir­mats­manna.

Lands­bank­inn hefur ekki til­greint þá upp­hæð sem hann fer fram á að fá greidda vinni hann málið en í níu mán­aða upp­gjöri Íslands­banka, stærsta eig­anda Borg­un­ar, í fyrra kemur fram að mat Lands­bank­ans á tapi sínu á söl­unni sé um 1,9 millj­arður króna. Lands­bank­inn er nán­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins. Því er tap hans tap skatt­greið­enda.

Keypt á und­ir­verði

Þegar Lands­­bank­inn seldi hlut sinn í Borg­un, í nóv­em­ber 2014, var kaup­and­inn Eign­­ar­halds­­­fé­lagið Borg­un. Kaupin áttu sér þann aðdrag­anda að maður að nafni Magnús Magn­ús­­son, með heim­il­is­­festi á Möltu, setti sig í sam­­band við rík­­is­­bank­ann og fal­að­ist eftir eign­­ar­hlutnum fyrir hönd fjár­­­festa. Á meðal þeirra sem stóðu að kaup­enda­hópnum voru þáver­andi stjórn­­endur Borg­un­­ar.

Hóp­ur­inn fékk að kaupa 31,2 pró­­sent hlut­ Lands­bank­ans á tæp­­lega 2,2 millj­­arða króna án þess að hann væri settur í opið sölu­­ferli. Í fyrstu vörðu stjórn­­endur Lands­­bank­ans söl­una og það að hlut­­ur­inn hafi ekki verið boð­inn út í opnu sölu­­ferli. Það breytt­ist þó fljót­­lega, sér­­stak­­lega þegar í ljós kom að á meðal eigna Borg­unar var hlutur í Vísa Europe, sem var keyptur af Visa Inc. skömmu síð­­­ar. Þessi eign­­ar­hlutur var marga millj­­arða króna virði en hafði ekki verið metin þannig við söl­una á eign­­ar­hlut Lands­­bank­ans.

Enn fremur var ekki gerður neinn fyr­ir­vari í kaup­­­samn­ingnum um við­­­bót­­­ar­greiðslur vegna val­réttar Borg­unar vegna mög­u­­­legrar sölu Visa Europe til Visa Inc.

Þrír stærstu aðil­­arnir sem stóðu að Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun voru gamla útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Stál­­skip, félagið P126 ehf. (eig­andi er félag í Lúx­em­borg og eig­andi þess er Einar Sveins­­son), og félagið Pétur Stef­áns­­son ehf. (Í eigu Pét­­urs Stef­áns­­son­­ar). Ein­hver við­­skipti hafa síðan verið með hluti í Borgun frá því að Lands­­bank­inn seldi sinn hlut.

Fjöldi fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans snemma árs 2016 vegna Borgunarmálsins.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í nóv­­em­ber 2016 birti Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­un  skýrslu um fjöl­margar eigna­­­sölur Lands­­bank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær harð­­­lega. Á meðal þeirra er salan á hlut í Borg­un. Tíu dögum síðar var Stein­þóri Páls­­syni, banka­­stjóra Lands­­bank­ans, sagt upp störf­­um. Sú ákvörðun var rakin beint til Borg­un­ar­máls­ins.

Haukur Odds­son, sem var for­stjóri Borg­unar þegar kaupin áttu sér stað og er einn þeirra sem Lands­bank­inn stefndi í lok árs 2016, hætti störfum hjá Borgun í októ­ber 2017. Við starfi hans tók Sæmundur Sæmunds­son. 

Arð­greiðslur hærri en kaup­verðið

Rekstur Borg­unar gekk ótrú­­lega vel næstu árin eftir kaup­in. Hagn­aður árs­ins af reglu­­legri starf­­semi var undir einum millj­­arði króna árið 2013. Árið 2016 var hann rúm­­lega 1,6 millj­­arðar króna. En hlut­­deildin í söl­unni á Visa E­urope ­skiptir auð­vitað mestu máli þegar virð­is­aukn­ing fyr­ir­tæk­is­ins er met­in. Hún skil­aði Borgun 6,2 millj­­örðum króna.

