17 færslur fundust merktar „landsbankinn“

Nokkur fjöldi fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í janúar 2016 vegna Borgunarmálsins. Ári síðar stefni bankinn kaupendum að hlut hans í Borgun.
Aðalmeðferð fer fram sjö árum eftir að hlutur ríkisbanka í Borgun var seldur á undirverði
Yfirmatsmenn í Borgunarmálinu skiluðu matsgerð í apríl. Þeir segja að ársreikningur Borgunar fyrir árið 2013 hafi ekki innihaldið upplýsingar um tilvist valréttar Borgunar í Visa Europe. Landsbankinn telur sig hlunnfarinn um tæpa tvo milljarða.
4. ágúst 2021
Landsbankinn er bjartsýnni á komu ferðamanna til landsins en áður.
Landsbankinn gerir ráð fyrir 800 þúsund ferðamönnum í ár
Hagfræðideild Landsbankans er bjartsýn um áætlaðan fjölda ferðamanna sem kemur hingað til lands í nýjustu þjóhagsspánni sinni.
18. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
10 staðreyndir um uppgjör þriggja stærstu bankanna
Þrír stærstu bankarnir skiluðu milljarðahagnaði í fyrra, þrátt fyrir virðisrýrnun á útlánasafni þeirra. Hagnaðurinn var meðal annars til kominn vegna útlánaaukningar og fækkun 260 stöðugilda. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir úr reikningum bankanna.
12. febrúar 2021
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn vill greiða 4,5 milljarða í arð
Hagnaður Landsbankans var nokkuð minni í fyrra en árið 2019 þar sem eignir bankans rýrnuðu í virði vegna heimsfaraldursins. Bankinn leggur til að greiða ríkinu rúma fjóra milljarða króna í arð á árinu.
11. febrúar 2021
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Ríkisbanki eignast 35 prósent hlut í Keahótelum
Landsbankinn hefur breytt skuldum vegna Keahótela við sig í hlutafé og á nú rúmlega þriðjung í hótelkeðjunni. Leigusalar hafa samþykkt að veltutengja leigu, en þó með lágmarksgólfi.
16. desember 2020
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Engin bankakreppa
Ólíkt síðustu efnahagskreppu má ekki sjá samdráttarmerki í þremur stærstu bönkum landsins, sem hafa allir skilað milljarðahagnaði það sem af er ári. Hvernig má það vera?
3. nóvember 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
29. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
20. október 2020
Landsbankinn tapaði 3,3 milljörðum á fyrri hluta ársins
Í nýbirtum árshlutareikningi Landsbankans kemur fram að bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila eins og á fyrri árshelmingi ársins. Viðskiptavinir sem eru með 16 prósent af útlánum bankans hafa nýtt sér frestun afborgana og vaxta vegna COVID-19.
30. júlí 2020
Grundvallarbreyting gerð á eigendastefnu ríkisins gagnvart Landsbankanum
Málamiðlun virðist hafa náðst milli stjórnarflokkanna sem gerir það kleift að hægt verði að hefja sölu á Íslandsbanka á yfirstandandi kjörtímabili. Í henni felst grundvallarbreyting á eigendastefnu varðandi Landsbankann.
2. mars 2020
Telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning Borgunar 2013
Matsmenn í máli Landsbankans gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og þeirra sem keyptu hlut bankans í Borgun árið 2014 segja að ársreikningur þess fyrir árið 2013 hafi ekki innihaldið upplýsingar um tilvist valréttar Borgunar í Visa Europe.
12. febrúar 2020
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
20. september 2019
Landsbankinn vill matsmenn til að leggja mat á ársreikning Borgunar
Mál sem Landsbankinn höfðaði gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og þeim sem keyptu hlut bankans í því haustið 2014 var tekið fyrir í apríl. Bankinn vill enn ekki afhenda stefnuna í málinu né framlagðar greinargerðir.
22. ágúst 2018
Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti
Hagnaður Landsbankans dregst saman
Landsbankinn skilaði 11,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins og er hann 9% lægri en hagnaður fyrri hluta ársins 2017. Helstu ástæður minkunarinnar eru slæmt gengi á hlutabréfamarkaði og launahækkanir starfsmanna bankans.
27. júlí 2018
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Fjórföld hækkun forstjóralauna ríkisfyrirtækja miðað við launaþróun
Launahækkun forstjóra Landsbankans, Isavia og Landsvirkjunar á síðustu árum var fjórum sinnum meiri en breytingar á almennri launavísitölu.
30. júní 2018
Þrír millljarðar í arð til eigenda Borgunar á tveimur árum
Ekki hafði verið greiddur arður út úr Borgun frá árinu 2007 þegar nýir eigendur keypt hlut af Landsbankanum í lok árs 2014. Um 800 milljónir voru greiddar til hluthafa vegna þess árs og síðan 2,2 milljarðar vegna 2015, samkvæmt ákvörðun hluthafafundar.
21. apríl 2016