Nýju eig­end­­urnir nutu þessa. Sam­tals voru greiddir 7,7 millj­­­arðar króna í arð­greiðslur til eig­enda Borg­unar vegna áranna 2014-2016. Ef Lands­­­bank­inn, sem er nán­­­ast að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­is­ins, hefði haldið 31,2 pró­­­sent hlut sínum í fyr­ir­tæk­inu hefði hlut­­­deild hans í umræddum arð­greiðslum numið 2,4 millj­­­örðum króna.

Í ljósi þess að hlutur Lands­­bank­ans var seldur í nóv­­­em­ber 2014 fyrir 2.184 millj­­­ónir króna voru arð­greiðsl­­­urnar sem runnu hafa til nýrra eig­enda að hlutnum frá því að hann var seldur og til loka árs 2016 218 millj­­­ónir króna fram yfir það sem greitt var fyrir hlut rík­­­is­­­bank­ans haustið 2014. Kaup­end­urnir eru því þegar búnir að fá allt sitt til baka auk 218 millj­­óna króna og eiga enn hlut­inn í Borg­un.  

Á árinu 2017 hagn­að­ist Borgun um 350 millj­­ónir króna og eignir þess voru metnar á 31,7 millj­­arða króna í árs­­lok. Bók­­fært eigið fé á þeim tíma var 6,8 millj­­arðar króna.

Stefnt að sölu fyrir sjö millj­arða

Rekst­ur­inn versn­aði hins vegar til muna á árinu 2018 þegar Borgun tap­aði alls tæp­lega 1,1 millj­arði króna. Hreinar rekstr­ar­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins rúm­lega helm­ing­uð­ust á því ári, úr um 4,2 millj­örðum króna í rúm­lega tvo millj­arða króna. Í árs­reikn­ingi árs­ins 2018 segir að tapið á því ári skýrist „fyrst og fremst af hratt minnk­andi tekjum af erlendum við­skiptum hjá selj­endum sem selja vöru og þjón­ustu ein­göngu yfir inter­net­ið. Auk þess má rekja lægri hreinar þjón­ustu­tekjur til auk­ins kostn­aðar umfram tekjur af inn­lendri færslu­hirð­ingu sem skýrist fyrst og fremst drætti í inn­leið­ingu á nýjum lögum um lækkun milli­gjalda. Að síð­ustu má nefna að hreinar þjón­ustu­tekjur hafa lækkað vegna nei­kvæðrar fram­legðar af stórum erlendum selj­enda sem félagið tók í við­skipti undir lok árs 2017.“

Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, stærsta eiganda Borgunar.
Mynd: Úr safni

Stærsti eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins er Íslands­banki með 63,5 pró­sent eign­ar­hlut. Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun heldur enn á 32,5 pró­sentum og BPS ehf. á tveimur pró­sent­um. Aðrir eig­endur eiga minna. Þótt Borgun hafi ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2019 kom fram í upp­gjöri Íslands­banka fyrir fyrstu þrjá árs­fjórð­unga síð­asta árs að tap Borg­unar á því tíma­bili hefði verið 759 millj­ónir króna. Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins var um 6,5 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Það kemur í ljós síðar í dag, þegar Íslands­banki birtir upp­gjör sitt fyrir allt árið 2019, hvert heild­ar­tap Borg­unar í fyrra var.

Frétta­blaðið greindi frá því í síð­ustu viku að við­ræður við tvö erlend félög um kaup á öllu hlutafé í Borgun væru langt komnar og að áætlað kaup­verð væri sjö millj­arðar króna. Óvíst væri þó hvort bréf í Visa Inc. myndu fylgja með ef af söl­unni yrð­i. 

Ef rétt reyn­ist mun Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, sem fá tæpa 2,3 millj­arða króna í sinn hlut. Sam­an­lagt myndi félag­ið, og eig­endur þess, þá hafa rúm­lega tvö­faldað fjár­fest­ingu sína í Borgun að teknu til­liti til arð­greiðslna á rúmum fimm árum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar